Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 43
42 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 43.
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BAUGUR
BOÐAR ÁTAK
VIÐNAM gegn verðbólgu var boðað á blaðamannafundi
sem forráðamenn Baugs efndu til á fimmtudag. Þar var
því lýst yfir að gripið yrði til margvíslegra aðgerða í því skyni
að lækka matvöruverð. Fyrirtækið hyggst auka eigin inn-
flutning úr 7% í 14% á næstu tólf mánuðum, hagræða í rekstri
og ná hagstæðari samningum við framleiðendur. Jafnframt
var því heitið að vöruverð myndi ekki hækka vegna aukinnar
álagningar í verslunum fyrirtækisins næstu tvö árin. A fund-
inum kom fram að með þessu væri verið að bregðast við um-
ræðu í þjóðfélaginu og ásökunum um að fyrirtækið hefði
hækkað vöruverð í landinu.
Þetta er jákvætt skref og skynsamlegt af hálfu Baugs. Von-
andi munu önnur fyrirtæki jafnt í smásölu, heildsölu sem
framleiðslu bregðast við þessu framtaki með svipuðum hætti.
í máli forráðamanna Baugs kom fram að þeim sárna ásakanir
um að fyrirtækið haldi uppi verði í skjóli sterkrar stöðu sinn-
ar. Á það ber hins vegar að líta að fyrirtæki er ræður yfir jafn-
stórum hluta markaðarins og Baugur hlýtur óhjákvæmilega
að þola það að vera undir stöðugri smásjá neytenda. Slíkt að-
hald er nauðsynlegt og hollt. Á hinn bóginn getur Baugur öðl-
ast traust neytenda með því að beita afli sínu til að knýja niður
vöruverð í landinu.
í framhaldi af þessari ákvörðun Baugs er hins vegar æski-
legt og nauðsynlegt að kanna verðmyndun á matvöru ofan í
kjölinn. Það hefur áreiðanlega vakið athygli hve lítill hluti inn-
kaupa Baugs er beint frá útlöndum eða aðeins 7%. Af mál-
flutningi talsmanna fyrirtækisins hefur mátt skilja, að stór-
innkaup frá útlöndum án atbeina milliliða hér tryggi lægra
vöruverð. Hvað veldur því, að stórmarkaður sem þessi hefur
ekki náð lengra á þessu sviði? Og frá hverjum er keypt í út-
löndum? Er hugsanlegt að það sé frá heildsölum þar en ekki
beint frá framleiðendum? Varla skiptir máli hvort heildsalinn
er íslenzkur eða útlendur ef um millilið er að ræða hvort eð er.
Hvernig er verðmyndunin hjá birgjum Baugs og annarra
stórmarkaða? Reynslan erlendis er sú, að stórmarkaðir gera
margvíslegar kröfur til birgja sinna, jafnvel um að þeir greiði
fyrir hillupláss og jafnvel fyrir endurnýjun á innréttingum.
Að hve miklu leyti gera Baugur og aðrir stórmarkaðir kröfu til
þess að birgjar taki þátt í kostnaði við markaðssetningu með
ýmsum hætti? Ur því að Baugur hefur tekið þetta lofsverða
frumkvæði í verðlagsmálum er ástæða til að gengið verði
lengra og að verðmyndunin verði gagnsærri en hún er í dag.
FARSÆLL FLUGREKSTUR
ÞEGAR lesnar eru fréttir af áföllum flugfélaga og rannsóknum
á atvikum, sem stundum henda, verður lesandanum ósjálf-
rátt hugsað til þess hve stutt getur verið á milli feigs og ófeigs,
komi eitthvað óvænt upp. Stundum gerist hið óvænta og þá er
betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, hafa öryggismálin í lagi, því að
á stundum eru það þau, sem skilja á milli.
Ein slík frétt var á baksíðu Morgunblaðsins í gær, þar sem
skýrt var frá niðurstöðu bandarískrar rannsóknarnefndar á því,
þegar Flugleiðaþota komst í of mikla nánd við vöruflutningavél
frá Air France á Kennedy-flugvelli við New York í júnímánuði
síðastliðnum. í niðurstöðum nefndarinnar voru stjómendur Flug-
leiðaþotunnar ekki með neinum hætti taldir ábyrgir fyrir þeim at-
vikum, sem leiddu til þess hættuástands, sem var til rannsóknar.
Samskipti flugmanna flutningaþotunnar og starfsmanna flug-
tumsins vom hins vegar talin leiða til þeirrar hættulegu atburða-
rásar sem raun varð á. Það er ekki lítils virði fyrir flugfélag eins
og Flugleiðir að fá slíkan vitnisburð. Öryggi í farþegaflugi er íyrir
öllu, jafnt fyrir farþega, flugliða sem flugfélögin. Þar má aldrei
slaka á ýtrastu kröfum. Velgengni flugfélaga fer að sjálfsögðu
mjög eftir því trausti, sem til þeirra er borið, og þar ráða öryggis-
málin úrslitum. Þessu hafa forráðamenn og starfsmenn Flugleiða
gert sér grein fyrir, enda hafa Flugleiðir fengið orð fyrir að vera
meðal fremstu flugfélaga heims í öryggismálum og er það vel.
Þjónustumiðstöð félagsins á Keflavíkurflugvelli er í senn sögð
vönduð og fullkomin að öllum búnaði, sem m.a. hefur lýst sér í því,
að þegar félagið hefur selt þotur sínar, hafa þær farið á góðu verði
og era eftirsóttar af flugfélögum um heim allan.
Sunnudaginn 5. marz síðastliðinn henti óhapp Boeing 737-far-
þegaþotu frá bandaríska flugfélaginu Southwest Airlines með 137
farþega um borð. Þotan rarm út af flugbraut í Burbank í Kalifom-
íu, lenti á bíl á fjölfórnum vegi, en svo vildi til að enginn slasaðist
alvarlega. Þegar þotan stöðvaðist var hún hársbreidd frá
Chevron-bensínstöð og þarf ekld að hafa uppi getgátur um afleið-
ingar þess, ef hún hefði rannið örlitlu lengra. Southwest Airlines
er einmitt eitt þeirra flugfélaga, sem hafa notið mikils trausts,
vegna þess að þotur þess hafa ekki lent í slysum. Því skall þama
hurð nærri hælum.
Marg*ir alvar-
lega slasaðir
um borð
Stórslys
1. Sæbjörg, Grandagarði
2. Öskjuhlíð (opið almenningi
laugardagseftirmiðdag)
Rústaverkefni
1. Saltvík 1, laugard. kl. 21.30
2. Saltvík 2, laugard. kl. 21.30
3. Saltvík3, laugard. kl. 21.30
4. Köllunarklettsvegur
5. Fangelsisgrunnur Tunguhálsi
6. Holræsi við Perluna
7. Steiniðjan Ártúnshöfða
8. Gamli Gufunesbærinn
Almenn verkefni og sl
1. Rauðavatn
2. Elliðaárdalur
3. Laugarnestangi
4. Skeiðvöllur í Víðidal
5. Norðurgarðu Rvlkui
6. Laugardalur
7. Æfingasvæði SR í
8. Stíflur I Elliðaárdal
9. Elliðaárbrú v. Árbæjarsundlaug
10. Barn í rútuslysi, óstaðsett
11. Reykjavíkurhöfn
12. Brunnur í Öskjuhlíð
13. Sálræn skyndihjálp, óstaðsett
14. Á leið til Reykjavíkur, óstaðsett
15. Byggingasvæði í Borgartúni
16. Vinnusvæði Eimskips
17. Fjörgyn, Grafarvogi
18. Úlfarsfell
19. Dyravegur v. Nesjavallaveg
20. Geirsnef við Elliðaár
21. Laugarvegur 26
22. Skóglendi í Fossvogsdal
23. Bllslys við Rauðhóla
24. Hljómskálagarðurinn
25. Tvö börn týnd Tösjtjuhlíð
26. Grjótaþorp
27. Fossvogskirkjugarður
28. Nauthólsvík
29. Skíðalyfta í Breiðholti
Tækjaverkefni
1. Vestan í Henglinum
2. Norðan Dyrdals
3. Botnsúlur
4. Norðan Dyrdals
5. Engidalur, bilaður vélsleði
6. Engidalur, útbúnaðarathugun
7. Hengill
8. Komast erfiða leið á bíl, óstaðsett
9. Mosfellsheiði vestan Hengils
10. Innstidalur
11. Mjóavatn á Mosfellsheiði
12. Borgarhólar
13. Mosfellsheiði, bilaður vélsleði
14. Maradalur
15. Mosfellsheiði
16. Félagabjörgun, óstaðsett
17. Nærri skíðasvæði í Bláfjöllum
18. Maradalur
19. Jósepsdalur
20. Skyndihjálp, óstaðsett
21. Gryfjur í Jósepsdal
22. Skálafell á Hellisheiði
23. Vélslaði bilaður, óstaðsett
24. Vífilsfeil, flugslys
Fjallaverkefni
1. Búðarhamar í Esju
2. Grafarnes
3. Gullinbrú
4. Björgun í Sementsverksmiðju
5. Laugardalsvöllur
6. Hús Landsvirkjunar, Elliðaárdal
7. Elliðaárbrú
8. Klifursúlan Kringlunni
(Opið almenningi)
9. Gryfjur í Öskjuhlíð
10. Tum Slökkviliðsins
©@®
Önnur verkefni
1. Sæbjörg, Grandagarði'
2. Slökkvilið Reykjavikur, Turiguhálsi
3. Slökkvílíð Reykjavíkur, Skógarhlíð
4. Landhelgisgæslan, Reykjavíkurflugvelli
5. Kolkrabbirin1(rötún í Þingholtum
—® @
0 @
(D ®
© ®
©
© ®
© ®
®
® ®
@
lega nístu hjartað. Þeir sem léku
sjúklingana höfðu verið vandlega
undirbúnir og farðaðir fyrir æfing-
una, fengu nákvæm fyrirmæli um
eðli áverka sinna og höguðu sér í
samræmi við þá. Sjúklingana léku
aðallega ungir skátar og var sannar-
lega stórkostlegt að sjá metnaðinn
sem þeir lögðu í vinnu sína. Margir
sjúklingar voru skelfingu lostnir þar
sem þeir lágu á meðan björgunar-
menn veittu þeim aðstoð. Ekki ein-
asta áttu björgunarmenn að búa um
sár, spelka leggi og spenna kraga,
um hálsa, heldur hlúa andlega að'
skjólstæðingum sínum með því að
hughreysta þá eins og þeim var lífs-
ins mögulegt. Björgunarmenn urðu
að vera vel undirbúnir andlega til að
geta tekið á aðstæðunum sem biðu
þeirra. Sumir minna slasaðir sem
höfðu fótaferð gátu tekið upp á því
að ráfa um í losti og í slíkum tilvik-
um urðu björgunarmenn að vera
viðbúnir því að aðskilja þá frá hin-
um, sem voru verr farnir.
Skipinu skipt
upp í svæði
Skipinu var skipt upp í nokkur
svæði en hvert þeirra laut forstöðu
hópstjóra, sem höfðu hver yfir að
ráða um tug björgunarmanna. Hóp-
stjórar gengu á milli sjúklinga hver
á sínu svæði og færðu undirmönnum
sínum skilaboð um forgangsröðun
sjúklinga og deildu út hjálpartækj-
um s.s. súrefnistækjum eftir efnum
og aðstæðum. Sjúklingar voru því
næst fluttir í greiningarstöð sem
sett var upp í skipinu þar sem lækn-
ar tóku á móti þeim og flokkuðu þá
niður í nokkra hópa eftir eðli áverk-
anna uns komið var að því að flytja
þá frá borði.
Ekkert Ijós var kveikt í skipinu á
meðan björgunin fór fram en björg5
unarmenn, sem voru á milli 3-400
talsins, voru allir með höfuðljós á
hjálmum sínum og í fullum herklæð-
um að öðru leyti. Voru ófáir þeirra
gyrtir klifurbelti með karabínurnar
hangandi utan á sér og vígalega
skæddir.
Frekar verður fjallað um lands-
æfinguna í máli og myndum í Morg^.
unblaðinu á þriðjudag.
Ein viðamesta björg-
unaræfíng sem ís-
lenskar björgunar-
sveitir hafa staðið
fyrir hófst í gærkvöld
um borð í skólaskip-
inu Sæbjörgu, sem
var látið gegna hlut-
verki skemmtiferða-
skips. Örlygur
Steinn Sigurjónsson
brá sér á vettvang
stórslyss sem sett var
á svið um borð.
ASTÆÐA er til að vekja at-
hygli á því að almenningi
er heimilt að fylgjast með
nokkrum verkefnum
Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Þannig má almenningur fylgjast
með sigbjörgun úr klifursúlunni við
verslunina Nanoq í Kringlunni í
dag, laugardag. Björgunaræfing
verður haldin á klukkustundarfresti
frá klukkan 10 til 15 .
Almenningur má einnig fylgjast
með björgunaræfingu hundasveitar
frá klukkan 13 til 15 í dag nálægt
skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þar sem
æfð verður leit að fólki eftir snjó-
flóð. Þá má almenningur fylgjast
með flugslysaæfingu í Öskjuhlíð
sem hefst klukkan 16 og stendur í 2
til 3 tíma í gömlu olíutönkunum í
nágrenni keiluhallarinnar.
Aðkoma að
stórslysum
Æfingin sem hér um ræðir er
landsæfing Slysavarnafélagsins
Landsbjargar sem er fyrsta stóra
björgunaræfingin sem fram fer í
þéttbýli hérlendis. Um 750 manns
taka þátt í henni að meðtöldum
björgunarmönnum, sjúklingum, og
skipuleggjendum. Verkefnin sem
björgunarmenn þurfa að glíma við
eru fjölbreytt, s.s. aðkoma að stór-
slysum, rústabjörgun eftir jarð-
skjálfta, fjallaverkefni, reykköfun,
tækjaverkefni og fleira. Unnið var í
gærkvöld, í alla nótt og haldið
sleitulaust áfram eftir degi í dag.
Þegar blaðamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins fóru niður að
Reykjavíkurhöfn í gærkvöld til að
fylgjast með aðgerðum björgunar-
fólks á vettvangi „stórslyss“ um
borð í „skemmtiferðaskipinu“
Sæbjörgu blasti við næsta óhugnan-
leg sjón - svo raunverulegar voru
aðstæður. Allt að eitthundrað far-
þegar sem höfðu verið í skoðunar-
ferð voru misslasaðir og sumir jafn-
vel látnir víðsvegar um borð eftir
eldsprengingu. Margir voru með al-
varleg brunasár og hætta var á
ammoníaksleka. Neðan úr skipinu
bárust ótal örvæntingarfullar raddir
sem hrópuðu á hjálp og sársauka-
vein ósjálfbjarga sjúklinga bókstaf-
Ætla mætti af þessari mynd að raunverulegt slys hefði átt sér stað. Vel þjálf-
aðir björgunarmenn þurfa að geta mætt þjáningum skjólstæðinga sinna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áverkaspjald sem allir sjúklingar fá segir til um hversu mikils forgangs þeir njóta í greiningarstöðinni.