Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 i UMRÆÐAN Gengur eitthvað á? UMSÓKN stjórnar Landssambands kúa- bænda um leyfi til inn- flutnings á fósturvís- um af norsku kúakyni (NRF) í tilraunaskyni virðist valda uppnámi. Undirrituðum hafa nú undanfarið borist jöfn- um höndum bæklingar og önnur skrif starfs- bróður míns Sigurðar Sigurðarsonar dýra- læknis. Ber ég takm- arkaða virðingu fyrir sannleiksást starfs- bróður míns eftir að hafa rennt í gegn um sum af hans kúaskrif- um. Ein af greinum Sigurðar birt- ist í Morgunblaðinu laugardaginn 15. janúar. og þar kallar hann sig „eina sérfræðing landsins í naut- gripasjúkdómum á íslandi og í Noregi.“ Ég sá ástæðu til að leið- rétta ýmsar af rangfærslum hans. Þá tekur Sigurður til við að nefna ýmsar öfgar sem koma sumstaðar fyrir erlendis en Islend- ingar sem betur fer lausir við. Væntanlega er þetta sett fram í þeim tilgangi að vara menn ræki- lega við innflutningi. Öfgar sem viðgengist hafa um árabil á íslandi eru hins vegar ekki nefndar og þá þarf ég ekkert að tíunda slíkt, mál- ið snýst ekki um öfgar heldur venjulegar kýr og venjulegt fólk. Svo heldur Sigurður áfram: „Hánytjakýmar stóru og þungu í útlöndum þurfa hlutfallslega meira kjamfóður en íslenskar. Meira kom þyrfti fyrir sama magn mjólk- ur. Það yrði tekið frá fólki í hungr- uðum heimi. Stór skref yrðu tekin frá vistvænum búskap sem margir telja væn- legan hér á landi og lífrænum, frá gra- skúnni í komkú. Eru líkur á því að þröngt verði í gömlum fjósum fyrir nýjar og stærri kýr? Fá menn fjár- magn til að endumýja og stækka fjósin sín? Hvar verða þeir pen- ingar teknir? Er hætta á því að bændur sem tæpt standa, en það er víða á landinu, flæmist frá búskap löngu fyrr en þeir ætluðu vegna óv- iðráðanlegs kostnaðar? Hvað þá með byggðasjónarmið? Varla er tal stjómmálamanna um það tómt hjóm og einskis virði. Hver er stefnan?" Afurðagóðir gripir þurfa orkur- íkt fóður og því fer kjarnfóðurhlut- fallið mikið eftir dagsnytinni. Bæði NRF og íslenskar (sérstaklega þær íslensku) hafa fengið góða dóma fyrir afurðamagn byggt á góðu gróffóðri eingöngu. Svo þarf ekki að flytja inn öll kjarnfóðurefnin. Töluverður hluti þess kjarnfóðurs sem framleitt er á íslandi er ís- lenskt bygg og íslenskt fiskimjöl. Þá þarfnast verulegur hluti ís- lenskra fjósa endumýjunar hvort sem verður af innflutningi eða ekki. Hvers vegna ættu bændur að flæmast frá búskap vegna „óviðráð- anlegs kostnaðar". Skyldu þeir ekki fara út í breytingar vegna þess að þeir teldu að það borgaði Nautgripir Ber ég takmarkaða virðingu fyrír sannleiks- ást starfsbróður míns, segir Sveinn Helgi Guð- mundsson, eftir að hafa rennt í gegnum sum af hans kúaskrifum. sig. Vonandi neyðir enginn „inn- fluttar kýr“ upp á bændur. Norsk- ur bóndi getur valið á milli a.m.k. 6 mjólkurkúakynja. Hann ræður því sjálfur hvað hann hefur í sínu fjósi. Sigurður telur þekkingarskort og vöntun á leiðbeiningum og þjón- ustu við kúabændur hugsanlega skýringu á lélegum árangri margra íslenskra framleiðenda.Hann segir: „Nú þegar em 10 bú hér með meira er 6.000 lítra meðalnyt en því ná ekki nærri öll norsk bú. Ein- staka bú hér ná ekki 3.000 lítrum úr sama kyni. Hvers vegna?“ og stuttu síðar: „Spyrja má hvers vegna fleiri og fleiri Norðmenn séu að verða fráhverfir sínu ágæta kúa- kyni og telja önnur kyn betri.“ Ástæðan fyrir miklum mun á árangri milli býla í sama landi, hvað sem landið heitir, er hin sama allstaðar.: Fóður, umhverfi, hirðir og svo að sjálfsögðu erfðimar/grip- irnir. Býlin, áhuginn, þekkingin, fjár- hagurinn...allt eru þetta þættir sem geta skýrt töluverðan mun á milli Sveinn Helgi Guðmundsson býla. Þá verð ég ekki var við mikla aðsókn í önnur kúakyn. Það er hins vegar ljóst að allmargir sækjast eftir „hreinum" mjólkurkúm, þeim líkar ekki vangaveltur um kjöt- framleiðslu. Aðrir kunna ágætlega við NRF kúna og vilja ekkert ann- að. Svona er þetta. NRF er flutt út til Ástralíu, Irlands og Rússlands svo dæmi séu nefnd og önnur kyn inn í landið. Það er mjög gott fyrir bændur að geta valið....jarðirnar eru misjafnar og bændurnir líka. Svo kemur Sigurður að atriði sem hefur vafist fyrir mörgum landanum. Hann spyr: „Eru menn viðbúnir því, sem fylgja mun hinu þunga kyni, að meðalaldur kúnna verði aðeins 4 ár, að tvö mjaltaskeið náist að jafnaði og að endumýja þurfi 40% kúnna árlega? Berum það saman við Gull- húfu og Skjöldu, sína af hvom homi íslands, sem heilsugóðar ent- ust vel með hányt í 18 ár.“ Er meðalaldur NRF kúa lágur? Já, reyndar er hann það en hvers vegna? Fmmutalan á þar allvera- legan þátt (kröfur Norðmanna enn strangari en íslendinga) Svo er at- hyglisverður munur á íslenskum kúabændum og norskum. Norð- menn gefa kvigunum eitt reynsluár í framleiðslunni. Þeim sem þykja lakar fyrsta mjaltaskeiðið er yfir- leitt fargað. Þeir geta leyft sér þetta m.a. vegna þess að kjötinn- leggið gefur töluvert í aðra hönd. Gömul NRF kýr gefur hins vegar verðminni skrokk Því era um 40 - 60% kúnna í norskum fjósum á fyrsta mjaltaskeiði. Afgangurinn era kýr sem staðist hafa prófið, 4 - 6 ár er algengur aldur á kúm. Skilj- anlega verður meðalaldurinn skuggalega lágur með svona stefnu. Islendingar era ekki eins harðir á því að farga ungum „stritl- um“. Þeir neyðast til þess að leyfa þeim að mjólka lengur því kjöt- skrokkurinn vegur svo lítið í inn- leggi bóndans að þeir verða fá tölu- verða mjólk til þess að láta kúna borga uppeldiskostnaðinn. Þess^æi ólíku stefnur segja ekkert um' raunveralega endingu kúnna hvorki NRF eða íslenskra. Ef ég vil komast að því hvað NRF kýr endast vel þá verð ég að gjöra svo vel að borga bóndanum fyrir að láta á það reyna; sláturhúsið gerir það varla. Það er dálítið einkennilegt að sjá í skrifum Sigurðar lítið gert úr er- lendum kúakynjum samtímis því að fjarvóðgast er út af útrýmingar- hættu íslenskra kúa ....verði af inn- flutningi. Af hverju ættu íslensku kýrnar að vera í útrýmingarhættsfo, ef hinar innfluttu era ekkert betri? Mér fyndist þá eðlilegra að álykta að hið innflutta kyn „hyrfi“..ekki öfugt. Finnar og Svíar eiga enn gömul kúakyn. Norðmenn a.m.k. 5 gömul kyn. I öllum þessum löndum hefur ræktunarstarf og innflutn- ingur leitt til velgengni í mjólkur- framleiðslunni samtímis því að samstarf er myndað um varðveislu gömlu kynjanna. Norðmenn hafa öðlast mikla við- urkenningu erlendis vegna ræktun- arstarfs síns. M.a. vegna góðra heilsufarsskráninga tekst þeim að rækta fram hraustari gripi (hvort sem litið er á almennt heilsufar eða júgrið) og jaga aðra lágarfgengiít-Á þætti sem íslendingum gengur illa að laga m.a. vegna smæðar stofns- ins. Islenskar kýr era t.d. með full misjafna spena hvað stærð þeirra varðar. Sami bóndi getur þurft að hafa 3 stærðir af mjaltagúmmíum ef gæta á samræmis við spena- stærð. ► Meira á Netinu. Höfundur er dýralæknir við rannsóknastofu með nautgripi sem sérsvið. LnIH/4 rr en þu hefur gert Enn býöur LANDSNET ódýrari símtöl til útlanda! Engin skráningar- eða árgjöld nó símlykill. Fáíö nánari upplýsingar um nýja veröskrá og skráningu í síma 562 5050 eöa á heimasíöu okkar: www. landsnet.is (Ný verftskrá tokur glldi frá og mefi 27. mars 2000) á veröi! Landsnet http://www.landsnet.is S.5625050 Fax5625066 ...enn ódýrari símtöl til útlanda! Verödæmi: 30 mínútna símtal til eftirtalinna landa:11 Land: Landsnet 1080 Landsíminn Íslandssími Netsími 1100 Fijáls fjarskipti3> Pr. mín. Samt. kr. Pr. mín. Samt. kr. Pr. min. Samt. kr. Pr. mfn. Samt. kr. Pr. min. Samt. kr. Austurríki 16,50 498,32 53 1593,32 18,90 570,32 19,70 591,00 17 510,00 Ástralía 16,50 498,32 58 1743,32 18,90 570,32 21,98 659,40 17 510,00 Bandaríkin2* 16,50 498,32 35 1053,32 18,90 570,32 18,602> 558,00 17 510,00 Belqía 16,50 498,32 36 1083.32 18.90 570.32 19.98 599.40 17 510.00 Bretland 16,50 498,32 31 933,32 18,90 570,32 17,29 518,70 17 510,00 Danmörk 16,50 498,32 30 903,32 18,90 570,32 17,66 529,80 17 510,00 Finnland 16,50 498,32 31 933,32 18,90 570,32 18,15 544,50 17 510,00 Frakkland 16,50 498,32 36 1083,32 18,90 570.32 19,28 578,40 17 510,00 Holland 16,50 498,32 36 1083,32 18,90 570,32 19,28 578,40 17 510,00 Hong Kong 16,50 498,32 60 1803,32 18,90 570,32 21,66 649,80 17 510,00 Japan 16,50 498,32 66 983,32 45,00 1353,32 21,61 648,30 35 1050,00 írland 16.50 498.32 36 1083,32 18.90 570.32 21.42 642,60 17 510.00 Ítalía 16,50 498,32 42 1263,32 18,90 570,32 20,42 612,60 17 510,00 Kanada 16,50 498,32 35 1053,32 18,90 570,32 18,60 588,00 17 510,00 Noregur 16,50 498,32 30 903,32 18,90 570,32 18,15 544,50 17 510,00 Spánn 16,50 498,32 36 1083,32 18,90 570,32 20,81 624.30 17 510.00 Sviss 16,50 498,32 53 1593,32 18,90 570,32 19,92 597,60 17 510,00 Svíþjóð 16,50 498,32 30 903,32 18,90 570,32 17,23 516,90 17 510,00 Þýskaland 16,50 498,32 30 903,32 18,90 570,32 19,28 578,40 17 510,00 1) Símtöl á dagtaxta og innifela öll endanleg gjöld til neytenda. 2) Hærra gjald fyrir einstök fylki 3) Símlykill nauðsynlegur / Ekki fyrir farstma •»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.