Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Stjórnarformaður Spron á aðalfundi sjóðsins Aukinn hagnaður VÍS árið 1999 Hlutafélagavæðing sparisjóða í takt við þróun á markaði Vátryggingafélag fslands hf Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Eigin iðgjöld Milljónir króna 3.948,1 3.751,6 +5,2% Fjárf.tekjur af vátryggingarekstri 1.278,2 730,4 +75,0% Eigin tjón 4.492,1 3.432,7 +30,9% Hreinn rekstrarkostnaður 1.123,6 971,9 +15,6% (Tap) hagn. af vátryggingarekstri -291,8 32,2 Fjárfestingartekjur 1.976,1 1.133,6 +74,3% Fjárfestingargjöld 60,8 53,5 +13,5% Fjárf.tekjur yfirfærðar á vátr.rekstur 1.278,2 730,4 +75,0% Hagnaður af fjármálarekstri 683,2 359,7 +89,9% Aðrar tekjur - gjöld af reglul. starfs. 55,3 41,3 +33,8% Tekju- og eignarkattar 87,8 121,8 -27,9% Hagnaður ársins 358,9 311,3 +15,3% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 17.599,8 16.236,9 +9,4% Eigið fé 2.600,2 2.184,3 +19,0% Skuldir 14.999,6 14.052,5 +6,7% Skuldir og eigið fé samtals 17.599,8 16.236,9 +8,4% Hagnaðurinn 359 milljónir króna ÞAÐ kemur mjög ákveðið til skoð- unar að breyta sparisjóðunum í hlutafélag þegar lagaheimild til þess hefur verið fengin. Akvörðun er þó eðlilega ekki hægt að taka fyrr en vitað er hvert lagaum- hverfið verður. Þetta kom fram í ræðu Jóns G. Tómassonar, stjórn- arformanns Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis, á aðalfundi sjóðs- ins, sem haldinn var í gær. „Til þess að sú leið verði farin þarf lagabreytingu. Viðskiptaráð- herra hefur nýverið í blaðaviðtali, en einnig á aðalfundi Sparisjóða- bankans fyrr í þessum mánuði, lýst yfír ákveðnum vilja til að þessi möguleiki verði opnaður. Nefndir á vegum viðskiptaráðuneytisins vinna nú annars vegar að endur- skoðun á lögum um banka og sparisjóði og hins vegar að athug- un á rekstrarformi sparisjóðanna. Er þess að vænta að niðurstöður beggja þessara nefnda liggi fyrir síðar á árinu þannig að unnt verði að vinna að og kynna nauðsynleg- ar lagabreytingar í framhaldi af því,“ að því er fram kom í ræðu Jóns. Hlutafélagsformið auðveldar sameiningu sparisjóða Hann benti á að hlutafélags- formið væri skýrt og þekkt hjá al- menningi og því væri auðveldara að auka eigið fé en með félags- forminu sem sparisjóðirnir eru reknir í í dag. „Það er einnig í takt við þróun á fjármagnsmarkaði að breyta fjármálafyrirtækjum í opn- ara form og nægir í því sambandi að nefna ríkisbankana tvo. Þá verður að telja líklegt að með hlutafélagsformi verði sameining sparisjóða auðveldari í fram- kvæmd. Samstarf sparisjóðanna hefur lengi verið mikið og oft skilað góð- um árangri. Hinu er þó ekki að leyna að mörgum sparisjóði verður sífellt erfiðara að starfa á eigin forsendum, að veita viðskiptavin- um sínum viðunandi þjónustu í breyttu starfsumhverfi peninga- markaðarins." Undanfarin ár hefur starfsfólki sparisjóðsins verið greiddur kaupauki í formi hlutfalls af mán- aðarlaunum. Fyrir síðasta ár fengu starfsmenn greiddan kaupa- uka sem nam 60% af mánaðarlaun- um. Seint á liðnu ári samþykkti stjórnin að láta vinna að undirbún- ingi að árangurstengdu launakerfi þar sem miðað verður við árangur einstakra deilda eða rekstrarein- inga með hliðsjón af settum markmiðum. Stofnfé sparisjóðsins nemur nú 327, 2 milljónum króna sem jafn- gildir því að hver stofnfjáreigandi eigi tæplega 362 þúsund krónur, eða 12,4 stofnfjárbréf að meðaltali, en stofnfjáreigandi má mest eiga 20 stofnfjárbréf. Verðmæti hvers stofnfjárbréfs um síðastliðin ára- mót var 29.262 krónur. Stofnfjár- eigendur Spron voru alls 904 í árs- lok 1999. 12% ardgreiðsla samþykkt Á aðalfundinum í gær var sam- þykkt að greiða 12% arð af stofn- fjárbréfum. Arðurinn er ekki greiddur af nafnverði stofnfjár- bréfa, sem er 25 þúsund krónur, heldur af nafnverði framreiknuðu með hækkun lánskjaravísitölu. 12% arðgreiðsla jafngildir í raun nær 18% arði að teknu tilliti til vísitöluhækkunar á árinu. Jafnframt var samþykkt á fund- inum breyting á reglum um hvert stofnfé sparisjóðsins megi vera og í hversu marga stofnfjárhluti það megi skiptast. Spron hækkaði framlag sitt í Menningar- og styrktarsjóð Spron úr 8 milljónum í 14 milljónir á síð- asta ári og jók jafnframt verkefni sjóðsins. Frá því að menningar- og styrktarsjóðurinn tók til starfa ár- ið 1995 hefur hann varið 48 millj- ónum króna til mætra manna og málefna, að því er fram kom í ræðu Guðmundar Haukssonar, sparisjóðsstjóra Spron, á aðalfund- inum í gær. I ræðu sinni kom hann inn á að íslenskt efnahagslíf hefði tekið stakkaskiptum á síðustu árum og full ástæða væri til að telja að innan fárra ára blasti við allt önnur mynd í fjármálaheiminum en við sjáum nú. „Á meðal stjórn- ar og stjórnenda Spron hefur mikil umræða átt sér stað um þessar breytingar og þau áhrif sem þær hafa haft og koma til með að hafa á Sparisjóð Reykja- víkur og nágrennis, stöðu spari- sjóðanna í landinu og á dóttur- félögin. Það er nauðsynlegt að reyna að átta sig á því með hvaða hætti best verður haldið á málum við þessar aðstæður. Möguleikarnir eru margir og ógerlegt er að fullyrða að ein ákveðin stefna sé hin eina rétta leið. En það er nauðsynlegt að hafa kjark til að horfast í augu við breytingar og nýta þau tæki- færi sem gefast til sóknar, því kyrrstaða eða það að reyna að halda í fortíðina er vísasta leiðin til hnignunar," að því er fram kom í ræðu Guðmundar. Hann segist telja mikilvægt að sparisjóðirnir endurmeti stöðu sína í ljósi þess breytta umhverfis sem þeir starfa í. Ekki til að breyta breytinganna vegna, heldur til þess að eiga möguleika á að nýta sóknarfæri og leggja grunn að betri þjónustu og vexti spari- sjóðanna í framtíðinni. HAGNAÐUR Vátryggingafélags íslands hf., VÍS, nam 358,9 mOljón- um króna árið 1999, en var árið 1998 311,1 milljón króna, og jókst hagnað- ur um 15,3% milli ára. Bókfærð ið- gjöld félagsins námu 5.005,1 milljón króna árið 1999 og hækkuðu um 7,6% milli ára. Iðgjöld ársins voru 4.717,9 milljónir og jukust um 2,6%, en eigin iðgjöld voru 3.948,1 mOljón króna árið 1999 og jukust um 5,2%. Tjón ársins námu 5.078,3 milljónum króna og hækkuðu um 24,1%. Líftryggingafélag íslands, LÍFÍS, skilaði 66 milljóna króna hagnaði eft- ir skatta, en hagnaðurinn var 42 mdljónir 1998. Áxel Gíslason, forstjóri VIS, segir að hann sé ánægður með afkomu VÍS og einnig LÍFÍS. „Það sem hins vegar veldur áhyggjum er mikið tap og slæm afkoma af vátrygginga- rekstrinum. Þar ber langhæst bif- reiðatryggingar, en lögboðnar öku- tækjatryggingar eru reknar með tapi sem nemur á fjórða hundrað milljónum króna hjá okkur.“ Hann segir það ljóst að ef ekki hefðu komið til mjög góðar og miklar fjárfestingartekjur hefði afkoman ekki orðið sú sem hún þó varð á þess- um tíma. „Það verður ekki við það unað að afkoman í þessum trygg- ingagreinum verði áfram eins og hún er, og afar nauðsynlegt að grípa til aðgerða þar. Eg geri jafnvel ráð fyr- ir að það muni koma tO hækkana á iðgjöldum til að mæta þessari hrika- legu tjónaþróun sem hefur orðið síð- ustu mánuði og misseri, en eigin tjón félagsins hafa vaxið um yfir 1.000 mOljónir á milli ára,“ segir Axel. Um aukningu fjármagnstekna segir hann að saman hafi farið mjög hagstæður fjármagnsmarkaður inn- anlands fyrir fjárfesta og góðar ávöxtunartekjur af erlendum fjár- festingum, auk nokkurs söluhagnað- ar af hlutabréfum. „Það er hins veg- ar ekki við því að búast að fjárfestingartekjur geti haldið áfram í sama takti til langs tíma. Þess vegna er þeim mun meiri ástæða að horfa til þess að iðgjöld verða að standa undir tjónum af sjálfri vá- tryggingastarfseminni,“ segir Axel. Tele Danmark einn mögulegra samstarfs- aðila Landssímans Engin ákvörðun fyrr en Landssíminn verður einkavæddur Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. „EF ÍSLENSK stjómvöld taka þá ákvörðun að einkavæða Landssímann þá vildum við í fyrsta lagi gjarnan taka þátt í því ferli og í öðru lagi verða samstarfsaðOi," segir Henning Dyremose, framkvæmdastjóri Tele Danmark í samtali við Morgunblaðið. Framkvæmdastjóri Tele Danmark, sem var fyrrum ríkisrekið en hefur nú verið einkavætt, segir að fyrirtækið hafi eindreginn áhuga á samstarfi, meðal annars af því að ísland sé háþróaður markaður, þar sem áhugavert gæti verið að prófa ýmsar nýjungar. í gær birti Berlingske Tidende frétt þess efnis að Tele Danmark væri á leið inn á ís- lenska símamarkaðmn. Þar var vitnað í Þór- arin V. Þórarinsson forstjóra Landssímans, sem fór jákvæðum orðum um Tele Danmark og samstarf við fyrirtækið. I samtali við Morgunblaðið segir Þórarinn að auðvitað sé það ákvörðun stjórnmálamanna að ákveða hvort og hvenær Landssíminn verði einka- væddur. ,jKð því gerðu væri áhugavert að fá inn stórt erlent símafyrirtæki sem strategískan hlut- hafa og Tele Danmark er einn af fleiri kostum, sem eru þá tii athugunar," segir Þórarinn, sem bætir við að Berlingske Tidende hafi kannski gengið heldur lengra en hann hafi sjálfur sagt, því sér vitanlega hafi enginn enn falast eftir Landssímanum í heild sinni. Af orðum Dyremose má marka að Tele Danmark hafi mikinn áhuga á Landssíman- um. Þó ekki fyrr en fyrirtækið hefur verið einkavætt, en Tele Danmark á í fyrirtækjum í tólf löndum, þar á meðal í Belgíu í félagi við ríkið þar. Tækniþróaður markaður gerir ísland áhugavert „Það gleður mig mjög að Þórarinn V. Þórar- insson starfsbróðir minn hjá Landssímanum skuli hafa sagt að Tele Danmark væri tilvalinn kaupandi og lít á það sem traustsyfirlýsingu,“ sagði Henning Dyremose, en lagði áherslu á að ákvörðun um einkavæðingu væri póhtísk ákvörðun og alfarið í höndum Islendinga. Ef sú ákvörðun yrði tekin vildi Tele Danmark leggja reynslu sína af mörkum í því ferli. „Samstarfsmenn mínir segja að ég sé sér- stakur áhugamaður um Norðurlönd,“ segir Dyremose hlæjandi, þegar hann er spurður af hverju Tele Danmark hafi augastað á Lands- símanum. „Og það er reyndar alveg rétt að mér finnst Norðurlöndin áhugavert svæði. Svo má ekki gleyma því að Danmörk og ísland eiga sameiginlega sögu og eru menningarlega skyld lönd.“ Auk þessa bendir Dyremose á að ísland sé tæknilega mjög háþróað. „Það gæti verið mjög heppilegt fyrir okkur að nota ísland til að prófa þar tækninýjungar. Það er hefð fyrir því á ís- landi að vera í fremstu línu í tæknilegum efn- um.“ Dyremose bendir einnig á að þar sem Tele Danmark starfi með SBC þá gæti verið heppilegt að beina umferðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna um ísland, sem einnig að þessu leyti sé eðlilegur samstarfsaðili. „Við leggjum áherslu á það í þeim fyrir- tækjum, sem við kaupum erlendis að vera með innlenda stjórn á hverjum stað,“ segir Dyrem- ose aðspurður hvort hann óttist ekki að erfitt verði að koma inn á íslenskan markað, þar sem lítið sé um erlent eignarhald og oft tor- tryggni á slíkt. „Við eigum þá mann í stjórn og höfum kannski 1-3 menn í fyrirtækinu, en annars höfum við það eins og hjá okkur í Tele Danmark, sem er stjórnað af Dönum, þó fyrir- tækið sé í eigu SBC.“ Tele Danmark hefur það sem markmið að eiga ráðandi hlut í þeim fyrirtækjum, sem það á í. „Það er of snemmt að segja til um eftir hverju við sækjumst. Það er allur gangur á því eftir fyrirtækjum. í Belgíu eigum við til dæm- is helming á móti belgísku stjórninni, sem hef- ur eitt atkvæði umfram okkur.“ Stjórnmálamanna að ákveða einkavæðingu „Þessi umræða er að því leyti ótímabær að það er hlutverk einkavæðingamefndar að ákveða hvaða leið verði farin,“ segir Þórarinn, „og þá er eitt af því, sem þarf að ákveða hvaða kostir og gallar séu á að selja stóran hlut til eins aðila. Þessi umræða er stutt komin, en þegar fram í sækir komum við okkar sjónar- miðum á framfæri.“ í frétt Berlingske Tidende segir að Landssíminn sé metinn á 1-4 milljarða danskra króna, 10-40 milljarða íslenskra króna, en Þórarinn undirstrikar að það hafi ekkert endanlegt mat farið fram á fyrirtæk- inu. „Þessi tala er einfaldlega fengin með því að ég sagði blaðamanni Berlingske Tidende að hagnaður Landssímans hefði verið um tveir milljarðar undanfarin ár. Fyrir fyrir- tæki eins og Landssíma með sterka stöðu í farsímaþjónustu og víðtækri fastanetsþjón- ustu þá er erfitt að finna lægri margföldun- arstuðul en 15, en 25-30 er einnig algengur stuðull og í farsímafyrirtækjum er stuðullinn langtum hærri.“ Þórarinn bendir á að á íslandi sé mikil eft- irspurn eftir hlutabréfum í tæknifyrirtækj- um. Landssíminn sé slíkt fyrirtæki og auk þess með víðtækt net í öðrum hátæknifyrir- tækjum. Það sé hluti af stefnu fyrirtækisins að starfa með öðrum frekar en að gera allt sjálfir. Þegar komi að mati á fyrirtækinu muni þetta einnig verða tekið til greina. Vaxtarsvæði Tele Danmark er erlendis Einkavæðing Tele Danmark hefur gengið í áföngum, hófst að hluta 1994 og lauk í janúar 1998. Tele Danmark er nú í eigu SBC Comm- unications. Heildarvelta Tele Danmark á síð- asta ári var 38,2 milljarðar danskra króna, sem er fjórtán prósenta aukning frá árinu áð- ur. Af veltu þessa fyrrverandi ríkissímafyrir- tækis eru 42% frá erlendum umsvifum og fyr- irtækið stefnir að því, að eftir tvö ár verði helmingur veltunnar þaðan. Heima fyrir nam aukningin aðeins 6,3 prós- entum, en erlendis jókst veltan um 26,3 prós- ent. Á fjórum árum hefur Tele Danmark fert- ugfaldað veltuna erlendis. Umsvifasvæðin eru Norður-Evrópa, Eystrasaltið, Rússland, Mið- og Austur-Evrópa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.