Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 47 MINNINGAR unni og fræddir okkur um hvemig hlutimir vora áður fyrr. Ég man þeg- ar þú komst alltaf upp til okkar á kvöldin og last fyrir okkur eða sagðir sögur úr eigin djúpa viskubranni. Þú bakaðir líka heimsins bestu pönnsur. Það vora ófáar pönnsurnar sem ömmustelpurnar þínar renndu niður. Þú varst svo örlát á þær að fjórfætl- ingamir fengu líka sem þustu niður til þín um leið og fyrsta pannsan byij- aði að brúnast. Ekki borðaðirðu mik- ið af pönnsunum sjálf en borðaðir ein- faldan, góðan íslenskan mat í flest mál, reyktir aldrei, og bragðaðir nán- ast áfengi. Þú varst líka ansi dugleg að hreyfa þig og í raun stöðugt á ferð- inni eða í þinni eigin morgunleikfími. Með því réttirðu mér lykilinn að heil- brigðu og góðu líferni. Lífemi þitt var sannarlega til eftirbreytni Þú varst svo létt á fæti sem fis og eldhress al- veg þar til undir það síðasta. 0, elsku amma, þú átt stóran hlut í mér. Þú lifir áfram í mér og hinum af- komendum þínum sem þú varst svo stolt af, fólkinu þínu. Minningamar era svo margar og þær ætla ég að varðveita á sérstökum stað. Þú varst sannkölluð íslensk kjarnakona og þú varðst í raun aldrei gömul. Líkaminn var svo léttur á sér undir fallegu lqól- unum þínum og andinn var svo ungur undir hrokkna Ijósrauða hárinu. Ég man hvað þú spurðir með sérstökum rómi þegar ég litaði hárið mitt rautt í fyrra: „Hefurðu litað það?“ spurðirðu mig hissa og fannst það alveg stór- merkiiegt. Mig langaði bara að prófa hárhtinn þinn. Elsku amma, það er með söknuði og trega sem ég kveð þig. Samt er það líka með ljúfum létti því ég veit að nú líður þér svo vel og þú sómir þér eflaust svo vel með englunum. Hrokkið englahárið þitt fær nú vel notið sín. Ég veit þú verður nálæg og vemdar allt fólkið þitt. Ég veit líka að vel var tekið á móti þér í gönguna ei- lífu. Elsku amma, þú lifir í mér og ég lifi í þér. Ég ætla að kveðja þig með tveim vísum tileinkuðum þér. Kraftmikla kona, kalliðerkomið. Lífsgöngunnilokið. Gekkst fram af hreysti, gekkst fram af dugnaði og dáð. Þú kenndir mér svo margt. Eilífðin nú er þín. Gengur meðal englanna, vakir yfir mér og vemdar vísumar þínar raular ljúft Elsku amma, varðveita og virða mun minningunaumþig. Þú varst mér svo margt Þín elskandi ömmustelpa Kristbjörg (Kidda). N ú fór sól að nálgast æginn og nú var gott að hvíla sig, og vakna upp ungur einhvem daginn með eilífð giaða kringum þig Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta bamið sitt hún býr þar hlýtt um bqóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit hve bjartur bjarminn var þótt brosin glöðu sofi þar. Við getum ekki látið hjá líða skrifa nokkur orð í tilefni af því, að í dag er- um við að kveðja Steinunni Gissurar- dóttur. Ég kynntist henni fyrst þegar við hjónin fluttum að Sogabletti 1, en þá bjuggu Steinunn og Guðmundur á Sogabletti 7, svo það var ekki langt á milli. Kona mín þekkti þau frá fyrri tíð, því að þegar hún var að alast upp í Hjallanesi þá bjuggu þau í Hvammi á Landi. Nú vora þau hætt sveitabú- skap og flutt á mölina. Guðmundur vann hjá Rfldskipum en Steinunn mun hafa unnið við ræstingar og því gekk hún í verkamannafélagið Fram- sókn. Með því félagi fór hún lengi frameftir í sumarferðir og naut þess vel. I þessar ferðir fór hún svo lengi sem heilsan leyfði. Já, við voram að tala um að stutt hefði verið á milli, enda sköpuðust góð kynni sem hafa haldið síðan. Ekki var það hvað síst hvað bömum okkar líkaði vel við Steinunni enda heimsóttu þau hana oft og fengu jafn- vel að gista. Manni fannst bara stundum að hún væri amma þeirra og ég held að þeim hafi fundist það líka. Það var nú ekki ónýtt fyrir okkur að geta stungið þeim inn til hennar ef á þurfti áð halda. Síðan fluttu þau í Langagerðið, en það var svo sem ekkert lengra á milli okkar fyrir það. Það er ekki fyrr en Steinunn er orðin ekkja að hún flytur í Garðabæinn og við í Norðurmýrina en þá fækkar heldur samfundum. Þó heimsóttum við hana stundum og hún kom iðulega við hjá okkur þegar hún var á ferð í bænum. Við nefndum áðan að hún hefði haft yndi af að ferðast. Guðmundur átti jeppa og fóra þau ósjaldan austur í Rangárvallasýslu og þar inn á öræf- in, en þar var Guðmundur vel kunn- ugur. Þá lágu þau ævinlega í tjaldi og undu vel hag sínum. Þau tóku vel eft- ir því sem fyrir augu bar. Einu sinni fóram við inn í Veiðivötn þegar þau vora þar stödd og þá fóra þau víða um svæðið með okkur og sýndu okkur eitt og annað sem gaman var að. Já, það er bæði gaman og gott að þekkja gott fólk og margs er að minnast. Steinunn hafði ekki langa viðdvöl í Hæðabyggðinni en keypti sér lítið hús við Naustahlein. Húsin þar era í sambandi við Hrafnistu í Hafnarfirði. Þama bjó hún ein síðustu árin og kunni vel við sig. Þar varð hún fyrir því áfalli að lærbrotna og lenti þá á sjúkrahúsi, en þaðan á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún endaði hér- vist sína. Við hófum þetta skrif á vísu eftir Þorstein Erlingsson og okkur finnst fara vel á að enda líka með vísu eftir Þorstein, en hún er svona: Og börnin þin og frændur, sem fjær eru og nær við fógnum því öll, að þín hvild er nú vær frá kvöldrökkvi komandi nætur. Og hvíldu nú blessuð í bólinu því, sem blóm koma og prýða hvert sumar á ný og segja að þinn blundur sé sætur. Við óskum henni alls góðs á nýjum leiðum, og þökkum af alhug góð kynni. Benedikt Sigurjónsson og íjölskylda. Hvít kisa situr og bíður við útidyr í gulu húsi við Sogaveginn. Þá vissi lítil stelpa og mamma hennar að von væri á Steinunni í kaffisopa. Stelpunni fannst þetta dularfullt en kisa virtist alltaf vita rétt áður en Steinunn kom. Yfir kaffibolla var síðan margt spjall- að og m.a. rifjaðir upp tímar þegar báðar bjuggu í Landsveitinni, þær mamma og Steinunn. Litla stelpan hlustaði og drakk í sig fróðleikinn og drakk kaffi líka eins og konurnar. Síðan vora heimsóknimar endur- goldnar þegar stelpan fór með mömmu sinni út að ganga. Þá var genginn Langagerðishringurinn og komið við hjá Steinunni um leið og farið var út í fiskbúð eða í Kron á Tunguveginum. Stundum fékk stelp- an að vera eftir í heimsókninni og jafnvel fékk hún að gista ef svo bar undir. Hjá Steinunni var alltaf nægui- tími fyrir óteljandi spurningar. Stein- unn vissi svör við öllu og henni var hægt að tráa fyrir hverju sem var og þangað var gott að leita ef eitthvað bjátaði á. Það var því ekkert skrítið að stelpan bæði hana að vera amma sín en þeirri bón tók hún vel. Hún taldi það vera auðvelt m.a. þar sem bæði hún og stóri bróðir stelpunnar væru bæði rauðhærð og því myndi fólk alveg tráa að við væram öll sömu ættar. Síðan stækkaði stelpan og hún gat farið sjálf í heimsóknir upp í Langa- gerði bæði gangandi og síðar hjól- andi. Hjá Steinunni var ýmislegt að sjá og skoða. Gamlir leyndardóms- fullir hlutir svo ekki sé minnst á öll blómin hennar. Gluggarnir hennar vora fullh' af blómstrandi blómum í öllum regnbogans litum. Þannig var garðurinn hennar líka. Heitt kakó og pönnukökur vora oft á boðstólum. Kaffibland og molar. Hjá Steinunni lærði hún að spila „gömlu jómfrá" og ekta „svarta pétur“ þar sem sá sem tapaði fékk sót á nefið. Enn stækkaði stelpan og varð unglingur. Úr Réttó var stutt til Steinunnar og stundum var komið við ef frítími myndaðist eða á leið heim. Steinunn kom að vanda í kaffi á Soga- veginn og þá var spáð í bolla. Fram- tíðin var unglingnum spennandi og í bollunum sá hún margt forvitnilegt. Ferðalög, fjöll, peninga, fólk og jafn- vel kærasta. Steinunn var orðvör og sagði aldrei of mikið og því hafa kannski flestir spádómar bollanna ræst. Síðan flutti stelpan að heiman og stofnaði fjölskyldu. Foreldrar hennar yftrgáfu Sogaveginn og Steinunn flutti í Garðabæinn og síðan í Hafnar- fjörðinn. Nú urðu heimsóknimar ekki eins margar og áður þó að alltaf fylgdust þær hvor með annarri: Steinunn hafði gaman að því að ferð- ast og var orðin um nírætt þegar hún kom í síðustu heimsóknina til stelp- unnar. Þá var hún flutt í sveitina, í Holta- og Landsveit, þar sem allar sögurnar yftr kaffibollunum í gamla daga gerðust. Elsku Steinunn, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allt það sem þú varst mér og fjöl- skyldu minni. Vinátta þín og tryggð var okkur öllum ómetanleg. Guð geymi þig. Sigrún Björk Benediktsdóttir. LOVÍSA SIGURGEIRSDÓTTIR + Lovísa Sigur- geirsdóttir fædd- ist í Uppibæ í Flatey á Skjálfanda, 18. apríl, 1905. Hún and- aðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurgeir Sig- urðsson, útvegs- bóndi í Uppibæ í Flatey, og. kona hans, Haildóra Guð- mundsdóttir frá Brettingsstöðum á Flateyjaral. Lovísa ólst upp í Flat- ey og stundaði þar barnaskólanám en fluttist þá til Húsavíkur með foreldrum sínum, sem keypt höfðu húsið Hallanda af Vilhjálmi Guð- mundssyni, bróður Ilalldóru. Lovisa fermdist á Húsavík og stundaði síðan nám í handavinnu hjá Maríu Vilhjálmsdóttur, frænku sinni. Arið 1924 fluttist Lovísa að Arnareyri við Hvalvatnstjörð, til unnusta síns Júlíusar Stefánsson- ar, trésmiðs. Hann var sonur Stefáns Björns- sonar, bónda, sjómanns og smiðs á Arnareyri og konu hanns, Bjargar Helgadóttur, hús- freyju. Lovísa giftist 30. október 1928, Júlíusi Stefánssyni, f. 18. des- ember 1903, d. 11. júli 1970. Árið 1930 fluttu ungu hjónin til Greni- víkur, en árið eftir fluttu þau til Hríseyj- ar og áttu þar heima uppfrá því. í Hrísey stundaði Július smíðar og rak ásamt fleirum trésmíðaverkstæðið Eik sem sinnnti hvers konar smiðum, einkum húsa, báta og bryggjusmíði. Lovísa sinnti húsmóðurstörfun- um af frábærum myndarskap, var rómuð hannyrðakona, sem sjá mátti á klæðnaði barnanna og bún- aði heimilisins. Einnig vann Lovísa ýmis störf utanhúss og tók oft fleiri eða færri kostgangara um lengri eða skemmri tfma. Systkyni Lovísu: Jóhanna, f. 29. aprfl 1884, bjó á Grenivík og í Hrís- ey; Hallgeir, f. 1885, bjó á Húsavfk; Valgerður Karólína, f. 23. septem- ber 1888, bjó á Húsavfk; Axel, dó um tvítugt, bjó á Húsavfk; Petrína, f. 1890, bjó á Brettingsstöðum; Hermundur, f. 1895, d. 1902; Sigr- ún, f. 1901, bjó á Húsavík; Emelfa, f. 1903, bjó á Húsavík; Elísa; Agústa; Sigurbjörg, bjó á Húsavík. Börn Lovfsu og Júlíusar eru: 1.) Þorsteinn, f. 1924, dó í bernsku; 2.) Þorsteinn, véltæknir, f. 9. október, 1926, búsettur á Akureyri, kvænt- ur Sigríði Arnadóttur, kennara og eiga þau tvö böm; 3.) Sigurgeir, f. 24. aprfl 1929, útgerðarmaður í Hrísey, kvæntur Elsu Jónsdóttur húsfreyju og eiga þau fjögur börn; 4.) Axel, sérleyfishafí, Sauðár- króki, f. 24. júní, 1930, kvæntur Unni Jóhannesdóttur, kaupmanni og eiga þau þrjú fósturbörn; 5.) Halldóra Guðbjörg, hönnuður, búsett í Garðabæ, f. 12. ágúst 1931, gift Einari Vilhjálmssyni, fv. yfir- tollverði og eiga þau fjögur börn; 6.) Esther, húsfreyja, f. 2. desem- ber 1934, gift Tryggva Ingimars- syni, útgerðarmanni í Hrísey, og eiga þau þijú börn; 7.) Hafdís, hús- freyja, f. 30. nóvember 1936, gift Guðlaugi Jóhannessyni, útgerðar- manni í Hrísey, og eiga þau fimm börn; 8.) Sigríður, f. 25. maí, 1941, dó í bernsku; 9.) Sigrún, verzlunar- maður, f. 22. júní 1943, gift Gunn- ari Friðrikssyni vélstjóra, Dalvík og eiga þau þrjú börn; 10.) Júlfus, smiður, f. 14. aprfl, 1946, búsettur í Hrísey. Utför Lovfsu fer fram frá Hrís- eyjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag er Lovísa Sigurgeirsdóttir kvödd frá Hríseyjarkirkju. Á þessari kveðjustund er margs að minnast. Haustið 1959 kom ég fyrst á hið snyrtilega heimili Lovísu og Júlíusar á Norðurvegi 15. Við Halldóra dóttir þeirra höfðum þá ákveðið að stofna til hjúskapar. Þá og æ síðan naut ég gestrisni þeirra hjóna og einstakrar vinsemdar. Lovísa og Júlíus gengu í hjónaband árið 1928. Fyrstu hjú- skaparárin vora þau á Arnareyri við Hvalvatnsíjörð, en 1930 fluttu þau til Grenivíkur og ári síðar til Hríseyjar. í fyrstu var heimili þeirra í Sæborg. Síðar futtu þau í gamla Syðstabæjar- húsið. Þar var Lovísa í nábýli við Emilíu Matthíasdóttur, vinkonu sína. Þetta er búskaparsagan á kreppuáranum og framyftr stríð. Þá kaupir Júlíus hús Jörundar Jónsson- ar, á Norðurvegi 15, og þar var heimili þeirra upp frá því. Lovísa bjó manni sfnum og börn- um fagurt heimili, þar sem snyrti- mennska, fágun og þrifnaður var einstakur. Matargerðarlist hennar var frábær og það hvernig hún bar fram matinn og þunna laufabrauðið hennar var einstakt. Hannyrðir Lo- vísu vora fallegar, útsaumurinn afar fagur og sumt svo smágert að undr- un sætti. Þessi listaverk settu mik- inn svip á híbýlin. Einnig bar klæðn- aður bamanna listfengi hennar vitni, hvort sem var um saumaskap eða prjónles að ræða. Lovísa sendi mér tveggja þumla sjóvettlinga þegar ég var við róðra á Raufarhöfn. Hand- bragðið var svo listrænt að ég tímdi ekki að nota þá og geymi þá enn sem hvern annan dýrgrip. Júlíus lét ekki sinn hlut eftir liggja. Hann innrétt- aði baðherbergi og gerði ýmsar end- urbætur á húsinu utan sem innan og bjó konu sinni og börnum þau heim- ilisþægindi, sem nú eru sjálfsögð en voru það ekki þá. Lovísa var fædd hinn 18. apríl, 1905, yngst 16 systkina. Hún var dóttir Sigurgeirs Sigurðssonar, á Uppibæ í Flatey og Halldóra Guð- mundsdóttur, frá Brettingsstöðum á Flateyjardal. Lovísa tók í arf glæsi- leik og gáfur Brettinganna. Hún var fríð sýnum, hávaxin, beinvaxin, bar sig vel og vakti athygli hvar sem hún fór fyrir glæsileik. Hún var minnug, sagði vel frá, orti vísur og bragi, lék á orgel og hafði yndi af tafli og spilum. Lovísa var bókhneigð, las mest ævi- sögur og þjóðlegan fróðleik. Hún las gleraugnalaust fram á níræðisaldur. Gestrisni þeirra hjóna var mikil, enda frændur þeirra og vinh- margir. Síðustu tvö ár naut Lovísa umönn- unar á vistheimilinu Dalborg á Dal- vík og naut þar nálægðar við börn sín og barnabörn. Enginn má við Elli kerlingu eins og Þór fékk að reyna, en það er ekki á allra færi að þreyta glímuna í fast að níutíu og fimm ár og hætta þá glímunni án þess að falla. Þegar Lovísa kveður okkur í dag minnist ég og fjölskylda mín hennar með þakklæti og stolti yfir að hafa átt hana að tengdamóður, móður, ömmu og langömmu. Hún gekk í gegnum lífið með reisn og ætlast til þess sama af fjölskyldu sinni. Deyr fé, deyjafrændur, deyrsjálfuritsama; en orðstírr deyraldregi, hveim er sér góðan getur. Einar Vilhjálmsson. Nú hefur ástkær amma okkar lagt af stað í ferðalagið sem bíður okkar allra. Hún talaði oft um þetta ferða- lag og hvernig hún óskaði efth’ að fá að kveðja, en hún fékk fallegt og friðsælt andlát. Allar okkar minning- ar um ömmu eru fallegar og góðar, þvílíkt lán í lífi okkar að hafa átt hana. Hún gaf okkur dýrmætan fjár- sjóð í veganesti útí lífið sem aldrei verður frá okkur tekinn. Okkur lang- ar að kveðja hana með bæn eftir hana sjálfa sem hún gaf okkur, bæn sem við munum kenna börnum okk- ar. HaltuGuðíhendimína. Hjá mér vertu dag og nótt. Láttu englaljós þitt skína. Svoégsofiværtogrótt Vertu sæl elsku amma og takk fyrir allt.Minning þín lifir í hjörtum okkar. Alda Lovísa, Ingi og Linda. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. f Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. V. Sverrir Einarsson útfararsljóri. sími 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.