Morgunblaðið - 25.03.2000, Side 30

Morgunblaðið - 25.03.2000, Side 30
30 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR •• Einkasýning Onnu Joelsdóttur í Hafnarborg Kristjana F. Arndal sýnir í Hafnarborg „Fósturlandsins Freyja, hvernig hefur hún það?“ Morgunblaðið/Ásdís Á bak við Önnu Jóelsddttur raá sjá þijú af sex verkum í röðinni Dialogue I-VI, sem hún vann í gistivinnustofu Hafnarborgar. STREKKTIR dúkar er yfirskrift fyrstu einka- sýningar Onnu Jóels- dóttur, sem opnuð verður í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar í dag kl. 16. Þar gefur að líta um þrjátíu málverk sem flest eru unnin í Chicago á síðasta ári, en þau nýjustu eru af- rakstur dvalar Önnu í gestavinnustofu Hafn- arborgar síðastliðna tvo mánuði. „Það fyrsta sem hvarf úr myndunum mínum þegar ég kom hingað voru skæru lit- imir, það varð allt í ein- hverjum vetrarbláma til að byrja með,“ segir Anna. „Þessir heitu lit- ir eru hins vegar allir unnir í þrjátíu stiga hita úti í sumar.“ Undanfarin fimm ár hefur hún stundað nám við Listaháskólann í Chicago og hyggur á framhaldsnám þar næsta haust. Strekktir dúkar Anna segir að yfirskrift sýningarinnar, Strekktir dúkar, hafi tvöfalda merkingu. ,jÁnnars vegar er það dúkurinn eða striginn sem er strekktur á blindramma og hins vegar mála ég gjarnan mynstur, sem hefur tilvísun í borðdúka og þar með konur. Fyrir mér er dúkurinn tákn um hversdagsleikann og þetta daglega líf okkar. Ég hef mjög gaman af efn- um, mynstri og áferð, mynstrið er einhver endurtekning sem tengist hversdagsleikan- um,“ segir hún. Anna segir að myndirnar á sýningunni fjalli um kvenímyndina, hversdagsleikann og tengslin við tungumálið en engu að síður end- urspegli þær tvíræðni og húmor. Það síðast- nefnda segir hún mjög mikilvægan þátt í verkunum. Tengsl myndmáls og talmáls Orð og orðatiltæki eru Önnu hugleikin og þess sér glögg merki í myndum hennar og titlum þeirra. „Átti aldrei bót fyrir rassinn á sér“ heitir ein, önnur ber titilinn „Fóstur- landsins Freyja, hvernig hefur hún það?“ „Ég hef búið erlendis í sjö ár og er alltaf að glíma við annað tungumál. Ég sakna íslenskunnar og sá söknuður hefur ágerst síðustu árin. Ég er mikið að velta fyrir mér myndmáli og tal- máli og tengslum þess. I þessum myndum er ég að skoða þetta og leika mér svolítið með það,“ segir Anna. Sýningargestum gefst tækifæri til að skyggnast yfir öxlina á listakonunni, ef svo má segja, og skoða vinnsluferli verkanna, með því að líta í skissubókina sem hún skilur að sögn aldrei við sig. Anna hefur ljósritað og sett í möppu nokkur sýnishorn úr skissubók- inni góðu og mun mappan liggja frammi á sýningunni. Um skissubókina segir Anna: „Þar fer fram samtal mitt við tilveruna, skráning á viðbrögðum mínum við því sem er að gerast í kringum mig eða innra með mér. Þetta gerist hratt og án meðvitaðrar gagn- rýni; úti á götu, í strætó, uppi á fjalli, við sjónvarpið, í neðanjarðarlest, í miðri stór- borg, á listsýningu, tónleikum, kaffihúsi, úti í móa. Aldrei í vinnustofunni." Sýningin er opin kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 10. apríl. „ Allt sem ég hef að segjau Á SÝNINGU Kristjönu F. Amdal, sem opnuð verður í Hafnarborg í dag kl. 16, eru þrír tug- ir málverka, sem unnin eru á síðasta áratug. Sýningin er tileinkuð móður listakonunnar, Lilju V. Hjaltalín Arndal, sem lést árið 1998. Kristjana stundaði nám við Myndlistar- skólann í Reykjavík og síðar við Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlend- is en sýningin í Hafnarborg er þrettánda einkasýning Kristjönu. Hún kveðst ekki líta á töluna 13 sem óhappatölu, heldur örlagatölu, og er hvergi bangin. Litagleði og fögnuður Sænski listfræðingurinn Jacqueline Stare lét einhverju sinni hafa eftir sér þessi orð um myndlist Kristjönu: „Einkennandi fyrir list Kristjönu er sú litagleði sem birtist í verkun- um, sá fögnuður sem brýst fram jafnt í sól- blikandi vatnsfleti sem niðdimmu íslensku hrauni." Kristjana er beðin að nefna dæmi um litagleðina. „Auðvitað verður maður uppnum- inn af einstaka lit,“ segir hún og bendir á eitt verkanna á sýningunni. „Sjáðu þennan rauð- brúna lit, hann er svolítið sérstakur, rúss- neskur litur. Þegar ég dró úr penslinum, þá fann ég til svo mikils fagnaðar að það var hreint ótrúlegt. Þetta minnir mig á strákinn minn þegar hann var lítill, þá krassaði hann út heilt blað og sagði: „Mamma, þetta er svo fallegur litur, ég ætla að geyma hann!“ Það var eitthvað þessu líkt sem ég fann þegar ég málaði þessa mynd.“ „Vont þegar mynd fer blaut úr höndunum á mér“ „Vegna þess að ég er svo lengi með hverja mynd, þá safnast í myndina allt sem ég hef að segja um það viðfangsefni. Mér þykir vont þegar mynd fer nærri því blaut úr höndunum á mér, það er voðalegt. Hún þarf helst að hanga í að minnsta kosti mánuð heima hjá mér, svo ég geti séð hvort hún vex inn á við eða út á við,“ segir Kristjana. Sýningin er opin kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 10. apríl. Szymon Kuran leikur á fiðlu við opnunina í dag. Morgunblaðið/Ásdís Kristjana F. Arndal við eitt verka sinna, Kraftaverk. Órói á myndfleti MYNDLIST Stranmnr MÁLVERK-ÁRNIRÚNAR SVERRISSON Opið daglega frá kl. 11-18. Til 26. mars. Aðgangur ókeypis. ÞÆR eru ekki margar sýningamar sem settar eru upp að Straumi, í raun alltof fáar í ljósi athafnaseminnar. Hver sýning er þannig nokkur viðburður, þótt helst óski maður eftir nokkru og helst árvissu yfirliti yfir starfsem- ina, en það er nú kannski óréttlát óskhyggja í ljósi þess að listamiðstöðin er öðru fremur hugsuð sem athvarf til vinnu, jafnframt íhlaup til viðameiri verkefna. Rýnirinn var eðlilega fljótur á vettvang á sýningu Áma Rúnars Sverrissonar, er var opnuð sl. laugardag, þótt veður hamlaði að hann kæmist fyrr en á sunnudeginum. Lítið þekkir hann til listamannsins, þótt í kynningu á einblöðungi standi, að Árni hafi haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, sem ekki em þó skilgreindar nánar en hefðu trúlega hresst upp á minnið. Ekki em nema 9 málverk á sýningunni, en þau stór og fyrirferðarmikil og fylla þannig vel upp í rýmið í sinni klassísku upphengingu. Stíl- brögðin í myndunum eiga rætur að rekja til ýmissa þátta óformlega og nýja málverksins, er líkast sem gerandinn sé að hrista upp í hlut- unum og marka sér einhvem bás og staðfesti innlit í vinnustofu hans þessa ályktun. Ófrið- legar formanirnar minntu á upphaf nýja mál- verksins eins og við blasti á sýningunni West- kunst á kaupstefnusvæðinu Köln Deutsch 1982. Einnig minntu þær á það sem skilgreint hefur verið sem Trash og Bad painting, með- Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson. Án titils, nr. 2. vituð, ljóðræn, lítilsigld og kitsch-uð mistök á myndfleti, sem skarar landamæri hins háa og lága eins og það heitir. Hér er um að ræða mörkuð og viðurkennd stflbrögð í núlistum, en vel að merkja engan áfellisdóm. Orðtæki sem gagnrýnendur ytra nota gjaman til skilgrein- ingar og ég hef tekið upp hafa nefnilega gjarn- an verið tekin sem árás á yngri kynslóðir hér á útnáranum, jafnframt tilefni blaðaskrifa! Þrátt fyrir allan óróleikann sem er líkast til meira vitsmunalegur ásetningur en skynræn og ómeðvituð tjáning saknar maður haldfestu í flestum verkanna, einhvers sem snertir við innri lífæðum myndflatarins. Formanirnar verða þá síður skynræn framlenging handar- innar en yfirvegaður tilbúningur, sem ber vott um að enn skorti á nokkra þjálfun. Öll em mál- verkin nafnlaus, án titils, sem ber vott um að listamaðurinn leiti ekki fanga annars staðar en í hugarheim sinn, en þessi tegund málverka hefur oftaren ekki sterkar skírskotanir til um- heimsins. í myndum nr. 1 og 2 kemst Árni Sverrisson sennilega næst því að láta dæmið ganga upp, móta einhveija sannfærandi reglu og haldfestu í mglingi, festu í frjálsri mótun ... Bragi Ásgeirsson Tolli á Myndlistarvori Islandsbanka í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Tolli naut dyggrar aðstoðar Kristínar, dóttur sinnar, við uppsetningu sýningarinnar í Eyjum. FJÓRAR myndlistarsýningar em á dagskrá Myndlistarvors íslandsbanka í Eyjum 2000 og verður sú fyrsta opnuð í dag kl. 17 í gamla áhaldahúsinu á horni Vesturvegar og Græðisbrautar. Fyrstur til að sýna er mynd- listarmaðurinn Tolli og verður sýning hans opin þessa helgi og þá næstu. Við opnunina munu þau Eydís Franzdóttir óbóleikari og Hilmar Þórðarson tónskáld flytja verk eftir þann síðar- nefnda; Synonymus I fyrir óbó og tölvu sem hann samdi árið 1998 og verkið Glerskugga eftir Svein Lúðvík Björnsson, einnig frá árinu 1998. Næstur í röðinni er Vignir Jó- hannsson, en sýning hans verður opnuð 15. apríl og lýkur 24. apríl. Þá verður samsýning þeirra Birgis Andréssonar, Ólafs Láms- sonar og Kristjáns Guðmundssonar 6.-14. maí. Lokasýning myndlistarvorsins verður svo einkasýning Vestmannaeyingsins Sigur- dísar Arnardóttur 25. mars til 4. júní. Markmiðið að efla skilning á samtímamyndlist „Markmiðið með Myndlistarvori íslands- banka í Eyjum 2000 er að efla skilning á samtímamyndlist og ekki síður að efla tengsl íslenskra myndlistarmanna við íbúa í dreifð- um byggðum landsins, sumir myndu jafnvel segja afskiptum byggðum. Myndlistarvorið sem haldið var á síðasta ári þótti takast það vel að full ástæða þykir að halda starfinu áfram,“ segir í fréttatilkynningu. Eins og á síðastliðnu vori er íslandsbanki í Vestmanna- eyjum stærsti styrktaraðili verkefnisins, én Vestmannaeyjabær, Eyjaprent/Fréttir, Apótek Vestmannaeyja og HSH-flutningar styrkja það einnig. Sýningarstjórn er sem fyrr í höndum Benedikts Gestssonar blaða- manns á Fréttum í Vestmannaeyjum. Hver sýning stendur yfir tvær helgar, opnun á laugardegi kl. 17 en annars opið kl. 14-18 laugardaga og sunnudaga. Sýningarn- ar eru í húsnæði sem Vestmannaeyjabær á, en í þeim húsakynnum var áður áhaldahús bæjarins og vélasalur Vélskólans í Vest- mannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.