Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR INNLENT Stöðug fjölgun á suðvestur- horninu HORFUR eru á að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 1.500-1.800 manns á þessu ári vegna fólksflutninga af lands- byggðinni. Þá stefnir í að að- fluttir umfram brottflutta frá útlöndum verði á bilinu 1.600- 1.700. Þetta kemur fram í Hag- vísum Þjóðhagsstofnunar. í Hagvísum segir að þróun fólkstlutninga það sem af er ár- inu gefi til kynna að búferla- flutningar frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins verði viðlíka og undanfarin ár. Alls staðar á landsbyggðinni séu brottfluttir fleiri en aðíluttir innanlands, en allir landshlutar bæti hins vegar við íbúafolda með aðflutningi fólks frá út- löndum. Á fyrsta ársfjórðungi voru mestir flutningar frá Norðurlandi eystra en minnstir frá Suðurlandi. Þýskum ferða- mönnum fækkar ÞÝSKUM ferðamönnum sem komu hingað til lands fækkaði um 1% á síðasta ári og það sem af er þessu ári hefur þeim fækkað um 6% miðað við sama tímabil í fyrra, að því er kemur fram í Hagvísum Þjóðhags- stofnunar. Þetta gerist þrátt fyrir nokk- uð gott efnahagsástand í Þýskalandi og segir Þjóðhags- stofnun að skýringanna sé að leita í lækkandi kaupmætti þýska marksins hér á landi vegna gengishækkunar ís- lensku krónunnar. Ferðamönnum frá Bretlandi og Bandaríkjunum fjölgaði hins vegar verulega enda hefur árað vel í efnahagslífi þessara landa. Raungengi krónunnar gagn- vart gjaldmiðlum þessara þjóða hefur farið lækkandi sem þýðir að ísland verður fýsilegri áfangastaður fyrir ferðamenn þaðan. Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff heitbindast Staðfestum þannig vilja okk- ar til að verja lífínu saman Ólafur Ragnar Grímsson og Doritt Mousaieff tilkynntu í gær að þau hefðu heitbundist. FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff til- kynntu í gær að þau hefðu ákveðið að heitbindast. Forseti sagði giftingar- dag ekki ákveðinn en hann yrði hugs- anlega á árinu. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum hve þakklátur ég er fyrir þá gæfu og fyrir að Dorrit skuli hafa tekið mér, samþykkt að deila með mér og við saman lífinu sem eftir er og það er sú ákvörðun sem við viljum segja ykkur frá hér í dag að við höfum ákveðið að heitbind- ast og staðfesta með þeim hætti vilja okkar til þess að verja lífinu saman,“ sagði Ólafur Ragnar meðal annars þegar hann tilkynnti ákvörðun þeirra á blaðamannafundi á skrifstofu for- seta að Bessastöðum laust eftir kl. 14 í gær. Giftingardagur verður ákveð- inn síðar en aðspurður sagði forseti ekki ólíklegt að það yrði á árinu. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragn- ar hittust fyrst í hádegisverðarboði sem hann sagði vini sína í London hafa boðið sér og fleirum til. Þau hefðu verið sessunautar og þá hefðu kviknað neistar milli þeirra og hugir þeirra tengst. Þakkar þjóðinni fyrir skilning „Það er margt sem kemur í hug- ann á þessari stundu en ég vil í upp- hafi nefna það að það var mér mikil gæfa á erfiðustu tímum í mínu lífi að hitta Dorrit og kynnast henni smátt og smátt, fá á ný trú á lífið og ham- ingjuna og ástina. Og ég vil líka á þessari stundu, þegar liðnir eru all- nokkrir mánuðir síðan ég nefndi það fyrst við þjóðina að ég hefði kynnst Dorrit og óskað eftir því að fá skiln- ing á því að ég þyrfti tækifæri til að kynnast og þróa samband okkar, þakka þjóðinni þann skilning, velvilja og hlýhug sem hún hefur sýnt mér og okkur á þessum tíma. Því ég veit að allir gera sér Ijóst að það er nú eitt og sér merkilegt að hitta manneskju og finna ástina og tilfinningar að nýju eftir erfiða tíma en síðan að þurfa að gera það við þær aðstæður sem ég bý við og Dorrit að nokkru leyti líka, hefur auðvitað gert það enn flóknara en er alla jafnan að reyna að vera maður og finna sig á ný sem mann- eskja á sama tíma og ég hef reynt að gegna skyldum mínum við forseta- embættið og þjóðina og við í fjöl- skyldunni að finna tilveruna á nýjan leik.“ Ólafur Ragnar sagði samband þeirra Dorrit hafa veitt sér nýjan styrk og gert sig betur í stakk búinn til að gegna þeim skyldum sem hann hefði tekist á hendur á næstu árum, og „vonandi stuðla þannig að því að um leið og við leitum hamingjunnar saman að sú ábyrgð sem íslenska þjóðin hefur falið mér verði farsæl- lega af hendi leyst.“ Hann sagði það líka stóra ákvörðun fyrir Dorrit að taka ekki aðeins sér heldur og nýju landi, nýju tungumáli og nýrri þjóð og vonaði að það gengi vel með hans hjálp, fjölskyldunnar og þjóðarinnar allrar. Verður íslenskur ríkisborgari Dorrit Moussaieff mælti nokkur orð, aðallega á ensku, og sagði að sér væri þakklæti í huga og hún þakkaði þjóðinni þolinmæði í sinn garð og dætrum Olafs, Döllu og Tinnu, fyrir hvatningu og stuðning. Hún kvaðst hlakka til að kynnast landinu og þjóð- inni og læra meira um siði og venjur. Hún kvaðst stunda nám í íslensku sem hún sagði nokkuð erfitt. Dorrit sagði sér heiður að því að verða ís- lenskur ríkisborgari og þau Ólafur sögðu hana myndu halda nafni sínu. Dorrit Moussaieff er fædd og uppalin í Jerúsalem en flutti ung að árum til London og hefur búið þar síðan. Hefur hún um árabil fengist við hönnun skartgripa og viðskipti, haftumsjón með innréttingu gamalla og sögufrægra húsa og ritað greinar í bresk blöð og tímarit. Auk ensku tal- ar hún þýsku, frönsku og hebresku og meðal áhugamála hennar eru lista- og menningarsaga, útivist, skíðaíþróttir, sund og hestamennska. „Foreldrar Dorrit eru Shlomo og Alisa Moussaieff og er faðir hennar víðkunnur fyrir hið mikla og ein- stæða safn af fomgripum frá tímum Gamla og Nýja testamentisins. Fjöl- skyldan hefur einnig varðveitt eitt elsta og viðamesta safn fomra gyð- inglegra handrita og hefur nýlega til- kynnt að safnið verði afhent háskól- anum í Tel Aviv. Móðir Dorrit var á yngri ámm náinn samstarfsmaður Davids Ben-Gurions, íyrsta forsætis- ráðherra ísraels. Systur Dorrit em tvær: Tamara, sem býr í New York, og Sharon, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Tel Aviv,“ samkvæmt upplýs- ingum um feril og fjölskyldu Dorrit sem afhentar vora á fundinum. Sambandið orðið annars eðlis Fram kom spurning um trúlofun- arhringa og sagði Ólafur Ragnar að þau hefðu ákveðið að heit sín og eigin staðfesti vilji væri það innsigli sem skipti máli. Ólafur Ragnar sagði þau hafa velt fyrir sér tímasetningu þess- arar ákvörðunar, hugmynd hefði ver- ið að tilkynna hana í kringum nýlið- inn afmælisdag hans en vegna fjarvem Dorrit hefði þeim ekki gefist nægur tími til að ræða við fjölskyldu og vini fyrr en nú. Hann sagði að- spurður þessa ákvörðun ekki hafa þurft að tengjast ákvörðun um fram- boð sitt næsta kjörtímabil. „Það mátti held ég flestum vera ljóst með ferð okkar til Washington að vilji okkar stefndi í þessar áttir og sam- band okkar væri orðið annars eðlis og með þeirri ákvörðun að Dorrit kæmi með mér til Washington var auðvitað verið að gefa sterklega til kynna að við hefðum persónulega og tilfinningalega náð ákveðnum áfanga.“ Hann sagði jafnframt að ferðin hefði gefið Dorrit tilefni til að fá tilfinningu fyrir því hvers konar ábyrgð hún væri að takast á herðar með sér, að minnsta kosti fyrst um sinn, og geta fetað sig áfram ákveðin skref í átt að því lífi sem þau mundu lifa saman fremur en að þurfa að skella sér af skyndingu út í allt það sem honum fylgdi með embætti for- seta. Einnig hérlendis, á menningar- viðburðum, listsýningum, samkom- um með börnum; á skíðum og á fjöllum hefði hún fengið tækifæri til að átta sig smám saman á því hvað fylgdi forsetanum. Olafur kvaðst aðspurður reikna fastlega með þjóðkirkjubrúðkaupi, þau ættu eftir að ræða það og hann kvaðst einnig mundu ræða við biskup íslands. Þau sögðust trúa á sama guð og þótt þau væm í mismunandi kirkjudeildum ætti það ekki að vera vandamál. FerÓBhandbækur Exploring Israel Turen & Eymuiidssoii Hvort sem þú ætlar að ferðast í eigin persónu eða i huganum þá eru ferðahandbækur ótæmandi fróðleiks- náma. Ótal kort, áhugaverðar og öruggar ferðaleiðir, upp- lýsingar um gistingu og veitingastaði, yfiriit um sögu og menningu - hvað viltu vita? Mikið úrval af ferðahand- bókum t.d. frá Lonely Planet, Turen gár tit... og Fodor's. Erlendar bækur daglega Austurstræti 5111130* Kringlunni 533 1130 • Hafnarfirði 555 0045 Umhverfís- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur Skilyrði sett um sölu á kjúklingum Á FUNDI Umhverfis- og heil- brigðisnefndar Reykjavíkur, sem haldinn var í gær, vora samþykkt skilyrði um sölu á kjúklingum. Bókun nefndarinnar fer hér á eftir: „Umhverfis- og heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur harmar að ekki skuli hafa verið farið að reglum um sýnatöku og eftirlit við slátrun kjúklinga í april sl. Til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og til að viðhalda þeim góða árangri sem hafði náðst telur nefndin rétt að grípa til eftirfarandi ráðstafana. Frá 15. júní nk. er sala kjúkl- inga í Reykjavík háð eftirfarandi skilyrðum: 1. Allar pakkningar kjúklinga- afurða skuli bera rekjanleika- númer þannig að hægt sé að rekja afurðirnar til tiltekins eld- ishóps. Rekjanleikanúmer skal vera með minnst 9 punkta letri og merkt með texta, t.d. Rnr. 2. Öllum sendingum ferskra kjúklinga, t.d. til pökkunar- stöðva, mötuneyta, veitingahúsa, heildsala og smásala, skal fylgja afrit af vottorði dýralæknis þar sem fram kemur: a) Rekjanleikanúmer. b) Að sendingin sé úr eldishópi sem við rannsókn eftir 4 vikur í eldi hafi reynst ómengaður af salmonella- og campylobacter- bakteríum. c) Að tekin hafi verið sýni við slátrun, stroksýni og hálsaskinn." Þá fagnar nefndin yfirlýsing- um umhverfisráðherra, landbún- aðarráðherra og kjúklingafram- leiðenda og hvetur neytendur til vandvirkni við meðferð og mat- reiðslu matvæla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.