Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 83 FÓLK í FRÉTTUM Dægurtónlist og pólitík Ósættanlegir rekkjunautar? Snapcase eru með hug og hjarta í því sem þeir gera og spila harða en ástríðufulla rokktónlist. Earth Crisis er ein þekktasta „straight edge“-sveitin í dag. Minor Threat: Söngvari þeirra, Ian MacKaye (til vinstri), gaf „straight edge“-stefnunni nafn á sínum tíma. MYNPBÖNP Harlin í hákarlaham dimmbláa hafdýpi (Deep Blue Sea)___ SPEIVIYUMYIVD ★★ Leikstjóri: Renny Harlin. Handrit:. Aðalhlutverk: Saffron Burrows, Samuel L. Jackson. LL Cool J. (104 mín.) Bandaríkin 1999. Sam- myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. FINNINN Renny Hai-lin hefur sýnt oftar en einu sinni að hann er með hasarinn alveg á hreinu og myndir hans Cliff- hanger, Die Hard 2 og The Long Kiss Goodbye með þeim betri í þeim geiran- um. Með það til hliðsjónar verður Dimmbláa hafdýp- ið að teljast tals- verð vonbrigði. Harlin hefur aug- ljóslega ætlað sér að toppa gömlu Spielberg-klassíkina Okindina. Með betri brellum, fleiri hákörlum, meira blóði og æsilegri hasar. En eins og margir af hasarmyndaleikstjórum samtímans misskilur Hariin í þetta sinn alveg hvað býr að baki góðum hasar. Það er ekki nóg að gera bara meira af öllu til þess að toppa for- verana. Frumleg hugmynd og gott handrit er, þrátt fyrir allar tækni- framfarirnar, lykillinn að góðri mynd, hvort sem um ræðir spennu- mynd, gamanmynd eða drama. En eins og fyrr segir kann Harlin vel að skapa spennu og ef litið er framhjá meingölluðum, hæpnum og hallæris- legum söguþræðinum þá má vel gleyma sér yfir öllum æsingnum. Eg ætla nú samt að vona að það gangi betur næst hjá þessum frækna Finna. Skarphéðinn Guðmundsson ------*-+-*---- Skosk sveitasæla Líf mitt hingað til (My Life So Far) D r a in a / G a m a n ★★% Leikstjóri: Hugh Hudson. Handrit: Simon Donald. Aðalhlutverk: Colin Firth, Rosemary Harris, Mary El- izabeth Mastrantonio, Irene Jacob og Malcolm MacDowell. (95 mi'n) Bretland, 1999. Skífan. Öllum leyfð. ÞESSI hálfævisögulega kvik- mynd segir frá bernsku hins skoska Fraser Pettigrew. Hann elst upp á óðalssetri ömmu sinnar, þar sem faðir hans og móðir hafa komið upp stórri fjölskyldu. Fraser dáir föður sinn sem er frum- legur athafnamað- ur en dálítill strák- ur í sér. Þegar frændi Frasers kemur með unga og fallega eigin- konu sína í heimsókn verða allir ást- fangnir af henni, ekki síst pabbinn. Þetta er ósköp vel gerð kvikmynd. Það tekst vel að skapa nostalgíska bernskustemmningu þar sem allt ið- ar af lífi og fjöri. Skoska sveitasælan nýtur sín jafnframt vel í fallegri myndatökunni. Anders W. Berthel- sen stendur sig prýðilega í hlutverki hins tíu ára gamla Fraser. Aðrir leik- arar, á borð við Mary Elizabeth Mastrantonio og Malcolm McDowell gefa myndinni svip. Þetta er tilvalinn kostur fyiir þá sem hafa gaman af ljúfum fjölskyldumyndum. Það er alltaf einhver pólitík eða hugsjónir á bak við alla tónlistar- framleiðslu en í sumum tilfellum er hlutverk pólitíkurinnar augljós- ara en í öðrum. Þetta lýsir sér t.d. afar vel í þeirri tegund rokktón- listar sem hefur verið kölluð „Straight Edge“. Arnar Eggert Thor- oddsen velti þessum hlutum fyrir sér. í HUGA flestra er dægurtónlist fyrst og fremst það sem nafnið gef- ur til kynna; saklaus afþreying og græskulaust gaman, tæki til að flýja grámyglu hversdagslífsins. I dag stöndum við hins vegar frammi fyrir þeirri staðreynd að hlutirnir eru ekki svo einfaldir og til eru teg- undir af „dægurtónlist" sem eru af- sprengi grafalvarlegra lífsspeki og djúpvitra hugsjóna og standa fyrir þær. Dæmi um þetta er t.d. haturs- rokk (e. hate-core) en það er tónlist sem leggur metnað sinn fyrst og fremst í að útbreiða hugmyndina um hinn hvíta kynstofn sem sjálf- skipaðan drottnara heimsins. Dæmi um hljómsveitir sem leika haturs- rokk eru Screwdriver og Bound for Glory. Einnig mætti nefna hvít- málmsrokk (e. white metal) en það er tegund af bárujárnsrokki ætlað Guði til dýrðar. Dæmi um sveitir: Believer og Stryper. Sú stefna sem verður tekin til sérstakrar athugunar hér er „stra- ight edge“ ( í. beinubrúnarrokk?), form pönktónlistar sem kom fyrst fram sem eiginleg stefna um og eft- ir 1980 og á rætur að rekja til höf- uðborgar Bandaríkjanna, Washing- ton. Rokkraunkaregla Hugmyndafræði „straight edge“ felst í afneitun á öllum vímuefnum, þ.m.t. tóbaki og lausgirt kynlíf er enn fremur sniðgengið. Fylgismenn beinu brúnarinnai- eru líka oft grænmetisætur þó að það sé ekki skilyrði. Til eru ýmis tilbrigði við þessar grunnhugmyndir, sumir beinbrúnarar eru „vegan“ sem kall- að er, en það þýðir alger afneitun á öllum dýraafurðum og tekur því yf- ir fatnað eins og leðurskó og annað slíkt. Stefnan boðar sem sagt hrein- lífi fram í fingurgóma og í tímans rás hefur málefnum eins og um- hverfisvernd, dýravernd og allra handa friðþægingarpólitík verið hampað af beinbrúnurum. Fyrsta eiginlega „straight edge“ hljómsveitin voru The Teen Idles en húri var forveri hljómsveitarinn- ar Minor Threat en hún er í raun og réttu ábyrg fyrir hugmyndafræð- inni. Eða eins og Ian Macckaye, leiðtogi Minor Threat, söng: „Ég reyki ekki, drekk ekki né sef hjá en ég get þó f****akornið hugsað“ (e. [1] don’t smoke, don’t drink, don’t f**k, at least I can f**king think). Ian er nú meðlimur í hinni hugsjón- aríku sveit Fugazi, en hún heim- sótti ísland á síðasta ári. „Straight edge“ sem hugmynda- fræði var því getin af pönktónlist og henni er haldið á lofti í dag af hin- um ýmsu beinubrúnarhljómsveit- um, svo og fylgismönnum þeirra og því fólki sem tilheyrir „straight ed- ge“ undirmenningunni (e. sub-cult- ure). „Straight Edge“ tónlistin er iðu- lega einhvers konar rokk, í lang- flestum tilfellum eitthvert afbrigði af pönkrokki (t.d. tilfinningapönk (e. emo-core), nýpönk (e. hardcore) og þungapönk (e.metal-core)). Stefnan hefur þrifist best í Banda- ríkjunum, átti sitt blómaskeið á níunda áratugnum og reis hæst í enda hans en í dag er eins og bylgj- an sé að ganga í endurnýjun lífdag- ana og margar af helstu pönkrokks- veitum dagsins í dag eru „straight edge“, til að mynda Earth Crisis, Strife og Snapcase. Einlægni, einurð og sterk trú á málstaðinn er höfuðeinkenni stefn- unnar og fylgismenn hennar hafa auk þess margar leiðir til að gera lýðum ljóst hvað afstöðu þeir hafa tekið. Textar hljómsveita eru eðli- lega sterkur vettvangur til þess og beinubrúnarmenn strika jafnan þykkt og svart „X“ á handarbak sitt til að sýna fram á hollustu við málstaðinn. Öfgar? „Öfgar eru aldrei góðar,“ sagði vinur minn eitt sinn og hversu erfitt getur það verið að sjá út muninn á staðfastri trú á „réttu“ leiðina og hreina öfga sem leitt geta til skað- ræðisverka? Atburðir sem áttu sér stað í Salt Lake City í Bandaríkjunum árið 1998 vekja upp stórar spurningar hvað varðar þetta mál. Af lýsingum á meginhugmyndum stefnunnar mætti álykta að hún leiddi ekkert nema gott af sér og væri hið besta mál fyrir krakkana, foreldrana og samfélagið ekki síst. í Salt Lake Ci- ty fóru hins vegar að spretta upp gengi sem fylgdu svonefndri „hardline" afstöðu til beinubrúnar- spekinnar. Eins og nafnið gefur til kynna var hér um „allt eða ekkert“ afstöðu að ræða og beinbrúnarar þar í borg gengu full langt í barátt- unni fyrir málstaðnum kæra. Menn voru teknir í karphúsið ef þeir sáust bíta í hamborgarara, reykingamenn voi'u slegnir í rot ef þeir sáust kveikja sér í vindlingi o.s.frv. Allir þeir sem áhuga höfðu á og/eða voru fylgismenn stefnunnar voru furðu lostnir og sóru allt svona lagað af sér. Beinubrúnarsveitir tóku sveig’' fram hjá borginni er þær voru í hljómleikaferðalagi og lögreglan var gersamlega ráðþrota. Málstaður sem boðar frið, rétt- læti, umburðarlyndi og góð- mennsku er að sjálfsögðu virðing- arverður en dæmin hér á undan afhjúpa dulítið atriði sem oft er fyigifiskur „trúarbragða" en það er hópþrýstingur og múgsefjun. Það er alveg ábyggilegt að sumir þeir sem kalla sig „straight edge“ eru kannski ekkert sérstaklega reknir í það af persónulegri þörf heldur detta þeir inn í eitthvað samfélags- mynstur sem þeim líður vel í og þeir eiga auðvelt með að samsama sig við. Eitt af því sem er jákvætt við hina sönnu „straight edge“-speki er að trúin á málstaðinn lekur ábyggi- lega að einhverju leyti inn í tónlist- ina. Margar sveitanna eru til dæmis ofursamviskusamar og einlægar og það skilar sér oft í ástríðufullum tónleikum, virðingu fyrir aðdáend- um og vel unnum plötum. Að þessu leyti vinnur pólitíkin og tónlistin saman á farsælan hátt. Hópsturlun sú sem viðgekkst í Salt Lake City er hins vegar sorglegt dæmi um hið gagnstæða. Afvegaleidd og bjöguð „straight edge“ hugmyndafræði, byggð á barsmíðum og ribbalda- hætti, olli „straight edge“-tónlist- inni og öllu því sem hún stendur fyrir, skaða. Undangengin dæmi sýna að sam- krull listar og lífsspeki getur verið hið vandmeðfarnasta mál. Það skrifa ekki allir undir hið heilaga rokkboðorð, „þetta er bara vagg og velta“, staðreynd sem getur reynst dægurtónlistinni, hvort heldur sem er, vel eða illa. Stjörnuspá á Netinu S' mbl.is _ALLTAf^ eiTTHXSAO !MÝTT~ Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.