Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Kór“. Hallgrímur Helgason. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson MYNDLIST Lislhús Sævars Karls MÁLVERK - HALL- GRÍMUR HELGASON Opið á tíma verslunarinnar. Til 8. júní. Aðgangur ókeypis. FJÖLLISTAMANNINN HaU- grím Helgason þekkja aUir, jafn víða og hann hefur komið við sögu á und- angengnum árum og kastljósið beinst að honum. Hann byijaði annars feril sinn af meira látleysi en síðar varð, þá hlutimir fóru að vinda upp á sig og aUt annar halur að baki athafna hans í dag. Eitt er þó óbreytt, sem er að uppákomumar snúast að meginhluta tíl um hann sjálfan, er þannig ófor- betranlegur hygUfíkiU, sem telst vel að merkja kjaminn í liststrænum at- höfnum fjölmai-gra, þótt sjálfhverfan sé hér meira sértæks eðlis. Býsna löng leið er frá fyrstu smámyndasýn- ingu listamannsins tíl skáldsögu hans, ljóðabókar, mælskuspuna og gjöm- inga ýmis konar. Er sjóaður á lífið eft- ir margra ára dvöl í París, þar sem hann væntanlega mun hafa drukkið í sig magnað andrúmið á Signubökk- um, söfnum og búllum, umbúðalausa KÓR og oddhvassa kímni borgarbúa og ut- angarðsfólks. Upprunalega átti myndhstin hug Hallgríms allan, en hvemig það æxl- aðist að hann fór út af þráðbeina veg- inum veit rýnirinn minna, en víst er að athafnaþörf hans hefur beinst meir tíl ýmissa hUðargeira á undanfömum áram. Er þó ekki einhamur í hantér- ingu pentskúfsins né rissáhaldanna frekar en öðra og reglulega sér at- hafna hans stað einhvers staðar og einhvem veginn. Þannig kemur Usta- maðurinn nú mjög á óvart með stærsta málverid sem að öllum Ukind- um liggur eftir hann, langvegg gryfj- unnar i Usthomi Sævars Karls Ola- sonar. Viðfangið heUl karlakór, þó einhverra hluta vegna innan gæsa- lappa, og er lauslega byggt á karla- kómum Heimi í Skagaiirði. Jafn- framt er þetta gjömingur og innsetning þvi aðrir veggir eru auðir, þungamiðjan og kontrapunkturinn allur hjá kómum sem stUlt hefur sér glaðkampalegur upp í sjónvídd skoða- ndans. Afar vel og stásslega máluð karlmannaþyrping með margar læ- vísar og duldar tilvísanir, en engar út- skýringar um hugmyndafræðina að baki Uggja frammi á staðnum, hópur- inn jarðtengdur og óhagganlegur og þó virðist sem vanti undirstöðuna og efri raðimar sem festar upp. Hér er frásagnarlegt raunsæi á ferð, ekki langt í ofíuraunsæi, í öUu falU hélt mæt listakona sem bar að garði með- an ég var aleinn að skoða verkið, að hér væri um collage að ræða, og varð aldeUis hlessa er hún uppgötvaði að um málaða mynd á striga væri að ræða. Ja héma, varð henni að orði og sló á lær sér. Einnig má geta sér til að hér sé hópur hyglisjúkra karlrembu- svína á ferð og ekld skyldi mig undra þótt Sævar Karl fengi skUaboð, jafn- vel hótanir um að nú væri fetið þrætt fuU langt, kvenkyns söngfuglar ættu líka athygli skyída. Vora valkyrjur ekki einmitt að kvarta yfir því eigi alls íyrir löngu, að ekki væri gætt jafn- ræðis í íþróttafréttum, afrek skipta auðvitað ekki máU heldur kynferði, sem eitt og sér er fullgUt afrek. Þá getur þetta einnig verið ádeUa á Ustahátíð, um að hún sé fullmikið íyrir velþvegna og vatnsgreidda menning- arvita, en ekki fóUdð í landinu, og þá yfirmáta snjaUt að taka einn ín- stundakór af landsbyggðinni sem dæmi. En svo getur listamaðurinn einfaldlega verið að minna á hið mikla hlutverk kórsöngsins í söngmennt þjóðarinnar, en mýgrútur íslenzkra veinóla og veinólína troða upp á óperasviðum heimsins er svo er kom- ið, skal hér einnig og auðvitað gætt fyllstajafnræðis. Það er þannig margt sem kemur upp í hugann við nánari skoðun mál- verksins, en dregið saman í hnot- skum skiptir meginmáU að hér er vel að verki staðið þótt ekki sé myndin í það heUa gallalaus. Bragi Ásgeirsson Maestro Grafík- sýning í Stöðlakoti SIGRID Österby opnar sýningu á grafíkverkum í Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg 6 á morgun, laugardag, kl. 16. Verkin era frá tveimur síðastliðn- um áram. Myndimar em unnar út frá ferðum hennar um Samabyggðir. Sigrid nam myndlist í Myndlista- og handíðaskóla íslands, og einnig í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur hún numið grafík í einkatímum. Hún hefur haldið einkasýningar í Tromsp, Finnmörk og á íslandi, og Sigrid Osterby við verk sín. einnig tekið þátt í samsýningum. Sigrid er fædd í Danmörku, en hefur verið búsett á íslandi frá barnsaldri. Hún kennir dönsku og listir í Fjölbrautaskólanum á Suður- nesjum. Sýningin verður opin daglega frá kl. 12-18. Henni lýkur sunnud. 11. júní. Elfar Guðni með trönumar í fjöruborðinu á Stokkseyri. Málað í mis- jöfnu veðri ELFAR Guðni opnar málverka- sýningu í Gimli á Stokkseyri á morgun, laugardag, kl. 14. Þetta er hans 36. einkasýning og verða á þessari sýningu myndir málað- ar með olíulitum á striga og acryl á pappír. Flestar myndirnar eru málaðar úti í misjöfnu veðri. „Á Stokkseyri hefur nábýlið við hafið alltaf meiri og meiri áhrif. Stokkseyrarfjaran, Hafnarbergið, Keflavíkin og Selvogur hafa heill- að. Það er oft gott veður á Stokkseyri, en stundum getur blásið all hressilega af hafi og sjúrinn lætur oft finna fyrir sér með öllum sinum krafti. Allt þetta mótar manninn og mynd- irnar,“ segir Elfar Guðni. Sýningin er opin virka daga kl. 17-22, um helgar kl. 14-22 og henni lýkur 12. júní. Karlakór og Diddú á Akranesi KARLAKÓR Reykjavíkur og Sigrún Hjálm- týsdóttir efna til tónleika í sal Fjölbrauta- skóla Vestur- lands á Akra- nesi nk. sunnudag kl. 20.00. Efnis- skráin er hin sama og flutt hefur verið ítrekað í hinum nýja sal karlakórsins við Skógarhlíð. Verð aðgöngumiða er kr. 1.500 og era miðar seldir í and- dyri skólans frá kl. 18 á sunnu- daginn. Sigrún Hálmtýs- dóttir ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT slatturJhafinn? Slattuorf WfaTftTTT) Selfossi Pantanir teknar í öllum KÁ verslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.