Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Yiðræður við fílipps- eyska mann- ræningja BÚIST var við, að viðræður milli stjórnvalda á Filippseyj- um og mannræningja, sem hafa 21 mann í gíslingu, gætu hafist í dag. Hafa erlend ríki, einkum þau, sem eiga þegna í gíslahópnum, lagt mjög hart að Filippseyjastjórn að leysa málið en talið er að gíslarnir séu margir mjög illa haldnir. Sagt er, að meginkröfur mann- ræningjanna séu, að múslimar fái að stofna sérstakt ríki á sunnanverðum Filippseyjum og kannað verði hvort brotið hafi verið gegn mannréttind- um þeirra. Mannránið, hryðju- verk og hernaður múslima hef- ur haft alvarlegar afleiðingar á filippseyskt efnahagslíf, valdið gengisfalli jafnt gjaldmiðils landsins sem verðbréfa og dregið úr ferðamannastraumi. Þá er vaxandi óánægja með Joseph Estrada, forseta lands- ins, og finnst mörgum sem hann hafi sýnt litla forystu- hæfileika í þessu máli og öðr- um. Eþíópía hrósar sigri EÞÍÓPÍUSTJÓRN hrósaði í gær sigri í stríðinu við Erítreu en þá höfðu stjómvöld þar fall- ist á að hverfa burt með allt sitt lið frá umdeildum svæðum, sem þau lögðu undir sig fyrir tveimur árum. Kváðust Eþíóp- íumenn hafa unnið mikinn sig- ur á erítreska hernum, sem væri nú á óskipulögðum flótta. Þess vegna hefðu Erítreu- menn gefist upp og samþykkt kröfu Einingarsamtaka Afríkuríkja um að fara frá um- deildu svæðunum. • • Oldungar á Fídjí fordæmdir ÖLDUNGARÁÐ innlendu ættbálkanna á Fídjí-eyjum samþykkti í fyrradag að krefj- ast þess að forseti landsins, Ratu Sir Kamisese Mara, svipti Mahendra Chaudhry, lýðræðislega kjörinn forsætis- ráðherra, völdum og gæfi jafn- framt mönnunum, sem hafa haldið honum í gíslingu í viku, upp sakir. Hefur þessi áskorun valdið hneykslun víða um lönd. Leiðtogi uppreisnarmannanna, George Speight, hefur samt hafnað henni og krefst hann þess, að Mara forseti segi einnig af sér. Ríkisstjórnin er að mestu skipuð fólki af ind- ' verskum uppruna en það eru um 44% landsmanna. Speight og öldungaráðið vilja hinsveg- ar að völdin verði afhent fólki af innlendum uppruna. Hagvöxtur 5,4% vestra HAGVÖXTUR í Bandaríkjun- um var 5,4% á íyrsta fjórðungi þessa árs án þess, að verðbólg- an léti á sér kræla. Einka- neyslan, sem stendur undir tveimur þriðju efnahagsstarf- seminnar, jókst um 7,5% á tímabilinu og hefur ekki aukist jafnmikið í 15 ár. Líklegt þykir að þessi tíðindi séu ávísun á enn eina vaxtahækkun undir lok júní. Þjóðverjar boða niðurskurð í hermálum ÞÝSKA stjórnin tilkynnti í gær um að fækkað verði í her landsins og hann endurskipulagður eftir að op- inber skýTsla óháðrar nefndar komst að þeirri niðurstöðu að þýsk- ar hersveitir séu svo illa þjálfaðar og vanbúnar vopnum að örðugt yrði að verja landið árásum eða hlaupa undir bagga með bandamönnum í Atlantshafsbandalaginu. Nefndin, sem var skipuð að frum- kvæði ríkisstjórnarinnar og er undir forystu Richards von Weizsáekers, fyrrverandi forseta Þýskalands, af- henti Gerhard Schröder kanslara skýrslu sína í gær og er þar lagt til að skorið verði niður um þriðjung í hersveitum þýska hersins, Bund- eswehr, eða úr 340.000 hermönnum í 240.000. Þá er lagt til að almenn herskylda, sem almennt er talin ófullnægjandi í viðbúnaði vegna átaka, verði aflögð að mestu leyti. Talið er ólíklegt að Rudolf Scharping, varnarmálaráðherra Þýskalands, sem hefur sætt mikilli gagnrýni vegna skýrslunnar, muni ganga eins langt og skýrsluhöfund- ar leggja til en hann hefur þó lýst því yfir, að um einhvem niðurskurð verði að ræða. „Sambandsherinn verður minni [...] Herinn verður skorinn niður um 100.000 manns á u.þ.b. fimm árum,“ sagði Scharping ígær. I skýrslu Weizsáckers og annarra nefndarmanna var skipulag þýska hersins gagnrýnt afar mikiðog á fréttamannafundi sagði Weizsácker, að samkvæmt óbreyttri skipan ætti herinn enga framtíð fyrir sér. „Núverandi skipu- lag herþjónustunnar leiðir til um- framfjölda hermanna en skorts á hersveitum sem eru til taks. Úrelt hergögn minnka hernaðargetuna og valda þess í stað himinháum rekstr- arkostnaði." í skýrslunni var einnig mælt með aukinni þátttöku kvenna í her lands- ins og því að svonefndum hraðsveit- um, sem hægt er að beita í skyndi er átök virðast yfirvofandi, verði fjölg- að úr 60.000 í 140.000. Aukin áhersla á slíkar sveitir muni auka veg þýska hersins innan Atlantshafsbanda- lagsins og færa hann frá hefð- bundnu öryggisumhverfi kalda stríðsins. „Öryggis- og varnarmál hafa breyst og við vitum að Sam- bandsherinn verður að breytast," sagði Schröder í gær. Mál blaðamanna og ritstjóra The Mirror Siðareglurnar þverbrotnar London. Morgunblaðið. BREZKA blaðasiðanefndin hefur úrskurðað í málum Piers Morgans ritstjóra The Mirror og blaðamann- anna Bhoyrul og Hipwell vegna kaupa þeirra á hlutabréfum í fyrir- tækjum, sem þeir síðarnefndu fjöll- uðu um í dálki sínum City Slickers. Telur nefndin þá alla hafa gerst brotlega við siðareglur blaðamanna. Útgáfustjórn The Mirror rann- sakaði málin, þegar þau komu upp á sínum tíma, og var þeim Bhoyrul og Hipwell sagt upp störfum og dálkur þeÚTa lagður niður. Útgáfustjórnin tók þá skýringu Morgans gilda, að hann hefði ekki vitað af skrifunum um Viglen-fyrirtækið þann daginn fyrr en eftir að hann keypti hluta- bréfin og lét hann halda ritstjóra- stai'finu. Siðanefndin kemst að þeirri niður- stöðu að þeir Bhoyrul og Hipwell hafi ítrekað brotið siðareglur með því að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum sem þeir fjölluðu um í dálki sínum en reglurnar kveða á um að blaðamönn- um sé óheimilt að kaupa hlut í félög- um sem þeir hafa skrifað nýlega um eða ætla að fjalla um á næstunni. Þá segir nefndin Morgan hafa brugðizt ritstjóraskyldum sínum þegar hann komst að slíku framferði þeirra, með því að veita þeim aðeins munnlegar áminningar og fylgja þeim ekki eftir. Um hlutabréfakaup ritstjórans segir siðanefndin að þótt hann hafi ekki vitað um skrif þeiiTa félaga þennan tiltekna dag þá hafi þeir fjallað um Viglen í tvígang mjög skömmu áður og frekari skrif hafi legið í loftinu, þannig að ritstjórinn hafi brotið siðareglur með því að fjárfesta í fyr- irtækinu. Nefndin lýsir ánægju sinni með starfsreglur, sem útgáfustjórn The Mirror setti í kjölfar málsins en þær kveða enn fastar að um starfs- menn viðskiptaritstjórnarinnar sem þurfa nú sérstök leyfi fyiir fjárfest- ingum sínum. The Mirror hefur birt úrskurð siðanefndarinnar og beðizt afsökun- ar á þeim brotum sem þar er lýst. Útgáfustjórnin hefur lýst því yfir að sá úrskurður hennar að Piers Morg- an haldi ritstjórastarfinu standi óbreyttur. Flugræningi stökk út í fallhlíf MAÐUR vopnaður handsprengju og skammbyssu rændi filippískri farþegaþotu í gær, neyddi farþega til að afhenda sér öll verðmæti sem þeir höfðu á sér og forðaði sér síðan sjálfur út í fallhlíf. Alls var 291 maður um borð í vélinni sem var af gerðinni Airbus 330. Vélin var á leið frá Davao-borg, sem er í suðurhluta Filippseyja, til Manila, höfuðborgar eyjanna. Hermt er að maðurinn hafi verið með bláa skiðagrimu og sundgleraugu þeg- ar hann framdi verknaðinn. Hann mun hafa hleypt af einu skoti úr skammbyssunni í fiugsljórnarklef- anura, jafnvel fyrir slysni að talið er, og varð engum meint af. Þrýst- ingur var tckinn af þotunni til að manninum gæfist kostur á að stökkva út í fallhlíf, sem vitni segja að hafi virst vera heima- saumuð. Einn flugmanna þotunnar sagðist í samtali við AP-fréttastof- una í gær efast um að maðurinn hefði getað lifað af stökkið vegna hins mikla hraða sem þotan var á Reuters og ókyrrðar í lofti. Á myndinni má sjá dyr þotunnar sem flugræninginn stökk út um. Þotan flaug áfram með dyrnar opnar og lenti heilu og höldnu á flugvellinum í Manila. Fundur utanríkisráðherra NATO-ríkja í Flórens Króatía í frið- arsamstarf bandalagsins Flórens. Morgunblaðid, Reuters. TVEGGJA daga vorfundi utanríkis- ráðherra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins (NATO) lauk í Flórens í gær en á fundinum hafði ástandið á Balkanskaga, samskiptin við Rúss- land og fyrirhugaða eldflaugavarnar- áætlun Bandaríkjanna borið hæst. Króatía gekk í gær formlega inn í Samstarf í þágu friðar (PfP), sam- starfsáætlun NATO, og er það talið marka mikil tímamót í sögu landsins eftir átök ríkja á Balkanskaga und- anfarin ár. Við undirritun inngöngu Króatíu í Samstarf í þágu friðar, samstarfs- áætlun 26 ríkja, sagði utanríkisráð- herra landsins, Tonino Picula, að stefnan hefði verið sett á fulla aðild að NATO og að viðurkenningin sem Króatía hefði nú hlotið væri afar mik- ilvæg fyrir lýðræðisumbætur í land- inu. „Við þurftum þennan drifkraft og hann kom á réttum tíma.“ Sagði hann forsendur þær sem koma fram í friðarsamstarfinu undirstrika þær breytingar og þau gildi sem króatísk stjómvöld hafa einsett sér að ná fram. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, staðfesti að miklar breytingar hefðu náð fram að ganga á undanförnum mánuðum. Miklar breytingar hafa orðið á stjóm Króatíu eftir forsetakosning- arnar fyrr á árinu í kjölfar dauða Franjo Tudjmans forseta og hafa stjómvöld nú einsett sér að gerast aðilar að sam-evrópskum stofnunum hið allra fyrsta. Er innganga ríkisins í PfP talin vera fyrsta umbunin fyrir lýðræðisumbætur í landinu og sagði George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, að þetta væri mikil- vægt tækifæri fyrir Króatíu að eiga þátt í að skapa varanlegan frið á Balkanskaga. Rússar gagnrýna Stríðsglæpadómstólinn Rússar tóku þátt í fundahöldunum í Flórens og er þátttaka Igors Ivan- ovs utanríkisráðherra þar talin vera til marks um ákveðna þíðu í sam- skiptum NATO og Rússlands eftir að andað hafði köldu þar á milli vegna hemaðaraðgerða bandalagsins í Júg- óslavíu á síðasta ári. A fundinum vora Rússar þó gagnrýndir fyrir að hafa leyft Dragoljub Ojdanic, varnarmála- ráðhema Júgóslavíu, sem ákærður hefur verið fyrir stríðsglæpi, að koma til Moskvu og vera þar við- staddur hátíðarhöld á dögunum. Iv- anov afsakaði heimsóknina og bar því við að tæknileg mistök hefðu valdið því að Ojdanic var ekki handtekinn og færður til Haag en notaði þó einn- ig tækifærið og gagnrýndi Stríðs- glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag og sagði að honum væri stýrt á pólitískum forsendum en ekki sam- kvæmt lagabókstafnum einum. Lét hann að því liggja að það væri ástæð- an fyrir því að yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra er ákærðir hafa verið af dómstólnum era Serbar. George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, vísaði þessum ásökun- um á bug í gær og sagði að dómstóln- um væri ekki stjómað á pólitískum forsendum. Madeleine Albright ut- anríkisráðheiTa Bandaríkjanna sagðist vera ósammála ályktunum ívanovs og bætti því við að tilurð dómstólsins væri vegna ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar ættu sæti í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.