Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 5 7
m.a. í víxladeild og stxjfnlánadeild.
Að lokum var hann skipaður útibús-
stjóri við stofnun útibús bankans í
Mosfellssveit hinn 1. apríl 1971.
þetta starf stundaði hann við vaxandi
vinsældh- þar til hann lét af störfum
sjötugur 1982.
Það var mál manna að Páll hefði
skilað góðu dagsverki og beitt sér
fyrir ýmsum nýjungum í starfsemi
bankans. Hann lagði til að hætt yrði
með öllu að afsegja víxla. Nú er það
almenn regla og mælist vel fyrir.
Annars einkenndust störf Páls af
framsýni og gætni. Sumir leituðu til
hans með fjármálaráðgjöf, enda ráð-
hollur.
Lengi höfðu menn í Kjalarnes-
þingi barist fyrir því að fá lánastarf-
semi í héraðið en viðskiptasvæðið
var það sama og læknishéraðsins
þ.e. Mosfellshreppur, Kjalarnes-
hreppur, Kjósarhreppur og Þing-
vallasveit. Nú var stóra stundin
runnin upp og þessum merka áfanga
skyldi fagnað.
Páll lagði til að í stað þess að halda
mikla veislu við opnun bankans léti
bankinn eitthvað gott af sér leiða.
Skorað var á yfirstjórn bankans að
taka myndarlega þátt í kaupum á
konsertflygli í félagsheimilið Hlé-
garð en þá stóðu yflr samskot um
kaup á honum. Bankinn brást vel við
og fólkið eignaðist hljóðfæri með
stórmyndai-legu framlagi frá Búnað-
arbankanum og veislu var aflýst. At-
vikið var lengi í minnum haft og
árangurinn hefir skilað sér ríkulega í
músíklífi í héraðinu.
Það var auðvitað eitt sem vantaði
við bankann í Mosfellssveit en það
var hestasteinn. Páll var fylgjandi að
bæta úr því enda hestamaður góður.
Nokkrh- tilvonandi viðskiptamenn
bankans sóttu steininn, smíðuðu
járnin og settu hann í lóðina í sam-
ráði við byggingaryfirvöld sveitarfé-
lagsins. A sama hátt og hljóðfærið
skyldi hestasteinninn vera eign
fólksins. Hestasteinninn, hið alda-
gamla tákn um gestakomu og góða
gesti, ætti að vera ævarandi minning
um fyrstu fjármála- og lánastofnun í
Mosfellsbæ.
Páll hafði mikið yndi af hestum
sem voru hans hálfa líf. Hann var
hinn mesti ferðagarpur og fór vítt og
breitt um landið ríðandi á langri ævi.
Um þann þátt í lífi Páls mætti skrifa
heila bók. Þó verður að minnast þess
að Páll og nokkrir ferðafélagar hans
tóku upp þann hátt að ríða á vit
bænda í Mosfellssveit alltaf á laugar-
daginn fyrir páska. Það byrjaði um
1952 eða 1953 og stóð samfleytt í 25
ár og ekki minnast menn þess að hafi
orðið forföll fyrr en ákvörðun var
tekin að leggja þennan sið niður.
Þessi hópur var að mestu sömu
menn frá upphafi í góðum félagsskap
og vorboðarnir á hverju strái. Þar
sýndu menn afrakstur af kynbótum
og tamningu trippa frá liðnum vetri.
I áningastöðum áttu menn góðar
stundir við upprifjun minninga frá
fyrri ferðalögum og hinna ýmsu reið-
leiða. Minni Páls var með ólíkindum
og þuldi hann upp eins og lesið væri
úr bók. Þekking hans á landinu var
mikil og hann átti kunningja á hverj-
um bæ.
Að leiðarlokum eru mönnum.
þakkir í huga fyrir fróðlegar
ánægjustundir. Við samferðamenn
og ferðafélagar vottum aðstandend-
um samúð og jafnfram þökkum við
að hafa átt hlutdeild í lífsferli þessa
merka hestamanns.
Hann stundaði hestamennskuna
af list með sögulegu ívafi og naut
þess að eiga stundir með gæðingum
sínum.
Ævintýrið var fólgið í því að ferð-
ast á þarfasta þjóninum eins og þjóð-
in hafði gert í þúsund ár.
Samneyti við hestinn er lofað og
virt og honum þökkuð þjónusta og
þátttaka í því að íslenska þjóðin
kæmist af og héldi lífi á þessum
kletti í norðurhöfum.
Með virðingu og þökk kveðjum við
merkan samferðamann.
Minningin lifir.
Jón M. Guðmundsson.
Góður di-engur hefir kvatt. Er ég
frétti lát æskufélaga míns Páls J.
Briem, hvarflaði hugurinn strax
norður á Sauðárkrók, en þar var
Palli Briem, eins og hann var kallað-
ur, fæddur og uppalinn. Við vorum
nágrannar, aðeins eitt hús á milli.
Við vorum mikið saman í leik og
starfi. Það má eiginlega segja að Páll
hafi verið sístarfandi, eins og bænda
er siður. Það kom snemma bóndinn
upp í honum. Faðir hans, Kristinn P.
Briem kaupmaður átti hesta og kýr,
sem honum var annt um og fór vel
með. Páll var því strax alinn upp við
gott skepnuhald. Hann fékk sér
snemma nokkrar kindur og hesta og
voru það margar unaðsstundir er
hann átti með þessum bústofni sín-
um. Við félagar hans nutum þess að
dútla við skepnurnar með Páli. Hann
átti fallegar skepnur og gæfar. Hest-
arnir voru ganggóðir og mátulega
fjöi-ugir. Það var góður hópur af
strákum er voru að jafnaði með Páli.
Hann var góður félagi og það var
ánægjulegt að vera í vinahópnum.
Oft fengum við smásnúninga og
vinnu hjá Kristni Briem, við bú-
rekstur hans og verslun og fengum
greitt fyrir. Handa kindum sínum
hirti Páll þorskhausa hjá sjómönn-
um og herti þá. Að vetrinum voru
þeir barðm með sleggju og muldir
niður niðri í kjallara og vora venju-
lega nokkrir þátttakendur í því
verki. Kinnar hausanna máttum við-
borða á staðnum og þótti gott. Þetta
var eftirsótt starf. Þarna var mikið
fjör, eins og í góðum klúbbi. Þarna
var sungið og kveðið, sagðar smá-
sögur af ýmsu er skeð hafði og mikið
hlegið.
Páll var mikill húmoristi og sá
spaugilegu hliðarnar á mörgu.
Páll hafði umráð yfír báti föður
síns og fórum við oft tveir til þrír
strákar í róður fram í Álinn, stund-
um með færi eða línu. Þá má ekki
gleyma hestaferðunum og stússinu í
kringum hestana. Allt þetta rifjast
nú upp, er Páll leggur af stað í sínu
hinstu ferð.
Þó að Páll væri alinn upp „á möl-
inni“ og yrði yfirmaður í bankavar
hann bóndi í bestu merkingu þess
orðjí og átti alltaf hesta.
Eg ætla ekki að rekja frekar ævi-
feril Páls en tel að það muni aðrir
gera. En ég vil þakka honum að leið-
arlokum fyrir þær ánægjulegu minn-
ingar er hann skilur eftir hjá æsku-
félögum sínum.
Aðstandendum Páls sendi ég inni-
legustu samúðarkveðjur.
Franch Michelsen.
Þegar ég hóf störf í Búnaðarbanka
íslands á haustdögum 1953, var þar
einn maður sem ég laðaðist að sakir
viðmóts hans og frásagnargleði, og
hélst sú vinátta æ síðan. Þessi maður
var Páll Briem.
Þessa get ég nú því að þessi heið-
ursmaður er nú fallinn frá 88 ára að
aldri. Ég hitti hann seinast á mið-
vikudegi í sl. viku, er við eldra fólkið,
er vann í Búnaðarbankanum, hittist
og spjallaði um gamla góða daga yfir
kaffibolla og „bakkelsi". Páll var þá
hinn hressasti að vanda og engum
kom til hugar að svo nær væri dregið
lokunum.
„Kapp og festa fylgir Briem“ orkti
Haraldur heitinn Olafsson, frændi
Páls, en hann var einn þeirra heið-
ursmanna sem ég kynntist og vann
með á þeim gömlu góðu dögum. Og
þetta var alveg satt, Páll var bæði
kappsamur og fastur fyrir ef á
reyndi.
Páll var einhver allra mesti hesta-
maður sem ég hefi kynnst og það var
alveg áreiðanlegt að hestarnir löðuð-
ust að honum sakir góðs viðmóts
hans við þá. Einhverju sinni spurði
ég Pál hve marga hesta hann ætti -
og ekki stóð á skagfirska svarinu:
„Eg hefi ekki talið þá nýlega.“
Páll fór margar ferðir á hestum
um hálendið og var svo fróður um
landsvæði þar, að af ber.
Páll var Skagfirðingur og stund-
um ræddum við um það hve mikil
áhrif það hefði haft á sögu þjóðarinn-
ar þegar Dalamenn og Skagfirðingar
börðust og áttum þá við Örlygs-
staðabardaga, Flóabardaga, Haugs-
nesfund og það er Jón Arason var
tekinn höndum á Sauðafelli.
Við Páll fórum stundum saman að
veiða og voru þær ferðir skemmti-
legar, þótt afli væri ekki alltaf mikill.
Þá bætti það upp sá góði andi og létt-
leiki sem ferðunum fylgdi.
Eftir að ég varð skjalavörður
bankans og Páll var hættur störfum
fyrir aldurs sakir, kom hann æði oft,
en þó ekki nógu oft, í kaffi og rabb í
Skjalasafninu. Þá var glatt á hjalla
og gamlir dagar rifjaðir upp. Þess-
ara stunda minnist ég með þakklæti.
Páll var mikill áhugamaður um
jarðrækt og hann hafði frumkvæði
um, að starfsmenn bankans gróðurs-
ettu í Heiðmörk, og þegar ég hugsa
til baka er ég alveg hissa hve vel hon-
um tókst að safna liði til þessara leið-
angra, en merkin sýna verkin, það sá
ég er ég gekk um Heiðmörk fyrir
tveimur árum.
Ekki er hægt að ljúka þessu pári
án þess að geta Jónínu, konu Páls,
sem var glæsileg svo af bar og góð
kona, en hún lézt 1993 og var öllum
er til þekktu mesti harmdauði.
Þeim fækkar nú þeim góðu mönn-
um, er ég starfaði með í Búnaðar-
bankanum hér á árum áður, en
minningin lifir og mun lifa.
Ég kveð Pál Briem með söknuði
og þakklæti fyrir áratuga vináttu
okkar og fjölskyldna okkar og með
síðasta versi Sólarljóða:
Hérvið skiljumst
oghittastmunum
á feginsdegi fira;
Drottinn minn
gefi dauðum ró
en hinum líkn er lifa.
Halldór Ólafsson.
Páll Briem fyrrverandi bankaúti-
bústjóri varð bráðkvaddur í síðustu
viku er hann var við sína uppáhalds-
iðju að sinna hestunum sínum. Páll
var alla tíð hraustur maður og hygg
ég að ef Páll hefði mátt ráða hefði
hann einmitt kosið slíkan dauðdaga.
Við Páll kynntumst fyrir 60 ámm
er leiðir okkar lágu saman í Búnað-
arbankanum en við byijuðum að
vinna þar um líkt leyti og báðir unn-
um við þar um hálfa öld. Búnaðar-
bankinn var þá rétt tíu ára og fluttur
úr Arnarhvoli þar sem hann hóf
starfsemi sína í hús Jakobsens kaup-
manns í Austurstræti.
Starfsmenn bankans voru liðlega
30 talsins svo líkja mátti þeim hópi
við stóra samhenta fjölskyldu, og
mynduðust innan hópsins sterk vin-
áttubönd.
Meðal bestu og tryggustu vina
okkar hjóna í starfsmannahópnum
voru Páll og Ninna kona hans og átt-
um við ófáar gleðistundir á heimili
þeirra, en Ninna var sérstaklega
glæsileg kona og gestrisin húsmóðir.
Fyrir allar þessar samverustundir,
bæði á heimili þeirra og á samkom-
um og ferðalögum á vegum bankans
viljum við þakka.
Páll vann í ýmsum deildum bank-
ans en lengst í víxladeild og stofn-
lánadeild áður en hann varð útibú-
stjóri Búnaðarbankans í
Mosfellssveit, en þar lauk hann
starfsferli sínum.
Páll var ágætur bankamaður,
hann var vinsæll hjá samstarfsfólki
og viðskiptavinum.
Páll var mjög fróður og sögumað-
ur með afbrigðum.
Á seinni árum höfum við eftir-
launafólk bankans hist reglulega og
treyst vináttuböndin og á þessum
fundum brást ekki að Páll skemmti
okkur með sögum úr óþrjótandi
minnisbanka sínum.
Við hjónin munum sakna hans og
þökkum honum góða og skemmti-
lega samfylgd.
Fjölskyldu hans vottum við sam-
úð.
Hannes Pálsson.
Formáli minn-
ingargreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
VILHJÁLMUR V. HJALTALÍN
bóndi, Brokey,
siðast til heimilis
á Skólastíg 16, Stykkishólmi,
sem andaðist þriðjudaginn 16. maí, verður
jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugar-
daginn 27. maí kl. 13.00. Jarðsett verður í Narfeyrarkirjugarði.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á St. Frans-
iskussjúkrahúsið í Stykkishólmi.
Jóhanna G. Hjaltalín,
Freysteinn V. Hjaltalín,
Friðgeir V. Hjaltalín, Salbjörg Nóadóttir,
Laufey V. Hjaltalín, Þorsteinn Sigurðsson,
Guðjón V. Hjaltalín, Ásta Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR,
Kirkjulundi 8,
Garðabæ,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mið-
vikudaginn 24 maí sl.
Ólafur Kristján Guðmundsson,
Guðmundur Þ.B. Ólafsson, Þuríður Kristín Kristleifsdóttir,
Magnea Guðlaug Ólafsdóttir,
Þórunn Ólafsdóttir, Daníel M. Jörundsson,
Magnús Óli Ólafsson, Erla Dís Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞRÖSTUR ÞÓRHALLSSON,
Klapparstíg 1a,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 11. maí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Bjarki Þór Þrastarson, Eva Hauksdóttir,
Hulda Björk Þrastardóttir, Kári Elíasson,
Magnús Haukur, Viktor Ingi,
Daníel Þór og íris.
t
Faðir okkar, afi og langafi,
EMANÚEL GUÐMUNDSSON,
dvalarheimilinu Jaðri,
Ólafsvík,
verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju á morgun, laugardaginn 27. maí,
kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Sunna Emanúelsdóttir,
Ellert Emanúelsson.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og bróðir,
ÓSKAR SVEINBJÖRN PÁLSSON
bifvélavirki
frá Sauðárkróki,
Hringbraut 136,
Keflavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 24. maí
2000. Jarðarförin auglýst síðar.
Guðjón G. Óskarsson, Sigurrós Svavarsdóttir,
Rúnar K. Óskarsson, Lára Sigurðardóttir,
Unnur S. Óskarsdóttir, Viðar Arason,
Steinunn Ósk Óskarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini hins látna.