Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Hestvæn hús eða fangelsi Mörg hesthús hafa verið endurnýjuð á síðustu misserum og ný og að því er virðist fullkomnari hesthús eru byggð. Svokallaðar boxstíur með háum milliveggjum njóta vaxandi vinsælda á sama tíma og hestafólk í útlöndum leggur áherslu á að hestarnir geti verið í líkamlegri snertingu við aðra hesta. Ásdfs Haraldsdóttir sökkti sér í erlend hestablöð um þetta efni og kíkti á reglugerð um aðbúnað hrossa. Flott hesthús eða fangelsi? ÞÓTT allir hljóti að vera sammála um að hópdýrinu hestinum sé eðlilegast að vera úti í náttúrunni þar sem hann getur hreyft sig eftir þörf- um, átt eðlileg samskipti við aðra hesta, hvílt sig eða leikið sér þegar hann er ekki að bíta, býður veðrátt- an á íslandi ekki upp á slíkt ef nota á hestinn yfir vetrartímann. Við erum því knúin til að byggja hús yfir brúk- unarhestana okkar. I þessum húsum dvelja hestar sem eru í notkun oft í um það bil hálft ár. Þannig var regl- an hér áður fyrr að minnsta kosti. Hestar voru teknir á hús í desember og voru á húsi fram í júní. Þá var þeim sleppt í sumarhaga og voru jafnframt notaðir bæði til útreiða og ferðalaga. Á haustin var síðan dreg- ið undan þeim og þeim leyft að hvfla sig fram í desember. Nú er öldin önnur og ekki óal- gengt að þeir sem hafa tamningar og þjálfun að atvinnu séu með hross á húsi stóran hluta úr árinu. Þá færist í vöxt að hross séu höfð ein í stíum og þar sem komnar eru innréttingar með háuum milligerðum er ljóst að mörg hross búa við vaxandi einangr- un frá félögum sínum. Engar rann- sóknir hafa verið gerðar á því hér á landi hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir hestana. Aftur á móti hafa ýmis vandamál sem fylgja hesthúsvist víða um heim orðið til þess að áhrif hennar á and- lega og líkamlega líðan hesta hefur mikið verið rannsökuð. Svo vill til að í mörgum útlendum hestatímaritum hefur einmitt mikið verið um þetta fjallað á undanfömum misseram. Má þar nefna tímarit eins og Riding, The Horse og Your Horse sem birti nýlega fyrstu grein af fjórum um áhrif húsvistar á hross undir heitinu „Life In a Cage“ eða Líf í búri. Einn- ig má nefna greinar í veftímaritinu The Joy of Horses um hesthúsbygg- ingar o.fl. Svo virðist sem vakning eigi sér nú stað og fólk horfir í aukn- um mæli á eðli hrossa og reynir að búa þeim aðstæður sem hæfa þeim. Á sama tíma og hér á landi er sífellt vinsælla að loka hvert hross meira af er þróunin í hina áttina víða erlendis samkvæmt þessum tímaritum. Húsvist veldur aukinni streitu í grein um hesthúsvist hrossa í febrúarhefti breska hestatímaritsins Riding kemur fram að samkvæmt rannsóknum í nokkrum löndum veldur húsvist hrossa mörgum vandamálum. Þar segir að þó svo að flest hross aðlagi sig ágætlega hús- vistinni og setji hesthúsið sitt í sam- band við skjól, fæðu og öryggi veld- ÁSTUnD Milli manns og hests... ... er 9 flSTUHDarhnakkur FREMSTIR FYRIR GÆÐI ur hún þeim yfirleitt streitu í mismiklum mæli. Samkvæmt þess- um rannsóknum veldur húsvist oft mikilli andlegri streitu hjá hrossum sem aftur veldur árásargirni, háum blóðþrýstingi, þunglyndi eða síend- urtekinni óeðlilegri hegðun. Þessi áhrif aukast eftir því sem umhverfí og aðbúnaður hestanna er þeim óeðlilegri. Blóðpróf sýna jafnvel streitu hjá hrossum sem sýna engin ytri merki um streitu. Bent er á að til þess að minnka þessa streitu geti eigendur hesta reynt að líkja sem mest eftir kjörað- stæðum hrossanna þótt nauðsynlegt sé að hýsa þau. Það er gert með því að finna út hvaða hross eiga best saman í húsi og raða þeim í húsið samkvæmt því, tryggja að hrossin geti komist í líkamlega snertingu við félagana, hafa góða loftræstingu í hesthúsinu og sem mesta dagsbirtu. Auk þess er talið að hrossin þurfi stöðugt að hafa aðgang að grófu heyi og vatni. Það ber að hafa í huga að víða er- lendis hafa hross oft verið mjög ein- angruð. Til dæmis er algengt að þau séu höfð ein í mikið lokuðum stíum jafnvel árið um kring. Oft á tíðum komast þau lítið sem ekkert í snert- ingu við önnur hross og eru ekki alin upp í stóði. Því hefur mikið borið á ýmiss konar óeðlilegri hegðun, svo sem ropi, nagi og í alvarlegri tilfell- um svolítið „geðveikislegu“ atferli, eins og að sveifla hausnum sífellt til hægriogvinstri. Ropa af Ieiðindum Sem betur fer er ekki mikið um al- varleg tilfelli af óeðlilegri hegðun hrossa hér á landi, en þó þekkja flestir til hesta sem ropa, þ.e. þeir bíta í stallrönd, sveigja hálsinn, spenna vöðva í kverk og geta þannig hleypt lofti niður í vélindað. I bók- inni Hestaheilsa eftir Helga Sig- urðsson dýralækni segir að skiptar n/*r r-i cgdslZhd SelfossS ......... skoðanir séu um orsakir þessa at- ferlis, en það hafi aukist með aukinni inniveru hrossa. Talið er að hestar byrji að ropa vegna þess að þeim leiðist, en þekkt er að hestar læra þetta hverjir af öðrum. Besta fyrir- byggjandi aðgerðin gegn ropi er að leyfa hestum að vera mikið úti og láta þá ekki standa aðgerðarlausa á bás dögum saman. Svokallaðar boxstíur eru að ryðja sér til rúms hér á landi og eru að mörgu leyti góður kostur. Stíurnar eru yfirleitt timburklæddar niður í gólf sem dregur mjög úr slysahættu. Gallinn við slíkar stíur er hins vegar sá að oft eru milliveggimir hafðir það háir að stían verður mjög lokuð. Það kemur í veg fyrir að hross geti heilsað upp á „nágrannann". Auk þess getur það dregið úr dagsbirtu og góðri loftræstingu. Hrossum er stundum gefið hey beint í stíuna, en augljóst er að það býður hættunni heim hvað varðar ormasmit og ef til vill fleiri sjúkdóma. Betra er að láta þau éta úr heyneti, en þá þarf netið að vera í réttri hæð því ekki er gott fyrir hrossið að þurfa að teygja sig upp á við til að ná í heyið. Margir hafa boxin opin að framanverðu og láta hrossin éta upp af fóðurgangin- um, en þá ber að hafa í huga að fóð- urgangurinn verður að vera um 10 cm hærri en gólfið í stíunni. Þegar hestur bítur gras stendur hann nefnilega aldrei jafnt í báða fætur. Hann er yfirleitt með annan fótinn fyrir framan hinn eða beygir annan fótinn lítilsháttar. Það er margt sem getur haft áhrif á líðan hrossa í húsi og að mörgu að hyggja. Ef þeim líður illa af ein- hverjum orsökum getur það komið niður á getu þeirra og vilja til að gera eigandanum til hæfis. Ef hest- ur er kúgaður af stíufélaganum get- ur það valdið því að hann hyflist ekki nóg og það segir sig sjálft að það hef- ur áhrif á afköst hans sem reiðhests. Þarf að rannsaka hvernig hesthús henta best Annað mikilvægt atriði er auðvit- að fóður og ekki má gleyma loftinu í hesthúsinu. Ef loftið er þungt og inni í hesthúsinu er heitt, rakt og amm- oníaksstybban kemur á móti manni þegar maður opnar þarf að gera verulegar úrbætur. Vandamálið er að lítið virðist vitað um hvernig best sé að byggja hesthús þannig að loft- ræstingin sé góð, hiti og raki jafn og eins og best verður á kosið. Alla vega kvarta margir. Lausnin er oft sú að setja viftur í húsin. Þær eru misgóðar. Stundum draga þær inn kalt loft en bæta lítið rakastigið í húsinu. Það segir sig sjálft að það er ekki gott fyrir hesta sem koma ef til vill sveittir inn eftir brúkun að standa nær hreyfingarlausir í köldu og röku hesthúsi 22-24 tíma á sólar- hring. Viftum fylgir oft annar mikill ókostur, en það er hávaðinn sem hlýtur að auka enn á streitu hross- anna. Vegna þess að margt hestafólk eyðir miklum fjármunum í að byggja og endurbæta hesthúsin sín er orðið veruleg brýnt að rannsaka með hvaða hætti best er að byggja hest- hús. Flestir treysta á sínar eigin hugmyndir og renna blint í sjóinn og árangurinn verður oft ekki eins góð- ur og vonast var til þegar farið var af stað. Það eru því ærin verkefni fyrir þá sem áhuga hafa á að rannsaka hvernig hesthús henta best fyrir ís- lenskar aðstæður, bæði hvað varðar veðurfar, vinnuhagræðingu og síð- ast en ekki síst hvers konar hesthús uppfylla þær kröfur sem nú era gerðar um aðbúnað hrossa. Þörfum og eðli hrossa sé fullnægt Með nýrri reglugerð um aðbúnað hrossa eru þeim sem halda hross settar skýrar reglur. Þótt ekki sé talað um samneyti við önnur hross eru í þriðju grein reglugerðarinnar ákvæði um að aðbúnaði hrossa skuli haga þannig að þörfum þeirra og eðli sé fullnægt, hvort sem þau era á húsi eða á beit. Þar segir einnig orðrétt: “ .. .1 húsum þar sem hross eru hýst skal frágangur dyra og ganga vera þannig að fljótlegt sé að rýma þau í neyðartilvikum. Innréttingar og annar útbúnaður skal vera þannig að Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Frá Qdrðungsmóti á Kaldármelum. Fjórðungsmót á Kaldár- melum næsta sumar HESTAMANNAFELAGIÐ Snæ- fellingur hefur ákveðið að halda fjórðungsmót á Kaldármelum í júlí 2001. Umsókn þar að lútandi verður send Landssambandi hestamannafé- laga og Búnaðarsambandi Vestur- lands á næstunni.Að sögn Halls Pálssonar formanns Snæfellings mun félag hans sjá um mótið en rætt hefur verið við hestamannafélögin Faxa í Borgarfirði og Skugga í Borg- arnesi um samstarf. Hallur sagðist gera ráð fyrir að fleiri félög á Vestur- landi vildu vera með. Eftir síðasta fjórðungsmót, 1997, var samstarfssamningi hestamanna- félaganna á Vesturlandi og Vest- fjörðum um rekstur Kaldármela slit- ið og Snæfellingur tók við mótssvæðinu. Aðspurður sagði Hall- ur að auðvitað væri erfitt fyrir eitt félag að reka svona svæði og ljóst að fara þyrfti varlega í sakimar og ekki byggja neinar skýjaborgir. Hann sagði að eitthvað þyrfti að lagfæra svæðið, svo sem danspallinn í kvosinni, kynbótabrautina og kapp- reiðabrautina. Búist er við að boðið verði upp á hefðbundnar greinar á fjórðungsmótinu og ljóst að tölt- keppni verði opin. I fyrrasumar var haldið opið tölt- mót á Kaldármelum með peninga- verðlaunum og gekk það mjög vel og skilaði hagnaði. Dagana 22. og 23. jú- lí í sumar verður haldið opið mót, bæði í tölti og í gæðingakeppni. Hallur sagði að mikill áhugi væri hjá hestafólki á Vesturlandi að halda áfram að halda stórmót á Kaldármel- um. Fólk vildi endurvekja gömlu stemmninguna sem var á þessum mótum auk þess sem eigendur kyn- bótahrossa og gæðinga þurfi að hafa vettvang til að koma hrossum sínum á framfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.