Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 66
-*66 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ •L. HAPPDRÆTTI vinningaSirfájSt dae Vinningaskrá 4. útdráttur 25. maí 2000 Bif reiðavinningur Kr. 2.000,000 Kr. 4.000,000 (tvöfaldur) 6 9 9 3 2 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 182 1 1 6208 40422 49588 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr, 100.000 (tvðfaldur) 13088 21051 42283 54154 61471 63405 15812 35029 44626 56721 61620 70851 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20,000 (tvðfaldur) 433 10358 19641 30638 42563 52911 61208 73036 1753 10397 19772 30917 43062 54364 62155 74300 3054 10507 21098 31141 43788 54479 64679 74341 3970 12260 21755 31779 43974 54843 65016 75179 4305 14795 22192 35561 44026 55236 65494 75197 4629 16870 22703 3661 1 46294 55261 66054 75510 6385 17160 23240 37209 47031 56249 67234 76467 7593 17759 23476 38053 47451 58297 67467 77242 8145 17961 24434 38680 48324 58475 68897 79942 8220 18147 25751 40069 48764 58492 69577 8842 18315 26867 40236 49318 59139 70068 9608 18805 27980 41784 49671 59237 71244 10284 19126 29700 42046 49962 60637 72858 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 206 9915 19089 34100 40802 51416 62052 72401 243 9935 20191 34391 40983 51595 62147 72682 328 10068 20563 34479 41135 52378 62655 72897 1143 10333 20827 34492 41186 52848 63069 73056 1149 10340 21537 34537 41610 53001 63290 73169 1353 10577 23281 34575 42157 53066 63564 74148 1674 10716 23580 34871 42218 53218 63928 74332 2052 11240 23599 34916 42610 53329 63961 74516 2339 11388 24096 35010 43002 53362 64344 75208 2513 12102 24264 35082 43156 53880 65389 75374 3746 12162 24465 35202 43467 54407 65536 75717 4103 12165 24800 35571 43538 54733 65741 76623 4180 12493 25542 35703 43539 54896 65834 76828 4296 12643 26292 35756 43957 54988 65896 77288 4484 13299 26298 36325 44015 55127 65917 77337 4705 13505 27348 36458 44075 55387 66840 78056 4928 13563 27355 37102 44216 56416 67104 78118 5322 13634 27728 37182 44444 56753 67718 78314 5438 14346 28005 137227 44850 57038 68237 78672 5456 14511 28296 37379 44858 57421 68361 78680 6070 14565 28427 37720 45374 57979 69372 78779 6228 16392 29140 38160 46999 58068 69374 78812 6367 16572 29836 38209 47541 58209 69712 78864 6489 17089 29965 38349 47701 58369 69801 78993 6517 17680 29973 38694 48360 59322 70244 79100 7232 18050 31023 38763 48534 60044 70708 79432 7661 18251 31041 39731 49143 60173 70765 8362 18312 31322 39850 49544 60891 71101 8407 18330 31689 40022 49665 60940 71531 8503 18440 32360 40168 50001 61404 71671 8532 18593 32454 40365 50085 61541 71918 8886 18605 33779 40426 51101 61989 71967 Nœsti útdráttur fer fram 1. júni 2000 Heimasíða á Interneti: www.das.is ________UMRÆÐAN______ Hvers vegna starf á leikskóla? NÚ fer í hönd sá tími þegar Leikskólar Reykjavíkur, eins og svo margir aðrir vinnu- staðir, óska eftir starfskröftum, bæði til afleysingar og til fram- búðar. Einhverjir ein- staklingar kunna að spyrja sig hvers vegna þeir ættu að ganga til liðs við starfsfólk Leik- skóla Reykjavíkur. Þessari grein er ætlað að hjálpa þeim við ákvörðun sína. Forréttindi Samkvæmt lögum um leikskóla er þeim ætlað að hlúa að öllum þroskaþáttum barnsins í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins. Menntamálaráðuneytið gaf út Að- alnámskrá fyrir leikskóla árið 1999 en hún er fagleg stefnumörkun um uppeldis- og menntunarhlutverk. Eg álít að hvergi á skólastiginu séu framfarir jafn miklar og augljós- ar hjá barninu og á forskólaaldrin- um, þau ár sem það er í leikskóla, en algengt er að barn hefji leik- skólagöngu tæplega tveggja ára gamalt. Það eru forréttindi þeirra sem að uppeldi bamsins koma að fá að fylgj- ast með því undri sem þroski barns- ins er. Að fá að fylgjast með hvernig bamið í upphafí leikskólagöngunnar lærir að spjara sig í nýju umhverfí og síðar þegar það lærir að una og starfa í hópi annarra barna. Eftir því sem barninu vex kjarkur og þor verður það þátttakandi og ábyrgur meðlimur í skólasamfélag- inu. Eg álít það forréttindi að vera í nálægð barns þegar það öðlast nýja reynslu og upplifun, sem er jú for- senda árangursríks náms. Mér finnst heillandi að fylgjast með hvernig þekking og leikni bamsins verður til í samspili við umhverfið. Með auknum þroska barnsins verður það meira sjálfbjarga og sjálfstæðara og sjálfs- traust þess eykst. Sjálfsprottinn leikur og skipulagt starf í leikskólanum býður upp á óþrjótandi mögu- leika í námi bamsins. Ograndi og gefandi Leikskólar Reykja- víkur hafa mismunandi áherslur í starfsemi sinni og starfa undir ólíkum kjörorðum á borð við virðingu, gleði, tónlist, skapandi starf og heildtæka skólastefnu svo nokk- uð sé nefnt. Augljóst er að leikskólasamfélagið byggist á þeim mannauði starfs- Leikskólar Börnin krefjast þess, segir Arndís Bjarna- dóttir, að í leikskólanum sé gróskumikið starf. manna sem til hvers leikskóla hefur ráðist, hugmyndum þeirra og lífsvið- horfum. Þess vegna álít ég að hver og einn starfsmaður í leikskólanum eigi möguleika á að nýta sínar sterku hliðar til starfsins. Ég tel það ábyrgðarmikið hlutverk starfsfólks leikskóla að gefa barninu kost á að kynnast fjölbreyttu námsefni í frjálsum leik og skipulögðu starfi. Er ekki skemmtilegt að vera þátt- takandi í að búa bömunum hvetjandi námsumhverfí þar sem áhuga þeirra og þörfum er sýnd virðing? í dag fylla leikskólakennarar eða aðrir uppeldismenntaðir einstaklingar ekki stöðugildi leikskólanna. Til að manna leikskólana hafa verið ráðnir til starfa einstaklingar með ýmiss konar reynslu og menntun. Það fólk er margt mjög hæft til starfa, því að það hefur þroska, getu og vilja til að vinna af alúð. Þannig starfsmönnum reynist starfið einstaklega gefandi og lærdómsríkt. Starfsánægja starfsfólks leikskóla felst fyrst og fremst í því að sjá árangur í starfi. Það er ekki á mörgum vinnustöðum landsins sem dag hvern taka rúm- lega 20 einstaklingar fagnandi á móti þér. Það er ekki á mörgum vinnustöðum sem við höfum 20 kennara og heimspekinga sem krefja okkur um svör. Börnin krefj- ast þess að í leikskólanum sé gróskumikið starf og góðum starfs- manni er það hjartans mál að upp- fylla þær kröfur. Starf í leikskóla finnst mér eftirsóknarvert því að það er í senn ögrandi og gefandi. Fjölbreytt starfsemi Leikskólar Reykjavíkur hafa leit- ast við að skipuleggja starfsemi leik- skólanna í takt við kröfur samfélags- ins með þarfir barna, foreldra og starfsfólks í huga. Starfsfólk Leik- skóla Reykjavíkur á þess kost að sækja endurmenntun í formi fyrir- lestra og námskeiða til að svara kröfum þessa mikilvæga starfs. Ég hvet því almenning til þess að kynna sér fjölbreytta starfsemi leikskóla, t.d. með því að heimsækja vefsvæði Leikskóla Reykjavíkur á netslóðinni www.leikskolar.is eða þegar leik- skólarnir eru opnir almenningi. Með kynningu á starfsemi leikskólans fyrir almenningi má ætla að aukinn skilningur verði á mikilvægi þessa fjölbreytta starfs í þjóðfélagi okkar og það verði um leið eftirsóknarvert þeim einstaklingum er áhuga hafa á að taka þátt í starfsemi leikskólans, þar sem grunnur er lagður að mannauði framtíðarinnar. Höfundur er leikskólastjóri í Múlaborg í Reykjavík. Arndís Bjarnadóttir Markviss heilsurækt FYRIRTÆKI og stofnanir sem mótað hafa stefnu varðandi heilsurækt starfsfólks og almenna heilsuefl- ingu hafa fundið fyrir ávinningi á ýmsan hátt og hafa sann- færst mjög fljótt um ágæti þess. Johnson & Johnson skýrði frá því að veikindadögum hefði fækkað um 13% einu ári eftir að starfsfólk þeirra hóf markvissa heilsurækt. íslensk fyrirtæki sem hafa tekið þátt í verk- efnum um heilsuefl- ingu starfsmanna sinna eru al- mennt ánægð með útkomuna. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að regluleg þjálfun og heilsurækt stuðlar að eftirfarandi: • jákvæðara starfsfólki og enn betri samskiptum á vinnustað. • aukinni vitund starfsmanna í hóp- starfi. • fækkun fjarvista sökum veikinda og heilsubrests. • enn meiri stöð- ugleika og aukinni framleiðni. • starfsfólk með- höndlar álag betur en þeir sem ekki stunda heilsurgskt. Samstarf fagaðila og fyrirtækja er mik- ilvægur hlekkur í heilsu starfsmanna og hafa heilsuræktar- stöðvar á borð við World Class mótað þá stefnu að þjónusta fyrirtæki varðandi flesta þá þætti sem lúta að heilsueflingu starfsfólks. í þjóðfélagi eins og á íslandi höfum við ekki ráð á að bíða leng- ur með það að huga að almennri heilsurækt. Kostnaður hagkerfis- Brúðhjón AIIuí I)orðbilnaöur - G1 æsi 1 e(j gjafavara - Briiðhjdnalislar verslunin Láugavegi 52, s. 562 4244. Heilsurækt s I þjóðfélagi eins og á ----------------------- Islandi, segir Arngrím- — ur Viðar Asgeirsson, höfum við ekki ráð á að bíða lengur með það að huga að almennri heilsurækt. ins vegna hreyfingarleysis og of- fitu er og verður okkar stærsta heilbrigðisvandamál í komandi framtíð. Eða eins og þekkt máltæki seg- ir: „Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag er ekki víst að þú hafir heilsu fyrir tímann á morg- un“. Höfundur er framkvæmdastjóri fþrótta fyrir aJla. Athugasemd SÍÐASTLIÐINN miðvikudag birt- ist hér í blaðinu grein eftir Einar G. Ólafsson, þar sem því var haldið fram, að nafngreindur einstaklingur hefði haft uppi áform um að „geta snapað út fé hjá hryðjuverkaleiðtog- um.“ Þau mistök voru gerð á rit- stjórn Morgunblaðsins að birta þessa grein án þess að óskað væri eftir því við höfund að tilvitnuð orð yrðu tekin út. Starfsreglur blaðsins byggja á því að slík ummæli séu ekki birt nema höfundur sýni fram á það með óyggj- andi hætti að hann fari með rétt mál. Ritsij.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.