Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 43
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Umhverfisnefndir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Samtök sveitarfélaga
á höfðuborgarsvæðinu efna til sameiginlegra umhverfisdaga og bjóða fjölskyldum og öðrum
íbúum að kynnast nánar útivistarstöðum og náttúruperlum á svæðinu.
Laugardagur 2 7. maí
Gengið fyrir Kársnesið með
fróðu fóiki. Kl. 10.00
Laugardaginn 27. maí verður
boðið upp á göngu fyrir Kárs-
nesið og endað á Rútstúni um
ki. 12:00 með grilli. Gangan
hefst kl. 10 frá leikskólanum
Marbakka.
Skyggnst inn í horfna tíma á
Álftanesi. Ki. 14.00
Þátttakendur safnist saman við
veginn að Hliði kl. 14. Gengið
verður út að Hliði sem er ves-
tasti hluti Álftanessins undir
leiðsögn fróðra manna og
reynt að gera grein fyrir
útróðrarlífi horfinna tíma. Á
eftir verður gengið að Hauks-
húsi þar sem góðgerðir verða
á boðstólum. Á staðnum verða
einnig uppdrættir að nýju
deiliskipulagi Hliðs.
Náttúruskoðun um
Suðurnes kl. 13:00.
Gangan hefst kl. 13:00 frá
bílastæði við enda golfvallarins
þaðan sem gengið verður eftir
nýjum göngustíg umhverfis
Suðurnes undir leiðsögn
Jóhanns Helgasonar,
jarðfræðings. Göngunni lýkur í
Nesstofusafni þar sem Kristinn
Magnússon mun segja frá
safninu. Göngufólki er bent á
að klæða sig eftir veðri og
taka með sér sjónauka.
Sunnudagur 28. maí
ReyJojMdc:
Hjólreiðatúrar kl. 14
Fjallahjólaklúbburinn gengst
fyrir hjólreiðatúrum laugardag
og sunnudag. Tvær ferðir
verða farnar báða dagana. í
annarri er lagt af stað frá
Gufunesbænum og hjólað um
Grafarvog, og í hinni er farið
frá gatnamótum Ægisíðu og
Hoíavallagötu og hjólað
meðf®Sa»£töndinni.
iaaa>:
Ráðhúsið Strandgötu.
kl. 13.00.
Sunnudaginn 28.maí verður
boðið upp á gönguferð innan
bæjarmarka og skoðaðir
áhugaverðir staðir og er áhersla
lögð á sögu- og menningar-
minjar, s.s. fyrstu stífluna, forn-
leifar, forna atvinnuhætti, fyrstu
gróðurblettina, hlaðna hafnfirs-
ka veggi og fleira merkilegt sem
tengist umhverfi Hafnarfjarðar.
Leiðin er auðveld gönguleið, um
2,5 km löng og tekur um 3 tíma.
Á leiðinni verður saga hvers
staðar reifuð. í lok göngunnar
verður boðið upp á veitingar
gegn vægu gjaldi í kaffistofu
Hafnarborgar. Fræðslustjóri
verður Kristján Bersi Ólafsson.
Elliðavatn/Heiðmörk
kl. 13.30
Stangveiðidagur unglinga yngri
en 16 ára á vegum Skógræktar-
félags Reykjavíkur. Stangveiðin
hefst kl. 13:30. Skráning við
komu í skýlinu við Helluvatn.
Verðlaun í boði.
Æ
Grasagarður Reykjavíkur
kl. 13.00-17.00
Grasagarður Reykjavíkur tekur
á móti gestum í Lysthúsinu sem
stendur næst garðskálanum
sunnudaginn 28. maí frá kl. 13
til 17. Boðið verður upp á
leiðsögn um garðinn á klukku-
tímafresti. Skoðaðar verða
plöntutegundir sem tengjast
vorinu einkum þær sem blómg-
ast snemma meðal annars
fjölærar jurtir, lauk plöntur, lyng-
rósir og garðskálaplöntur.
Suðurnes
Hlið 2
Komið og
njótið lífsins í
fögru umhverfi
höfðuborgarsvæðisins