Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjálfboða-
liðar við
stígagerð
NIU manna hópur breskra sjálf-
boðaliða hefur unnið við að leggja
stiga í hlíðum Esjunnar að undan-
fórnu. Hópurinn er frá náttúru-
verndarsamtökunum BTCV, eða
„British Trust for Conservation
Volunteers".
Fólk á vegum samtakanna hef-
ur áður komið til íslands, en
aldrei áður unnið í Esjuhlíðum.
Veðrið hefur verið misjafnt síðan
hópurinn kom, en fólkið lætur það
ekkert á sig fá. Sjálfboðaliðarnir
hafa dvalið hór í tíu daga, en fara
af landi brott á sunnudaginn.
Einstaklingar í hópnum koma
úr ýmsum áttum; þar er að finna
þjúkrunarfræðing, nokkra nema
og einn sem vinnur við bókhald.
Allt eru þetta sjálfboðaliðar sem
vinna kauplaust í þágu náttúru-
verndar í heiminum.
MAGN nituroxíða er hættulega mikið
í Reykjavík en það fer yfir viðmiðun-
armörk marga daga á ári í nokkrum
borgarhverfum. Þetta kemur fram í
ítarlegri skýrslu sem starfshópur
Orkuveitu Reykjavíkur kynnti í gær.
Einnig kemur fram í skýrslunni að
útstreymi koltvíoxíðs í Reykjavík á
árinu 1998 nam rúmum þremur tonn-
um, eða 3.130 kílógrömmum, á hvem
íbúa. I borginni var það ár notað sem
svarar 581 kflógrammi af bensíni á
íbúa og 423 kflógrömmum af dísilolíu,
Skýrslan fjallar um forsendur vist-
vænnar samgöngustefnu fyrir
Reykjavík og nágrenni. Þar em
kynnt íyrstu drög að svokölluðu
„grænu bókhaldi", en það inniheldur
greiningu og mælanlega þætti elds-
neytisnotkunar, útstreymis og ann-
arra þátta sem tengjast samgöngu-
kerfinu. „Þessi rannsókn er einstæð
hér á landi og hliðstæð skýrsla liggur
ekki fyrir í öðrum löndum, að því er
við best vitum,“ segir Þorsteinn I.
Sigfússon prófessor, sem á sæti í
starfshópnum.
Sameiginlegt vandamál
í skýrslunni er umhverfisvandi
Reykjavíkur og nágrennis greindur
og lagðar fram tillögur að úrbótum.
„Þetta er vandamál sem íslendingar
eiga sameiginlega við að stríða og
verða að leysa í sameiningu. Við
hvetjum til aukinnar samvinnu ráð-
uneyta, borgaryfirvalda og annarra
sveitarfélaga," segir Þorsteinn.
I skýrslunni kemur fram að á því
fjögurra ára tímabili sem skoðað var
sérstaklega, frá 1995 til og með 1998,
jókst notkun á dísilolíu á höfuðborg-
arsvæðinu um nærri þriðjung. Bent
er á að svifryk á svæðinu jókst mjög
og útblástur koldíoxíðs, nituroxíðs og
brennisteinsoxíðs sömuleiðis.
Koltvíoxíðútblástur hefur, sam-
kvæmt skýrslunni, aukist um 15% á
tímabilinu. „Orkuspámefnd gerir ráð
fyrir að heildaútblástur vegna sam-
gangna stefni í að aukast um minnst
24% á tímabilinu 1990-2010. Það er
aukning sem er tveimur og hálfum
sinnum leyfileg aukning Kyoto-bók-
unarinnar. Niðurstöður þeirrar
skýrslu, sem hér er birt, benda til
þess að Reykjavfluirsvæðið valdi
miklum hluta þeirrar aukningar, sem
er að verða á útblæstri á Islandi,“
segir í skýrslunni.
Skaðleg lífræn kolefnasambönd
aukast jáfnt og þétt Á árinu 1998 vorU
þau um 3.800 tonn, sem skýrsluhöf-
undar telja mikið magn. Þeir geta
þess, sem fyrr segir, að magn nitur-
oxíða sé beinlínis hættulega mikið en
það fari yfir viðmiðunarmörk marga
daga á ári í nokkrum borgarhverfum.
Vegna aukinnar notkunar dísilolíu
hafi útstreymi sóts aukis um þriðjung
á fyrrnefndu tímabili. „Umferðin eyð-
ir miklu magni af malbiki, sem að
mestu umbreytist í skolp, en hættu-
lega mikið ryk fylgir aukinni umferð
og notkun nagladekkja. Minnstu agn-
ir af þessu ryki eru stórhættulegar
heilsu fólks,“ segii' í skýrslunni.
Meðal tillagna í skýrslunni er að át-
ak verði hafið til að hvetja fólk til að
nýta sér almenningssamgöngur. Þá
kemur fram að fylgjast þurfi vel með
þróun véla og ökutækja sem byggist á
vistvænum orkugjöfum.
Þá er þess getið að draga þurfi úr
notkun nagladekkja, huga að notkun
styrktrar steinsteypu í stað malbiks
og auka gatnahitun með hitaveitu-
vatni þar sem saman fari mikill götu-
halli og hálkumyndun.
Starfshópurinn fagnar hugmynd-
um Metans hf. um framleiðslu metan-
óls fyrir biireiðar og leggur til að
sorpbifreiðar höfuðborgarsvæðisins
verði knúnir metanóli frá hauggasi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir
að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu hafi óskað eftir fundi með fulltrú-
um rfldsvaldsins, þar sem hugað verði
að mögulegum úiræðum gegn meng-
un. Hún segir að varla sé hægt að
verða við þeirri ósk að hraðabugðum
verði fækkað.
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður Orkuveitur Reykjavíkur, segir
að borgin sé þegar farin að vinna að
upphitun gatna í Grafarvogi.
I starfshópi Orkuveitu Reykjavík-
ur eru Heimir Hannesson hdl., for-
maður, Þorsteinn I. Sigfússon prófes-
sor, varaformaður og ritstjóri
skýrslunnar og Valdimar K. Jónsson
prófessor.
Reuters
Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhendir Andrea W. Stewart, aðstoðarbökasafnsverði George Washing-
ton-háskólans, íslendingasögurnar þýddar á enska tungu. Donald Lehman, aðstoðarforseti skölans fylgist með.
s
Islendingasögurnar afhentar
BJÖRN Bjamason menntamála-
ráðherra afhendir starfsbróður sín-
um í Bandaríkjunum, Richard W.
Riley, 650 samstæður íslendinga-
sagna í enskri þýðingu við athöfn í
þjúðarbókhlöðu Bandarilganna í
Washington í fyrradag. Sögnunum
sem eru gjöf til bandarísku þjöðar-
innar verður dreift í bókasöfn
landsins. I gær afhenti menntamáia-
ráðherra Islendingasögurnar í
George Washington-háskólanum.
Samræmdu
prófín í 10. bekk
Um 52%
nemenda
með undir
5 í stærð-
fræði
NEMENDUR í 10. bekk fá
margir hverjir afhentar ein-
kunnir úr samræmdum prófum
í dag, en þó ekki allir því mis-
munandi er hvenær skólar af-
henda einkunnimar. Rúmlega
52% nemenda á landinu voru
með 5 eða lægra í einkunn í
stærðfræði, en sama hlutfall
lyrir árið 1999 var 41% og fyrir
árið 1998 var það 33%.
Að sögn Finnboga Gunnars-
sonar, deildarsérfræðings hjá
Rannsóknarstofnun uppeldis-
'og menntamála, eru niður-
stöður prófanna í ár svipaðar
og undanfarin ár. Hann sagði
að meðaleinkunnin í stærð-
fræði fyrir landið allt væri samt
nokkuð lægri í ár en í fyrra eða
5,1 a móti 5,7, en bætti því við
að erfitt væri að bera saman
prófrpðurstöður á milli ára. I
stær|fræðinni gekk nemendum
erfiðlegast með algebru.
í íslensku var meðaleinkunn-
in 6,6 miðað við 6,4 í fyrra, í
dönsku var hún 6,5 eins og í
fyrra og í ensku var meðalein-
kunnin 6,6, en 6,3 í fyrra.
Skólar í Reykjavík
komu best út
Skólar í Reykjavík komu
best út úr prófunum að þessu
sinni og voru meðaleinkunnir í
stærðfræði, íslensku, dönsku
og ensku ávallt yfir landsmeð-
altali. I stærðfræði var meðal-
einkunnin 5,4, í íslensku og
dönsku var hún 6,9 og í ensku
7,1.
Skólar á Vesturlandi komu
verst út úr samræmdu prófun-
um að þessu sinni, en þar voru
meðaleinkunnir í greinunum
fjórum undir landsmeðaltali.
Þar var meðaleinkunnin í
stærðfræði 4,6, í íslensku 6,2 og
í dönsku og ensku var hún 5,7.
STEYPU
ÞJÓNUSTA
Söludeild í Fornalundi
Brciðhöffta 3 • S(mi 585 5050
Steypudælur
Nýjar steypudælur spara þér
tíma og peninga. Kynntu
þér öfluga steypuþjónustu á
www.bmvalla.is
www.bmvalla.is
Magn nituroxíða er hættulega mikið í vissum hverfum borgarinnar
Fer yfír viðmiðun-
armörk oft á ári