Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 84
84 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Ups...
Britney er mætt!
UNGSTIRNIÐ Britney Spears er mætt aftur og
þaó meó látum. Nýja platan hennan „Oops I
Did it Again" (pirrandi sjálfsöruggur titill)
dembir sér beint á topp Tónlistans og seldist
meira i sinni iyrstu viku en fjórar
næstu plötur samaniagt! Stúlku-
kindin heldur sig við sama skot-
helda heygaróshomió á nýju skíf-
unni og nýtur sem fyrr
aöstoöar poppprófessors-
ins Max Martins. Eitt lagið
sem þar er að finna mun
eflaust fá einhverja sem
' komnir eru nælægt miðju
aldursskeiöi til þess að
reita síðustu fiókana af
hausnum en þaö er ansi
hreintdjörf, eiginlega
fífldjörf, R&B útgáfa af
gamla Stones slagaran-
um „(I Cant Get No) Satis-
faction".
Svíar á barmi
heimsfrægðar!
SÆNSKU öðlingarnir í
Kent eru á barmi heims-
frægðar. Löngu búnir að
vinna Volvolandiö á sitt
band hafa þeir undan-
farið misseri unnið
hægt og bítandi að því
að leggja heiminn að
fótum sér og næsti án-
ingarstaður er ísaland.
Kent spila á Tóniistarhátíðinni í
Reykjavík um hvítasunnuhelgina og er allt
útlít fyrir að þeir muni spila á hárréttu
augnabliki því vinsældir þeirra hérlendis
fara ört vaxandi. Því til sönnunar er stórt
stökk nýjustu plötunnar „Hagnesta Hill“ þar
sem m.a. er að finna smellinn „Music Non
Stop,"
Nr. var vikur; N Diskur Flytjondi i Útgefondi Nr.
•1. 1 N OopslDid ItAgain Britney Speors iEMI 1.
2. 1 ; Binaurol Peorl Jom : Sony 2.*-
3. 1 4 i Skull & Bones Cypress Hill jSony 3.
4. 4 10 i Hoorey For Boobies Bloodhound Gong : Universol 4.
5. 2 6 ; Play Moby •Mute 5.
6. 19 2 ; Trilenium Sosh i Edel 6.
7. 5 18 i BestOf Cesorio Evoro ÍBMG 7.
8. 3 10 i Pottþétt 19 Vmsir i Pottþétt 8.
9. 8 26 i Supernoturol Sontona ÍBMG 9.
10. 27 40 i Significont Other Limp Bizkit : Universol 10.*
11. 1 i Era 2 Ero j Universol 11.
12. 7 32 i Distonce To Here Uve ■ Universol 12.
13. 9 22 : On How Life Is Macy Groy i Sony 13.
14. 12 51 ;Ö Ágætis byrjun Sigur Rós i Smekkleyso 14.
15. 14 4 ; Jeff Buckley Mystery White iSony 15.
16. 10 4 i Toni Broxton The Heot ÍBMG 16.
17. 20 31 i Relood Tom Jones ÍV2 17.
18. 22 29 i Humon Cloy Creed :Sony 18.
19. 16 33 i 12 ógúsf T 999 Sólin hons Jóns míns jSpor 19.
20. 6 10 : Englor olheimsins Hilmor Örn/Sigur Rós j Krúnk 20.
21. 13 4 : Pottþétt rokk 2 Ýmsir j Pottþétt 21.
22. 15 27 ! S&M Metollico j Universol 22.
23. 30 12 i . Aquorius Aquo i Universol 23.
»24. 51 1 i Hognesto Hill Kent ÍBMG 24.
25. 28 14 i Writings On The Woll Destinys Child ÍSony 25.
26. 18 20 i Slipknot Slipknot : Roodrunner 26.
27. 11 4 i Silver & Gold Neil Young j Worner 27.
28. 1 i KR platan Ýmsir j Pottþétt 28.
29. 31 18: Westlife Westlife j BMG 29.
30. 80 1 H Don't Give Me Nomes Guono Apes • BMG J!L
Á Tónlistanum eru plötui yngii en fveggja óio og eru i verðflokknum „fullt verð".
Tónlistinn ei unninn of PricewateihouseCoopers fyrir Somband hljómplötufiomleiðondo og Morgunbloðið í somvinnu
við eftirtoldorverslonir: Bókvol Akuieyii, Bónus, Hogkoup, iopís Broutorbolti, Jopís Kringlunni,Jopís laugorvegi, Músík
og Myndir Austurstrati, Músik og Myndir Mjódd.Somtónlrst Kringlunni, Skífon Kringlunni, Skifon Lougorvegi 26.
Haltrandi há-
stökkvarar!
FRED DURST og iags-
menn hans í Limp Bizkit
eru alveg ótrúlega lífseig-
irá Tónlistanum. Eftir 40
vikna viðveru haltra þeir
með hraöí upp um 17
sæti ogeru furðu
sprækir miöað við háan
aldur. Limpdependence
tónleikaferð sveitarinnar hefst vest-
anhafs í byrjun júlí ogætia Cypress Hill að
skella sér með þeim. Það verðurfrítt á alla
tónleikana í boði tónlistarnetmióilsins urn-
deilda Napsters sem með því er að undir-
strika boðskap sinn um að tónlist eigi að
bjóóast fólk því að kostnaðarlausu.
Lifi gamla gruggið!
PEARL JAM virðist vera ein af örfáum sveitum
sem lifað hafa gamla góöa gruggið sem ætlaði
allt um koll að keyra fyrirtæpum áratug. Sveitin
á augljóslega enn stóran og sterkan stuðnings-
hóp hér á landi því nýjasta plata peirra „Binaur-
al“ fer beint í annaö sæti. Þessartvær toþpplöt-
ur Britney og Pearl Jam seldust reyndar meira
samanlagt en næstu tíu plötur á eftir. Þess má
geta aö Pearl Jam er um þessar mundir á tón-
leikaferð um Evrópu og veróa meðal annars á
Hróarskelduhátíöinni í Danmörku.
ERLENDAE.
oooooo
Rafn Marteinsson,
viðskiptafræðingur, fjallar
um „Binaural“, nýjasta
geisladisk Pearl Jam.
★★★
Hrárri og ferskari
Pearl Jam
Rafn Marteinsson segir um söngvara Pearl Jam: „Eddie Vedder er eins
og góð vín, verður bara betri og betri með árunum.“
AÐ er gjarnan hátíð á heimili
undirritaðs þegar Pearl Jam
sendir frá sér nýtt efni. Sé lit-
ið yfir feril þessarar merku Seattle-
sveitar, sem brátt heldur upp á tíu
ára afmæli sitt, þarf það ekki að koma
á óvart. Spumingin er fyrirfram hins
vegar alltaf sú sama; skyldi maður
verða fyrir vonbrigðum í þetta sinn?
Hér er á ferðinni sjöunda hljóð-
versskífa Pearl Jam en auk þeirra
hafa komið út hljómleikaupptökur,
svona til að svala þorsta hörðustu að-
dáendanna. Nú síðast kom út „Live
on Two Legs“ sem innihélt upptökur
af tónleikaröð þeirra um Bandaríkin
síðari hluta árs 1998. Undirritaður
var einmitt viðstaddur hljómleika
sveitarinnar í Washington í septem-
ber það ár og var bergnuminn yfir
þeim ógnarkrafti sem liðsmenn náðu
að kalla fram á hljómleikunum. Pearl
Jam tefldi þá fram nýjum liðsmanni,
Matt Cameron, sem áður sat við
trommusettið hjá þeirri merku sveit
Soundgarden. Leysti hann af hólmi
Jack Irons sem treysti sér ekki í svo
langa hljómleikaferð af heilsufars-
ástæðum. Cameron þessi er án efa
einhver albesti trommuleikari sem
gengur laus og var eftirvæntingin
ekki síst að sjá hann að störfum með
sveitinni. Skemmst er frá því að segja
að hljómleikamir voru ógleymanleg-
ir, ekki síst fyrir snilli Camerons og
magnþrunginn söng Eddie Vedders.
Það var því ekki laust við að nokkurr-
ar eftirvæntingar gætti þegar undir-
ritaður fékk í hendurnar nýjustu af-
urð Vedders og félaga þar sem það lá
þá fyrir að Cameron sæi um trommu-
leik á henni.
„Binaural" hefur að geyma þrettán
lög og dreifast laga- og textasmíðar á
alla meðlimi, líkt og á síðustu plötu
sveitarinnar, „Yield“. Sem fyrr mæð-
ir þó mest á Vedder sjálfum en hann
er höfundur fimm laganna, en semur
auk þess eitt lag í félagi við þá Mike
McCready og Stone Gossard. Þá
semur hann texta við átta lög af þeim
þrettán sem diskurinn inniheldur.
Sem fyrr eru yrkisefnin tregablandin
en samt má greina að liðsmenn Pearl
Jam virðast sáttari við lífið og tilver-
una nú en oft áður. Má kannski segja
að þeir séu allt að því væmnir á köfl-
um, t.d.í „Light Years“, en þar yrkir
Vedder í minningu látins sálufélaga.
Það er ekki þar með sagt að þeir fé:
lagar séu í jólaskapi út í allt og alla. í
hinu blús-skotna „Rival“ veltir Goss-
ard íyrir sér hvötum þeim sem kunna
að hafa legið að baki voðaverkinu sem
tveir bandarískir menntaskólanem-
endur unnu á síðasta ári er þeir
myrtu tólf skólafélaga sína. Kald-
hæðnin er sem fyrr aldrei langt und-
an og í „Soon forget“ fjallar Vedder
um tilgang þess að eiga haug af seðl-
um ef maður er meðalmennskan upp-
máluð og hefur ekkert fram að færa.
„Binaural" byrjar með látum og
fyrstu þrjú lögin innihalda keyrslu-
rokk af bestu gerð. „BreakerfalT1
minnir á „Rearview Mirror" af 2.
plötu sveitarinnar, „Vs.“, og „God’s
Dice“ er í ætt við „Hail Hail“ af „No
Code“. Áðumefndur Matt Cameron
semur þriðja lagið, Evacuation, og
má þar finna skírskotun í tónlist
Soundgarden og jafnvel Police á sín-
um fyrstu árum. Næstu þrjú lög eru
öll í rólegri kantinum og sérlega vel
heppnuð. „Light Years“ og „Thin
Air“ eru einfaldar ballöður sem
meistari Vedder fer einstaklega vel
með. Pearl Jam hefur löngum haldið
þeirri hefð að velja óhefðbundin lög
til spilunar í útvarpi. Á því er engin
breyting hér. „Nothing as it seems“
er fyrsta smáskífan af Binaural, hálf
þunglyndislegt en afskaplega vel úr
gai’ði gert. Byrjar rólega en seiðandi
uppbygging heldur hlustandanum í
heljargreipum í rúmar fimm mínút-
ur.
„Insignificance“ og „Grievance"
eru númer sjö og níu á disknum. Eru
það jafnframt bestu lögin ásamt áð-
urnefndu „Light Years“. I þeim sýnir
Cameron virkilega hvílíkur afburða-
trommari hann er. Þegar hér er kom-
ið við sögu er hægt á ferðinni og eru
síðustu fjögur lögin í rólegri kantin-
um. í vel heppnuðu lokalagi, „Parting
Ways“, er boðið upp á sellóleik og
fleira góðgæti sem maður heyrir
vanalega ekki á plötum Pearl Jam.
Þeir nota fleiri hljóðfæri en áður og
þar af leiðandi enn ríkari ástæða til
að setja á sig heyrnartól og skrúfa vel
upp í hljómflutningstækjunum.
„BinauraT' býður að mörgu leyti
upp á hrárra rokk en oft áður hjá
Pearl Jam þó svo að hljómurinn sé ef
til vill mildari en á „Yield“ og „No
Code“. Miðað við þann ógnarkraft
sem þeir ná fram í fyrstu lögunum er
eiginlega synd að ekki varð framhald
á. Þá hefðum við getað fengið verk í
sama flokki og besta plata Pearl Jam
hingað til, Vs., sem kom út 1993.
Herslumuninn vantar upp á að þessu
sinni og því verða aðdáendur sveitar-
innar að bíða enn um sinn. Það ætti
hins vegar enginn að verða fyrir von-
brigðum því „Binaural" er vel heppn-
uð skífa og ætti að sóma sér vel
geisladiskasafninu við hliðina á fyrri
verkum Peai’l Jam. Matt Cameron
hefur komið með ferska strauma í
sveitina og nú er bara að vona að ekki
gerist þörf strax á að leita enn eina
ferðina að nýjum trommuleikara.
Eddie Vedder er eins og góð vín,
verður bara betri og betri með ár-
unum. Á „Binaural“ styrkh’ hann
stöðu sína enn frekar sem einhver
merkasti söngvari samtíðarinnar.
Það er reyndar kaldhæðnislegt að á
síðustu árum hafa sprottið upp
hljómsveitir á borð við Creed og
Godsmack sem gera út á að apa eftir
Vedder og félögum, með misgóðum
árangri, en selja síðan miklu fleiri
plötur. En það er önnur saga.
HATIÐ HARMONIKUNNAR
verður haldin í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima,
laugardagskvöldið 27. maí og hefst kl. 20.30
með tónleikum. Dansað frá kl. 22.30.
Nánar auglýst í Morgunblaðinu á laugardaginn.
flllir velkomnir.
Til sölu er BMW 320 i ‘97
Ekinn 93.000 km. Sá fegursti í
sínum flokki. Silfurgrár á
mögnuðum 17" álfelgum.
Tölvustýrð miðstöð, loftkæling,
þjófavörn, sími og þjónustubók.
Óaðfinnanlegt eintak!
Skipti á ódýrari.
Upplýsingar í síma 695 9682.