Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ ^8 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000_____ UMRÆÐAN SKOÐUN Flumbru- gangur eina ferðina enn MENGUNAR- SKATTAR í EYRÓPU? ÞAÐ ER kannski til of mikils mælst að ís- lensk stjómvöld taki ^jjpp önnur og skynsam- légri vinnubrögð í stór- iðjumálum en undan- farið en ósköp hefði það verið góð tilbreyting eftir allan flumbru- ganginn. Nú hefur eina ferðina enn verið skrif- að upp á yfirlýsingu um framkvæmdaáform við risaálver og stórvirkj- anir og enn birtast okk- ur dagsetningar: Upp- haf framkvæmda í ársbyrjun 2002, álver í rekstur 2006, jafnvel árinu fyrr. Fyrirvarar eru að vísu slegnir í nýju NORAL-yfirlýsing- _.unni, bæði hvort ráðist skuli í verk- efnið, um hugsanlegar tafir og heim- ild fyrir aðila að draga sig út úr verkefninu fyrir 1. febrúar 2002. Yf- irlýsingin er þannig eins og gatasigti, ef grannt er skoðað. Hún virðist gerð af pólitískri friðþægingarþörf og ætl- Stóriðja Ráðgert risaálver á Reyðarfírði, segír Hjör- leifur Guttormsson, væri að minni hyggju félagslega séð mikil hefndargjöf fyrir fjórðunginn. að að vera eins konar skjöldur fyrir framsóknarráðherrana til að bregða fyrir sig eftir allan loforðaflauminn. Það hefði hins vegar verið ráðlegt fyrir stjómvöld að spara sér þessa nýju spennitreyju sem sennilega á eftir að rifna um það leyti sem ár verður til næstu alþingiskosninga. 10* * Það sem þagað er yfir Skynsamlegt hefði verið af iðnað- arráðherra og öðrum NORAL-aðil- um að draga fram helstu óvissuatrið- in í þessu máli í stað þess að endurtaka nú eina ferðina enn tíma- sett gylliloforð um stórframkvæmd- ir. Á meðan ekki er fengin niðurstaða úr mati á umhverfisáhrifum þessara framkvæmda, bæði vegna álverk- smiðjunnar, Kárahnúkavirkjunar og svonefndrar Fljótsdalsveitu, em engar forsendur til að láta liggja að því að í þetta verkefni verði ráðist, hvað þá um útfærslu þess í einstök- um atriðum. Mat á umhverfísáhrifum felur meðal annars í sér að skoða verður *5ðra kosti til nýtingar umræddra landsvæða, þá ekki síst stofnun þjóð- garðs. Kárahnúkavirkjun og veitur henni tengdar myndu rista sundur víðemin norðan Vatnajökuls og fyrirliggjandi virkjunarhugmynd felur í sér að flytja eigi Jöklu (Jökulsá á Dal) yfir í Lagarfljót. Slíkur flutningur stór- fljóts milli vatnasviða á sér enga hlið- stæðu hérlendis. Halda menn í al- vöru að ákvörðun um slíkt geti legið fyrir að hálfu öðru ári liðnu? Umhverfisáhrif álverksmiðju Risaálver náði ekki gegnum mat á um- hverfisáhrifum á liðn- um vetri. Reyðarfjörður er einhver allra óheppileg- asti staður sem hægt er að finna fyrir slíka stór- iðju hérlendis. Af hálfu Veðurstofu íslands var sett stórt spurningar- merki við það hvort um- hverfi fjarðarins þyldi staðsetningu 240 þúsund tonna verk- smiðju, hvað þá stærra fyrirtækis. Álverksmiðja sem framleiddi 340 þúsund tonn myndi losa um 650 þús- und tonn af gróðurhúsalofttegundum sem þýðir hátt í fjórðungs aukningu á heiídarlosun hérlendis. Ekkert slíkt svigrúm er til staðar handa Is- landi samkvæmt Kyoto-bókuninni og fullkomin óvissa rödr enn um afdrif undanþágubeiðni íslenskra stjóm- valda. Skammsýn ráðstöfun orkulinda Hugmyndin um að binda 5.000 gígavattstundir af raforku í álverks- miðju til langs tíma ber vott um ótrú- lega skammsýni og er raunar í mót- sögn við yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar. Hér er á ferðinni svipað orkumagn og þyrfti til vetnisfram- leiðslu fyrir öll samgöngutæki lands- manna. Með áformunum um að knýja á næstunni fram ákvörðun um Kárahnúkavirkjun er iðnaðarráð- herra að gefa svonefndri Ramma- áætlun sem hann ber ábyrgð á langt nef. Með henni var meiningin að gera heildarútttekt á nýtingu og vemdun vatnsfalla og jarðhitasvæða landsins. Enginn getur tekið mark á þeirri vinnu stundinni lengur þegar sjálft stjórnvaldið sem ábyrgð ber á áætl- uninni hefur yfirlýst markmið henn- ar að engu. Samfélagsleg áhrif éheillavænleg Hvergi er í Noral-yfirlýsingunni minnst á samfélagsleg áhrif um- ræddra stórframkvæmda. Er það þó þáttur sem ekki er síður ástæða til fyrir Austfirðinga að hafa áhyggjur af en umhverfisröskuninni. Skipu- lagsstofnun benti sérstaklega á ófull- nægjandi athugun á þessum þætti í úrskurði sínum 10. desember 1999 um frekara mat á álverksmiðjunni. Ráðgert risaálver á Reyðarfirði væri að minni hyggju félagslega séð mikil hefndargjöf fyrir fjórðunginn, bæði það atvinnulíf sem fyrir er og það samfélag sem eftir á myndi snúast fyrst og fremst kringum eina álverksmiðju. Það er ótrúleg skammsýni sem í því birtist að ætla að binda framtíð fámenns landshluta við eitt risafyrir- tæki og síst af öllu greiði við komandi kynslóðir. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. NÝLEGA var undir- rituðum boðið að sitja þing evrópskra þing- mannasamtaka, EUF- ORES, en það eru sam- tök þingmanna frá einstökum þjóðlöndum Evrópu sem og þing- manna ESB. Þá sækja fundi samtakanna virtír vísindamenn af ýmsum sviðum ásamt fulltrúum samtaka er láta sig vist- væna orkugjafa varða. Margt athyglisvert kom fram á fundinum sem haldinn var í Madeira 11.-14. maí sl. Segja má að raddir um nýtingu vistvænna orkugjafa gerist æ háværari innan Evrópu. M.a. vegna þrýstíngs þessara samtaka ákvað ESB að nýting vistvænna orkugjafa innan ESB skyldi breytast úr 5% árið 1995 í 12% árið 2010. Til fróðleiks má geta þess að sama tala á íslandi er 67%. Á Madeirafundinum kom fram greinileg óþreyja þar sem mönnum fannst markmiðið nálgast fullhægt. Við því vildu menn bregðast með tvennum hættí. Annars vegar með því að ýta undir þróun á endumýjanleg- um orkugjöfúm og hins vegar með því að leggja á grimma mengunarskatta. Hvað er mengunarskattur? Með hugtakinu mengunarskattur eða grænn skattur er átt við að við verðlagningu orku sé tekið mið af heildaráhrifum orkunnar. Þannig er Ijóst að rafmagn framleitt úr kolum veldur miklu meiri og alvarlegri mengun en rafmagn t.d. framleitt með vatni eða jarðhita. Á ráðstefn- unni kom m.a. fram að við verðlagn- ingu á rafmagni úr kolum þyrfti að taka mið af umhverfisáhrifum, s.s. súru regni og eyðingu skóga, skemmdum á húsum, heilbrigðisþátt- um, s.s. öndunarsjúkdómum og öðr- um veikindum, félagslegum þáttum, s.s. minni framleiðni vegna sjúkdóma í atvinnulífi og áfram má telja. Á kvarðanum 1-10 voru kol sett með 10 en rafmagn úr smáum vatnsaflsvirkj- unum innan við 1. Að sumu leyti er hér um huglægt mat að ræða en ekki að öllu leytí því margt af umhverfis- og heilbrigðisþáttunum má meta til Qár. Um það snýst umræðan og kæmi mér ekki á óvart þó þing Evrópu- sambandsins muni innan fárra ára samþykkja að leggja græna skatta á alla orku. Það mun hafa mikil áhrif á efnahagslíf Evrópuþjóða. Þessi tónn kom m.a. fram í lokaályktun Madeira- ráðstefnunnar. Ástæður þessarar óþolinmæði má m.a. rekja til upplýsinga sem fram komu í erindi fúlltrúa Alþjóða orku- málastofnunarinnar. Þar var bent á að við óbreytt ástand yrði orkuþörfin 2020 65% meiri en hún var 1995 og þeirri þörf yrði mætt að langsamlega mestu leyti (95%) með olíu. Það hefði svo í för með sér um 70% aukningu á koldýoxíð-útblæstri í heiminum. Langþyngst í þessum tölum vegur hagvöxtur í Kína. Þessar staðreyndir vekja ugg meðal þingmanna og vís- indamanna í Evrópu. Ný tækni orðin markaðsvara Um leið og umræða um græna skatta verður æ háværari í Evrópu fleygir líka fram þróun á sviði vist- vænna orkugjafa. Þannig hafa Svíar, Austurríkismenn og Finnar gengið vasklega fram í framleiðslu á metani, bæði til að nýta á bíla og til rafmagns- framleiðslu. Þar er í rauninni um ná- kvæmlega sömu tækni að ræða og Soiya hefur innleitt hérlendis. Árið 1999 var fjárfest í heiminum fyrir 4 miUjónir Bandaríkjadollara vegna rafmagnsframleiðslu með vind- orku. Árið 1999 var fjárfest fyrir 6 milljarða króna í sólarorku og er þar orðinn góður markaður fyrir atvinnulífið. Bíla- framleiðendur og aðrir hafa fjárfest fyrir tugi milljarða króna á síð- ustu árum vegna efna- rafala og vetnistækni. Til gamans má geta þess að A1 Gore notar það sem slagorð í kosn- ingabaráttu sinni að á næstu 25 árum verði sprengihreyflum eytt úr bílvélum og vistvæn tækni leysi þá af hólmi. Þá er tugum milljóna varið til rannsókna á rafmagnsframleiðslu með annars vegar öldum og hins vegar sjávarfóll- um. Allt ber þetta vott um að þjóðir Evrópu eru að bregðast við hinni hörðu kröfu um bætt umhverfi og minni útblástur vegna orkufram- leiðslu. Við þær aðstæður er varið há- um fjárhæðum til rannsókna, sumar þeirra eru nú að verða fullgild mark- aðsvara miðað við þær aðstæður sem Vistvænir orkugjafar, segir Hjálmar Arnason, eru að verða stöðugt verðmætari fyrir al- þjóðasamfélagið. skapast hafa. Hugmyndir um meng- unarskatta ýta enn frekar á þessa þróun. Staðan á íslandi Styrkur okkar íslendinga hefur verið sá að hafa góðan aðgang að vist- vænum orkugjöfum, þ.e. vatnsafli og jarðvarma. Fyrir vikið höfum við ör- lítíð sofið á verðinum og ekki leitað svo mjög fanga á öðrum sviðum enda ekkd talið þess þörf. Á þessu er þó að verða breyting því Ijóst má vera að vatnsafl okkar er ekki óendanleg auð- lind. Eg leyfi mér að benda á nokkur atriði í þróuninni hérlendis: Metangas. Undir forystu Ögmund- ar Einarssonar, framkvæmdastjóra Sorpu, hefur verið gripið til þess ráðs að urða sorp og nýta eiturgasið á hag- kvæman og vistvænan hátt. Er það gert með annars vegar því að fram- leiða raímagn og hins vegar notað sem orkugjafi á bfla. Þannig munu 20 metangasknúnir bflar standa á hafn- arbakkanum og bíða þess að búnaður Sorpu verði formlega vígður. Þetta samsvarar því að Bandaríkjamenn tækju á einu brettí í notkun 20.000 metangasbfla. Samkvæmt mínum upplýsingum geta flest sveitarfélög á Islandi tekið upp sambærilega aðferð við urðun sorps og slegið þar margar flugur í einu höggi. Mikil auðlind og vannýtt er fólgin í úrgangi húsdýra. Það er bæði skömm og smán að svína- og hænsnaskítur skuli að stórum hluta lenda í sjónum í stað þess að verða nýttur til uppgræðslu eða til framleiðslu á metangasi sem aftur má nýta til raforkuframleiðslu. Ástæða er til að leggja vinnu í þann þátt. Vindorka. Vindurinn er sannarlega vannýtt en mikil auðlind á íslandi. Stofnað hefur verið félagið Vindorka ehf. sem stefnir að því að nýta vind- orku til rafmagnsframleiðslu á Suður- landi og í Vestmannaeyjum. Þá vinn- ur Níels hjá DNG að athyglisverðum nýjungum með vindmyllur. Vindur- inn er sannarlega vannýtt auðlind. Öldur og sjávarfóll. Á Nýfundna- landi og í Israel eru sjávaríoll virkjuð til rafmagnsframleiðslu. Á írlandi fer fram tilraun til raforkuframleiðslu úr öldum. Yfirvöld á Madeira hyggjast nýta öldugang til rafmagnsfram- leiðslu. Af báðum þessum auðlindum eiga Islendingar örugglega nóg. Hver Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Hjálmar Ámason þekkir ekki brimið við íslandsstrend- ur og sjávarfóllin t.d. á Breiðafirði. Þar er sannarlega mikil orka. Vetni'. Stofnað hefur verið félagið Nýorka í samstarfi við alþjóðlega risa um að innleiða á íslandi, fyrstu þjóð- ríkja, vetni og efnarafala sem orku- bera fyrir bfla og skip. íslendingar geta verið forysturíki í veröldinni á þessu sviði. Minna má á að 2/3 út- blásturs íslendinga koma frá skipum og bflum. Rafmagnsbændur. Til athugunar er nú að auka nýtingu lítilla vatns- falla. Víða á Islandi hafa menn virkjað bæjarlækina til þess að framleiða raf- orku fyrir sjálfa sig og aðra. Á vegum iðnaðarráðuneytisins er unnið að stefnumótun varðandi raforkubænd- ur. Þar er sannarlega vannýtt auðlind sem bæjarlækimir eru. Með virkjun heimarafstöðva skapast möguleikar á spamaði fyrir bóndann en ekki síður opnast nýir möguleikar á nýjum starfsgreinum í tengslum við ódýra orku. Hæpið má telja að sólarorka verði í verulegu mæli orkugjafi hérlendis þó ekki sé útilokað að sú tækni nýtist t.d. í sumarbústöðum. Af framansögðu má sjá að íslend- ingar standa mjög framarlega og eiga mikil sóknarfæri hvað varðar vist- væna orkugjafa. Slfltír orkugjafar em að verða stöðugt verðmætari fyrir al- þjóðasamfélagið. Með mengunar- sköttum í Evrópu munu þau verð- mætí aukast enn frekar. íslendingar hafa forystu hvað varðar nýtingu hinna vistvænu orkugjafa og eiga að auka það forskot enn frekar enda réttur tímapunktur til þess um þessar mundir. Til þess þarf pólitískan vilja og til þess þarf metnað atvinnulífsins en hér kann að vera eftir mjög miklu að slægjast þar sem umhverfismál reka þjóðir heims nú til að hasla sér völl með nýrri tækni í orkufram- leiðslu. Þar er um miklar fjárhæðir að ræða og mikil sóknarfæri fyrir ís- lenskt atvinnulíf og íslenskt við- skiptalíf. Byggðavæn aðgerð Á ráðstefnunni í Madeira kom fram að margir kostir fylgja því að nýta endumýjanlega orku í meira mæli en verið hefur. I fyrsta lagi er um að ræða mikið umhverfismál og endur- nýjanlegir orkugjafar em ein leið til þess að draga úr útblæstri í veröld- inni. í öðra lagi er hér um efnahags- legan ávinning að ræða. Á Madeira- ráðstefnunni ræddu menn ítrekað um mikilvægi þess að efla sjálfstæði þjóða með sjálfbærri orkunotkun. Þarf ekki annað en að vísa til þeirra sveiflna sem verða í efnahagslífi Vest- urlanda þegar ófriður skapast innan OPEC-ríkjanna. Að því kemur að eft- irspum eftir olíu verður mun meiri en framboðið með þeim afleiðingum að verð rýkur upp úr öllu valdi og hefur þung áhrif á efnahagslífið. Þessi rök verða stöðugt mikilvægari í umræðu um orkumái austan hafs og vestan. Endumýjanlegir orkugjafar styrkja byggðir landsins. Svo fullyrða sérfræðingar og benda til reynslunn- ar frá Evrópu. Þannig era hinir vist- vænu orkuframleiðendur yfirleitt smærri í sniðum og sveigjanlegri og dreifast um byggðir lands. í Austur- rfld og Finnlandi er t.d. náið samstarf milli landbúnaðarráðuneytis, um- hverfisráðuneytis og iðnaðarráðu- neytis um framleiðslu á metangasi. Það hefur styrkt byggðir landanna og skapað þar störf. I Bretlandi er talað um að 10 þúsund störf muni fylgja áætlunum um vindmyllur til ársins 2010. Benda má á að gangi áætlanir um raforkubændur eftir munu marg- ar byggðir landsins eygja möguleika á því að skapa eigin orku og laða tíl sín störf í tengslum við nýtingu orkunn- ar, s.s. með léttum iðnaði og öðra slíku. Madeiraráðstefnan spái ég að muni marka ákveðin tímamót og sé upphaf þeirrar stefnumörkunar sem ESB muni grípa til áður en langt um líður og leggja á græna skatta til þess að hraða viðbrögðum atvinnulífs og þjóða heimsins við að draga úr út- blæstri og nýta þá möguleika sem sannarlega era fyrir hendi hvað varð- ar vistvæna orkugjafa. Höfundur er formaður iðnaðar- nefndar Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.