Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 37
LISTIR
Burtfararprof
í Smára
INGIBJÖRG Al-
dís Ólafsdóttir
sópransöngkona
og Ólafur Vignir
Albertsson
píanóleikari
halda einsöngs-
tónleika í Tón-
leikasal Söng-
skólans, Smára
v. Veghúsastíg,
sunnudaginn 28.
maí nk. kl. 17. Tónleikarnir eru
lokaáfangi burtfararprófs Ingi-
bjargar frá Söngskólanum í
Reykjavík.
A efnisskránni eru íslensk ein-
söngslög eftir Sigvalda Kaldalóns,
Þórarin Guðmundsson og Jón Þór-
arinsson, erlendir Ijóðasöngvar,
m.a. Wesendonkljóðin eftir Wagn-
er og tónles og aríur úr Brúðkaupi
Plexigler
á Hlemmi
BJARNI Sigurbjörnsson opnar sýn-
inguna „Dyr að skugga vatns“ í gall-
eri@hlemmur.is, á morgun, laugar-
dag,kl. 17.
Bjami vinnur með vatn og olíu á
plexigler og segir i fréttatilkynningu
að myndirnar birtist eins og botnfall
lífrænna efna. Liturinn sé sem
skuggi vatns sem dregur fram mynd-
ina. Bjami útskrifaðist með MFA
gráðu í listmálun frá San Francisco
Art Institute árið 1996. Hann hefur
haldið fjölmargar einkasýningar auk
samsýninga, bæði hér heima og er-
lendis. Bjami hlaut starfslaun lista-
manna í mars á þessu ári.
Figaros eftir Mozart, Seldu brúð-
inni eftir Smetana og Manon
Lescaut eftir Puccini.
Ingibjörg Aldís hóf söngnám við
Söngskólann í Reykjavík árið
1994. Hún hefur frá upphafí verið
nemandi Ólafar Kolbrúnar Harð-
ardóttur en jafnframt notið leið-
sagnar píanóleikaranna Kolbrúnar
Sæmundsdóttur og Ólafs Vignis
Albertssonar. Jafnframt náminu
við skólann hefur hún sótt nám-
skeið hjá Martin Isepp og André
Orlowitz.
Ingibjörg hefur víða komið fram
sem einsöngvari og tekið virkan
þátt í Nemendaóperu Söngskólans.
Ólafur Vignir Albertsson er kenn-
ari við Söngskólann í Reykjavík.
SAMEIGIN-
LEG
DAGSKRÁ
Föstudagur 26. maí
Borgarleikhúsið. Kl. 20.
San Francisco ballettinn -
Svanavatnið
Einn virtasti ballettflokkur
heimsins sýnir Svanavatnið
undir stjórn Helga Tómasson-
ar. Sýningarnar verða fímm en
uppselt er á þær allar.
Koma San Francisco ball-
ettsins er samstarfsverkefni
Menningarborgar og Listahá-
tíðar í Reykjavík.
www.listir.is
www.reykjavik2000.is
wap.olis.is
Menningarvefur á Vestfjörðum
VESTFIRSKUR ferðaþjónustu- og
menningarvefur verður opnaður á
morgun, laugardag, á slóðinni:
www.akademia.is/vestfirdir. Vefur-
inn verður opnaður með viðhöfn kl.
17:30 á Málþingi um sérkenni Vest-
firðinga sem haldið er í Bolungar-
vík;
Á Vestfjarðavefnum er að finna
upplýsingar og fróðleik fyrir þá sem
stefna að ferðalagi um fjórðunginn
og aðra áhugamenn um útivist,
menningararf og mannlíf í fjórðung-
num. A hluta vefjarins er lifandi
fróðleikur sem er uppfærður reglu-
lega, nýjustu fréttir af ferðamálum,
upplýsingar um afþreyingu og upp-
ákomur sem á döfinni eru, auk
smásýninga og umfjöllunar um
menningu og listir.
Vefurinn er fjórskiptm- eftir
sýslumerkjunum gömlu, en auk
þess er sérstakur kafli um Horn-
strandir og Jökulfirði. Innan hverr-
ar sýslu er að finna upplýsingar um
alla ferðaþjónustuaðila, kauptún og
sveitarfélög. Einnig er margvísleg-
ur fróðleikur um athyglisverða
staði, höfðingja og skáld, kirkjur og
minjar, gönguleiðir og útivist. Vest-
fjarðavefurinn er samstarfsverkefni
Átvinnuþróunarfélags Vestfjarða og
Sögusmiðjunnar, fyrirtækis sem
sérhæfir sig í verkefnum á sviði
menningartengdrar ferðaþjónustu,
þjóðfræði og sögu.
Hercedes-Bem A-lfna fer tíl htppins koupanda Hitle heimilistMkis.
Miele
:”3'XX)
Mercedes-Benz
i.i rr''.
í tilefni af 100 ára
afmæli Miele hafa Eirvík
og Miele ákveðið að efna tiL
happadrættis. í verðlaun er
hinn glæsilegi Mercedes-
Benz A-lína frá Ræsi.
EIRVÍK,
Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavik - Sími 588 0200 - www.eirvik.is
Mftelé
uppþvottavélin
einstök hnífaparagrind efst í vélinni.
hljó>látari en flú hef>ir flora> a> vona.
afkastar 20% meira en sambærilegar vélar.
a n
Bttele
Fréttir á Netinu
/j/mbl.is
Rýmingarsala
Decor og Boró fyrir tvo eru að sameinast og okkur vantar pláss.
Pess vegna hefst rýmingarsala í báðum búðunum í dag.
AJIt aó 70% afsláttur
á gjafavöru og húsgögnum
Decor
Skólavöröustíg 12
Sími: 551 -81 10
Rýmingarsala: 26. maí - 7. júní
Boró fyrir tvo
Kringlunni
Símí: 568-2221
Rýmingarsala: 26. - 29. mai
(opiöá sunnudag 13-17)