Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 52
.52 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÓLAFUR
JÓNSSON
+ Ólafur Jónsson
fæddist í Reykja-
vík 10. ágúst 1921.
Hann lést á Land-
spítalanum í Reylq'a-
vík að morgni sunnu-
dags 21. mai
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru þau
Margrét Jóna Jóns-
dóttir húsfreyja, f. 4.
september 1898 f
Reykjavík, d. 1. júlí
1976, og Jón Magnús-
son skipstjóri, f. 11.
júní 1895 á Hvaleyri
við Hafnarfjörð.
Hann fórst með togaranum
Fieldmarshal Robertson í Hala-
veðrinu mikla 7.-8. febrúar 1925.
Seinni maður Margrétar og fóstur-
faðir Ólafs var Gísli Jónasson
skólastjóri, f. 22. desember 1891, d.
ll.október 1967.
Systkini hans voru Guðlaug
Lára, f. 10. júli 1920, d. 3. mai 1982;
Jón Pétur, f. 21. ágúst 1922, d. 10.
júní 1992 og Áslaug, f. 20. ágúst
1925, d. 14. febrúar 1960. Hálfbróð-
ir þeirra var Jónas, sonur Gfsla og
Margrétar, f. 23. nóvember 1926, d.
18. nóvember 1998.
Eftirlifandi eigin-
kona Ólafs er Bima J.
Benjamínsdóttir, f. 12.
ágúst 1927. Þau gift-
ust 1. desember 1945
og eignuðust íjögur
böm. Þau em: 1) Gyða
Jónína, framkvæmda-
stjóri, f. 1. febrúar
1946. Hennar sonur er
Baldur Eyþór Eyþórs-
son. 2) Margrét,
sjúkraliði, f. 28. febr-
úar 1948, gift Jóni
Þorgrímssyni, renni-
smiði. Þeirra börn em
Ólafur, Björg og Þorgrúnur.
Bamabömin era þijú. 3) Birna,
starfsmaður Flugleiða í Stokk-
hólmi, f. 6. desember 1953, gift
Lars Nyström, lögreglumanni.
Dætur Birnu eru Birna Gyða Ás-
mundsdóttir og Tora Lína Brá. 4)
Jón Ólafur, arkftekt, f. 9. júní 1958,
kvæntur Önnu Sigríði Jónsdóttur,
iðjuþjálfa. Þeirra böm em Ólafur
og Stella Sif.
Ólafur lærði málaraiðn hjá Os-
valdi og Damel í Reykjavík og fékk
meistarabréf 1947. Árið 1944
stofnaði Ólafur málarafyrirtækið
Hörður og Kjartan hf. ásamt félög-
um sfnum, þeim Herði Jóhannes-
syni, Kjartani Kjartanssyni og
Hauki Hallgrfmssyni. Ólafur var
framkvæmdasljóri fyrirtækisins í
40 ár. Meðfram störfum hjá fyrir-
tækinu kenndi hann um skeið við
Iðnskólann í Reykjavík og starfaði
við Húsamat Reykjavíkur. Þá var
hann um árabil prófdómari við Iðn-
skólann og f skólanefnd hans.
Ólafur tók mikinn þátt í félags-
störfum. Hann gegndi formennsku
í Málarameistarafélagi Reykjavík-
ur um árabil og var formaður Sam-
taka norrænna málarameistara.
Hann átti sæti í stjórn Meistara-
sambands byggingarmanna,
Landssambands iðnaðarmanna og
Iðnaðarmannafélagsins í Reykja-
vík. Ólafúr var varafulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins f borgarsljóm
Reykjavíkur 1970-1974 og í stjórn
Innkaupastofnunar Reykjavíkur-
borgar í 20 ár. Hann var félagi í
Rótarýklúbbi Reykjavíkur og
starfaði um áratugaskeið með Odd-
fellowhreyfingunni á Islandi.
Ólafur var heiðursfélagi í
MMFR, sæmdur heiðursmerki
Landssambands iðnaðarmanna og
allra norrænu málarameistarafé-
laganna.
Útför Ólafs fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
,^Ail, af hverju má ég ekki líka fara
að heimsækja langafa á spítalann?"
spurði fjögurra ára dóttursonur
minn mig, þegar ég passaði hann og
systur hans á meðan foreldrar þeirra
fóru að heimsækja afa Óla og kveðja
hann. Eg svaraði eitthvað á þá leið að
svona lítil börn gætu ekki farið þegar
afi væri svona mikið veikur. „Þá ætla
ég að hringja í langömmu á morgun
og biðja hana að lofa mér að fara þeg-
ar honum er batnað,“ svaraði hann.
Hveiju á að svara þegar börnin eru
svona einlæg? Það á að segja þeim
satt.
Þannig kom Óli að minnsta kosti
fram við mig, einlægur og sagði mér
alltaf satt.
Það var þá þegar ég horfði á lífið
og framtíðina fyrir framan mig og
hugsaði til Óla á Landspítalanum, að
berjast fyrir sínu lífi, af æðruleysi og
baráttuvilja sem einkenndi hann allt
hans líf, að ég gerði mér grein fyrir
því að Óli væri að tapa. Þá var mér
öllum lokið og ég var feginn að vera á
þessum stað, einn með lífinu fram-
undan. Ég hélt að Óli gæti ekki tap-
að.
Við vorum ung og óreynd þegar
' við Maddý kynntumst fyrir 30 og
eitthvað árum, bara sextán. Þegar ég
kom í fjölskyldu Óla og Bimu var
mér strax vel tekið af þeim og syst-
kinum Maddýjar. Þá stóð ekki betur
á en svo að Óli lá veikur af þeim sjúk-
dómi sem hann barðist við það sem
eftir var af ævi hans. Nokkrum dög-
um seinna var hann staðinn upp og
farinn að vinna aftur. Þannig var allt
hans líf; hann stóð alltaf upp aftur.
Ég bar óttablandna virðingu fyrir
þessum manni sem síðar þróaðist í
einlæga vináttu.
Hann var alltaf til staðar, raun-
góður, greiðvikinn og hjálpsamur.
Oli og Birna stóðu þétt saman um
sína fjölskyldu, sem var og er þeim
■■ allt, og vom ákaflega frændrækin.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró-og greiðslukortaþjónusta
Það er margs að minnast sem ég
er þakklátur fyrir.
Þetta átti aldrei að verða æviágrip
eða farið yfir hans langa starfsferil,
það eru aðrir færari til þess en ég.
Þetta á bara að vera stutt kveðja frá
mér Óli minn, með þakklæti fyrir
samferðina. Ég mun sakna þín inni-
lega.
Þú sagðir skömmu áður en þú
fórst: „Nú er nóg komið.“ Og þegar
þú kvaddir Óli minn, sunnudags-
morguninn 21. maí, var uppstytta í
suðvestanáttinni, skýjaklakkar í
suðri og vestri en bjart yfir borginni
og regnboginn skein fallega í sólinni.
Eg hef þá trú að þú hafir farið eftir
honum til himna og þar hafi amma
Margrét, systkini þín og vinurinn
Haukur tekið á móti þér.
Elsku Bima mín, ég bið guð að
styrkja þig í þessari miklu sorg og
missi, sem og alla fjölskylduna.
Jón Þorgrímsson.
Elsku Óli. Mig langar að þakka
fyrir öll árin sem ég fékk að njóta
þess að eiga þig að með allri þinni
íjúfmennsku og hjálpsemi sem ein-
kenndi þig alla tíð. Þið Bima hafið
alltaf átt stóran þátt í lífi okkar og
verið okkur til halds og trausts um
leið og þið hafið verið sem okkar
bestu vinir og félagar. Við munum
sakna þín innilega en eigum
skemmtilegar og góðar minningar til
að ylja okkur við um ókomna framtíð.
Guð varðveiti þig og veiti Bimu og
okkur hinum styrk í þeim söknuði og
sorg sem nú hvílir á okkur.
Þín tengdadóttir,
Anna S. Jónsdóttir.
Þá er elskulegur afi minn, Ólafur
Jónsson málarameistari, fallinn frá
eftir erfið veikindi, á sjötugasta og
níunda aldursári. Ég kveð þig með
söknuði því að ekki er sjötíu og átta
ár hár aldur og hafði maður vonast
eftir að eiga með þér mörg ár í viðbót
en svona er nú lífið það skiptast á
skin og skúrir og getur maður engu
þar um ráðið. Mig langar til að minn-
ast afa Óla í nokkmm orðum.
Margar minningar eru tengdar
afa, allt frá því að vera smápjakkur
að koma í gistingu til ömmu og afa í
Mávahlíðina og seinna í Brautarland-
ið, öll sumrin sem ég vann hjá honum
í málningunni, stundirnar sem við
áttum saman yfir kaffibolla í eldhús-
inu heima hjá þeim spjallandi um allt
milli himins og jarðar og til þeirrar
stundar er ég stoltur sýndi þeim afa
og ömmu nýjasta barnabamabamið.
Af mörgu er að taka þegar ég
minnist afa. Hann var ákaflega
skemmtilegur maður, léttlyndur og
hress, svolítið stríðinn stundum og
var aldrei langt í góðlátlegt grín.
Umfram allt var hann góður, áreið-
anlegur og traustur, kletturinn eins
og amma kallaði hann og virðulegur
allt fram á síðustu stundu. Ég minn-
ist ferðanna niður að Tjörn á sunnu-
dögum til að gefa öndunum og sund-
ferðanna í Sundhöllina en þetta
gerðum við stundum er hann hafði
heilsu til.
Afi rak ásamt félaga sínum Hauki
Hallgrímssyni málarafyrirtækið
Hörður & Kjartan h/f í ein 40 ár, og
vann ég hjá afa á sumrin allt frá ár-
inu 1982 til 1994 er þeir lögðu niður
fyrirtækið. Að vinna hjá afa gaf mér
ómetanlega reynslu í faginu og gríp
ég oft til pensilsins til að ná í smá-
aukapening.
Ein af skemmtilegustu minning-
um sem ég á af afa Öla er þegar að
þeir feðgar afi og Jónsi frændi komu
í heimsókn til mín til New York-
borgar vorið 1993 þar sem ég var við
nám. Þetta var hálfgerð pílagríms-
ferð fyrir arkitektinn Jónsa sem
teymdi okkur afa upp og niður Man-
hattan með nefið upp í loft í einlægri
aðdáun á fjölbreyttum arkitektúr
borgarinnar, en við afi vorum meira
með augun opin fyrir heppilegum án-
ingarstöðum þar sem afi gat hvílt
þreytta fætur og við dreypt á einum
og einum gin og tonic, „g og t tími“
sagði hann þegar hann var farinn að
verða lúinn. Mikið skemmtum við
okkur vel og dáðumst við Jónsi oft að
krafti afa sem alltaf var vaknaður
fyrir allar aldir og tilbúinn í slaginn.
Ég held að afi hafi fengið afskaplega
mikið út úr þessari ferð og sérstak-
lega hafði hann gaman að því að sjá
Waldorf Astoria-hótelið en hann
hafði sagt manni margar sögur af
vini sínum Kristjáni Einarssyni sem
hafði tekið þátt í byggingu þess og
var hann mjög ánægður með að ná
einum„gogt“þar.
Síðustu áramót eru mér mjög
minnisstæð, afi var þá orðinn nokkuð
lasinn og efuðumst við um að hann
gæti verið á fótum um kvöldið en
gamli krafturinn var enn til staðar þó
að hann treysti sér ekki til að fara út.
Um miðnættið þegar allt ætlaði um
koll að keyra stóðu þau saman hlið
við hlið í eldhúsglugganum afi og
dóttir mín Elín Margrét, sem þótti
nóg um öll lætin, og fylgdust með
okkur hinum fara hamíorum í
sprengingunum, hún að eigin sögn að
passa langafa sinn.
Elsku afi, mikið á ég eftir að sakna
stuðnings þíns en allt frá því að ég
man eftir mér og fram á síðustu
stundu gat ég leitað til þín og fengið
ráðleggingar um flest það sem lá mér
á hjarta. Sá stuðningur og áhugi sem
þú sýndir mér og því sem ég tók mér
fyrir hendur er ómetanlegur, þú
varst alltaf til staðar fyrir mig. Þú ert
búinn að vera stór partur af mínu lífi
og á ég eftir að sakna þín mikið en
minningamar um þig eiga eftir að
fylgja mér inn í framtíðina og reyni
ég að hugga mig við að þér líður bet-
ur núna eftir erfið veikindi síðustu
mánuði.
Elsku amma, þið afi hafið alltaf
verið miðdepill fjölskyldunnar og
heimili ykkar staðið okkur öllum allt-
af opið, þið áttuð saman rúmlega
fimmtíu farsæl og góð ár, en nú hefur
skarð myndast í fjölskylduna sem
aldrei verður fyllt. Ég vona að guð
gefi þér styrk til að horfa björtum
augum fram á við og láta minninguna
um afa lifa.
Ólafur Jónsson.
Elsku afi minn.
Þegar mamma hringdi í okkur
þennan sunnudagsmorgun til þess að
tilkynna að þú værir dáinn var eins
og allt stæði í stað. Ég átti bágt með
að skilja þessar fréttir þar sem þú
hefur ávallt verið mér svo eilífur,
einn af þeim sem alltaf eru til, sem
alltaf lifa. En svona er þetta nú víst,
einn kemur og annar fer.
En ég er svo lánsöm að eiga í huga
mér hafsjó af hjartfólgnum minning-
um um þig, allt frá því að vera lítil
stelpa með afa niðrá tjörn að gefa
öndunum brauð til dagsins í dag sem
ég horfi á afa leika við bömin mín.
Eg vil þakka þér, afi minn, því á tím-
um sem þessum eru minningamar
gjöf þín til mín, þar sem eina hugg-
unin felst í því að láta minningamar
umfaðma sig þeirri hlýju sem þú átt-
ir svo mikið af og leiða mig með þér
inn í eilífðina.
Hvíl í friði.
Þín
Björg.
Elsku góði afi minn. Núna líður
þér vel því þú ert í himnaríki. Ég veit
að þú ert vemdarengillinn okkar og
þú passar okkur. Ég ætla að muna
allar góðu minningamar um þig eins
og þegar ég gisti hjá ykkur ömmu og
þú hraust svo hátt en samt svo nota-
lega og þegar þú sagðir alltaf:
„Bingó!“ þegar þú varst glaður. Ég
sakna þín svo en veit að nú ert þú hjá
mömmu þinni og pabba og þér er al-
veg batnað. Guð geymi þig og varð-
veiti þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Vertu sæll, elsku afi minn.
Þín
StellaSif.
Ég sá þig ungan með létta lund
oglipurðíhveijuspori.
Mín systir og þú hélduð fagnaðarfund
áfdgruogiönguvori.
Ég sá þig eldri með létta lund
og leiftur í báðum augum.
Þið hjónin áttuð stjambjarta stund
með sterkum ástartaugum.
Ég sá þig alltaf með létta lund
og ljúfan í hverju spori.
Nú ertu horfmn á frelsarans fund
áfógruíslenskuvori.
Lúðvíg Thorberg.
Kveðja frá Samtökum
iðnaðarins
Vöxtur og viðgangur íslensks iðn-
aðar á þessari öld hefur átt allt sitt
undir framsýnum og dugmiklum ein-
staklingum. Það eru ekki endilega
aðstæðumar sem skapa mennina,
heldur miklu fremur mennimir sem
skapa aðstæðumar. Ólafur Jónsson,
málarameistari, var einn þessara
manna.
Það er ekki ætlunin að rekja hér
lífshlaup eða athafnir Ólafs, heldur
fyrst og fremst þakka ómetanlegt
framlag hans í þágu iðnaðarins.
Um árabil sat Ölafur í stjóm Hús-
félags iðnaðarins á þeim tíma sem
verið var að koma Húsi iðnaðarins á
Hallveigarstíg í endanlegt horf.
Aldrei var bilbug að finna á þeim fé-
lögum sem að því stóðu þótt verkið
væri stórt og fjármagn oft lítið.
Þama komu eðliskostir Ólafs skýrt í
Ijós, marksækni og úthald.
Um það leyti sem Samtök iðnaðar-
ins tóku fyrstu sporin árið 1994 var
Ólafur formaður Málarameistarafé-
lags Reykjavíkur og var þetta í
þriðja sinn sem hann valdist til þess-
ara trúnaðarstarfa. Að mínu áliti var
það gæfuspor bæði fyrir Málara-
meistarafélagið og Samtökin að Ólaf-
ur, með alla sína reynslu og þekkingu
í iðnaðinum, var í fomstu félags síns
á þessum ámm. Hann var þá einnig í
fomstu Meistarasambands bygg-
ingamanna og Landssambands iðn-
aðarmanna. Þegar til stóð að sam-
eina allan iðnaðinn í Samtök
iðnaðarins áttaði Ólafur sig fljótt á
því að þannig mætti auðvelda alla
starfsemina með auknum slagkrafti
og um leið minni kostnaði fyrir iðnað-
inn í heild. Hann gerðist því öflugur
talsmaður þessarar sameiningar sem
hafði mikil áhrif á niðurstöðuna.
Um það var rætt að félagslíf Mál-
arameistarafélagsins hefði lifnað við
m.a. vegna þess að Ólafur sýndi sín-
um mönnum að þeir höfðu margt að
sækja til Samtaka iðnaðarins. Það
vom t.d. ófáir fundimir sem starfs-
menn Samtakanna áttu með málara-
meistumm undir handleiðslu Ólafs
þar sem farið var yfir byggingarlög-
gjöf, réttindamál og menntamál.
Með stjórnarháttum sínum lagði
Ólafur gmnninn að traustri sam-
vinnu Málarameistarafélagsins og
Samtakanna, samvinnu sem um
margt er til fyrirmyndar í iðnaðin-
um. Fyrir þetta framtak Ólafs ber að
þakka.
Frú Birnu J. Benjamínsdóttur og
afkomendum sendi ég samúðar-
kveðjur.
Vilmundur Jósefsson, for-
maður Samtaka iðnaðarins.
Kveðja frá Málarameistara-
félagi Reykjavíkur
Glæsilegur fulltrúi háleitra hug-
sjóna er fallinn, forsjár Ólafs Jóns-
sonar, sem í huga okkar hefur verið
óaðskiljanlegur hluti Málarameist-
arafélags Reykjavíkur, nýtur ekki
lengur við. Hann var mikill félags-
málamaður, eldhugi um framfarir
vöxt og viðgang málarafagsins og
hafði metnað fyrir faglegum og fé-
lagslegum vinnubrögðum. Ólafur
hafði kjark til að koma skoðunum
sínum á framfæri og fylgja þeim eft-
ir, það var engin lognmolla þar sem
hann var.
Hans verður sárt saknað.
Ólafur gegndi fjölmörgum trúnað-
arstörfum fyrir félag sitt, var for-
maður MMÉR til fjölda ára, formað-
ur samtaka norrænna málara-
meistara um árabil. Ólafur hlaut
fjölda vinnukenninga, hann var gerð-
ur að heiðursfélaga MMFR 1982,
sæmdur heiðursmerki Landssam-
bands iðnaðarmanna, heiðursmerki
sænskra, finnskra, norskra og
danskra málarameistara.
Hvar sem þau hjón Birna og Ólaf-
ur komu fram fyrir hönd félagsins
heima eða erlendis var eftir þeim
tekið fyrir fágaða framkomu og
reisn.
Um leið og við í Málarameistarafé-
lagi Reykjavíkur þökkum samfylgd-
ina vottum við aðstendendum, okkar
dýpstu samúð.
Fh. MMFR,
Aðalsteinn Ingi Aðalsteinsson.
Okkur langar í fáum orðum að
minnast vinar okkar og nágranna,
Ólafs Jónssonar, sem við vorum svo
lánsöm að kynnast þegar við fluttum
í Brautarlandið fyiir tæpum þrem
árum. Margs er að minnast en ÓIi
var einstakur maður, svo raungóður
og hlýr. Hann hafði svo góða nær-
veru. Það var oft sem við leituðum
ráða hjá honum en Óli var mál-
arameistari og þar var ekki komið að
tómum kofúnum. Minnisstæðar eru
stundirnar okkar í garðinum þar sem
við spjölluðum saman og áramótin
úti á stétt með allri fjölskyldunni.
Það er komið að kveðjustund en
hlýjar minningar um Óla munu lifa í
hjarta okkar.
Elsku Bimu, fjölskyldu og öðram
ástvinum sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ólafs Jónsson-
ar.
Hermann og Sigrún.