Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 33
ERLENT
Fulltrúadeild Bandarikjaþings samþykkti að taka upp eðlileg viðskiptatengsl við Kína
Kínamarkaður opnaður
bandarískum fyrirtækjum
Kínversk stjórnvöld segja ákvörð-
unina skynsamlega en gagnrýna
harðlega ákvæði um eftirlit með
ástandi mannréttindamála
Washington, Peking. AP, AFP, Reuters.
AP
Kínverskur verkamaður í Peking. Viðskiptasamningurinn við Banda-
ríkin og væntanleg aðild að Heimsviðskiptastofnuninni munu hafa mikl-
ar breytingar í för með sér í kínversku þjóðlífi. Flóttinn úr sveitum til
borganna mun aukast og milljónir manna munu missa vinnuna hjá ríkis-
fyrirtækjum, sem haldið er gangandi með opinberu fé. A móti munu
mörg ný störf verða til er kínversku fyrirtækin verða orðin fullgildir
þátttakendur á heimsmarkaði.
FULLTRUADEILD Bandan'kja-
þings samþykkti í fyrrakvöld að koma
á eðlilegum viðskiptatengslum við
Kína og með meiri mun en búist hafði
veríð við. Er niðurstaðan mikill sigur
fyrir Bill Clinton forseta, jafnvel þótt
atkvæðagreiðslan hafi ekki farið eftir
flokkslínum, en mestur er fögnuður-
inn í bandarísku atvinnulífi, allt frá
landbúnaði til hátæknifyrirtækja. Að
sama skapi er ósigur verkalýðsfélag-
anna mikill en þau börðusþ hatramm-
lega gegn samningnum. I Kína hafa
talsmenn atvinnulífsins fagnað sam-
komulaginu og einnig stjómvöld, sem
em þó mjög óánægð með það ákvæði,
að sett verði á laggimar sérstök
nefnd tii að fylgjast með ástandi
mannréttindamála í landinu.
Nokkur óvissa var um niður-
stöðuna fram undir það síðasta en til
að tillagan yrði samþykkt í fulltrúa-
deildinni vai'ð hún að fá 218 atkvæði.
Ríkti mikil spenna í deildinni er at-
kvæðagreiðslan fór fram en er þess-
um þröskuldi var náð bmtust út mikil
fagnaðarlæti meðal stuðningsmanna
tillögunnai'. Svo fór, að hún var sam-
þykkt með 237 atkvæðum gegn 197.
Dennis Hastert, forseti fulltrúa-
deildarinnar og repúblikani, sem tók
höndum saman við Clinton um að
koma tillögunni í gegn, lýsti því yfir
að atkvæðagreiðslunni lokinni, að
kínverski markaðurinn hefði verið
opnaður. „Nú fá einhverjir tækifæri
til að selja vöm sína á þessum mikla
markaði. Um það var spurt hveijir
þeir ættu að vera.“
Talsmenn bandarísku stórfyrir-
tækjanna fögnuðu úrslitunum ákaf-
lega en þau vörðu hundruðum millj-
óna króna í áróður fyrir samþykkt
tillögunnar. Sögðu þeir, að nú hefði
þingið tekið hagsmuni þjóðarinnar
allrar fram yfir pólitíska stundar-
hagsmuni.
Markaðsopnun
og tollalækkanir
Samningurinn felur það í sér, að
komið verði á eðlilegu viðskiptasam-
bandi við Kína í stað bestu-kjara-
samninganna, sem gerðir hafa verið
sl. 20 ár en endurskoðaðir af Banda-
ííkjaþingi á hverju ári. Kínverjar
heita því að opna markaðinn fyrir
bandarískri framleiðslu, landbúnað-
ai’vömm, rafeinda- og fjarskiptabún-
aði, fjármálaþjónustu, skemmtiefni
og raunar flestri annaiTÍ framleiðslu.
Þá ætla þeir að lækka verulega háa
innflutningstolla á bandarískid vöra
og afnema takmarkanir við fjárfest-
ingu Bandaríkjamanna í landinu.
Meðal þehTa, sem hagnast mest á
samningnum, eru fyrirtæki í bíla-
framleiðslu, fjármálaþjónustu og
fjarskiptum en ein helsta röksemd
stuðningsmanna hans var sú, að yrðu
Bandaríkjamenn ekki fyrri til, myndu
Kínverjar einfaldlega taka viðskipti
við Evrópuríkin fram yfir.
Bændur himinlifandi
Sem dæmi um tollalækkanimar
má nefna, að tollai- á bandarískum
bifreiðum í Kína eru nú á bilinu 80 til
100% en fara í 25% 2006. Þá verða
kvótar á bílainnflutningnum afnumd-
ir og einnig takmarkanir við rekstri
bílaumboða. Eftir tvö ár mega banda-
rískir bankar hefja starfsemi í Kína
og fjarskiptaiðnaðurinn verður opn-
aður fyrir bandarískri fjárfestingu
upp að 50%.
Annar stór vinningshafi er banda-
rískur landbúnaður. Kínverjar féllust
á að lækka tolla á maís, sojabaunum,
baðmull og öðram afurðum og draga
einnig úr niðurgreiðslum í sínum
landbúnaði. Til jafnaðar verður búið
að lækka þessa tolla úr 31% í 18%
2004. Kínverjar keyptu bandarískar
sojabaunir og sojabaunaafurðir fyrir
um 70 milljarða kr. á síðasta ári og
eru mestu kaupendur þessarar vöru
erlendis. Sojabaunabændur era því
að sjálfsögðu ánægðir.
„Þetta er fyrsta tilraun banda-
rískra stjómvalda í langan tíma til að
koma afurðum okkar á heimsmark-
að,“ sagði Tony Anderson, sojabauna-
bóndi í Ohio. „Við eram himinlifandi,
þettar eru bestu fréttir, sem ég hef
fengið."
Kína er nú þegar fjórða mesta við-
skiptaland Bandaríkjanna á eftir
Kanada, Japan og Mexíkó en í þess-
um viðskiptum hallai- skelfilega á
Bandaríkjamenn. Kínverjar fluttu á
síðasta áii vörur til Bandaiíkjanna
fyiir 6.200 rnilljarða ísl. kr. en keyptu
í Bandaríkjunum aðeins fyrir 995
milljarða kr. Með samningnum mun
vafalaust verða mikil breyting á
þessu enda lækka tollar á bandarísk-
um varningi í Kína almennt úr 24,6% í
9,4% á næstu fimm áram. Er þá ótal-
inn sá gífurlegi ávinningur, sem felst í
mai’kaðsopnuninni að öðru leyti.
Mikið áfall fyrir bandarísku
verkalýðsfélögin
Eins og fym segir er samningurinn
mikið áfall fyrir bandarísku verka-
lýðsfélögin, sem börðust á sínum tíma
árangurslaust gegn NAFTA, Frí-
verslunarbandalagi N-Ameríkuríkja,
og ætluðu sér ekki að láta þann ósigur
endurtaka sig nú. Þau segjast óttast,
að með samningnum muni tugþús-
undir starfa glatast í Bandaríkjunum,
einkum í alls konai’ láglaunaiðnaði, og
verða flutt til Kína. Ýmsir baráttu-
menn fyrir mannréttindum gagnrýna
samninginn líka og segja, að nú þurfi
kínversk stjórnvöld ekki lengur að
óttast refsiaðgerðir þótt þau virði að
vettugi réttindi þegnanna.
Greiðir fyrir WTO-aðild
Samningurinn greiðir einnig fyrir
aðild Kína að Heimsviðskiptastofnun-
inni, WTO, og var samþykkt hans
fagnað þar sérstaklega. Sagði yfir-
maður hennar, Mike Moore, að um
væri að ræða mikilvægt skref í þá átt
en Kínverjar eiga enn ósamið við
nokkur ríki um markaðsopnun.
Kvaðst Moore viss um, að bandaríska
öldungadeildin myndi samþykkja
samninginn efth' fáar vikur enda er
almennt búist við því.
Talsmenn kínverskra einkafyrir-
tækja fögnuðu samkomulaginu inni-
lega og sögðu, að með væntanlegri
WTO-aðild myndu Kínverjar verða
fullgildir þátttakendur í heimsvið-
skiptununi. Talsmenn kínverskra
stjómvalda sögðu, að niðurstaða full-
tráadeildarinnar hefði verið
skynsamleg en fóru hins vegar hörð-
um orðum um það ákvæði samnings-
ins, sem segir, að sett skuli upp sér-
stök nefnd til að fylgjast með
mannréttindamálum í Kína. Sögðu
þeir, að Kínverjar áskildu sér rétt til
að bregðast við þessu ákvæði með
viðeigandi hætti en gáfu þó í skyn, að
staðið yrði við alla skilmála samnings-
ins og væntanlegrar WTO-aðildar.
Tveir virtir fréttamenn
myrtir í Sierra Leone
Freetown, Lundúnum, Sameinuðu þjöðunum. Reuters, AP.
störfum í Kosovo-héraði árið 1998.
TVEIR virtir stríðsfréttamenn og
fjórir hermenn voru myrtir í
Sierra Leone sl. miðvikudag eftir
árás, að því að talið er, skæruliða á
bílalest á miklu átakasvæði nærri
Freetown. Talsmenn Sameinuðu
þjóðanna í Freetown sögðu að
Bandaríkjamaðurinn Kurt Schork,
stríðsfréttamaður Reuters-frétt-
astofunnar, og Spánverjinn Miguel
Gil Moreno, myndatökumaður AP,
hefðu látist eftir árásina sem gerð
var úr launsátri er þeir voru við
fréttaöflun á svæðinu. Morðin hafa
verið fordæmd víðs vegar um heim
og hefur fréttamannanna verið
minnst sem hugprúðra manna sem
fórnuðu lífi sínu til að miðla sann-
leikanum.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, sagðist í gær vera afar hrygg-
ur vegna atburðanna. Mennirnir
hafi tekið áhættu svo að almenn-
ingur gæti verið upplýstur um
stöðu mála. „Þetta voru atvinnu-
menn sem leituðust við að miðla
fréttum frá átökum sem þegar
hafa orðið allt of mörgum að
bana.“ Þá sagðist Bill Clinton
Bandaríkjaforseti vera afar sorg-
mæddur yfir tíðindunum en Kurt
Schork var á árum áður samnem-
andi Clintons í Oxford-háskóla í
Englandi. Sagði hann morðin und-
irstrika mikilvægi friðargæslu í
hinu stríðshrjáða landi. Kurt
Schork var einn reynslumestu
stríðsfréttaritara Reuters og hafði
unnið á átakasvæðum í Afganistan
og víða í Afríku. Þekktastur varð
hann fyrir störf sín í Bosníustríð-
inu og umsátrinu um Sarajevo en
þar var hann er átök þjóðarbrot-
anna stóðu sem hæst. Richard
Holbrooke, sendiherra Bandaríkj-
anna hjá SÞ, kynntist Schork vel í
og eftir Bosníustríðið þar sem Hol-
brooke gegndi stöðu aðalsamn-
ingamanns við Dayton-samning-
inn, og sagði hann Schork hafa
verið „einn hugaðasti og besti
fréttamaður sem ég hef unnið með
í 35 ár.“
Christiane Amanpour, aðalfrétt-
aritari ClVN-sjónvarpsstöðvarinn-
ar, starfaði mikið með Schork í
Bosníustríðinu og sagði að hann
hefði borið af öðrum fréttamönn-
um hvað skilning, þekkingu og
samúð með fólki varðar.
Var fasteignasali í New York
Eftir störf sín sem fasteignasali
og í borgarstjórn New York ákvað
Schork að reyna fyrir sér sem
stríðsfréttaritari sem ætíð hafði
verið gamall draumur hans. Er
hann talinn hafa verið einn sá
fremsti í sínu fagi en hafi verið
sérstakur að því leyti að hörm-
Reuters
Kurt Schork var fréttaritari
Reuters í Bosníustríðinu árið
1992 og er myndin tekin það ár.
Hún sýnir Schork koma konu til
hjálpar er sprengjuárás var
gerð á syrgjendur við jarðaför.
ungar einstaklingsins á átaka-
svæðum voru fyrir honum eins
mikilvægar og framvinda stríða.
Ein þekktasta frétt Schorks er úr
Bosníustríðinu og segir frá brjáli
stríðsins - ungu pari, Serba og
múslíma, sem fannst látið í faðm-
lögum eftir að hafa orðið fyrir
skotárás leyniskyttna.
Miguel Gil Moreno, hafði verið
myndatökumaður AP-fréttastof-
unnar um nokkurra ára skeið og
hóf feril sinn í Bosníustríðinu.
í desember sl. var hann í
Grozní, höfuðborg Tsjetsjeníu, er
stríðsátök stóðu sem hæst og rit-
aði í dagbók sína: „Hvern einasta
dag hitti ég fólk og gef því sígar-
ettur, og það er dáið morguninn
eftir. Þetta er hryllilegur raun-
veruleikinn í Grozní við upphaf
nýrrar aldar. Hverja mínútu,
hvern einasta dag, heldur maður
að maður muni deyja,“ sagði Gil
Moreno. Hann slapp óskaddaður
frá Tsjetsjeníu sem og öðrum
átökum í Kosovo, Irak og Kongó
og var oftsinnis eini vestræni
fréttamaðurinn sem hætti sér inn
á átakasvæði. Síðastliðið ár var
hann t.a.m. eini fréttamaðurinn
sem hélt kyrru fyrir í Pristina höf-
uðstað Kosovo-héraðs, er loftárás-
ir Atlantshafsbandalagsins hófust.
Alls hafa nú 26 fréttamenn látist
við störf á átakasvæðum veraldar
það sem af er árinu.