Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Iðnaðarráðherra skipar á næstunm nefnd til að skoða eigiiarhald Landsvirkjunar Telur líklegt að Landsvirkj- un verði breytt í hlutafélag VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, segist reikna með að í tengslum við gildistöku tilskipunar Evrópusambandsins um skipulag raforkumála verði rekstrarformi Landsvirkjunar breytt. Ólíklegt sé að fyrirtæk- ið verði áfram sameignarfélag heldur sé miklu líklegra að því verði breytt í hlutafélag. A fundi þar sem viljayfirlýsing um byggingu álvers og virkjana á Austurlandi var kynnt kom fram að til skoðunar er að stofna sérstakt fyrir- tæki um byggingu og rekstur Kárahnúkavirkj- unar. Valgerður sagði í samtali við Morgunblað- ið að þessi vinna væri á frumstigi. „Það á eftir að vinna þessa vinnu. Á næstunni verður skipuð nefnd eignaraðila að Landsvirkj- un og hún mun að sjálfsögðu skoða þessa hug- mynd um stofnun dótturfélags eins og önnur mál sem varða eignarhald og hugsanlega skipt- ingu fyrirtækisins upp í fleiri fyrirtæki. Ég reikna með að í tengslum við gildistöku tilskipunar Evrópusambandsins verði rekstrar- formi Landsvirkjunar breytt á einhvern hátt. Ég held t.d. að það liggi nokkuð fyrir að fyrir- tækið verði ekki áfram rekið sem sameignarfé- lag, heldur miklu frekar sem hlutafélag. Það liggja einnig fyrir tillögur um að flutningskerfí Landsvirkjunar verði sett inn í sérstakt félag, Landsnet. Vinnu við frumvarp sem gerir ráð fyrir slíkri breytingu lýkur í sumar og það verður lagt fram í haust. Það eru því geysilega miklar breytingar framundan á sviði orkumála," sagði Valgerður. Hugsanleg stofnun dótturfélags enn á frumstigi Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að umræða um hugsanlegar breytingar á Landsvirkjun væru af tvennum toga. í fyrsta lagi hefði um nokkurt skeið verið til skoðunar í iðnaðarráðuneytinu að skipta fyrirtækinu upp m.a. vegna tilskipunar Evrópusambandsins um skipulag orkumála sem tekur gildi á árinu 2002. Það sem menn hefðu mest rætt væri að mynda tvö félög, annars vegar um flutningskerfi Landsvirkjunar og hins vegar um virkjanirnar. Þessi félög gætu í sjálfu sér áfram verið í eigu sömu aðila, þ.e. ríkisins, Reykjavíkurborg- ar og Akureyrar en þau yrðu þá dótturfyrirtæki einharhaldsfélagsins Landsvirkjunar. Friðrik sagði að hinn þáttur málsins væri hvernig Landsvirkjun ætti að standa að virkjun við Kárahnúka. Það kæmi alveg til greina að stofna sérstakt hlutafélag sem sæi um að byggja og reka virkjunina. Hann tók fram að þessi vinna væri mjög skammt á veg komin. Hefur áhrif á arðsemisútreikninga Friðrik sagði að það væru kostir og gallar á því að stofna sérstakt félag um Kárahnúkavirkj- un. Það gæti haft áhrif á arðsemisútreikning á virkjuninni ef stofnað yi'ði sérstakt hlutafélag. Ef Landsvirkjun stæði sjálf fyrir því að byggja virkjunina gæti fyrirtækið lagt eignir sínar að veði og væntanlega fengið ódýrara lánsfé. I þessu sambandi skipti einnig máli hverjir væru eigendur Landsvirkjunar. Ef hins vegar yrði stofnað sérstakt hlutafélag um virkj- unina myndi Landsvirkjun leggja fram hlutafé og yrði að sjálfsögðu að gera heldur hærri kröfu um arðsemi af því en ef um lánsfé væri að ræða. Kárahnúkavirkjun yrði hins vegar aldrei byggð nema til að selja rafmagn til stóriðju og af þeim sökum færi ágætlega á þvi að aðskilja það frá öðrum rekstri Landsvirkjunar. Friðrik sagði að vel kæmi til greina að nýir eignaraðilar kæmu að því að byggja og reka virkjun við Kárahnúka. Hann sagði of snemmt að segja nokkuð um hverjir það gætu orðið eða hvernig að viðræðum við aðra aðila yrði staðið. Hann sagðist þó vita að fyrir hendi væri áhugi erlendra aðila á að taka þátt í orkuframkvæmd- um á Islandi. Eignir Landsvirkjunar í dag eru í kringum 100 milljarðar, en þar af eru skuldir um 60 milljarðar. Eiginfjárhlutfail er um 32%. Kára- hnúkavirkjun, Fljótsdalsvirkjun og raflínur sem þeim tengjast kosta um 90 milljarða og því myndu skuldir Landsvirkjunar verða um 150 milljarðar ef fyrirtækið stæði eitt að þessum framkvæmdum. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins færi þá niður í um 23%. Vprboði á ísafirði ísafirði. Morgunbiaðið. EINN af árvissum vorboðum á ísa- firði er sala á svartfuglseggjum í miðbænum. Sigmenn komu úr Hornbjargi í gærmorgun og hófu þegar að selja egg. A myndinni eru þeir Rósmundur Skarphéðinsson og Hjálmar Björns- son við eggjasöluna á sínum venju- lega stað við Hamraborg. Þeir fé- Iagar voru ásamt Tryggva Guðmundssyni í fjóra daga í ferð- inni. Þeim gekk illa framan af og ekki var þá lendandi við bjargið, en síð- an fór að ganga betur. Þeir sögðu að minna væri af fugli og eggjum í bjarginu en oft áður og kenndu þeir tófunni um, en ummerki eftir hana sáust víða. SONA Land- græðslan til fyrir- myndar LANDGRÆÐSLA ríkisins hlaut sérstök verðlaun nefndar á vegum fjármálaráðherra fyrir að skara fram úr og vera ríkisstofnun til fyr- irmyndar í starfsemi sinni. Geir H. Haarde fjármálaráðherra afhenti Sveini Runólfssjmi landgræðslu- stjóra viðurkenninguna í Ásmund- arsafni í gærdag. Þetta er í þriðja sinn sem slík við- urkenning er veitt og hlaut Kvenna- skólinn í Reykjavík hana árið 1996 og Svæðisskrifstofa um málefni fat- laðra á Reykjanesi árið 1998. Við valið sendi nefndin öllum rík- isstofnunum spurningalista þar sem m.a. var spurt um markmiðasetn- ingu, fjárinálastjórn, frammistöðu stofnunarinnar gagnvart notendum, skilvirkni, framtíðarþróun og sýn stofnunarinnar. Eftir að hafa farið yfir svör stofnana voru auk Land- græðslunar, 5 stofnanir valdar til nánari skoðunar, þ.e. ÁTVR, Fiski- stofa, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Flugmálastjórn og Skipulagsstofn- un. Eins og áður kom fram hlaut Landgræðslan fyrstu verðlaun, en Fjölbrautaskóli Suðurlands og ÁTVR komu næst á eftir. í niður- stöðu nefndarinnar segir m.a. að Landgræðslan hafi um langt árabil verið þekkt fyrir að vera framsækin og myndarlega rekin stofnun með jákvæða ímynd, sem hafi hjálpað henni að ná fram markmiðum sín- um. Stofnunin hafi í bæði skiptin sem verðlaunin hafi verið veitt áður verið í hópi þeirra sem helst hafi komið til greina við val á fyrirmynd- arstofnun ríkisins. Að mati nefndarinnar er Land- græðslan með mjög skýr meginmar- kmið og forgangsröðun verkefna. Nefndin telur stofnuninni hafa tek- ist að nýta tækifæri sem hafi gefist og aflað sér víðtæks stuðnings al- mennings og hagsmunaaðila. Hún hafi fylgt fjárlögum og notað rekstr- aráætlanir sínar sem virkt stjórn- tæki. Þá er það ennfremur mat nefndarinnar að stofnunin hafi á síð- ustu árum lagt aukna áherslu á rannsóknir, fræðslu og leiðbeining- ar en dregið úr eigin framkvæmdum og fært þau verkefni til verktaka, bænda og sveitarfélaga. Jafnframt því sem verkefnin breytist sé starf og innra skiplag endurskoðað, auk þess sem markvisst sé unnið að upp- lýsingagjöf og fræðslu starfsmanna. Tilboð um að reisa veiðihús við Laxá í Kjós Veiðifélagið tekur ákvörðun í júní Ráðstefna um björg- un vegna ferjuslysa ALMANNAVARNIR ríkisins og varnarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins boða til ráðstefnu dagana 7. til 9. júní um björgun vegna ferjuslysa. Ráðstefnan er liður í fjölþjóðlegu björgunaræf- ingunni „Samvörður 2000“. Á ráðstefnunni, sem sótt verður af fulltrúum 12 þjóða, verða m.a. haldnir fyrirlestrar um meiriháttar ferjuslys á undanförnum árum, of- kælingu, lífsbjargandi aðstoð vegna drukknunar og viðbrögð og hegðun farþega. Æfingin Samvörður 2000 snýst um slys um borð í skemmtiferða- skipi eða ferju og er ætlunin að hún nýtist til undirbúnings við- bragða við raunverulegar aðstæð- ur. Því eru þeir sem tengjast á ein- hvern hátt björgunarmálum og almannavörnum hvattir til þátt- töku í ráðstefnunni, segir í frétta- tilkynningu, einnig áhafnir ferja og aðrir sem málið getur varðað. VEIÐIFÉLAG Laxár í Kjósarsýslu hefur fengið tilboð frá leigutökum árinnar um að reist verði veiðihús með 12 gistiherbergjum við ána og segir Jón Gfslason, formaður veiðifélagsins og bóndi á Hálsi I, að gert sé ráð fyrir að kostnaður við að reisa húsið verði 75 milljón- ir. _ Ásgeir Heiðar, framkvæmda- stjóri Lax ehf., sem er Ieigutaki Laxár í Kjós, sagði að hann hefði gert bændum tilboð. Verið væri að tala um 750 fermetra hús, sem ætti að standa norðan við Laxá, milli Laxfoss og brúarinnar yfir ána. Ásgeir sagði að tilboðið, sem nú hefði verið lagt fram, væri mun betra en gert var þegar hug- mynd um að reisa veiðihús var felld fyrir um ári. í tilboðinu er talað um að í hús- inu verði 12 herbergi, matsalur og setustofa. „Það er ekki verið að tala um neitt bruðl, en aðstaðan, sem er til staðar, stenst ekki kröfur nútím- ans,“ sagði hann. Lax ehf. hefur verið með ána á leigu í þrjú ár og er með samning til ársins 2003. Ásgeir sagði að al- þjóðlegur hópur væri á bak við sig. Hann og einn Breti úr hópn- um stæðu á bak við tilboðið. „Ég tel að það skipti mjög miklu máli 1 dag að þarna rísi veiðihús," sagði hann. Ásgeir sagði að sú leiga, sem nú væri greidd fyrir ána, miðaðist ekki við að þar væri slík aðstaða og væri tilboð Lax ehf. „Iangtum hærra“ en núverandi samningur. Hann sagði að bændur myndu byggja húsið, en Lax ehf. myndi taka þátt bæði í kostnaði við byggingM og byði einnig hækkun á leigu. Hann nefndi enga upp- hæð, en sagði að hún væri um- talsverð í báðum tilvikum. Hann kvaðst einnig vera reiðubúinn til þess að undirgangast lengri leigu- tíma vegna þeirrar skuldbinding- ar, sem fylgir því að reisa nýtt veiðihús. Ásgeir sagði að það myndi ekki breyta neinu um leigu sína á ánni þótt því yrði hafnað að reisa hús- ið, en bætti við að þá þætti sér „eigendur mjög skammsýnir og trúa ekki á eigin verðmæti“. Jón Gíslason á Hálsi sagði að aðalfundi félagsins, sem halda átti 28. apríl, hefði verið frestað til 22. júní vegna tilboðsins. Jón sagði að leigan væri nú um 20 milljónir og í tilboðinu væri gert ráð fyrir að leiga fyrir húsið væri greidd til viðbótar við leiguna af ánni. Hús- ið ætti að kosta 75 milljónir og gert væri ráð fyrir að bættist við leiguna sem því næmi. Fellt á jöfnum atkvæðum fyrir tveimur árum Jón sagði að meðgangan að þessu húsi hefði tekið um fimm ár. Fyrir tveimur árum hefði ver- ið fellt á jöfnum atkvæðum að reisa húsið. Hann sagði að þá hefði hugmyndin að sínu mati fall- ið á því að staðið hefði til að taka einhvern hluta af arðinum og ieggja í byggingu, en menn hefðu ekki viljað lækka sinn arð að neinu marki. Nú hefði leigutakinn hins vegar komið með nýtt tilboð. „Það er nánast verið að bjóða húsið í viðbót við leiguna á 25 ára áætlun," sagði hann. „Leigusamn- ingurinn yrði þá væntanlega framlengdur." Jón lýsti aðstöðunni nú þannig að veiðimenn gætu gist í svefn- skála með tíu herbergjum og tveimur rúmum í hverju. „Það er hálfgerður virkjana- búðastíll á þessu og gengið inn í hvert herbergi fyrir sig,“ sagði hann. „Síðan hefur skólinn [Ás- garður] verið leigður og labba menn í hann til að fara í mötun- eyti og setustofu. Það tilheyrir ekki nútímanum að menn séu að borga veiðileyfi fyrir 100 þúsund krónur og geti ekki haft innan- gengt í matsal og setustofu. Þetta hamlar bara umhverfi veiðimann- anna ... Við erum bara orðnir ann- ars flokks með þetta.“ Jón sagði að yrði þetta sam- þykkt væri gert ráð fyrir því að húsið yrði komið upp áður en veiði hæfist næsta sumar. Gert væri ráð fyrir því að hægt yrði að reka húsið allt árið fyrir gistingu og ráðstefnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.