Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Sérþekking Islendinga
er bankanum mikilvæg
NÝLEGA var haidin ráðstefna hér
á landi þar sem menn frá Alþjóða-
bankanum (World Bank) kynntu
möguleika Islendinga til að taka
þátt í verkefnum á vegum bankans.
Gilles Garcia, yfirmaður hjá bank-
anum, var ræðumaður á ráðstefn-
unni. Morgunblaðið tók hann tali og
spurði hvers konar verkefni væri
um að ræða.
„Ég vil byrja á að taka fram,“
sagði Garcia, „að við erum afskap-
lega ánægðir með þátttökuna á
ráðstefnunni hér. Hér eru um 30
lítil eða meðalstór fyrirtæki sem
hafa sérþekkingu á sviði fisk-
vinnslu, jarðhita eða ráðgjafar-
starfa. Vegna sérþekkingar fyrir-
tækjanna er ég sannfærður um að
þau geta annaðhvort unnið að verk-
efnum sem Alþjóðabankinn fjár-
magnar eða sem njóta stuðnings
Alþjóðalánastofnunarinnar (Int-
ernational Finance Corporation -
IFC) eða Alþjóðastofnunarinnar
um fjárfestingarábyrgðir (Multila-
teral Investment Guarantee Ag-
ency - MIGA). Bankinn er sérstak-
lega hrifinn af litlum og
meðalstórum fyrirtækjum sem búa
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Gilles Garcia flytur erindi um starfsemi Alþjóðabankans.
Talenta - Hátækni Sala hlutafjár og skráning á VÞÍ
Þriðjudaginn 30. maí n.k. hefst sala á hlutafé í Talentu-Hátækni (C-deild
Talentu Luxembourg Holding S.A.) en þá verður hlutafé sjóðsins aukið
um 350 m.kr. að nafhverði. Hlutabréfin nema 30,5% af nafnverði útgefinna
hlutabréfa í Talentu-Hátækni. Hlutafé sjóðsins að loknu útboði mun því
nema 1.148.000.000,- krónum að nafnverði.
Hátæknisjóður Talentu er áhættufjárfestingarsjóður sem fjárfestir einkum
í fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni, fjarskipta og tölvuþjónustu. Talenta
er dótturfélag Íslandsbanka-FBA hf. sem hefur lagt áherslu á fjárfestingar
í þessum vaxtarsprotum efhahagslífsins sem öðrum fjárfestum gefst nú
kostur á að taka þátt í.
Sölufyrirkomulag
Hlutabréfin verða seld með áskriftarfyrirkomulagi. Hámarkshluti hvers
aðila í útboðinu er kr. 20.000.000,- að nafnverði og lágmarkshlutur
kr. 100.000,- að nafnverði.
Sérstök athygh er vakin á því að þeir aðilar sem fyrstir skrá sig fyrir hlutafé
í útboði þessu njóta forgangs til kaupa á hlutafénu. Áskriftartímabili mun
því ljúka fyrir 2. júní 2000 ef áskriftir fyrir öllu því hlutafé sem nú er boðið
til sölu berast fyrir þann tíma.
Gengi
Hlutabréfin verða boðin til sölu á genginu 1,5.
Áskriftartímabil
Tekið verður á móti rafrænum áskriftum á vef FBA, www.fba.is, á tímabilinu
frá 30. maí 2000 til og með 2. júní 2000 en skráningu lýkur kl. 16.00 á
lokadegi útboðstímabils. Móttöku áskrifta mun þó ljúka fyrr ef allt hlutaféð
selst áður en sölutímabili lýkur.
Ekki verður tekið á móti áskriftum á öðru formi en rafrænu.
Tilgangur útgáfu
Tilgangur útgáfu nýs hlutafjár er að afla fjármagns til frekari fjárfestinga
í samræmi við fjárfestingarstefnu félagsins.
Skráning á VÞÍ
Stjóm VÞÍ hefur samþykkt að taka á skrá Vaxtarlista hlutabréf í hlutabréfa-
deild C Talenta Luxembourg Holding S.A. að útboði loknu, enda verði öll
skilyrði skráningar uppfyllt. Þess er vænst að skráning eigi sér stað um
miðjan júní 2000.
Upplýsingar og skjöl
Unnt er að nálgast útboðs- og skráningarlýsingu hjá umsjónaraðila útboðs-
ins, FBA á Kirkjusandi, þriðju hæð. Einnig er hægt að nálgast gögn á
www.fba.is og www.talenta.is.
yfir mikilli skerpu og samkeppnis-
hæfni.“
Bankinn skiptist i fimm
tengdar stofnanir
Alþjóðabankinn skiptist í fimm
stofnanir sem eru nátengdar og
undir sömu yfirstjórn. Tvær stofn-
ananna stunda mest beina lánveit-
ingu til ríkisstjóma þróunarlanda
og veita þeim ýmsa aðra aðstoð.
Önnur veitir þeim fátækustu vaxta-
laus lán en hin veitir lán á vöxtum
til þeirra landa sem betur eru
stödd. Ein stofnananna hefur það
hlutverk að leysa vandamál sem
upp koma milli erlendra fjárfesta
og þeirra landa sem þeir hafa fjár-
fest í. Loks eru það þær tvær stofn-
anir sem Garcia nefnir hér að ofan,
Alþjóðalánastofnunin og Alþjóðast-
ofnunin um fjárfestingarábyrgðir,
en utanríkisráðuneytið gerði á dög-
unum samstarfssamning við Al-
þjóðabankann og þessar stofnanir
sérstaklega. Sú fyrmefnda hefur
það hlutverk að ýta undir vöxt í
þróunarlöndum með þvi að veita at-
vinnulífi og ríkisstjómum ráðleg-
gingar og með því að leggja fjár-
magn í atvinnustarfsemi,
annaðhvort með lánveitingu eða
hlutafé. Hin síðarnefnda hefur það
hlutverk að hvetja til erlendrar
fjárfestingar í þróunarlöndunum
með því að veita erlendum fjárfest-
um ábyrgðir vegna áfalla sem ekki
em viðskiptalegs eðlis. Með þessum
ábyrgðum dregur stofnunin, svo
dæmi sé tekið, úr stjómmálalegri
áhættu, t.d. vegna þjóðnýtingar eða
annars konar eignaskerðingar.
Ýmsar aðkomur fyrir fyrírtækin
„Islensk fyrirtæki gætu komið að
verkefnum sem Alþjóðabankinn
fjármagnar beint, því bankinn fjár-
magnar til dæmis jarðhitaverkefni í
Kína og verkefni á sviði fiskveiða í
Malaví og í Máritaníu," segir
Garcia. „Önnur leið fyrir íslensku
fyrirtækin til samstarfs við bank-
ann er að Alþjóðalánastofnunin
fjárfesti með íslensku fyrirtækjun-
um eða láni þeim fyrir fjárfesting-
um í þróunarlöndunum og svo geta
fyrirtækin einnig fengið stuðning
frá Alþjóðastofnuninni um fjárfest-
ingarábyrgðir ef um stjómmála-
áhættu er að ræða,“ bætir Garcia
við.
Fyrirtækin þurfa að læra
á samskiptin við bankann
Garcia segir að íslensku fyrir-
tækin þurfi að læra á samskipti við
bankann og þessi ráðstefna sé
fyrsta skrefið til þess. Slíkar kynn-
ingar séu haldnar árlega í sumum
löndum, en þessi sé sú fyrsta hér.
Samningurinn við utanríkisráðu-
neytið um samstarf feli í sér að hér
verði starfsmaður með það verkefni
eingöngu að vera milliliður á milli
bankans og íslenskra fyrirtækja og
veita þeim aðstoð við að afla verk-
efna. Fyrirtækin hér verði líka að
læra af reynslunni og þegar þau
hafi orðið sér úti um eitt verkefni
viti þau betur hvernig þetta gangi
fyrir sig. Garcia leggur áherslu á að
þó engin íslensk fyrirtæki séu
starfandi á vegum bankans nú sé
ákaflega mikilvægt að nýta þá sér-
þekkingu sem til er hér á landi,
ekki síst á sviði fiskveiða og jarð-
varma, og því sé bankinn áhuga-
samur um að kynna starfsemi sína
fyrir íslenskum fyrirtækjum.
Spilling minnkar
með minni fátækt
Aðspurður um spillingu í tengsl-
um við starfsemi Alþjóðabankans
og hættuna á að illa sé farið með fé
sem hann lánar til þróunarstarfs,
segir Garcia að áður fyrr hafi bank-
inn og starfsmenn hans ekki hætt
sér út í umræður um spillingu. Nú-
verandi yfirmaður Alþjóðabankans
hafi hins vegar rætt opinskátt um
spillingu og að bankinn líti á spill-
ingu sem krabbamein í þróunar-
starfinu. Hún hafi alltaf verið og
verði alltaf fyrir hendi og að hún
hafi sérstaklega slæm áhrif á fá-
tækustu löndin.
,Áhrifaríkasta leiðin,“ segir
Garcia, „til að berjast gegn spill-
ingu er hagvöxtur og í þeim löndum
þar sem fátæktin minnkar, minnkar
spillingin einnig. Við gerum margt
til að takast á við spillingu.
í fyrsta lagi veitum við ríkis-
stjómum ráðgjöf til að berjast við
spillinguna og störfum nú með um
40 ríkisstjórnum að verkefnum í
þessu skyni. f annan stað forum við
vel yfir þau verkefni sem við veit-
um fjármuni til og gætum þess að
allt ákvörðunarferlið í kringum
fjárveitingar sé sem best. í þriðja
lagi setjum við strax af stað rann-
sókn ef við sjáum að eitthvað er að.
í þvi sambandi má nefna að við höf-
um, samkvæmt samningi við þau
fyrirtæki sem starfa fyrir okkur,
heimild til að fara í gegnum bók-
hald þeirra ef okkur grunar að
pottur sé brotinn. Eins höfum við
starfað með rannsóknarlögreglu og
leyniþjónustu ýmissa þjóða til að
fletta ofan af spillingu. Komi spill-
ing í ljós er fyrirtækinu sem að
henni stóð neitað um að starfa fyrir
bankann, annaðhvort í tiltekinn
tíma eða ótímabundið, og nafn þess
er sett á heimasíðu bankans."
------Í-+-4-------
Fox sér um
dreifingu
fyrir MGM
TWENTIETH Century Fox hefur
tekið yfir alla dreifingu á kvik-
myndum Metro-Goldwyn-Meyer en
að sögn Alfreðs Ámasonar hjá
Sambíónum hafa Sambíóin fengið
myndir MGM í gegnum fyrirtæki í
London sem áður hafði dreifingar-
rétt á myndum MGM.
Skífan, dótturfélag Norðurljósa,
hefur umboð fyrir Twentieth Cent-
ury Fox, og segist Alfreð ekki búast
við miklum breytingum á sýningar-
skrá Sambíóanna vegna þessa. Þau
hafi sýnt myndir Twentieth Cent-
ury Fox, sem Skifan er umboðsaðili
fyrir, í sínum bíóhúsum og muni
væntanlega halda áfram að sýna
myndir frá Metro-Goldwyn-Meyer.