Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Klisjuregn á
glerþökum
Um íslenska rétthugsun og ráðamenn,
„hálfgerðar klisjur“ og algjörar.
Eftlr Asgeir
Sverrlsson
OSKRIFAÐAR reglur
hafa löngum einkennt
opinberar umræður á
íslandi. Pessi birting-
armynd íslenskrar
rétthugsunar hefur einkum verið
greinanleg í þeim viðmiðum, sem
sköpuð hafa verið varðandi um-
fjöllun um ákveðin embætti í
samfélaginu og þá menn og kon-
ur, er þeim gegna. Þannig var til
skamms tíma talin óhæfa hin
mesta að fjalla með gagnrýnum
hætti um forsetaembættið og
framgöngu þess einstaklings,
sem því gegnir. Hið sama átti við
um biskupinn yfir Islandi, réttar-
kerfið og lögregluna. Leikreglur
flokkshyggju og kunningjasamfé-
lags mótuðu umræðu um störf og
framgöngu stjómmálamanna.
Þessi skipan mála, sem er í
raun lítt eftirsóknarverð þjónkun
við valdið, hefur verið á undan-
haldi síðustu árin á íslandi. Nýj-
um kynslóðum hafa fylgt ný við-
. horf og þótt
VIÐHORF íslenskum
stjómmála-
mönnum
gangi, eins og
öðmm, misvel að fóta sig í nútím-
anum hafa flestir þeirra gert sér
ljóst að gagnrýnin umfjöllun um
störf þeirra er fylgifiskur lýðræð-
islegrar stjómskipunar og skoð-
anafrelsis. Þjóðmálaumræða hef-
ur heldur verið að skerpast og
var það vísast löngu tímabært. í
því efni hafa netmiðlar og póli-
tískar heimasíður trúlega haft
nokkur áhrif.
Enn er þó svo komið að í þau
skipti, sem hinar óskrifuðu reglur
opinberrar orðræðu em brotnar
á íslandi, tekur oftar en ekki að
hvessa í vatnsglasinu. Og þegar
sjálfur forsætisráðherra lýðveld-
isins ákveður að hundsa rétt-
hugsun og reglur, sem myndað
hafa eins konar hjúp utan um
hann, starfssystkini hans og önn-
ur stórmenni hérlend, hlýtur
ölduhæðin í koppi íslenskrar
þjóðmálaumræðu að rísa.
Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra lýsti um liðna helgi
þeirri skoðun sinni í sjónvarps-
þætti að biskupinn yfir íslandi
hefði viðhaft „hálfgerðar klisjur“
í blaðaviðtali, sem birst hafði dag-
inn áður. í viðtali þessu hafði
biskupinn, Karl Sigurbjömsson,
m.a. opinberað þá skoðun sína að
aukin græðgi einkenndi samfélag
íslendinga og að misskipting
auðsins færi vaxandi.
Flokkur manna, sem virðist
hafa það eitt fyrir stafni að láta
Davíð Oddsson fara í taugarnar á
sér, brást ókvæða við þessum
ummælum forsætisráðherra og
kallaðir vom til stjórnmálamenn,
þjónar kirkjunnar og talsmenn
hinna ýmsu samtaka og banda-
laga til að úthrópa þennan mál-
flutning leiðtoga ríkisstjórnar
lýðveldisins.
Ef til vill er nú við hæfi að
glugga í orðabókina.
Þar segir að „klisja“ merki:
„endurtekin og útslitin orð eða
orðasambönd." Þannig getur
„klisja“ verið sönn eða ósönn eftir
atvikum. Þegar þessu orði er
beitt er enginn dómur kveðinn
upp yfir því hvort sá, sem er
„khsjukenndur" í málflutningi
sínum, hafi gerst sekur um rang-
færslur eða ekki. Með því að beita
orðasambandinu, „hálfgerðar
klisjur“, var Davíð Oddsson því
ekki að halda því fram að bisk-
upinn yfir íslandi færi með rangt
mál þó svo að í sjónvarpsviðtalinu
hafi komið fram að forsætisráð-
herra var ekki sammála æðsta
fulltrúa almættisins á íslandi í
þessu efni.
Hugsandi menn hafa löngum
talið tengsl máls og hugsunar
verðugt umhugsunarefni. Ef mál-
ið er birtingarform hugsunar er
„klisjan" birtingarform viðtekinn-
ar hugsunar. Þannig má halda því
fram að Davíð Oddsson hafi verið
að benda á að orð biskupsins yfir
íslandi birtu skoðun, sem væri
viðtekin í lýðveldinu.
Og það er hún sennilega.
Hvaða hugsun bjó annars að
baki þessum orðum Davíðs Odds-
sonar? Hvernig ber að skilja orða-
sambandið „hálfgerðar klisjur" og
hvernig greina þær sig þá frá „al-
gjörum klisjum"? Það kom ekki
fram og því er eðlilegt að álykta
að Davíð Oddsson hafi í stað
rökstuðnings vísað til viðtekinnar
og þar með auðskilinnar hugsun-
ar í svari sínu þegar hann kvað
biskupinn hafa viðhaft „hálfgerð-
ar klisjur" í málflutningi sínum.
Svar Davíðs Oddssonar sýnist því
hafa verið álíka „klisjukennt“ og
svar biskupsins í dagsblaðsviðtal-
inu.
Og það þarf tæpast að koma á
óvart eða teljast sérlega gagn-
rýnivert. Málflutningur stjórn-
málamanna á íslandi sem víðast
hvar annars staðar er „klisju-
kenndur" mjög, svo mjög raunar
að helst verður líkt við þann, sem
þjónar kirkjunnar halda, með
heiðarlegum undantekningum þó,
fram á opinberum vettvangi.
Opinberar umræður á íslandi
einkennast af réttnefndu „klisju-
regni". Þegar stjómmálamenn
lofa t.a.m. framgöngu flokka
sinna, leiðtoga og ríkisstjórnar
beita þeir flestir hverjir fyrir sig
„klisjum", sem afhjúpa ekki ein-
vörðungu staðlaðan málflutning
heldur birta einnig „klisju-
kennda" hugsun. Þá hugsun mót-
ar þjálfun sú, sem fylgir óskilyrtri
flokkshollustu og pólitískri múg-
hyggju; forsendum upphafning-
arinnar.
Hið sama gerir kirkjan t.a.m.
þegar þjónar hennar vara á
hverju ári við efnishyggjunni,
sem einkennir trúarhátíðir á borð
við jól og fermingar ungmenna á
íslandi. Sá málflutningur hefur
enda engin áhrif haft. Raunar má
með réttu kalla jólahald á íslandi
„hátíð neyslunnar" og fermingar
„hátíð græðginnar" enda er í síð-
amefnda tilvikinu markvisst höfð-
að til slíkra hræringa í hugum
barna með margvíslegum tilbún-
ingi og blekkingum, sem fallnar
eru til að skapa sálarflækjur síðar
á ævinni.
Af þessum sökum er óhjá-
kvæmilegt að holur og „klisju-
kenndur" hljómur verði í gagn-
rýni kirkjunnar þegar fulltrúar
hennar freista þess að hefja sig
upp yfir neysluhyggjuna og
græðgina, sem einkennir samfé-
lagið á íslandi. Hátíðir kristni og
kirkju em ekki síst farvegir þess-
ara fyrirbrigða inn í líf fólks á ís-
landi, einkum barna og unglinga.
Með sama hætti getur Davíð
Oddsson tæpast leyft sér að vona
að orð hans um „hálfgerðar klisj-
ur“ Karls Sigurbjömssonar hafi
sérstakt vægi eða breyti því mati
margra að vaxandi græðgi og mis-
skipting auðsins setji mark sitt á
samfélagsþróunina hér á landi.
Spáð er áframhaldandi „klisju-
regni“ um land allt.
JÓN KR.
SVEINSSON
+ Jón Kristinn
Svcinsson, raf-
virkjameistari fædd-
ist í Látravík í Eyrar-
sveit á Snæfellsnesi
24. nóvember 1911
Hann lést á Lands-
spítalanum í Foss-
vogi 18.maf síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sveinn Jóhann-
esson, stýrimaður og
húsasmíðameistari í
Reykjavík, f. 14. nóv.
1888 á Breiðabólstað
í Bessastaðahreppi,
d. 12.8. 1950, og
kona hans.Kristrún Jónsdóttir, f.
6.8.1887 í Efri-Lág í Eyrarsveit,
d. 11.12 .1942. Systkini Jóns eru:
Oddgeir, látinn, Guðmundur, lát-
inn, Guðlaug, Sigurvin, Kristín,
Marta, Valgeir og Anna.
Jón kvæntist fyrri konu sinni
Þórunni Bjarneyju Einarsdóttur
7. okt. 1933. Hún lést 17. jan 1950
í Rvk. Þau eignuðust fimm böm.
Þau eru: Kristrún, húsmóðir, gift
Steingrími Jónassyni verkfræð-
ingi;. Oddný Nanna verslunar-
maður, gift Oskari Guðmundssyni
verslunarmanni, Jóhannes, raf-
verktaki, sambýliskona Ólöf Stef-
ánsdóttir póstfulltrúi; Sveinn, raf-
virki, kvæntur Guðlaugu Harð-
ardóttur sjúkraliða; Soffía, safn-
vörður, gift Hafsteini Ó. Þor-
steinssyni útgerðarmanni.
Jón kvæntist seinni konu sinni
Jórunni Gudrúnu Rósmundsdótt-
ur 2. mars 1957 í Reykjavík. Börn
þeirra eru Jón Bjarni, rafvirki, fv.
kona Gudbjörg Pétursdóttir;
Þórarinn, rafmagnsiðnfræðingur,
látinn, sambýliskona María H.
Guðmundsdóttir
húsm.; Rósa Guðrún,
kennari, gift Helga E.
Kolsoe rafvirkja-
meistara; Sigurður
Pétur, rafmagnstækn-
ifræðingur, kvæntur
Annette Nielsen lögg-
iltum skjalaþýðanda;
Ami Páll, tölvunar-
fræðingur, kvæntur
Ástu Emilsdóttur
þýskukennara.
Jón nam rafvirkjun
vid Iðnskólann í
Reykjavík og lauk
sveinsprófi 1934.
Hann stofnaði Ljósafoss 1937 með
Ingólfi Bjarnasyni verslunarmanni;
var framkvæmdastjóri rafvirkja-
deildar Sameinaðra verktaka á
Keflavíkurflugvelli. Hann sat í
sljórn sveinafélags rafvirkja 1935-
1936. Hann var í félagi löggiltra
rafverktaka í Reykjavík frá 1937,
formaður 1948-53. Hann var fyrsti
formaður Landssambands ís-
lenskra rafverktaka 1949-1956 er
hann hætti afskiptum af félagsmál-
um rafiðnaðarmanna. Jón var með-
stofnandi Félags áhugamanna um
fiskrækt sem stofnað var 1966, for-
maður fyrstu sjö árin. Hann stofn-
aði fiskeldis- og hafbeitarfyrirtæk-
ið Látravík hf. með Ingólfi
Bjamasyni o. fl. 1964. Jón var
sæmdur riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu 1984 fyrir störf
sín við fiskeldismál.
Hann fékk einnig aðrar viður-
kenningar svo sem frá KR og gull-
merki LIR o. fl.
Jón verður jarðsunginn frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Á undanförnum vikum hefur orðið
pólfari öðlast sérstaka merkingu í
hugum íslendinga. Þar fara yfir-
burðir í andlegu og líkamlegu at-
gervi saman.
Jón Kr. Sveinsson var sannarleg-
ur pólfari síns tíma. Með yfirburði í
líkamlegu og andlegu atgervi. Fyrir
honum var engin hindmn til að ná
settu marki - hann kleif fjallið og
krókinn fram hjá keldunni tók hann
með stakri ró, þolgæði og stefnu-
festu. Þessi skapgerðareinkenni lit-
uðu allt hans líf.
í dag fara menn á námskeið til að
læra markmiðssetningu og að setja
sér markmið.
Jón einfaldlega náði árangri í því
sem hann setti sér og fannst annað
óeðlilegt.
Það eru menn með slíka eiginleika
sem lyfta björgum hver í sínu samfé-
lagi og flýta fyrir og skapa nýja þró-
un. Leiðtogahæfileikar voru Jóni í
blóð bomir. Hann bar með sér
glæsileik, gjörvileik og styrk. Traust
og virðingu ávann hann sér hvar í
hópi sem hann kom. Og í hópi manna
var hann ávallt fyrirliðinn sem lagði
línur. Hljómfógur og kraftmikil rödd
Jóns rennur seint úr minni. Röddin
hæfði fullkomlega sterkri skapgerð
og var til þess fallin að ryðja sér leið
gegnum óveðursgný.
Það eru forréttindi að kynnast svo
heilsteyptum forystumanni og eign-
ast þannig fyrirmynd til að móta eig-
in lífsviðhorf til þeirrar baráttu sem
lífið réttir hveijum og einum.
Það eru brimbrjótar og frum-
kvöðlar sem byggja stoðkerfin í
samfélaginu og hlaða vamargarð-
ana. Við sem eftir lifum þökkum
Jóni þau ógleymanlegu og gjöfulu
spor sem hann með einstökum hætti
setti á allt sitt umhverfi og sam-
ferðamenn.
Guðrún Þórsdóttir.
Með Jóni í Lárósi, eins og hann
var oftast nefndur, er horfinn af
sjónarsviðinu einstakur eldhugi sem
átti sé feril sem stangaveiðimaður
og ötull brautryðjandi á sviði fisk-
ræktar og fiskeldis um áratuga
skeið. Jón var án efa í hópi fárra
manna, sem veitt hafa á stöng í flest-
um ám landsins, þar sem hann hóf
sinn stangaveiðiferil snemma á öld-
inni, þegar menn höfðu gott aðgengi
að laxveiði vítt og breitt um landið.
Jóns verður þó sérstaklega
minnst fyrir afskipti sín af fiskrækt-
ar- og fiskeldismálum og þar naut
sín sérstaklega atorka hans og sú
staðreynd að hann var þúsundþjala
smiður og snjall rafvirki. Á sjöunda
áratugnum voru stangaveiðimenn
einhverjir ötulustu talsmenn fyrir
fiskrækt í landinu og tók Jón mikinn
þátt í að skipuleggja og framkvæma
flutninga á seiðum af ýmsum stærð-
um í veiðiár um land allt. Af mikilli
útsjónarsemi hannaði hann flutn-
ingsmáta fyrir laxaseiði í plastpok-
um, sem fylltir voru af vatni og súr-
efni og gerðu kleift að flytja
laxaseiði um langan veg bæði í bílum
og með flugi. Þetta auðveldaði mjög
flutning á lifandi fiski milli lands-
hluta og jafnvel til útlanda, eins og
útflutningur á laxaseiðum með flugi
til Noregs á áttunda áratugnum er
dæmi um.
Jón átti sér þann draum að byggja
upp laxeldi og hafbeit á æskuslóðum
sínum við Lárvaðal á Snæfellsnesi.
Hann hafði ásamt félaga sínum Ing-
ólfi Bjarnasyni og fleiri áhugamönn-
um frumkvæði að byggingu sjávar-
lóns í Lárvaðli og hóf sleppingar á
ýmsum stærðum af seiðum. Til að
útvega seiði til verkefnisins leigði
hann aðstöðu að Laxalóni, þar sem
hann ól laxaseiði, sem síðan voru
flutt vestur í Lárós. Meðan Jón var
að byggja upp stofn, sem hentaði í
Lárósi, aflaði hann klaklaxa víða að.
í lok sjöunda áratugarins bar þrot-
laust starf hans ávöxt en þá gengu
fleiri þúsund laxar í hafbeitarstöðina
í Lárósi, sem seldir voru á markað í
Reykjavík. Jón átti á þessum tíma
tilraunasamstarf við vísindamenn,
sem unnu í Laxeldisstöð ríkisins í
Kollafirði og var framlag Jóns til
þeirra rannsókna ómetanlegt. Jón
var alla tíð formaður veiðifélags
Látravíkur, sem hann stofnaði
ásamt öðrum landeigendum við
Lárós, og hafði afskipti af starfsemi
í Lárósi í þrjá áratugi eða uns hár
aldur og kraftar leyfðu ekki meir.
Þá er ógetið um farsæl afskipti
Jóns af félagsmálum stangaveiði- og
fiskeldismanna. Hann sat fjölda ára
í fulltrúaráði Stangaveiðifélags
Reykjavíkur og var meðstofnandi og
síðar formaður „Félags áhuga-
manna um fiskrækt," sem um árabil
hélt fræðslufundi og gaf út árbók.
Hann var hvatamaður að stofnun
Landssambands fiskeldis- og haf-
beitarstöðva, sat í stjóm þess og var
formaður 1983-87. Hann var síðan
kjörinn fyrsti heiðursfélagi lands-
sambandsins 1989. Jón gaf sig allan í
þessu starfi og átti auðvelt með að
umgangast fólk því hann var léttur í
lund. Hann var einkar jákvæður
maður, sem vildi framgang hins
breiða flokks veiðimála sem mestan.
Með Jóni er genginn einstakur
maður sem skilur eftir góðar minn-
ingar hjá þeim, sem með honum
störfuðu að sameiginlegum áhuga-
málum.
Blessuð sé minning Jóns Kr.
Sveinssonar.
Ámi ísaksson
veiðimálastjóri.
Kveðja frá rafverktökum
Látinn er Jón Kr. Sveinsson raf-
verktaki. Jón gekk í Félag löggiltra
rafverktaka í Reykjavík árið 1937 og
var formaður þess félags frá 1948-
1953. Jón var einn af stofnendum
Landssambands íslenskra rafverk-
taka, LÍR, árið 1949 ásamt því að
gegna þar fomennsku fyrstur
manna, árin 1949-1956. Af sögu LÍR
má ráða að stórhugur og mikill
metnaður einkenndi störf frum-
kvöðlanna og þar var Jón fremstur í
flokki. Hann var hörkuduglegur í
öllum þeim störfum sem hann tók
sér fyrir hendur og mikill fengur
fyrir samtökin að fá slíkan forystu-
mann. Jón varð fýrstur manna til að
hljóta gullmerki LÍ R og það var mér
mikill heiður og ánægja að fá að
heiðra hann að nýju á fimmtíu ára
afmæli sambandsins á síðasta ári.
Jón stofnaði rafmagnsfyrirtækið
Ljósafoss árið 1937, fjölskyldufyrir-
tæki sem enn er í fullum rekstri. Jón
lagði síðar stund á fiskirækt þar sem
hann var einnig brautryðjandi. Eg
vil færa eftirlifandi eiginkonu Jóns,
Jórunni G. Rósmundsdóttur, og öll-
um aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur frá Samtökum atvinnu-
rekenda í raf- og tölvuiðnaði.
Ómar Hannesson,
formaður.
Tengdafaðir minn, Jón Kristinn
Sveinsson, er látinn eftir erfiðan
kafla á langri ævi. Hann fór í gegn-
um þetta tímabil með sömu seigl-
unni og æðruleysinu sem einkenndi
hann við allt það sem hann tók sér
fyrir hendur á lífsleiðinni.
Hann var baráttumaður sem
aldrei lét í minni pokann. Ef Jón gat
það ekki þá gat það enginn. Og ekki
var það fyrirgangur sem einkenndi
hann heldur prúðmennska og ósér-
hlífni.
Hann hafði mótast í æsku af erf-
iðri lífsbaráttu sem einkenndi mörg
íslensk heimili fyrri part þessarar
aldar.
Okkar kynni hófust þegar ég og
Nanna kona mín fórum að draga
okkur saman, en hún er dóttir Jóns
og Þórunnar Bjarneyjar Einarsdótt-
ur, fyrri konu hans, sem þá var látin
fyrir nokkrum árum. Síðan eru liðin
fjörutíu og sjö ár. Það er langur tími
þegar horft er fram á veginn en
stuttur tími þegar horft er til baka.
Eg minnist ekki neinna skugga á
kynnum okkar öll þessi ár og segir
það nokkuð um þá lagni sem hann
hafði við að umgangast náunga sinn.
Ég verð að játa að mér finnst í
þessum minningum mínum að hann
hafi oftar liðsinnt mér en ég honum.
Margar minningar koma upp í
hugann og kannski ekki síst frá þeim
tíma sem honum entist heilsa til að
sinna áhugmáli sínu vestur í Látra-
vík, þar sem hann byggði upp lax-
eldisstöð. Þar var oft þröngt setinn
bekkurinn en alltaf glatt á hjalla.
í dag þegar ég kveð Jón tengda-
föður minn geri ég það með söknuði
og þakklæti í huga en gleðst yfir
góðum æviverkum hans, sem Jór-
unn Rósmundsdóttir eiginkona
hans, börn hans, ættmenni og vinir
geta minnst með stolt í huga. Bless-
uð sé minning hans.
Oskar Guðmundsson.