Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Karlmenn tala MYIVDLIST G u 1 a h ú s i ð, L i n d a r g ö 111 4 8 b BLÖNDUÐ TÆKNI/ TEIKNINGAR ARNÞRÚÐUR INGÓLFSDÓTTIR & STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ Til 28. maí. Opið daglega frákl. 15-18. STEINGRÍMUR Eyfjörð er þekktur fyrir teikningar sínar. Fá- ir listamenn hafa gengið eins langt í því að tjá sig með þeim vanmetna miðli. Steingrímur notar nefnilega ekki teikninguna sem riss eða und- irbúningspár fyrir aðra og „æðri“ miðla, heldur leyfír hann henni að lifa sínu lífi sem alfa og ómega þess sem hann vildi sagt hafa. Þegar maður sér teikningu beitt með svo frábærum árangri finnst manni sem hún hljóti að vera sí- gildur miðill allra tíma og efnis- meiri myndlist sé ef til vill óþarfa ofrausn. Teikningin stendur nefnilega nær ritlistinni en nokkur önnur myndlist og þó er hún svo ólík henni. Teikningin getur gefið mik- ið í skyn, en hugurinn verður oft- ast að geta í eyðurnar. Að því leyti er dráttlistin mun kröfuharðari gagnvart áhorfandanum en mál- aralistin, án þess að vera jafn örlát á tilfinningaleg skilaboð. Eins og Steingrímur Eyfjörð notar miðil- inn dregur hann athygli okkar að enn einu sérkenni teikningarinnar; því eðli hennar að geta teflt saman gjörólíkum listmiðlum líkt og ger- ist í teiknimyndasögunni. Og Steingrímur gerir reyndar einum betur því honum tekst eins og fyrri daginn að fara bil beggja, frjálsrar teikningar og grafískrar hönnunar án þess að glata sínu listræna flugi. Hann fær sjö karl- menn á meðferðarstofnun til að tíunda hvernig þeir vilji hafa draumadísina sína í laginu. Hver og einn svarar tuttugu og þremur spurningum um kvenlíkamann, en allir skilja mennirnir eftir sig slóð af misheppnuðum samböndum. Teikningar Steingríms varðveita svör sjömenninganna, sem gjarnan lýsa ljóðrænni þrá eða söknuði eft- ir horfnu sambandi. Svör á borð við: „Mjaðmir: Breiðar mjaðmir sem eru góðar til barneigna; líkar Sigurboganum í París,“ eða; „Munnur: Eins og vík- ingaskip séð á hlið - lítið langskip - ljósrauður eins og einhver ávöxt- ur; hálfþroskaður tómatur", lýsa vel myndrænum tilsvörum þessara fremur ólánsömu karlmanna. Arnþrúður Ingólfsdóttir jafnar upp viðfangsefni Steingríms með því að beina athyglinni að tveim nemendum sínum í Hallormsstaða- skóla á Héraði, Skriðdælingunum Erpi Snæ og Örvari Má, sem báðir /-----------------------------------\ fVERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Innritun nýnema Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu skólans og á heimasíðu hans www.verslo.is. Einnig má sækja um á umsóknareyðublaði menntamálaráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til kl. 16 þriðjudaginn 6. júní nk. Svör við umsóknum verða póstlögð miðvikudaginn 7. júní 2000. Umsækjendur þurfa ekki að sækja um annan skóla til vara og verður þá farið með umsókn þeirra sem trún- aðarmál. í því tilviki er nemanda ráðlagt að leggja einnig inn umsókn í annan skóla. 280 nemendur verða innritaðir í 3. bekk VÍ. Undanfarin ár hefur verið hægt að innrita alla umsækjendur með meðaleinkunn 7,7 í samræmdum greinum (skólaeink- unnir og samræmdar einkunnir) og sum ár nemendur með lægri meðaleinkunn. Þeirtveir umsækjendur, sem hafa hæstu meðaleinkunn á samræmdum prófum, fá skólagjöld VÍ felld niður þar til þeir hafa lokið verslunarprófi. Nemendur, sem þess óska og eiga fartölvu, geta tengt hana skólanetinu. Opiö hús verður í Verzlunarskóla íslands föstu- daginn 2. júní ki. 15-18. Þar munu kennarar og námsráðgjafar skólans verða til viðtals og taka á móti umsóknum. Nánari upplýsingar fást á heima- síðu skólans og hjá námsráðgjöfum, sími 568 8400. Verið velkomin! Verzlunarskóli íslands Elli sýnir í Gallern MYNDLISTARMAÐURINN Erl- ingur Jón Valgarðsson (elli) opnar sýningu í Galleríi List í Skipholti 50d á morgun, laugardag, kl. 15. A sýn- ingunni verða málverk og skúlptúr- ar. Sýningin nefnist Helga jörð. Um sýninguna segir listamaðurinn: „Jörðin á skilið virðingu, auðmýkt og aðdáun. Gjöfult líf hennar, fegurð dulúð og máttur lætur engan ósnort- inn. Til að heiðra hana fyrir gjafir hennar og líf, og ekki síst að sýna henni auðmýkt og virðingu hef ég unnið málverk og skúlptúra sem sýna tilbrigði hennar í litum, for- mum og áferð. Elli er fæddur 1961. Hann stund- aði listnám við Myndlistaskólann á Akureyri, hjá Rafael Lopes í Falun í Svíþjóð og við Haraldsboskolan á sama stað. Elli er búsettur á Akur- eyri og hefur haldið nokkrar einka- sýningar þar, sem og í Reykjavík. Hann hefur einnig tekið þátt í sam- sýningum bæði hér heima og í Sví- þjóð. Sýningin er opin virka daga frá 11 til 18, um helgar frá 11 til 17, henni lýkur 18. júní. MYNDBÖND eru sýnd í Listasafni íslands í tengslum við sýninguna íslensk og erlend myndbönd, sem er liður í sýningunni Nýr heimur - stafrænar sýnir. í dag, föstudag, kl. 12 og kl. 15 verða sýnd verk Barböru Ham- mann: Frage, 1979. Hautmusik, 1981. Barbara Hammann fæddist í Hamborg 1945. Hún lauk doktor- sprófi í listasögu 1972 og stundaði nám í leiktjaldahönnun við Inter- national Summer Academy í Salz- burg 1976. Hún hefur unnið með myndbönd frá 1982. Hlaut 1. verð- laun á International Videofestival í Tókýó 1983. Prófessor við listahá- skólann í Kassel, Þýskalandi frá 1992. Hefur sýnt víða um heim, m.a. í Museum Folkwang, Essen; Kunst- verein Köln; Museum of Modern Art, New York; Staatsgalerie Munchen; Palazzo Ducale, Genua og Nýlistasafninu, Reykjavík 1985. Lofsamleg umfjöllun um Louisu Matthíasdóttur í New York Löngum og merk- um ferli lokið NÝVERIÐ var grein í The New York Times eftir Ken Johnson list- gagnrýnanda um Louisu Matthías- dóttur sem að hans sögn átti lang- an og merkan feril að baki er hún lést í febrúar, 83 ára að aldri. Greinin fjallar um yfirhtssýningu á verkum Louisu sem spannar þrenns konar nálgun hennar á við- fangsefninu, þar sem áherslur í formi og sálfræði verkanna eru mismunandi. Uppstillingarnar eiga mikið skylt við landslag Að sögn Johnsons eni landslags- myndir hennar frá íslandi mest óhlutbundnar, þar sem einstaka kind, hest eða hús ber við víðáttu- mikil engi. Þær fela í sér draum- kennda tilfínningu þar sem ákveð- in alhæfing í meðhöndlun myndefnisins kveikir þó löngun hjá áhorfandanum til að líta eitt- hvað sértækara. í uppstillingum sínum nær Lou- isa betra jafnvægi á milli þess óhlutbundna og raunsæis, að mati Johnsons. Þar tekst henni með breiðum pensli og miklum and- stæðum í litavali, að gefa flöskum, eldunaráhöldum og grænmeti skarpar línur, í uppstillingum sem Grasker á bláum dúk, 1987, oiía á striga. eiga mikið skylt við landslag. í þessum myndum má greina leik- ræna þætti, segir Johnson, þar sem hlutir virðast hreyfanlegir eins og persónur á sviði. Persónueinkenni hennar njóta sín vel í sjálfsmyndunum. Johnson fer lofsamlegum orðum um sjálfsmyndir Louisu, þar sem hann segir að þau persónueinkenni sem hægt er að finna í uppstilling- unum njóti sín einnig vel. í verk- inu „Sjálfsmynd með Blaze“ stend- ur listamaðurinn hvíthærður með hendur á mjöðmum í marglitri peysu og bláu pilsi með hund við fætur sér. í þessari mynd sér Johnson ákveðna samsömun á milli verkanna sjálfra og listamannsins en hann líkir honumþar við upp- hafinn enskukennara þar sem strangleikinn er einungis gríma til að hylja skemmtilega kímnigáfu. Myndbönd íLÍ Ljósmynd/Halldðr B. Runólfsson Teikningar og könnun Steingríms Eyfjörð í Gula húsinu við Lindargötu: Sjö karlar greina frá hugmyndum sínum um draumadísina. eru í áttunda bekk. Þeim leiðist í skólanum en vita allt um bíla, enda hafa þeir tekið í allar gerðir farar- tækja og vita upp á hár hvernig á að losa bíl úr snjóskafli og koma honum upp hála brekku. Þegar Arnþrúður hafði fengið afsvar frá bifvélaverkstæði eftir að hafa klesst bílinn sinn tóku þeir Erpur Snær og Örvar Már sig til og kýldu út klessurnar. Skekkta grindina réttu þeir með því að tengja hana við tvær dráttarvélar sem þeir óku í gagnstæða átt. Þannig fékk Arnþrúður bílinn sinn aftur í ökufæru ástandi þegar þessir tveir fjórtán ára unglingar höfðu endurnýjað hann eftir áreksturinn. Á sýningunni í kjallara Gula hússins má sjá myndraðir af bif- vélavirkjunum ungu vinna við bíl- hræið, en undir er hljómverk sem mixað er með umhverfishljóðum. Ef til vill mætti mixið vera betur útfært í heild sinni. Það breytir því þó ekki að bestu hlutar hljómverksins hitta í mark. Ef finna ætti verki Arnþrúðar óskaform væri það áreiðanlega bók með ljósmyndum af köppunum tveim ásamt geisladiski með hljómverki hennar. Slík samstæða - hönnuð af Steingrími Eyfjörð - væri tilvalin sending að austan, þar sem blómstrar greinilega merkilegt listalíf í skjóli trjágróð- ursins. Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.