Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skólaslit Flens- borgarskólans FLENSBORGARSKÓLANUM var slitið laugardaginn 20. maí við hátíðlega athöfn í Víðistaðakirkju. Að þessu sinni var útskrifaður 51 stúdent. I hópnum voru tveir sem luku námi á þremur árum og þrír öldungar. Besta árangrinum náði Lilja Yr Halldórsdóttir en hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut eftir þriggja ára nám. Pá fékk Hreinn Sæ- mundsson einnig verðlaunaður en hann lauk flestum einingum og einnig með góðum árangri. Fleiri voru verðlaunaðir fyi'ir ár- angur sinn. Þrír nýnemar voru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur í námi en það voru þau Lilja og Rósa Guðmundsdætur sem eru tvíburasystur og Vignir Freyr Helgason sem öll luku prófum með afbragðsárangri. 25 ára stúdentar héldu upp á stúdentsafmæli sitt og færðu skólanum að gjöf listaverkið Uppsprettan eftir Sverri Ólafsson. Við athöfnina söng kór skólans undir stjórn Hrafnhildar Blomster- berg. I ræðu skólameistara, Einars Birgis Steinþórssonar, kom fram að vegna þrenginga í rekstri verð- ur Öldungadeildinni lokað næsta vetur en í staðinn eflt samstarf við Námsflokka Hafnarfjarðar um ým- is námskeið. Þá vék hann að far- tölvuvæðingu en í undirbúningi er að bjóða nemendum og kennurum fartölvur og þráðlausa tengingu á næsta sumri. Skólameistari fjallaði um breytingar á námskrá og sagði frá þeim nýjungum sem í vændum eru en vinnsla námskrár er á loka- títskriftarnemendur frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. stigi. Hann vék einnig að neyslu- hyggjunni sem alið er á meðal nemenda og taldi að hún væri farin að trufla skólastarf auk þess sem ungmenni stunduðu gríðarlega vinnu með námi til að standa undir dýrum rekstri og jafnvel lánum. Einar vék einnig að starfi vetr- arins en miklu hefur verið áorkað í námskrár- og skipulagsmálum í vetur. Hann taldi mikilvægt að yf- irvöld stæðu vel við bakið á skólun- um um leið og hann þakkaði starfs- fólki og nemendum samstarfið á líðandi vetri. Stóriðjuskóliim út- skrifar 14 nemendur i Hluti útskriftarnema úr Borgarholtsskóla. BORGARHOLTSSKÓLA var slitið í fjórða sinn laugardaginn 20. maí. At- höfnin fór fram í nýjum sal skólans. Útskrifaðir voru 109 nemendur; 14 nýstúdentar, 24 nemendur í bílgrein- um, sem luku námi í svonefndu lotu- kerfi, sem er nýjung í framhaldsskól- um, 28 úr málmiðngreinum, 3 í pípulögnum, 12 af félagsþjónustu- braut, 9 af verslunarbraut og 20 af al- mennri námsbraut. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut íris Axelsdóttir. Öllum nemendum var afhent birk- iplanta með skírteinum sínum um námslok og þeii' hvattir til að gróð- ursetja hana í góðum jarðvegi. Aðstoðarskólameistari lýsti starf- seminni á liðnu skólaári. í máli hans kom fram að skólinn á gott samstarf við atvinnulífið; hann annast kennslu stuðningsfulltrúa og skólaliða í grunnskólum samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Fyrstu stúd- entarnir frá Borgar- holtsskóla kennsla í stóriðjuskóla ÍSAL er í höndum skólans og í húsakynnum hans fara fram endurmenntunar- námskeið í bíl- og málmiðngreinum. I félagslífi nemenda bar hæst gott gengi í Gettu betur. Meiri skilningur á mannrækt Skólameistari gerði siðmennt að umræðuefni í kveðjuávarpi sínu, en einkunnarorð skólans eru bókmennt, handmennt, siðmennt. Hún benti að að mannræktarþátturinn í skóla- starfi nyti meiri skilnings en áður; það sýndi lífsleikniáfangi nýrrar námskrár. Hugsunin væri ekki ein- göngu fólgin í að framkvæma að- gerðir heldur skiptu tilfinningar, skilningur manna á eigin tilfinning- um og annarra, ekki síður máli. Nemendur voru kvaddir með þeiiTÍ ósk að þeirra biðu siðferðileg úr- lausnarefni og hæfni til að meta hvaða verðmæti það eru sem veita lífsfyllingu og hamingju. Arna Jónssonar deildarstjóra í bif- vélavirkjun, sem lést í upphafi árs- ins, var minnst með því að viðstaddir risu úr sætum. Ávörp fluttu Anna Rós Sigmunds- dóttir nýstúdent og Örnólfur Thor- lacius fyrrverandi rektor. Fjölmenni var við athöfnina og tónlist fluttu nemendur úr Tónlistar- skóla Grafarvogs. FJÓRTÁN nemendur voru útskrif- aðir frá Stóriðjuskólanum þriðju- daginn 23. maí, við athöfn í Straum- svík. Þetta er í annað sinn sem nemendur útskrifast úr Stóriðju- skólanum og alls hafa því 30 manns lokið námi við skólann. Afhentar voru viðurkenningar fyi-ir bestan námsárangur, en tveir nemendur fengu hæira en 9 í aðal- einkunn. Skóladúx Stóriðjuskólans að þessu sinni var Kristján Helga- son með aðaleinkuna 9,35. Semi-dúx var Björn S. Sverrisson með aðal- einkunina 9,05. Þá fengu fimm nem- endur sérstaka viðurkenningu fyrir 100% mætingu á námstímanum, þeir Bjarni Þór Guðmundsson, Brynjólfur Lárentsíusson, Gauti Brynjólfsson, Kristján Helgason og Sverrir Berg Guðjónsson. Reynsla Islenska álfélagsins hf. af útskrifuðum stóriðjugi'einum er mjög góð og ljóst að menntunin nýt- i ist mönnum mjög vel í starfi. Það markmið hefur því náðst, að bjóða starfsmönnum ISAL upp á gott nám þeim sjálfum og fyrirtækinu til góðs. Námið í Stóriðjuskólanum skipt- ist í almennan og fagtengdan hluta. Almenni hlutinn skiptist í 6 náms- greinar; tölvutækni, mannleg sam- skipti og tjáningu, stærðfræði, eðlis- | fræði, efnafræði, og fyrirtækið og þjóðlífið. Faglegi hlutinn skiptist í framleiðsluferli í stóriðju, tölvur og stýringar, eldföst efni, vélfræði með fyrirbyggjandi viðhaldi, gæða- stjórnun og gæðaeftirlit, vistfræði og umhverfismál, og fræðilegt efni fyrir einstök framleiðsluferli. Að loknu námi í Stóriðjuskólanum fá nemendur launahækkun og starfs- heitið stóriðjugreinir. Faghópur listgreina á leikskólum STOFNAÐUR hefur verið fag- hópur leikskólakennara með sérmenntun á sviði listgreina innan Félags íslenskra leik- skólakennara. Markmið faghópsins er að auka skilning á mikilvægi list- sköpunar fyrir börn, styrkja fé- lagsmenn sína í starfi, auka tengsl við listamenn og stofn- anir tengdar listum, stuðla að rannsóknum á sviði listgreina í leikskólum og að efla þekkingu og símenntun leikskólakennara á sviði listgreina. Allir þeir sem eru meðlimir í Félagi íslenskra leikskólakenn- ara og eru með sérmenntun á sviði listgreina geta orðið aðilar að hópnum. títskriftarnemendur frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Iðnskólinn í Hafnarfírði 64 nemendur útskrifaðir SEXTÍU og fjórir nemendur voru útskrifaðir frá Iðnskólanum í Hafn- arfirði 20. maí sl. Þetta eru fyrstu nemendurnir sem útskrifast eftir að skólinn flutti í nýtt og glæsilegt hús- næði í Flatahrauni 12 um síðustu áramót. í þessum hópi voru fyrstu nemendurnir sem útskrifast af út- stillingarbraut, en fimm nemendur brautskráðust í gluggaútstillingum og munu vera hinir fyrstu sem lært hafa þessa grein á íslandi. Jóhannes Einarsson skólameistari sagði við þetta tækifæri; „Viðburðaríku og ánægjulegu skólaári er að Ijúka. Skólaslit hvers skólaárs eru ávallt afar ánægjuleg og sérstaklega þegar hópurinn sem brautskráist er eins stór og nú.“ Verðlaun voru veitt fyrir frábæran námsárangur. Ragnheiður Kristinsdóttir og Tinna Hlín Ás- geirsdóttir hársnyrtinemar hlutu verðlaun frá Samtökum iðnaðarins fyrir frábæran námsárangur á burt- fararprófi iðnnáms. Arndís Ósk Steinarsdóttir hlaut verðlaun fyrir hæstan árangur í íslensku á loka- prófi. Viðurkenningu fyrir góðan náms- árangur á hönnunarbraut hlaut Fanney Björk Frostadóttir. Þá hlaut Helgi Marteinn Ingason viðurkenn- ingu fyrir frábæran námsárangur í bæði ensku og dönsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.