Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Vaxandi umræður um gerð jarðganga gegnum Vaðlaheiði Húsvíkingar vilja kanna áhuga einkaaðila BÆJARRÁÐ Akureyrar fól bæj- arstjóra, Kristjáni Þór Júlíussyni, í gær að kanna möguleika á því að koma á fundi með samgöngunefnd Alþingis til að ræða um jarðgöng undir Vaðlaheiði. Kristján Þór kvaðst vonast til að hægt yrði að halda fundinn við fyrsta tækifæri. „Við teljum að hugmyndin um göng undir Vaðlaheiði sé fyllilega þess verð að skoða hana nánar en ég vil taka skýrt fram að þó að við viljum umræður um þessi göng er- um við á engan hátt að rugla þá forgangsröð jarðganga sem þegar liggur fyrir, sagði Kristján Þór.“ Það er margt sem bendir til þess að um hagkvæma framkvæmd sé að ræða en Vaðlaheiðin er með fjöl- förnustu fjallvegum landsins, um- ferðin þar yfír er oft meiri en yfir Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Bæjarráð Húsavíkur hefur lýst yfir ánægju með framkomnar hug- myndir um göng í Vaðlaheiði og hefur óskað eftir því að fá að fylgj- ast með framgangi málsins á öllum stigum. I bókun ráðsins sem nýl- ega var samþykkt kemur fram sú skoðun bæjarráðsmanna að nauð- synlegt sé að kanna strax hvort einkaaðilar hafi áhuga á fram- kvæmd verksins jafnframt því sem gerði verði úttekt á hagkvæmni ganganna gegnum Vaðlaheiði. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, sagði að byrja þyrfti á Tónleikar í Safn- aðarheimili Akur- eyrarkirkju Selló og píanó NICOLE Vala Cariglia selló- leikari og Árni Heimir Ing- ólfsson píanóleikari halda tón- leika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju föstudags- kvöldið 26. maí kl. 20.30. Á efnisskrá eru einleiks- svíta nr. 4 eftir J.S. Bach, svíta fyrir selló eftir spænska sellóleikararnn Caspar Cass- adó og sónata fyrir selló og píanó í F-dúr eftir Johannes Brahms. Nicole Vala hóf nám í selló- leik við Tónlistarskólann á Akureyri 6 ára gömul undir handleiðslu Oliver Kentish. Hún lauk 8. stigs prófi frá sama skóla árið 1995 og var aðalkennari hennar síðustu þrjú árin Bryndís Halla Gylfadóttir. Nicole Vala út- skrifaðist með B.Mus. gráðu í sellóleik frá New England Conservatory of Music vorið 1999 og er nú í mastersnámi við sama skóla hjá sellóleikar- anum Yeesun Kim. Hún hefur sótt fjölmörg tónlistamám- skeið í Evrópu, Bandaríkjun- um og Japan. Árni Heimir stundaði nám í píanóleik hjá Jónasi Ingi- mundarsyni í Tónlistarskólan- um í Reykjavík og hjá Lydiu Frumkin við Tónlistarskólann í Oberlin þaðan sem hann út- skrifaðist með B.Mus. gráðu vorið 1997. Hann er nú í dokt- orsnámi við Harvard háskóla þar sem hann stundar einnig kennslu. Miðaverð á tónleikana er 800 krónur en ókeypis fyrir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri. því að kanna arðsemi slíkra ganga, hvar þau ættu að koma og hvað þau myndu kosta. Sagði Reinhard að umferðarþungi um Víkurskarð styddi mjög að göngin væru hag- kvæm en fleiri rök mæltu með framkvæmdinni. Svæðið myndi vaxa með þessum samgöng'ubótum „Eyjafjarðarsvæðið og Norða- usturlandið yrði að einu atvinnu- ÞESSA dagana er unnið að því að setja upp girðingu meðfram Glerá á Akureyri, við gömlu raf- veitustífluna, og fegra svæðið við nýju göngubrúna yfír stifluna. svæði með tilkomu slíkra jarð- ganga, þau myndu auðvelda öll samskipti milli íbúa á þessu svæði og samstarf, en Eyfirðingar og Þingeyingar eiga þegar í töluverðu samstarfi á sviði orkumála," sagði Reinhard. „Það er alveg Ijóst að samgöngubætur af þessum toga myndu gera að verkum að svæðið myndi vaxa. Reinhard benti einnig á að sú fjárfesting sem lögð hefði verið í Gleráin girt af Glerá, sem rennur í gegnum bæinn, getur víða verið varhuga- verð og þá ekki síst fyrir yngsta mannfólkið. Þeir Sigfús Gunnars- son og Njáll Ómar Pálsson starfs- vegagerð yfir fjöllin frá Héraði myndi skila sér enn betur yrðu boruð göng gegnum Vaðlaheiði. Þau hlytu þannig að vera mikið hagsmunamál fyrir Akureyringa sem gætu sótt af auknum þunga austur á land. Mun styttra væri fyrir Austfirðinga að sækja þjón- ustu til Akureyrar en Reykjavíkur en þar væri segullinn. Aukin um- ferð og meiri þjónusta á Akureyri gæti breytt því. „Eg tel að við ættum að skoða þennan kost í fullri alvöru, það þarf að byrja á því að meta arðsemina og í framhaldi af því að velta því upp hverjir möguleikarnir eru á því að kosta þetta verkefni með einkafjármagni," sagði Reinhard. Kostnaður um 4 miHjarðar Samkvæmt lauslegri úttekt sem Vegagerðin hefur gert mun kostn- aður við tvíbreið 7,2 km löng jarð- göng gegnum Vaðlaheiði kosta um 4 milljarða króna. Miðað hefur ver- ið við að göngin væru í um 100 metra hæð á móts við Akureyri og í rúmlega 100 metra hæð á móts við gömlu brúna yfir í Vaglaskóg í Fnjóskadal. I úttekt Vegagerðarinnar kemur fram að 6-700 bílar fara að jafnaði yfir Vaðlaheiðina um Víkurskarð á dag en yfir sumarmánuðina eru þeir um 1.200 talsins. menn Garðverks voru í girðinga- vinnu við ána er Ijósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð í vikunni. Y erðlaunahugmynd Egils Jónssonar til um- ræðu í bæjarráði Akureyr- arbær vill koma að málinu BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að fela formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við Egil Jónsson tannlækni um með hvaða hætti Ak- ureyrarbær geti komið að því máli að tryggja framgang og uppbyggingu þeirrar hugmyndar að nýiðnaði sem Egill hefur unnið að á Akureyri. Eins og komið hefur fram hlaut Egill fyrstu verðlaun í samkeppni Nýsköpunarsjóðs, fyrir nýstárlega viðskiptahugmynd um framleiðslu staðlaðra postulínsfyllinga sem kom- ið geta í stað hefðbundinna plast- og silfurfyllinga. í viðskiptaáætlun er gert ráð fyrir 3% markaðshlutdeild og gangi hún eftir gæti þessi hug- mynd skilað miklum hagnaði í fram- tíðinni og skapað mörg ný störf á Ak- ureyri. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri sagði að Egill væri búinn að leggja mikla vinnu í þetta verkefni og ef þetta dæmi gengi upp væri það mjög áhugavert. Um leið væri verið að skapa nýja atvinnu- grein í bænum sem kallaði á ný störf, nýja þekkingu og nýja framleiðslu inn á svæðið. Bæjarstjóri sagði of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins með hvaða hætti bærinn kæmi að málinu. „En þarna er um nýja og áhugaverða hugmynd að ræða sem full ástæða er til að taka undir með einhverjum hætti og vinna að því að veita henni brautargengi." ^------*■++------ Utivistar- og fjölskyldu- dagur í Dalvík SUNDLAUG Dalvíkur og Spari- sjóður Svarfdæla hafa í gegnum ár- in átt gott samstarf sem leitt hefur af sér fjördag í lauginni á vorin þar sem Sparisjóðurinn býður íbúum á starfssvæði sínu ókeypis í Sundlaug Dalvíkur. Að þessu sinni mun ÍSÍ halda íþróttadag um allt land laugardag- inn 27. maí auk þess að Fjölskyldu- ráð félagsmálaráðuneytisins hvetur foreldra um allt land til samveru með börnum sínum, segir í fréttatil- kynningu. Dagskráin hefst í Sundlaug Dal- víkur kl. 10 og stendur allan daginn. Opið verður í íþróttahúsi Dalvíkur frá kl. 17 fyrir alla sem vilja koma og leika sér, skjóta á körfu, fara í badminton eða hoppa á trampólíni. Kl. 21 er síðan diskótek í félags- miðstöðinni fyrir 7. bekk - 10. bekk til kl. 24. Ókeypis aðgangur Fugl lenti á væng Fokker-flugvélar á Akureyrarflugvelli Alltaf hætta þar sem fugl er við flugvelli FUGL lenti á væng Fokker-flugvélar Flugfélags íslands sem var á leið um Akureyrarflugvöll í vikunni, með þeim afleiðingum að öryggishlíf á lendingarljósi brotnaði. Mikið fuglalíf er við Ak- ureyrarflugvöll, enda er hluti svæðisins í kring- um völlinn friðland fugla. Sigurður Hermannsson umdæmisstjóri Flug- málastjórnar sagði að það væri alltaf viss hætta þar sem fugl væri í nágrenni flugvalla. Hann sagðist þó ekki hafa fengið neinar kvartanir frá flugrekendum vegna fugla á þeim tveimur og hálfu ári sem hann hefur verið hjá Flugmála- stjórn og heldur ekki vegna atviksins í vikunni. „Við erum meðvitaðir um hættuna og höfum reynt að halda fugli frá en það er þó gert innan þeirra reglna og laga sem við verðum að fara eft- ir. Við getum ekki skotið hér allt kvikt sem hreyfist. Þetta er þekkt vandamál víða og fuglar eru óæskilegir þar sem ílug fer fram og reyndar í háloftunum líka. Sigurður sagði að menn væru ekki alltaf sam- mála um hvaða aðferðir væru bestar til að halda fuglinum frá. Mesta hættan er vegna gæsa að sögn Sigurðar, sem sækir inn á svæðið á vorin og haustin og einnig er stormmávurinn hættulegur og þá sérstaklega þegar hann er með unga en stormmávurinn er friðaður. „Það er alltaf vont þegar fuglar lenda í hreyfl- um og fyrir flugrekendur er þetta mikið fjár- hagslegt tjón, enda hreyflarnir dýrir. Og það er ekki síst þess vegna að mönnum er illa við fugl- inn en kannski ekki endilega að úr því verði flugslys. Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.