Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 35
ERLENT
Ummæli fransks ráðherra varpa skugga á sambúð Þýskalands og Frakklands
Sagði Þýskaland ekki hafa jafn-
að sig á „útafspori“ nasismans
París. Reuters, AFP.
INNANRÍKISRÁDHERRA
Frakklands, Jean-Pierre Chevene-
ment, baðst í vikunni afsökunar á
ummælum sem hann lét falla um síð-
ustu helgi og opinberuðu það álit
hans að utanríkisstefna Þýskalands
væri enn mótuð af arfi nasismans.
Chevenement sagði í viðtali við
frönsku sjónvarpsstöðina France 2 á
sunnudag að hugmyndir sem
Joschka Fischer, utanríkisráðherra
Þýskalands, kynnti nýlega um fram-
tíð Evrópusamrunans væru til marks
um að Þjóðverjar vildu þröngva sínu
pólitíska kerfi upp á aðra íbúa álfunn-
ar. Hugmyndir Fischers, sem hann
kynnti í ræðu í Berlín fyrir skömmu,
hafa vakið mikla athygli í Evrópu. I
meginatriðum fela þær í sér að
Evrópusambandið (ESB) verði það
sem Fischer kýs að kalla „sambands-
n"ki þjóðnTga11.
„Svo virðist sem það sem hér er á
ferðinni sé sú tilhneiging Þjóðverja
að vilja særa fram hliðstætt sam-
bandsfyrirkomulag í Evrópu og er
við lýði í Þýskalandi,“ sagði Chevene-
ment í sjónvarpsviðtalinu. „I raun
dreymir Þýskaland enn um Hið hei-
laga rómverska ríki. Það hefur ekki
jafnað sig á því „útafspori" í sögu
sinni sem nasisminn var.“
Ummæli Chevenements vöktu
þegar mikla reiði meðal Evrópusinna
í álfunni. Einn þeirra, Valery Giscard
D’Estaing, fyrrverandi forseti
Frakklands sagðist vera rasandi
vegna orða Chevenements og hvatti
ríkisstjómina til að taka afstöðu gegn
þeim. „Að saka leiðtoga Þýskalands
um, meira eða minna, að endurvekja
nasismann er óþolandi," yar haft eftir
D’Estaing í vikunni, „Ég veit ekki
hvort fólk sem segir svona lagað ger-
ir sér grein fyrir þeim skaða sem það
veldur Frakklandi og Þýskalandi."
Chevenement hefur í vikunni
reynt að draga úr ummælum sínum.
„Mér þykir þetta mjög leitt því hugs-
anh’ mínar voru e.t.v. of flóknar til að
þær væri hægt að tjá í sjónvarpi. Að
sjálfsögðu elska ég Þýskaland og er
fylgjandi vináttu Þjóðverja og
Frakka. Ég sagði einfaldlega að
Þýskaland hefði ekki verið læknað,
ekki af nasisma, heldur af því sögu-
lega útafspori sem nasisminn var,“
sagði hann í einu viðtali.
Chevenement er fonnaður Mann-
réttindaflokksins, sem á aðild að
samsteypustjórn undir forystu sós-
íalista, og er þekktur fyrir að vilja
eindregið standa vörð um franskt
fullveldi. Hann sagði af sér ráðherra-
dómi árið 1991 vegna andstöðu við
stríðsrekstur Vesturveldanna í írak
og Kúveit og ári síðar barðist hann
ötullega gegn samþykkt Maastricht-
sáttmálans.
Lofar tillögur
starfsbróður síns
Hubert Vedrine, utanríkisráð-
herra Frakklands, hefur lofað tillög-
ur hins þýska starfsbróður síns en
sagt að Frakkar vilji nú einbeita sér
að fyrirhugðum breytingum á stofn-
unum ESB vegna stækkunar þess til
austurs. Franski ráðherrann sagðist
fyrir síðustu helgi óttast að tillögur
Éischers kynnu að valda sundrungu
innan sambandsins. Frakkar taka við
forsæti í leiðtogaráði ESB á síðai'i
helmingi þessa árs og kemur því í
þeirra hlut að leiða til lykta endur-
skoðun grunnsáttmála sambandsins
sem nauðsynleg er vegna stækkun-
arinnar.
„Ef það land sem tekur við forsæt-
inu setur tillögurnar á dagski’á mun
það samstundis leiða til þess að
Evrópubúar skipi sér í a.m.k. þrjár
fylkingar: fólk sem styður tillögurn-
ar, fólk sem eru þeim algerlega and-
vígt og fólk sem er ekki alveg visst í
sinni sök,“ sagði Vedrine. Ummæli
franska ráðherrans féllu skömmu
fyrir reglulegan fund leiðtoga Frakk-
lands og Þýskalands sem haldinn var
skammt utan við París sl. föstudag.
Voru tillögurnar meðal meðal þess
sem þeir Jacques Chirac Frakk-
landsforseti og Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, ræddu sín á
milli á fundinum.
Lokatakmarkið evrópskt
sambandsríki
I ræðu sem Joschka Fischer hélt í
Humboldt-háskólanum í Berlín lagði
hann til að nokkur ríki innan ESB
hefðu forystu um að ganga lengra í
pólitískum samruna og að lokatak-
mark Evrópusamrunans ætti að vera
evrópskt sambandsríki. Evrópska
samþandsríkið ætti að fá eigin ríkis-
stjórn, þing og stjórnarskrá, þar sem
valdsvið sambandsstjórnarinnar og
þjóðríkjanna yrðu skýrt afmörkuð.
Þjóðríkin héldu áfram að vera póli-
tískar grunneiningar sambandsins.
Varaði Fischer við því að ef ekki færi
fram umræða um hvert vera ætti
lokatakmark Evrópusamrunans, nú
þegar til stæði að fjölga aðildarríkj-
um ESB upp í allt að 30, væri hætta á
að sambandið lenti í blindgötu og
jafnvel liðaðist í sundur.
Kristnihátíð í
Færeyjum
Þrír
prestar
valda
fjaðrafoki
Þdrshöfn. Morgunblaðið.
ÞRÍR færeyskir sóknarprest-
ar, sem eru algerlega andvígir
staðfestri sambúð samkyn-
hneigðra með kirkjuvígslu,
hafa valdið miklu fjaðrafoki í
tengslum við fyrirhugaða
kristnihátíð í Færeyjum sem
halda á um hvítasunnuhelgina.
Hans Jacob Joensen, biskup
Færeyja, hefur boðið 16 bisk-
upum frá Norðurlöndum til há-
tíðarhaldanna. Tíu þeirra eru
frá Danmörku og hefur þeim
verið boðið að halda guðsþjón-
ustur víðs vegar um Færeyjar
annan í hvítasunnu. Færeysku
prestarnir þrír hafa hins vegar
mótmælt því harðlega að
dönsku biskuparnir haldi mess-
ur í prestaköllum sínum vegna
þeiiTai’ ákvörðunar danskra
biskupa árið 1997 að leyfa
vígslu samkynhneigðra. Hefur
málið dregið nokkurn dilk á eft-
ir sér þar sem færeyskir sókn-
arprestar sem eru á önverðri
skoðun rituðu biskupunum
dönsku afsökunarbréf nýverið.
í bréfinu er fullyrt að sóknar-
prestarnir þrír tali ekki máli
þorra íbúa eyjanna og vonast er
til að málið muni ekki skaða há-
tíðarhöldin.
Handtekinn vegna gruns
um morðið á Jill Dando
London. Morgnnblaðiö.
SCOTLAND Yard
handtók í gær mann
grunaðan um morðið á
sjónvarpskonunni Jill
Dando í apríl í fyrra.
Þessi morðrannsókn
er orðin ein sú um-
fangsmesta sem Scot-
land Yard hefur unnið
að; faidð hefur verið í
saumana á lífshlaupi
Jill Dando, lögreglan
hefur farið í gegnum
8.000 ábendingar,
80.000 símtöl í far-
síma, 13.700 tölvubréf,
kannað 20.000 bláa
Range Rover-bíla,
rætt við 4.000 hugsan-
leg vitni og 100 manns
hafa verið sérstaklega
yfirheyrðir vegna að-
dáunar þeirra á Jill
Dando. Þrír menn
hafa verið handteknir
við rannsókn málsins
og síðan látnir lausir
aftur, en maðurinn,
sem handtekinn var í
gærmorgun, er sá
fyrsti sem handtekinn er grunaður
um morðið.
Maðurinn vai’ handtekinn klukkan
hálfsjö í gærmorgun á heimili sínu í
Hammersmith. Hann er um fertugt
og hefur ekki komið við sögu málsins
áður. Lögreglan verst enn allra
frétta af handtökunni, en svo virðist
sem hún hafi átt sér nokkurn aðdrag-
anda. Lögreglan hefur nokkrum
sinnum lýst sérstaklega eftir upplýs-
ingum tengdum málinu, m.a. í sjón-
varpsþætti um óleyst sakamál sem
Jill Dando var annar umsjónar-
manna að og 250 þúsund pundum vai’
heitið þeim sem gæti gefið upplýsing-
ar sem leiddu til handtöku morðingj-
ans. Lögreglan auglýsti eftir upplýs-
ingum nú síðast 21. apríl sl. og fékk
þá 400 símtöl og um 200 ábendingar.
Breska sjónvarpsstjarnan Jill Dando, sem hér
sést á mynd frá því í janúar 1999, var einn aðal-
fréttaþulur BBC-sjónvarpsstöðvarinnar.
Jill Dando var skotin til bana fyrir
utan heimili sitt við Gowan Avenue
um hálftólfleytið 26. apríl 1999. Hún
var að koma frá unnusta sínum Alan
Farthing, en gifting þeirra stóð fyrir
dyrum, og Dando hafði sett hús sitt
við Gowan Avenue í sölu. Lögreglan
telur atburðarásina hafa verið þá, að
morðinginn hafi setið fyrir henni,
komið aftan að henni þegar hún gekk
frá bíl sínum að útidyrunum, neytt
hana niður og skotið hana í hnakk-
ann og gengið síðan burt.
Fyrstu dagana beindist rannsókn-
in einkanlega að tveimur mönnum,
en vitni sáu annan þeirra hraða sér
frá Gowan Avenue á tali í farsíma og
hinn maðurinn sást fara löðursveitt-
ur eins og eftir hlaupasprett upp í
strætisvagn á Fullham Road. Þá
I
beindist athygli lögreglunnar að blá-
um Range Rover, sem var ekið hratt
í burtu frá þessu svæði og m.a. yfir á
rauðu ljósi, en þessi atriði málsins
runnu út í sandinn eins og flest önn-
ur.
Þrjár meginkenningar voru á lofti;
að morðinginn væri atvinnumorð-
ingi, sem fenginn hefði verið til
ódæðisins vegna þátttöku Jill Dando
í sjónvarpsþætti um óleyst sakamál,
að um fyrirsát hefði verið að ræða
sem lengi hefði verið í undirbúningi
eða að ástsjúkur maður hefði verið
að verki. Þegar á leið, virðist lög-
reglan helst hafa fengið trú á því að
morðinginn væri sálsjúkur einfari
sem hefði verið heltekinn af Jill Dan-
do.
Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir og
ferðalög til Ástralíu og Bandaríkj-
anna náði lögreglan þó ekki hand-
festu á neinu fyrr en nú að þessi
maður var handtekinn í gærmorgun.
Þrjátíu og átta lögreglumenn hafa
unnið að rannsókninni í rúmt ár og
kostnaður við hana nemur nú um 2
milljónum punda.
Oorum
að fá
nfja
sendingu
af
þessum
gull-
fallegu
gólf-
l?luld?um
Kr 37S.OOO
Kr 269.000 Kr 1SS.000
<U <1
'HEXM&NNjÓXSSON vziTUSHX'bart
APOTEK
—
H Rl NGöRAUT 119
OROBLUief
oroblu@sokkar.is www.sokkar.is
KYNNING
í Borgarapóteki í dag föstudaginn 26. maí kl.
20% afsláttur
af öllum OROBLU sokkabuxum í dag og á morgu
Tilboðið gildir einnig í Hringbrautarapóteki.
orgar
OWBTIt**
■81a».w
Ötv KVÓtO*
APÖTEK
Alftamýri 1 Reykjavík, sími:5857700