Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
PALL J.
BRIEM
+ Páll Jakob Briem
fæddist á Hofs-
stöðum í Skagafirði
hinn 6. aprfl 1912 en
ólst, upp á Sauðár-
króki. Hann lóst 15.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kristinn Briem,
kaupmaður á Sauð-
árkróki, f. 8.10.1887,
d. 18.6. 1970, og
Kristín Bjömsdóttir
n húsmóðir, f. 17.12.
1889, d. 8.4. 1961.
Systkini Páls era
Björn Guðmundur, f.
15. aprfl 1913, Gunnlaugur Eggert,
f. 8. nóvember 1922, Una Kristín, f.
13. feb. 1924, d. 3. sept. sama ár, og
Elín Rannveig, f. 29. júlí 1929. Fóst-
urbörn Kristins og Kristínar vora
Sverrir Briem (sonur Páls) f. 22.1.
1930, Ásthildur Ólafsdóttir og dótt-
ir hennar Kristín M. Farling.
Hinn 21. feb. 1942 kvæntist Páll
Jóninu Jóhannsdóttur, f. á Auðkúlu
í Araarfirði 27. nóv. 1917, d. 20.
sept. 1993. Foreldrar hennar vora
Jóhann Jónsson skipstjóri, f. 14. júlí
1877, d. 8. júlí 1921, og Bjarney
Friðriksdóttir, f. 8. júní 1876 á
Hrafnseyri við ArnarQörð, d. 16.
feb. 1952. Fósturforeldrar Jónínu
vora Gísli Ásgeirsson, skipstjóri og
Hann afl okkar var einstakur mað-
ur. Við vorum ekki há í loftinu þegar
hann lyfti okkur á hestbak fyrstu
skiptin. Svo teymdi hann undir okk-
ur, í „leynitaumi" þar til við urðum
nógu stór til að geta riðið út sjálf. Og
ef skildi leiðir, bams og hests, vorum
,við drifin strax á bak aftur, því ekki
mátti láta hestinn halda að hann
myndi sleppa með það að henda okk-
ur af baki. Aldrei að sýna uppgjöf.
Eftir reiðtúrana var farið inn í kaff-
istofu. Þar hellti hann upp á kaffi og
sagði okkur sögur meðan við borðuð-
um kleinur og drukkum kók. Og sög-
urnar hans afa voru engum sögum
líkar, hestaferðir yfir fjöll og fim-
indi, yfir straumhörð fljót og grýtta
móa, ýmist einn á ferð eða með félög-
um sínum.
Hann hafði einstakt lag á að segja
sögur þannig að þær birtust áheyr-
endum ljóslifandi. Ósjaldan bættist í
hópinn á sögustundunum í kaffistof-
unni, það var bankað á hurðina og
auðvitað voru allir velkomnir í kaffi,
-^kleinur og sögur hjá honum afa.
Kaffistofan var oft þéttsetin. I lok
dags var hestunum gefið. Afi hugsaði
einstaklega vel um hestana sína og
kenndi okkur mikilvægi þess að
hirða hrossin vel. Menn ættu að gefa
hrossum sínum vel og láta þau búa
við kjöraðstæður árið um kring. Það
ætti að umgangast hesta með virð-
ingu og natni.
Afi vildi hafa snyrtilegt í kringum
sig, hann var þúsund þjala smiður og
óþreytandi að dytta að í hesthúsinu
sem annars staðar. Og hann leyfði
okkur að hjálpa sér og kenndi okkur
að smíða. Dagarnir í hesthúsinu með
afa vom eins og ævintýri, að fara á
hestbak, dytta að og hlusta á sögur.
Hann hafði lag á því að láta okkur
líða eins og við væmm óskaplega
sérstök.
Eftir að amma dó var ótrúlegt
hvað hann spjaraði sig í eldhúsinu.
Hann átti í engum erfiðleikum með
að slá í pönnslur og kjötsúpan hans
var einstaklega góð. Hann var alltaf
til staðar fyrir okkur, við gátum leit-
að ráða hjá honum í sorg og í gleði.
Fyrir nokkrum ámm eignaðist afi
vinkonu, hana Róshildi. Þau stússuð-
ust í hestunum saman, fóm á hest-
bak og austur í Traðarholt til að líta
með hrossunum og laga girðingar.
Pau áttu vel saman og honum þótti
vænt um að hafa hana með sér. Hann
sagði að það væri svo mikill stuðn-
ingur í að hafa hana Róshildi hjá sér.
Þau lögðu einnig land undir fót sam-
an, þegar haustaði fóm þau í hlýjuna
til Spánar.
Afi var víðlesinn og fróður og hafði
_gaman af ferðalögum innanlands
sem utan. Og hann hafði upplifað Is-
bóndi á Álftamýri í
Amarfirði, og Guðný
Kristjánsdóttir. Böra
Jónínu og Páls eru: 1)
Kristín, f. 9. des. 1942,
lögfræðingur, m.h.
Siguijón H. Ólafsson,
f. 6. des. 1943, tann-
læknir. Böra þeirra
eru Þröstur, f. 29.7.
1969, Jón Ólafur, f. 2.4.
1975, og Hannes, f.
30.3.1980. 2) Sigrún, f.
8. apríl 1945, hjúkrun-
arfræðingur, m.h. Jón
Viðar Arnórsson, f. 2.
maí 1945, tannlæknir.
Böra þeirra eru Páll Viðar, f. 2.6.
1968, sambýliskona hans er Þor-
björg Róbertsdóttir, f. 19.6. 1972,
og bam þeirra er Guðbjöra Viðar,
f. 17.1. 1999; Ólafur Araar, f. 1.8.
1974, samb.k. hans er Hildur Ing-
varsdóttir, f. 1975; Araór, f. 25.8.
1982. 3) Jóhann, f. 23. júlí 1946,
framkvæmdastjóri, fyrrverandi
maki og bamsmóðir er Ingibjörg
Haraldsdóttir, f. 28.5. 1947. Þeirra
böra eru: Haraldur Páll, f. 24.2.
1970, Páll Jóhann, f. 28.4. 1972, og
er bam hans Kristinn, f. 26.3.1999.
Bamsmóðir er Steinunn Jónsdóttir,
f. 1973; Ásta Kristín, f. 24.10.1977.
Áður átti Jóhann Birnu Jónu, f. 1.6.
1969, m.h. er Þór Kristjánsson, f.
land breytast úr sveitasamfélagi yfir
í þéttbyggða borg og bæi.
Hann var alltaf tilbúinn að miðla
af kunnáttu sinni og þekkingu, bæði
til bama og fullorðinna. Afi átti hlut í
landnámsjörðinni Traðarholti og
hann eyddi drjúgum tíma þar, bæði
um sumar og vetur. Við fórum oft
austur með honum, bæði til að líta
með girðingum og fara á bak. Hann
laumaði alltaf að okkur einhverjum
fróðleik, um sögu jarðarinnar og
örnefni.
Það er tómlegt að fara í hesthúsið
án hans afa. Frá því við fæddumst
höfum við verið með honum þar,
hann kenndi okkur svo mikið, ekki
aðeins um hestamennsku heldur um
hfið sjálft, hversu mikilvægt það er
að vera heiðarlegur og hreinskilinn
því það var hann sjálfur.
Áfa féll aldrei verk úr hendi, hann
lifði fyrir hestana sína og síðastliðinn
vetur var honum erfiður, meðal ann-
ars vegna þess að veðrið var svo
slæmt að hann gat lítið farið á bak.
Afi okkar stóð uppréttur til hinsta
dags. Hann gaf aldrei eftir, var stál-
hress á líkama og sál til hinsta dags.
Það er sárt að kveðja, en við eigum
aldrei eftir að gleyma honum og
verðum nú að hugga okkur við minn-
ingamar um þennan einstaka mann.
Páll J. Briem, Haraldur P.
Briem, Ásta K. Briem.
Elsku afi. Þegar ég kynntist þér
fyrst, fyrir fjórum árum, komstu
strax fram við mig eins og eina úr
fjölskyldunni og vildir að ég kallaði
þig afa. Það sýndi mér mikið um
hversu yndislegur og umhyggjusam-
ur þú varst. Þú hafðir lag á því að
láta öllum í kringum þig líða vel.
Þú settir strax þá reglu að ég
kæmi í kjötsúpu til þín í Sigtúnið
fyrsta kvöldið í hverri heimsókn
minni til íslands. Þú sagðir mér
langar sögur frá æsku og uppvaxtar-
árum þínum sem ég er ákaflega
þakklát fyrir. Við áttum langar sam-
ræður um hesta og hestamennsku og
þó við værum ekki alltaf sammála þá
virtir þú skoðanir mínar og öðlaðist
þar með enn meiri virðingu í mínum
augum. Þú hafðir sérstakt lag á að
láta krakka kynnast hestum og það
sem ég lærði af þér mun ég nýta í
framtíðinni. Ég á eftir að sakna þín
mikið, það verður skrýtið að fara í
hesthúsið og koma í tóma kaffistof-
una, ekkert hestaspjall, kaffi og
jógasól.
Elsku afi, ég mun hugsa til þín og
geyma þig í hjarta mínu þegar ég fer
á hestbak og hirði hrossin. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að knúsa
þig þegar ég var á Islandi fyrir að-
13.7. 1964, og böm þeirra eru Val-
gerður, f. 7.7.1993, og Bjöm Jón, f.
12.6. 1995. Móðir Bimu Jónu er
Valgerður Bjömsdóttir, f. 20.11.
1947. 4) Jóhanna Björk, f. 12. sept.
1958, B.A. og sjúkranuddari, m.h.
er Guðmundur Þorbjömsson verk-
fræðingur, f. 19. apríl 1957. Börn
þeirra eru Kristín Hrund, f. 9.8.
1985, Birgir Fannar, f. 10.10.1990,
og Tómas Araar, f. 12.12.1996.
Sonur Páls og Gróu S. Guð-
mundsdóttur var Sverrir, f. 22. jan.
1930, d. í des. 1977. Böra hans eru
Þórarinn Valur, f. 18.10.1955, m.h.
er Kristín Karlsdóttir, f. 11.7. 1960.
Böm þeirra eru Sara Sigurðardótt-
ir, f. 8.11. 1982, Margrét f. 12.1.
1990, og Auður, f. 20.11. 1994.
Hrefna Sigríður, f. 12.10. 1969,
m.h. Friðbjöra H. Ólafsson, f. 9.5.
1966. Böra þeirra eru Ásdís Karen,
f. 1.9. 1990, og Þór Daníel, f. 25.11.
1996.
Páll var gagnfræðingur frá Ak-
ureyri og stundaði jafnframt nám
við Menntaskólann á Akureyri og
Menntaskólann í Reykjavík. Eftir
nám í MR fór hann til Englands og
stundaði þar viðskiptanám í eitt ár
og starfaði síðan á búgarði í Frakk-
landi líka í eitt ár. Páll hóf störf í
víxladeild Búnaðarbanka íslands 1.
maí 1939. 1960 verður hann deild-
arsljóri stofnlánadeildar og síðan
fyrsti útibússtjóri Búnaðarbanka
Isl. í Mosfellsbæ 1971 til 1982, þar
til hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir.
títfór Páls fór fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
eins tveim vikum. Þú faðmaðir mig
og sagðir mér að við skyldum kveðj-
ast vel því myndum ekki hittast næst
þegar ég kæmi til íslands í júní.
Astarkveðjur frá Ameríku.
Katrin Kukwa-Lemmerz.
Mig langar með örfáum orðum að
minnast afa míns, Páls Jakobs
Briem.
Það sem sem einkenndi hann fyrst
og er mér efst í huga er hversu sann-
ur hann var. Það mátti sjá á honum
að hann var lífsfylltur og sáttur við
það sem honum hafði auðnast í lífinu,
það var það sem gerði hann svo sér-
stakan. Það var svo gott að hitta
hann og njóta þess sem hann hafði
frá að segja, þótt það væri bara til
þess eins að virða hann fyrir sér og
sjá hversu skemmtilega hann sagði
frá er hann kímdi inn á milli og end-
aði söguna með brosi sem smitaði þá
sem í kringum hann voru. Svona var
afi, léttlyndur og kátur.
Þau eru mörg falleg lýsingarorðin
sem hægt er að segja um hann, hann
var í alla staði höfðingi. Ég vil að síð-
ustu þakka honum og ömmu Jónínu
þeirri yndislegu konu, sem hann hef-
ur nú tekið í faðm sér á ný, stundirn-
ar í Sigtúninu og aðrar er við áttum
saman.
Guð geymi þig, elsku afi, ég kveð
þig með söknuði, hlýju og mikilli
virðingu.
Hrefna Sigríður Sverrisdóttir.
Vorið er yndislegasti tími ársins,
bjartir dagar sem teygja sig langt
fram á kvöld. Við sem stundum
hestamennsku elskum vorið, þá fær-
ist líf í menn og hross. Tímaskynið
brenglast hjá okkur, því það er svo
auðvelt að gleyma sér í návist hross-
anna.
Tengdafaðir minn fyrrverandi og
vinur kaus að kveðja þennan heim
dag einn í maí. Hann kvaddi okkur á
sínum uppáhaldsstað, í hesthúsinu,
með hrossin sín í kringum sig og
Róshildi vinkonu sína sér við hlið.
Páll var mér meira en tengdafaðir
og afi barnanna minna, hann var vin-
ur minn og hann var sá sem opnaði
fyrir mér heim hestamennskunnar.
Hann kenndi mér og hjálpaði og var
óþreytandi að miðla af reynslu sinni.
í gegnum árin hafa verið famir
margir reiðtúrarnir ýmist upp á
Heiði, inn í Heiðmörkina, suður í
Gjárétt, kringum Elliðavatnið og á
árunum áður sleppitúrar austur í
Traðarholt. Páll var ávallt með hóp
af fólki í kringum sig, og ekki síst
smáfólki, því bömin löðuðust að hon-
um. Krakkarnir mínir vom ekki há í
loftinu þegar þau voru farin að fara á
bak með afa og þá ávallt í fyrstu með
leynispotta sem afi hélt í. Hann var
ákaflega varkár og passaði vel upp á
meðreiðarfólkið sitt, skipti þá ekki
máli hvort í hlut áttu böm eða full-
orðnir.
Sögustund með afa gat dregist á
langinn, hann var fróðleiksbrunnur
sem kunni að segja frá og hafði gam-
an af og þá var eins gott að hafa tím-
ann fyrir sér. Það em margar stund-
irnar sem hafa farið í spjall á
kaffistofunni í hesthúsinu hans.
Ávallt heitt á könnunni og eitthvað
til að narta í.
Þegar ég hugsa til baka þá er svo
margs að minnast. Ég sé hann fyrir
mér í Traðarholti að leggja net eða í
girðingarvinnu, laga staura, strekkja
víra, búa til hlið, múra upp í spmng-
ur, laga gler í gluggum og mála.
Hann var alltaf að og svo var farið á
bak þegar búið var að leggja inn
dagsverkið. Riðið út að Rjómabúi
eða að Knarrarósvita. Hrossin
þekktu hljóðið í bflnum hans þegar
ekið var í hlað í Traðarholti og komu
hlaupandi til hans. Þau hafa vitað af
brauðinu sem beið þeirra.
Páll hafði gaman af að ferðast
hvort heldur var á hestbaki eða ak-
andi. Hann fór ófáar hestaferðirnar
um hálendi íslands. Hin seinni ár fór
hann árlega norður að Hólum í
Hjaltadal og dvaldi þar viku í senn.
Hann hafði gaman af að ferðast um
æskuslóðirnar í Skagafirði. Hann
ferðaðist erlendis en í utanlandsferð-
imar var farið á haustin, hann vildi
vera heima á sumrin og njóta ís-
lenska sumarsins.
Páll var góður afi, sinnti bama-
bömunum sínum afar vel, var
óþreytandi við að kenna þeim, dunda
í bflskúmum við að smíða, dytta að
reiðtygjunum, smíða teymingagjarð-
ir, setja skafla í skeifur, smíða höfuð-
leður. Hann hefur kennt börnunum
mínum ófá handtökin. Hann tók þátt
í gleði þeirra þegar vel gekk og
huggaði þau þegar eitthvað fór úr-
skeiðis. Hann var einfaldlega alltaf
til staðar fyrir þau. Hann var ekki
bara afi, hann var vinur.
Ég þakka honum fyrir hlýhug og
ástúð og bið algóðan Guð að taka
hann í faðm sér.
Ingibjörg Haraldsdóttir.
Páll Briem, vinur minn, er látinn.
Ég kom að hesthúsum okkar, sem
staðið hafa hlið við hlið síðustu 32 ár-
in, í þann mund sem öllu var lokið.
Mönnum var brugðið við fráfall hins
ágæta félaga sem við höfðum hitt
daglega yfir vetrartímann í öll þessi
ár. Við nágrannarnir í hesthúsunum
munum sakna hans sárlega. Alltaf
var Páll glaður og reifur, tilbúinn að
gefa góð ráð og ef tími var rýmri að
segja skemmtilegar sögur frá liðnum
tíma, um sérstæða karla sem hann
hafði kynnst eða frétt af á sinni löngu
ævi. Það var ekki nema vika síðan
hann hafði boðið mér til kaffistofu í
hesthúsi sínu og fylgdu þá margar og
fróðlegar sögur ásamt hressingu.
En vinátta okkar átti sér mun
lengri sögu. Það var um verslunar-
mannahelgi sumarið 1948 að ég kom
einn ríðandi með tvo hesta ofan úr
Borgarfirði eftir hestaferð þar um
nágrennið. Ég fór Botnsheiði í Hval-
fjörð, Reynivallaháls og Svínaskarð
og svo niður í Mosfellssveit. Er ég
kom hjá Skeggjastöðum var margt
manna ríðandi á heimleið. Það voru
Fáksmenn að koma frá Tröllafossi.
Ég samlagaðist hópnum, en þekkti
þó ekki marga enda var þetta fyrsta
ár mitt í hestamennsku í Reykjavík.
Fljótlega fór ég að ríða næst ungum
og fríðum hjónum sem voru óvenju
glaðvær og leið ekki á löngu þar til
að fram kom að ég þekkti bróður
Páls, Gunnlaug. Það má segja að þau
hjónin hafi þarna tekið mig að sér.
Við héldum svo áfram til Reykjavík-
ur, með viðkomu á Hraðastöðum, hjá
Stefáni í Reykjahlíð og að Reykjum.
Er við komum vestur fyrir Elliðaár
hélt Páll um Háleiti og Laugardal og
í Laugaland við Þvottalaugarnar, en
þar var þá þjónusta við hestamenn
og þar hafði Páll hesta sína á vetrum.
Síðan bauð hann mér að ganga með
sér heim til sín í Sigtún 39, þangað
sem þau hjónin voru nýflutt, og sá ég
þar í fyrsta sinn börnin þau Kristínu,
Sigrúnu og Jóhann.
Eftir þetta urðu kynnin meiri og
áttum við margt saman að sælda
bæði í hestamennskunni og á öðrum
sviðum. Þegar ég kvæntist Agnesi
Jóhannsdóttur árið 1952 voru þau
Jónína og Páll ein af þeim fyrstu sem
ég kynnti hana fyrir. Tókst einlæg
vinátta með þeim konunum, sem
hélst um daga Jónínu. Við kynnt-
umst hennar ágætu fjölskyldu og
áttum með þeim ánægjulegar stund-
ir.
Við Páll héldum áfram á okkar
hestamannabraut. Eftir fyrsta
Landsmót hestamanna á Þingvöllum
1950, þar sem við vorum saman, þótti
Páli tími til kominn að fara í alvöru
hestaferðalag. Var ákveðið að fara
héðan um Borgarfjörð og Mýrar,
Staðarsveit, kringum Snæfellsnesið
allt, inn í Dali og svo til Reykjavíkur.
Var það strangt ferðalag því að í þá
daga taldi Páll að hæfilegt væri að
halda sér við dagleiðir sem tíðkast
höfðu hjá landpóstunum. Við fórum
ferðina á 8 dögum. Næsta stórferð
var að við lögðum upp frá Selja-
brekku í Mosfellssveit austur um
sveitir að Geysi og svo um Kjalveg
og Skagafjörð á Landsmótið á
Þveráreyrum. Við vorum við þriðja
mann eins og í fyrra sinnið. Það er
hagkvæmast, sagði Páll, því að þrír
komast fyrir í einu tjaldi.
Síðan urðu ferðalögin fleiri og
lengri, en er frá leið fórum við að
vera í stærri hópum. Páll var hörku-
duglegur hesta- og ferðamaður, at-
hugull og úrrræðagóður á hveiju
sem gekk.
Eftir Snæfellsnesferðina ákváðum
við að verða okkar eigin herrar hvað
varðaði heyskap og hesthúsaðstöðu.
Við smíðuðum okkur hesthús á lóð
Byggingafélagsins Brúar, þar sem
nú er Borgartún og heyjuðum tún
inni við Viðeyjarsund. Þar vorum við
saman í 5 ár, er ég flutti mig inn að
Elliðavogi, en Páll var þar nokkru
lengur.
Seinna komum við aftur saman
þegar við byggðum okkur hesthús
næst hvor öðrum árið 1968 í Faxa-
bóli rétt hjá Félagsheimili Fáks.
Ég held það sé óvenjulegt að
hugðarefni og tómstundagaman
tengi menn saman í jafnlangan tíma,
eins og frá er greint. Minningarnar
hrannast að, það hefur aðeins verið
tæpt á fáeinum.
Páll átti yndislega fjölskyldu sem
við höfum þekkt öll þessi ár. Einkum
minnumst við Jónínu og hennar
traustu vináttu. Páll missti mikið er
hún féll frá eftir löng og erfið veik-
indi. En hann hafði hestamennskuna
að halla sér að til að gefa tímanum
gildi.
Það er með miklum söknuði sem
við hjónin kveðjum vin okkar Pál J.
Briem og sendum okkar hjartanleg-
ustu samúðarkveðjur til Kristínar,
Sigrúnar, Jóhanns og Jóhönnu,
maka þeirra og barnabama.
Haraldur Sveinsson.
Páll J. Briem bankastjóri lést í
Reykjavík mánudaginn 15. maí sl.
Hann hné niður við störf í hesthúsi
sínu í félagsskap vina sinna, hest-
anna, 88 ára að aldri. Hann varð loks
að láta undan síga þeim örlögum sem
allir hljóta í lokaglímunni við mann-
inn með ljáinn.
Utför hans hefir farið fram í kyrr-
þey að eigin ósk. Páll var fæddur að
Hofsstöðum í Viðurvíkursveit og ólst
upp í faðmi fjallahéraðsins fagra.
Hann var sterkt mótaður af skag-
firskri fegurð og náttúru landsins.
Faðir hans, Kristinn Briem, kaup-
maður á Sauðárkróki, var framsýnn
athafnamaður og stóð m.a. fyrir
lagningu hitaveitu í bæinn sinn. Þá
var hann stórtækur í framfaramál-
um í landbúnaði og stofnaði og rak
stórt refabú, jafnvel á evrópskan
mælikvarða.
Páll hneigðist að því á yngri árum
að gera búskap að ævistarfi en hvarf
frá þeim áformum. Að loknu námi í
Menntaskólanum á Akureyri lá leið-
in til Englands og síðan Frakklands í
framhaldsnám.
Þegar heim kom beindist hugur
Páls að öðrum málum og ílentist
hann í Reykjavík. Hinn 1. maí 1939
réðst hann til starfa í Búnaðarbanka
Islands og varð sá vettvangur ævi-
starf hans. Gegndi hann trúnaðar-
störfum í ýmsum deildum bankans