Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Aðalgagnrýnandi New York Times velur Helga Tómasson í hóp 4 bestu dansara 20. aldarinnar EINN ÞEIRRA ALBESTU Anna Kisselgoff að- aldansgagnrýnandi bandaríska dag- blaðsins New York Times hefur fylgst með Helga Tómas- syni frá upphafi fer- ils hans í Banda- ríkjunum. Kisselgoff segir í viðtali við Rögnu Söru Jóns- dóttur, að Helgi sé einn fjögurra bestu karldansara 20. ald- arinnar og fáir hafi náð jafn góðum árangri og hann við uppbyggingu klass- ísks ballettflokks í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/Ásdís Helgi Tómasson þjálfar unga íslenska ballettnema. SÝNING San Francisco- dansflokksins ó Svana- vatninu, sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í kvöld í boði Listahátíðar í Reykjavík og Reykjavíkur - menn- ingarborgar Evrópu árið 2000, er að- eins eitt fjölda margrómaðra dans- verka sem Helgi Tómasson hefur sett upp og samið fyrir dansflokk sinn. Nýjasta verk hans, Prism, sem hann samdi fyrir fyrrum félaga sína hjá New York-baUettflokknum, hlaut lof- samlega dóma nú í byrjun maí, meðal annars hjá aðalgagnrýnanda New York Times, Önnu Kisselgoff. Samt sem áður segir Kisselgoff í samtali við Morgunblaðið að sterkasta hlið Helga felist ekki í að semja dansverk, ein- faldlega vegna þess hve framúr- skarandi dansari og listrænn stjórn- andi hann er. Anna Kisselgoff hefur fylgst með Helga Tómassyni frá því að hann var ungur dansari sem kom til Bandaríkj- anna frá Danmörku. Hann hóf ferill sinn sem atvinnudansari árið 1962 hjá Joffrey-balletflokknum í New York, tvítugur að aldri. Árið 1964 hóf hann störf við Harkness-ballettinn og þar sá Kisselgoff hann fyrst. „Ég tók strax eftir honum í hópi dansaranna. Hreyfingar hans voru svo stflhreinar og sterkar að hann gat ekki farið fram hjá mér,“ segir Kisselgoff. Síðan fylgdist hún grannt með þessum unga dansara sem hafði hlotið þjálfun sína í Danmörku. „Það var greinilegt að hann hafði annan bakgrunn en flestir hinir dansaramir. Hann hafði hlotið þjálfun í Kaupmannahöfn þar sem dansstfll Boumonville er ríkjandi, en hann kom beint frá hinum uppmna- lega franska ballett. Sá dansstfll var á þessum tíma alger nýjung í banda- rískum ballett," segir Kisselgoff. I uppáhaldi hjá eðaldansmeynni Mayu Plietskayu Kisselgoff minnist þess þegar Helgi tók þátt í alþjóðlegu ballett- keppninni í Moskvu árið 1969 fyrir hönd Bandaríkjanna. „Helgi varð í öðru sæti, en í því fyrsta varð Mikhail Baryshnikov, skærasta ballettstjama síðustu áratuga. Ég er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að Helgi hefði unnið keppnina með glæsibrag hefði Baryshnikov ekki komið akkúr- at þama fram,“ segir Kisselgoff og bætir við að Maya Plietskaya, ein frægasta ballerína Rússa, hafi verið langhrifnust af Helga. Arið 1970 gekk Helgi til liðs við stærsta og virtasta ballettflokk Bandaríkjanna, New York-ballettinn, sem þá var undir styrkri stjóm George Balanchine, afkastamesta og áhrifamesta dansskálds Bandaríkj- anna á seinni hluta aldarinnar. Kiss- elgoff segir að í verkum Balanchine hafí dansverkið sjálft oftast verið stjaman og erfitt hafi verið fyrir ein- staka dansara að stela senunni. „Kvendansarar vom líka í miklu upp- áhaldi hjá Balanchine og flest verk samdi hann með konuna í aðalhlut- verki en karlinn í algem aukahlut- verki. Það var því sérstaklega erfitt fyrir karldansara að láta ljós sitt skína í verkum hans því þau gáfu ein- faldlega ekki tækifæri tfl þess. Þetta breyttist hins vegar í verkum Balanchine þegar Helgi og Daninn Peter Martins gengu tU liðs við flokk- inn og ég held að New York-ballett- inn hafi verið að bíða eftir dönsumm eins og þeim,“ segir Kisselgoff. Verk Balanchine vom mjög tæknileg og þar af leiðandi erfið og krefjandi fyrir dansarana. Til að geta dansað þau þurftu dansarar að vera með ein- dæmum sterkir og nálgast tæknUega fullkomnun, segir Kisselgoff. „Helgi hafði þetta til að bera. Hann dansaði ávallt af öryggi og fullkomnun og hvergi mátti greina kraftlítið stökk eða veikan snúning. Hann var eins og píanóleikari sem aldrei sló feilnótu," segir Kisselgof. Hún bendir Kka á að þegar dansarar séu nánast fullkomnir fylgi því ávallt hætta á að þeir verði leiðigjamir á að horfa. „Þannig var það hins vegar alls ekki með Helga, hann hélt alltaf athygli manns, hafði sterka útgeislun og mUda persónu- töfra. Það era ekki margir sem leika það eftir honum,“ segir Kisselgoff. Frammistaða hans lifír enn i minningunni Árið 1972, þegar Helgi hafði verið í tvö ár hjá Balanchine í New York- ballettflokknum, samdi hann verk sérstaklega fyrir Helga, sem var Anna Kisselgoff óvenjulegt þar sem hann byggði flest sín verk á konum. Kisselgoff minnist írammistöðu Helga sérstaklega í þessu verki, sem hét The Fairies Kiss. „Þar kom mér á óvart hvað Helgi, sem er sérstaklega tækniíegur og nákvæmur dansari, náði að gæða dansinn Ijóðrænni áferð. Svo held ég að enginn hafi dansað hinn gífurlega erfiða eindans í Themes and Variations jafnvel og Helgi. Frammistaða hans lifir enn í minningunni," segir Kisselgoff. Gerði San Francisco eftir- sótta fyrir ballettdansara Árið 1973 skiifaði Kisselgoff grein þar sem hún valdi fjóra bestu klass- ísku karidansara 20. aldarinnar. Mið- að við það sem hér hefur komið fram kemur ekki á óvart að Helgi Tómas- son er einn þeirra. Aðrir í hópnum vom hinn danski Peter Martins, Anthony Dowell og Erik Bruhn. Þessir fjórir skömðu að hennar mati framúi- öðmm hvað varðaði listfengi og tækni, sem gerði þá að bestu döns- uram 20. aldarinnar. Og hún er enn á sömu skoðun. í þessari úttekt gerði Kisselgoff skýran greinarmun á framúrskarandi klassískum listdönsurum og ballett- stjömum. Aðeins þrjár karlkyns stjömur litu dagsins ljós í heimi Ust- dansins á 20. öldinni að mati Kissel- goff og allir vora þeir Rússar. Þeir Vaclav Nijinski, Rudolf Nureyjev og Mikhail Baryshnikov vom stjömur, dáðar af áhorfendum og tíðir gestir í blaðaviðtölum. Slíkar stjömur koma fram á um 40 ára fresti segir Kissel- goff og em frekar í uppáhaldi hjá áhorfendum en fagmönnum þar sem þeir em ekki jafn framúrskarandi tæknilega og bestu klassísku listd- ansaramir. „Helgi og Peter Martins vom oft að gera hluti sem hvorki Nij- insky né Baryshnikov vom færir um að gera. Þeir nálguðust tæknilega fullkomnun," segir Kisselgoff. Helgi dansaði í fimmtán ár með New York-ballettflokknum og er óhætt að segja að þar hafi hann átt farsælan feril. Hann dansaði jöfnum höndum í verkum tveggja meistara: Balanchine og Jerome Robbins, sem er danshöfundur kvikmyndarinnar West Side Story, en það er fremur óvenjulegt þai- sem þeir hafa mjög ólíkan stfl. Arið 1985 tók Helgi tilboði um að endurreisa elsta ballettflokk Bandaríkjanna; San Francisco-ball- ettinn. Innan fárra ára var flokkui'- sem síðustu áratugina hafði verið litið á sem sæmilega góðan fylkisdans- flokk, orðinn að einum af þremur bestu dansflokkum Bandaríkjanna. Kisselgoff set- ur flokkinn í þriðja sætið, á eftir stóm dansflokk- unum, sem ávallt hafa borið höfuð og herðar yfir aðra flokka, American Ballet Theatre og New York City Ballet. Kisselgoff segir að slíkar framfarir á dansflokki á svo skömm- um tíma séu nánast einsdæmi. Þar beri að þakka Helga Tómassyni, sem hafi einstaka stjórnunar- og kennslu- hæfileika. „Þar til Helgi kom til sög- unnar hafði ekki þótt aðlaðandi fyrir dansara að starfa í San Francisco, þeir vildu helst vera í New York þai- sem tækifærin vom flest. En Helga tókst að breyta þessu og nú er óhætt að segja að það sé eftirsótt meðal dansara að dansa í San Francisco,“ segir Kisselgoff. Þjóðernið mikilvægur þáttur í velgengni hans Frá því Helgi tók við stjórn San FrancÍKcn-hallptt.sinK hefiir hann samið og sett upp um 30 verk, þar á meðal Giselle, Svanavatnið, Þyrnirós og Rómeó og Júlíu. „Ég held að Helgi sé undir miklum áhrifum frá Balanchine sem danshöfundur. Sum verk hans bera þess greinilega merki en önnur minna. Á þeim tíma sem Helgi var að stíga sín fyrstu skref sem danshöfundur var baUettheimur- inn í þörf fyrir nýtt blóð. Það sem Helgi hefur umfram aðra danshöf- unda sem vora undir áhrifum frá Balanchine, og þetta á reyndar við um Peter Martins líka, er yfirgrips- rnikil þekking á dansstfl og tungumáli Balanchines. Það gefur verkum þeirra vídd sem aðrir eiga erfitt með að ná,“ segir Kisselgoff og heldur áfram. „Mér finnst Helgi líka vera undir rómantísk- um áhrifum í verkum sínum og það fer honum vel. Hann á mjög gott með að semja verk með dálitlu rómantísku ívafi, þótt hann sé fyrst og fremst klassískur höfundur,“ segir Kisselgoff. Lofsamlegir dómar Kisselgoff um Helga, hvort sem hann er í hlutverki dansarans, danshöfundarins eða list- ræns stjórnanda, sýna hve stórt framlag Helga Tómassonar er í dans- sögu Bandaríkjanna. Kisselgoff segir að í minningunni standi ferill hans sem dansari upp úr því sem hann hef- ur gert og að sjálfsögðu frábær ár- angur hans við að endurreisa San Francisco-ballettflokkinn. Hún hefur helst gagnrýnt Helga sem danshöf- und og segir að eins og gengur og gerist geti ekki öll verk danshöfunda fallið gagnrýnendum í geð. Nýjustu dómar Kisselgoff um verkið Prism undirstrika þó hvað hún hefur miklar mætui’ á Helga sem danshöfundi. Þegar öllu er á botninn hvolft stendur uppi mynd af frábæmm dansara, danshöfundi og einstökum stjórnanda eins fremsta dansflokks heims í huga Kisselgoff. „Hann er ís- lendingur í húð og hár,“ segir Kis- selgoff og bendir á að þjóðemi Helga hafi ávallt verið mikilvægur þáttur í velgengni hans. „Sú staðreynd að hann kemur frá Islandi er mikilvæg. Hann er stoltur af þjóðemi sínu, trúr sinni þjóð og minntist ávallt á Island og upprana sinn í viðtölum. Hvað mig varðar þá fannst mér alltaf bæði framandi og spennandi að hann skyldi vera frá Islandi og í upphafi vakti það enn frekar áhuga minn á honum,“ segir Kisselgoff að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.