Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Kjarabætur
fyrir
námsmenn
LÁNASJÓÐUR íslenskra náms-
manna stendur traustum fótum fjár-
hagslega og hefur staða hans gjör-
breyst undanfarin ár, en í gjaldþrot
sjóðsins stefndi í upp-
hafi síðasta áratugar.
Vegna þessarar traustu
stöðu hefur jafnt og
þétt verið unnið að því
að rýmka hag lánþega
og bera nýlegar breyt-
ingar á úthlutunarregl-
um sjóðsins þess merki.
Breytingamar á út-
hlutunarreglum LÍN
fyrir skólaárið 2000-
2001 fela í sér umtals-
verðar kjarabætur og
taka þær gildi þann 1.
júní nk. A grundvelli
þeirra er áætlað að
veita um 6000 náms-
mönnum námslán að
upphæð 3.665 milljónir króna. Með
þessu skrefi má segja að námsmenn
fái rétt eins og aðrir að njóta góðær-
isins sem ríkt hefur í þjóðfélaginu.
Með rýmri lánareglum en áður er
námsmönnum auðveldað að auka
ráðstöfunartekjur sínar, ekki aðeins
með auknum lánum, heldur einnig
með því að halda meiru eftir en áður
af launatekjum sínum.
Frítekjumarkið
hefur hækkað um 43%
Helstu breytingar á úthlutunar-
reglum lánasjóðsins eru eftirfarandi:
• Grunnframfærsla er hækkuð
um 6,7% eða úr 62.300 kr. í 66.500 kr.
Samhliða hækka fjölmargir þættir
Námslán
Breytingarnar nú gera
sífellt fleiri námsmönn-
um kleift að stunda
lánshæft nám, segir
Björn Bjarnason,
sem mun skila sér í
auknu framboði af vel-
----------------7------------
menntuðum Islending-
um sem leiðir til styrk-
---------------7-------------
ari stöðu Islands í
þekkingarsamfélaginu.
sem taka mið af grunnframfærslunni
s.s. lán vegna maka, bama og lán til
bóka-, tækja- og efniskaupa.
• Frítekjumark er hækkað um
6% eða úr 250 þúsund krónum í 265
þúsund krónur. Þetta felur í sér að
námsmaður getur nú haft 265 þús-
und krónur í tekjur án þess að það
hafi áhrif á veitta námsaðstoð.
Vert er að taka fram í þessu sam-
bandi að á síðastliðnum tveimur ár-
um hefur frítekjumarkið hækkað
sem nemur 43%.
• Svokallað tekjuskerðingar-
hlutfall er lækkað. Frá og með næsta
skólaári munu 40% í stað 50% tekna
umfram frítekjumark koma til lækk-
unar á námsaðstoð. Þannig eykst
svigrúm námsmanna umtalsvert til
að brúa fjárþörf sína með vinnu og
minni lántökum.
• Tekjur lánþega hafa ekki leng-
ur áhrif á upphæð lána vegna skóla-
gjalda.
• Námsmenn á fyrsta misseri í
lánshæfu námi fá rétt á undanþágu
frá námsframvindukröfum vegna
veikinda skili þeir lánshæfum
árangri á öðru misseri. Fram að
þessu hafa námsmenn ekki átt rétt á
auknu svigrúmi fyrr en misseri eftir
að þeir hafa lokið lánshæfum árangri.
• Réttur til framfærsluláns
vegna tungumálanáms til undirbún-
ings enn frekara námi er aukinn um
eitt misseri vegna náms í kínversku,
japönsku eða sambæri-
legum málum.
Ríkt félagslegt tillit
Á síðasta ári var gef-
in út evrópsk saman-
burðarskýrsla um
stuðning við námsmenn
í ýmsum Evrópulönd-
um. Af þeirri skýrslu
má ráða, að sú skipan
mála, sem á íslandi
gildir í þessu efni, þyki í
mörgu tilliti til fyrir-
myndar. Þar er meðal
annars vísað til fjár-
hagslegs sjálfstæðis
námsmanna, þess að ís-
lenskir námsmenn
sjálfir en ekki foreldrar þeirra hafa
rétt til námslána og upphæð lánanna
miðast við tekjur og stöðu náms-
manna en ekki fjárhag foreldra. Þá
tekur íslenska námslánakerfið ríkara
tilllt til félagslegra aðstæðna náms-
manna en önnur sambærileg kerfi.
Nýr framfærslugrunnur
Við endurskoðun úthlutunarregln-
anna var tekið mið af nýjum fram-
færslugrunni LIN og má segja að
með því hafi verið komið á móts við
tillögur fulltrúa námsmannahreyf-
inganna í stjóm sjóðsins, sem höfðu
óskað eftir því að gmnnurinn yrði
endurskoðaður. Tekur grunnurinn
nú mið af neyslukönnunum Hagstofu
íslands. Eins og áður hefur komið
fram þá var grunnframfærslan
hækkuð um 6,7% og er nú 66.500 kr.
Að viðbættu almennu bókaláni er
þessi upphæð 70.564 kr. Sambærileg
tala hjá norska lánasjóðnum fyrir
skólaárið 2000-2001 er 57.217 kr. Það
skal tekið fram, að hér er um lág-
marksupphæð að ræða en til viðbótar
er tekið tillit til framfærslu bama og
maka og ýmiss kostnaðar svo sem
vegna ferða og skólagjalda.
Af þessum viðmiðunartölum má
sjá að lánþegar LÍN njóta síst lakari
kjara en stúdentar á Norðurlöndum,
en námsmenn hérlendis njóta nú
ávaxta styrkrar stjómar sjóðsins um
nokkurt árabil. Breytingamar nú
gera sífellt fleiri námsmönnum kleift
að stunda lánshæft nám sem mun
skila sér í auknu framboði af vel-
menntuðum Islendingum sem leiðir
til styrkari stöðu íslands í þekkingar-
samfélaginu.
Góð sátt
Mikilvægt er, að góð sátt náðist
um alla þessa þætti í stjóm Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna. Ljóst er,
að ekki er lengur deilt um grandvall-
arþætti í starfsemi sjóðsins, og hljóta
allir, sem annt er um stöðu sjóðsins
og stuðning hans við námsmenn, að
fagnaþví.
Höfundur er menntamálaráðherra.
Bjöm Bjarnason
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 63
25.- 27. maí Brúðkaupsdagar
Á Kringludekri bjóða verslanir
og þjónustuaðilar Kringlunnar
eitthvað sérstakt i tengslum
við brúðkaupið.
Fjölbreyttar kynningar og sýningar
fara fram é göngugötunum.
Til mikils að vinna !
Verðandi brúðhjón getn skrúð
nöfn sín í pott og unnið
veglega vinninga.