Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Aukið framboð á bolfíski í Bandaríkjunum Sölutregða í Evrópu vegna lágs gengis evrunnar MAGNÚS Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Corp., segir að framboð á íslenskum fiski í Banda- ríkjunum hafi aukist frá áramótum, ekki síst vegna sölutregðu í Evrópu sem stafar meðal annars af lágu gengi evrunnar og undangengnum verðhækkunum. Framboðið vestra hafí verið meira en eftirspurnin en hafa beri í huga að neysla sjávar- afurða sé mjög lítill hluti heildar- neyslunnar. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá flutti Magnús erindi um framboð og eftirspurn sjávarafurða á ráðstefnunni „Hafsjór tækifær- anna“ sem Amerísk-íslenska versl- unarráðið stóð fyrir á Hótel Loft- leiðum í liðinni viku. Þá kom m.a. fram hjá honum að til að halda stöð- unni á bandaríska markaðnum og jafnvel bæta markaðshlutdeildina yrði stöðugt að auka verðmætið og verðhækkun gæti varla varað lengi án aukins verðmætis í augum neyt- enda. I því sambandi nefndi hann verðhækkanir sem orðið hafa á salt- fiski undanfarin ár. Almennt hefðu þær haldist vegna þess að áður hefði saltfiskur verið hversdagsmatur en síðan hefði hann orðið að veislumat. Til samanburðar hefði einfryst al- askaufsablokk verið hækkuð úr 90 sentum árið 1997 í 1,50 dollara en væri nú aftur komin í 90 sent. Að sögn Magnúsar var heimssala botnfisks um 12 milljónir tonna árið 1987 en erfiðlega gengur að selja um 7 milljónir tonna í ár. Astæðan er fyrst og fremst hækkanir án þess að verðmætið aukist að sama skapi. í því sambandi ber að geta þess að verðið fór upp úr öllu valdi í Banda- ríkjunum árin 1990 og 1991, þegar þorskstofninn við Noreg hrundi. I kjölfar hækkunarinnar hrundi sala á frystum þorskflökum og það tók sex ár, frá 1992 til 1998, að ná mark- aðnum aftur. Þá hækkaði verðið á ný og hélst áfram hátt í fyrra en lækkunin að undanförnu er til þess að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Ennfremur hefur lækkun ávallt þau áhrif að menn halda að sér höndum því þeir vilja ekki brenna sig á birgðalækkunum. Hins vegar er ljóst að lítið magn af þorski verður á bandaríska mark- aðnum þegar á líður árið. Tæplega 400.000 tonna Kyrrahafskvóti, sem Bandaríkjamenn nýta aðallega, er nær veiddur, og Norðmenn eru langt komnir þannig að íslendingar brúa væntanlega bilið. Magnús bendir á að frystar sjáv- arafurðir frá íslandi séu ekki ein- ungis í samkeppni við aðrar sjávar- afurðir heldur ekki síður við önnur matvæli. Framboð á ræktuðum fiski hafi aukist mikið á undanförnum ár- um og verðið lækkað. Til dæmis hafi laxaflök kostað um 9 dollara pundið árið 1987, þegar laxinn var almennt seldur heill, en nú kosti snyrt og til- búin flök í hæsta gæðaflokki um 3,75 til 4,10 dollara pundið. Til sam- anburðar séu þorskflök seld á um 3,50 dollara pundið. Leynist blaðburðarpoki heima | » y L JL_ Þeir biaðberar, fyrrverandi og núverandi, sem eru með blaðburðarpoka en þurfa ekki á þeim að halda við blaðburð, vinsamlegast komi þeim til áskriftardeildar Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Móttakan er opin virka daga milli klukkan 9 og 17. Ef þið hafið ekki tök á að skila þeim, hafið þá samband við áskriftardeild í síma 569 1122 og við sækjum þá. ÁSKRIFTARDEILD Sími 569 1122/800 6122 • Bréfasími 569 1115* Netfang askrift@mbl.is Frá undirritun samnings um verklok á innleiðingn Wise-Fish upplýs- ingakerfísins hjá UA. Frá vinstri: Hafþór Heimisson, vcrkefnissljóri hjá TölvuMyndum á Akureyri, Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri UA, Garðar Már Birgisson, framkvæmdastjóri TölvuMynda á Akureyri, og Jón Hallur Pétursson, fjármálasljóri UA. IJA innleiðir Wise-Fish upp- lýsingakerfi TÖLVUMYNDIR á Akureyri hafa nú lokið við að innleiða Wise-Fish- upplýsingakerfið hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf. og dótturfé- lögum þess. Nýja kerfið byggist á Navision Financials-upplýsinga- kerfinu ásamt sérlausnum fyrir sjávarútveg sem TölvuMyndir hafa þróað. Að sögn Garðars Más Birg- issonar, framkvæmdastjóra Tölvu- Mynda á Akureyri, er þetta ein stærsta innleiðing á Wise-Fish- kerfinu í heiminum til þessa. Wise-Fish-upplýsingakerfið hjá ÚA felur m.a. í sér fjárhags-, við- skipta-, lánardrottna- og launabók- hald, vinnslukerfi, útgerðarkerfi, gæðakerfi og útflutnings- og sölu- samningakerfi, ásamt nokkrum öðrum aukakerfum. Samhliða upp- setningunni var einnig farið í end- urskoðun á bókhaldslykli félagsins ásamt því að upplýsingakerfi dótt- urfyrirtækja ÚA voru flutt í Navis- ion Financials. Ánægður með samstarfið „Við getum ekki annað en verið ánægðir með samskiptin við starfs- menn TölvuMynda. Hér var á ferð- inni samstillt átak starfsmanna okkar og starfsmanna þeirra og við höfum fulla trú á að þetta nýja upplýsingakerfi skili okkur sterk- ari inn í framtíðina," segir Guðbr- andur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri ÚA. Nýfundnaland og Labrador Enn niðurskurður á þorskaflanum SJÁVARÚTVEGUR í Kanada varð fyrir enn einu áfaliinu í vikunni þeg- ar kandíska hafrannsóknaráðið (FRCC) lagði til að leyfilegur heildarafli á þorski fyrir norðan- verðu Nýfundnalandi og Georgs- banka yrði skorinn niður á þessu ári. «5 V. Q> & c 0) 2 'i« Neffoc,^ abinnréttingar í miklu úrvali Friform HÁTÚNI6A (I húsn. Fönix) SlMI: 552 4420 Hafrannsóknaráðið kynnti tillög- ur sínar fyrir sjávarútvegsráðráðu- neyti Kanada á miðvikudag en í ráð- inu eiga sæti fulltrúar stjórnvalda og sjávarútvegs. í ráðgjöf þess kom fram að endumýjun þorskstofna á umræddum svæðum hefði tekið lengri tíma en búist hefði verið við í fyrstu. Afrán sela, hækkandi hitastig og ofveiðar erlendra togara eru m.a. talin hafa áhrif á þessa hægu þróun. Lagt var til að þorskkvóti við strend- ur norðurhluta Nýfundnalands og suðurstrendur Labrador yrði skor- inn niður úr 9.000 tonnum í 7.000 tonn. Þá var lagt til að heildarþorsk- afli á Georgsbanka yrði skorinn nið- ur úr 3.000 tonnum í 2.000 tonn á þessu ári. Þorskstofninn á þessu svæði var áður einn stærsti þorskstofn í Norð- ur-Atlantshafi en veiðar úr honum eru í dag aðeins um 10% af því sem áður var. Á miðjum níunda áratugn- um fór heildarafli úr stofninum upp í um 200 þúsund tonn á ári en heildar- afli Kanadamanna úr Atlantshafi var á þessum tíma um 500 þúsund tonn. Þorskveiðarnar hrundu síðan í lok áratugarins sem leiddi til veiðibanns árið 1992. Ráðið lagði hins vegar til að leyfi- legur heildarafli á ýsu og einstökum lúðutegundum á Georgsbanka verði hins vegar aukinn á þessu ári, þar sem sýnt þykir að þessir stofnar séu að braggast eftir mikla lægð á síð- asta áratug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.