Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 80
£0 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Súpa úr fíflablöðum Kristín Gestsdóttir fékk uppskrift að sannkallaðri vorsúpu hjá ítölskum manni, búsettum hérlendis, og fíflablöð voru uppistaðan í súpunni. ALLTAF kætist ég þegar fyrstu fíflai-nir stinga upp kollinum á vorin. Ekki eru allir garðeigendur jafn ánægðir með fíflana og kalla þá jafnvel mjólkurfötu fjandans. Fíflarnir mega al- veg vera hér í kring- um mig með öðrum plöntum, sem nóg er af í mínum vfllta garði á Garðaholti. Róm- verjar notuðu fífla- blöð sér tfl matar og ræktuðu þau víða um Evrópu. Blómin voru og eru enn notuð í vín, þurrkaðar rætur hafa verið malaðar og notaðar í stað kaffis og blöðin voru notuð í te. Mér er ekki kunn- ugt um að íslendingar hafi notað fíflarætur í stað kaffis í kaffiskort- inum hér áður fyrr, en ræturnar voru grafnar upp og borðaðar. Ég hefi prófað að borða fíflarætur með smjöri eins og frændur mínir í Mývatnssveit gerðu fyrr á árum, en var lítt hrifin af. Fíflaböð hefi ég borðað með öðrum salatblöðum i S-Evrópu og má sjá þau víða á grænmetismörkuðum þar. Það eru ræktuð blöð sem eru mfldari á bragðið en hin villtu, þó eru villt blöð sem vaxa við kalda veðráttu mun mildari en þau sem vaxa villt í heitum löndum. Hin íslensku nýsprottnu litlu blöð standa hin- um ræktuðu síst að baki, og þau kosta ekkert nema fyrirhöfnina, en hún getur verið talsverð. Ég tíndi fulla skál af litlum fíflablöð- um, nokkur hundruð stykki, sem ekki vógu nema 100 grömm. Rusl var tínt úr þeim og þau þvegin, síðan sett nokkur í einu í bolla og klippt með skærum í sundur í bollanum og síðan soðin lengi í vatni. Parmigiano-Reggiano-ostur er einstakur ítalskur hágæðaostur, sem hefur verið framleiddur frá miðöldum í hertogadæminu Parma í Enzadalnum milli borg- anna Parma og Reggio. Ostur þessi er aðeins framleiddur í stutt- an tíma á ári, frá april þar til um miðjan nóvember, meðan grasið er gróskumest og mjólkin feitust. Fíflablaðasúpa með Parmigiano- Reggiano-osti. ________100 g fíflablöð_____ __________i lítri vatn______ 1 smádós tómatmauk (um 70 g) 2 tsk. súpukraftur Vörg-yðjan komin Vfergyðjankomin-VeVur húnafdvala vonirnar björlu.sem ad hjörtun ala. Firðír og cialir fagna ástmey sinni, fuglamir kvaka hennar dýru minni. Brosandi hún seibir blómin upp úr jórðu, .blíóvináar þýðjr leysa frosUn hörbui /þráendur sumars þungu geði varpa, þúsundir barna gleður vorsins harpa. ^ Sólþrungnir dagar sælu lýðum veita^ sigrandi lífiífylling tímans heita. ^Gæfunnar frón er gróðurmagni vaficJ. öeislum krýnd eyjan. Silíurbjart er hafið. nús Gíslason rifinn Pormigiano-Reggiano- ostur (ekki Parmesan) 1. Hreinsið og klippið fífla- blöðin, sjá hér að framan, sjóðið í einum lítra af vatni í 1 klst., bæta má vatni í að suðu lokinni. 2. Setjið tómatmauk, súpu- kraft og salt út í og sjóðið í 10 mínútur. 3. Rífið ostinn. Ausið súpunni á diska og stráið ostinum yfír. Meðlæti: Nýbakaðar brauð- bollur, sjá hér á eftir, eða það brauð sem ykkur hentar. Brauðbollur með sólblómo' fræi ______500 g hveiti__ 2 tsk. salt 1 msk, sykur 1 dl sólblómafræ 1 msk. þurrger 4 dl fingurvolgt vgtn úr kran- anum 1 dl matarolía Vi tsk. salt 1 eggiarauða + 1 tsk. vatn 1. Setjið hveiti, salt, sykur, sólblómafræ og þurrger í skál og blandið saman. 2. Setjið fingurvolgt vatn og matarolíu út í og hrærið saman. Setjið stykki yfir skálina og látið lyfta sér á eldhúsborðinu í 2-3 klst. en í kæliskáp í 12 klst. eða lengur. 3. Takið úr skálinni og mótið bollur, raðið á bökunarpappír á bökunarplötu. Penslið bollurnar með eggjarauðu og leggið stykkið yfir þær og látið lyfta sér í um tuttugu mínútur. 4. Hitið bakarofn í 210°C, blástursofn í 190-200°C, og bak- ið í um 20 mínútur. ÍDAG VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Útrunnir kjúklingabitar MÁNUDAGINN 22. maí rétt fyrir lokun fór ég í Bónus á Laugavegi og keypti ófrosna kjúklinga- bita frá Reykjagarði. Þegar ég opnaði pakkann til þess að fara að elda, fann ég þessa roslegu lykt af kjúkl- ingabitunum sem ekki var eðlileg. Athuga ég þá dagsetn- inguna, kjúklingabitarnir voru pakkaðir 11.05 og út- runnir 19.05. Þeir voru búnir að vera nær 11 daga ófrosnir og útrunnir í 3 daga í Bónus. Ég hefði haldið að starfsfólkið ætti að vera betur vakandi yfir útrunnum vörum, sérstak- lega vörum eins og kjúkl- ingum, þegar alltaf er verið að tala um campyiobacter í þeim, í blöðum og sjón- varpi. Daginn eftir fór ég og skilaði kjúklingabitunum og fékk inneignarnótu í staðinn, sem er auðvitað viðeigandi. Afgreiðslu- stúlkan í Bónus bauð mér að fá annan pakka aiveg eins í staðinn. Ég hélt nú ekki og afþakkaði það. Þá baðst hún innilegrar afsök- unar á þessu og ég sagði henni að ég ætlaði að skrifa um þetta í blöðin. Hún sagði að þetta væru mannleg mis- tök sem allir gætu gert. Jú, sammála er ég um að allir geti gert mistök, en ekki hefði það verið aftur tekið ef ég eða einhver annar hefði borðað kjúklingabitana. Þess vegna er ég að skrifa um þetta, til þess að biðja fólk um að vera vakandi yfir dagsetningum á vörum og ekki bara kjúklingum, þegar það er að versla. Áslaug Hlff Jensdóttir, Hverfisgötu 84, Reykjavík. í leit að stefnu SUNNUDAGINN 14. maí síðastl. skrifaði Ellert B Schram grein í _Mbl. sem hann nefnir „I leit að stefnu". Eins og hans var von og vísa, er þar tekið með skynsemi og hógværð á stjórnmálaflokkum og mönnum. Hann er þarna að- allega að tala um stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi svo- nefndrar „Samfylkingar" sem loks var tekin með keisaraskurði, eftir svo rækilega deyfmgu, að ör- uggt væri að engar sár- saukafullar hugsjónir væru til óþæginda. En þetta á raunar við um hina flokkana líka. Henti- stefnan er að verða allsráð- andi og stjórnmálamenn keppast við að tala í takt við ríkjandi hugsunarhátt. Þeir verða jú að muna eftir at- kvæðunum sínum! Óheft auðhyggja steypist nú yfir þjóðina með tilheyrandi afturför á hinum mennsku sviðum. Þakka þér fyrir greinina, Ellert. Kristján Árnason, Skálá. Mynd tekin á Akur- eyri 1953-1956? VIÐ vorum fimm vinkonur úr Hafnarfirði sem fórum með Heimdalli um verslun- armannahelgi norður á Ak- ureyri á árunum 1953- 1956. I þessum hópi var maður sem var að læra ljósmynd- un. Við vorum úti í skógi. Hann tók mynd af mér uppi í hríslunni. Ég er að leita að þessari mynd, hvað þessi maður heitir man ég ekki, en ef þú ert á meðal okkar endilega hafðu samband. Upplýsingar í síma 555- 4402.' Tapad/fundiö Wheeler-gírahjól fannst WHEELER-gírahjól fannst fyrir utan Tómasar- haga fyrir nokkru. Upplýs- ingar í síma 552-7056. Hálsmen úr hrosshárum Hálsmen úr gráum hross- hárum, kross í skeifu, tap- aðist fyrir um það bil tveim- ur vikum á leiðinni frá Hjallavegi að Laugalækj- arskóla. 553-2419. Taska tapaðist í 10-11 Austurstræti TASKA tapaðist úr versl- uninni 10-11 í Austurstræti. I töskunni voru svört gler- augu sem eru eigandanum afar mikilvæg, peninga- budda og fleira. Upplýsing- ar í síma 562-2130. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson FYRIR nokkru var haldið sterkt skákmót í Southend í Englandi sem var með útsláttarfyrir- komulagi. Mót þetta var nú styrkt annað árið í röð af milljónamæringi ein- um og ber það nafn fyrir- tækis hans, Redbus. Meðfylgjandi staða er frá mótinu og kom upp í ein- vígi stórmeistarana Bogdan Lalic, hvítt, (2548) og Nigel Davies (2497). 22.Rxf7! d4 22...Kxf7 leiðir til taps eftir 23.Dh5+ g6 [23...Ke6 24.Hxf6+ og hvítur vinnur] 24. Dxh7 + Ke6 25. Dxg6 og hvítur vinnur. 23. Hxf6! d3!? Áhugaverð til- raun til að bjarga tapaðri stöðu. 23...gxf6 hefði leitt til ósigurs eftir 24.Ðg4+ Kxf7 25.Dh5+ 24. Rh6+?! Einfaldari leið til sigurs var 24. cxd3! Rd4 25. Rh6+ gxh6 [25...Kh8 tapar sökum 26.HÍ4! Re2+ 27. Dxe2! og hvítur vinnur.] 26.Dg4+ Kh8 27.HÍ8+ Hxf8 28.Be5+ og hvítur mátar í næsta leik. 24,...gxh6 25.Dg4+? Enn var 25.cxd3 áhrifa- ríkari leið til sigurs. 25....Kh8 26.HÍ8+ Hxf8 27.Bxf8 d6 28.Bxd6 dxc2 29.Dc4 Dxb3! 30.Dxb3 cl=D+ 31.Kg2 og hvítur vann um síðir. MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á netfang- ið ritstj @mbl.is. Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Víkverji skrifar... MEÐFERÐ íslendinga á kenni- tölum er oft furðuleg og ein- kennist af hirðuleysi. Víkverji er ekki alsaklaus sjálfur í þeim efnum en finnst stundum eins og mörgum sé sama hvað þessar persónulegu upplýsingar fari víða. Skiptir engu máli þótt varað sé við því að hægt sé að misnota upplýsingarnar með margvíslegum hætti eins og mikið er rætt um í öðrum löndum og reyndar farið að minnast á hér á landi. Verst er að kennitölubruðlið hér er oft óþarft. Óprúttnir falsarar geta notað kennitölurnar til að útvega sér hvers kyns skilríki og falsað ávís- anir svo að eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu er ekki hægt að koma í veg fyrir þess konar athæfi en varla nema rétt að reyna að draga úr hættunni eftir getu. Bretar eru svo mikið á varðbergi að þeir hafa ekki einu sinni tekið upp kennitölukerfi. Ekki ætlar Víkverji að fullyrða að þeir hafí fundið bestu lausnina en nauðsyn- legt er að fólk íhugi afleiðingarnar sem hlotist geta af kæruleysinu. Kunningjakona Víkverja hringdi nýlega í Þjóðleikhúsið og ætlaði að panta sér miða. Hún var samstund- is spurð hver kennitalan hennar væri! Sama er uppi á teningnum þegar farið er á myndbandaleigur, sagði hún, þar fljóta kennitölurnar um borð og skjái og því að verða auðvelt fyrir þann sem það vill að kortleggja vandlega hvað hver og einn leigir sér. Þessu vill kunningjakonan breyta og spurði hvort tölvunefnd ætti ekki að láta málið til sín taka. En Víkverji er smeykur um að sú ágæta nefnd svari því einfaldlega til að fólk sé ekki þvingað til að gefa upp kennitöluna, það eigi að taka sjálft ábyrgð á því sem það er að gera. Samt væri varla goðgá að nefndin benti fólki á að það er oft að taka óþarfa áhættu með því að láta þessar upplýsingar umhugsun- arlaust af hendi við fólk sem það þekkir hvorki haus né sporð á. xxx VÍKVERJA finnst forgangsröð- in í heilbrigðiskerfinu stund- um undarleg. Ung kona sem hann þekkir fór fyrir hálfu ári að fínna til vanlíðun- ar, svima og ógleði. Heimilislækn- irinn var ekki á því að málið væri alvarlegt en lét hana samt hafa ein- hverjar pillur sem henni fannst ekki duga. Þá ráðlagði hann kon- unni að fara til sérfræðings, nánar til tekið háls-, nef- og eyrnasér- fræðings er strax tók eftir því að hún var með æxli við skjaldkirtil. Hann lét taka blóðprufur og pantaði ómskoðun á Borgarspítal- anum enda varla nema eðlilegt. Æxli er æxli en ekki slitin fylling í tönn. Vanlíðanin er svo mikil að konan hefur stundum átt mjög erf- itt með að harka af sér í vinnunni. Síðar kemur vonandi í Ijós hvort æxlið á þar sök eða eitthvað annað. Nú hófst undarleg atburðarás. Sagt var að haft yrði samband við konuna daginn eftir og hún fengi þá að vita hvenær hún ætti að mæta í ómskoðunina en aldrei heyrðist neitt frá spítalanum. Loks hringdi konan sjálf þegar liðnar voru þrjár vikur en fyrir svörum varð kona sem sagðist ekkert fínna um málið í sínum pappírum. „Ég sé nafnið þitt hvergi hérna,“ var sagt og greinilegt að málið var þar með afgreitt. Það var ekki fyrr en áðurnefndur sérfræðingar gekk aftur í málið að konan fékk eftir langa mæðu svör frá spítalanum og loforð um tíma. Sérfræðingurinn var auk þess svo tillitssamur að hann hringdi sjálfur til að láta skjólstæðing sinn vita. „Það er eins og fólki sé alveg sama um mann,“ sagði unga konan en tók samt aftur fram að umrædd- ur sérfræðingur hefði haldið uppi merki heilbrigðisstéttanna. Hún fer loks í ómskoðunina nú í vikunni og vonar að þessi kuldalega reynsla hafl ekki verið dæmigerð fyrir heilbrigðiskerfið í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.