Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR A A Avörp og ljóðadagskrá við setningu menningar- og fræðahátíðar Háskóla Islands Nýtt háskóla- lag kynnt Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Fjölmenni var við setningu hátíðarinnar sem stendur til sunnudags. Arnþrúður Lilja Þorbjörnsddttir vann samkeppni um nýtt hásktílalag sem Hásktílaktírinn frumflutti við setningu menningar- og fræðahátíðar Hásktílans í gærkvöld. MENNINGAR- og fræðahátíð Há- skóla Islands, Líf í borg, var sett í gærkvöld við hátíðlega athöfn í nýendurgerðum Hátíðarsal Aðal- byggingar Háskólans. Fjöldi gesta var viðstaddur og hlýddi á flutning strengjasveitar Sinfóníuhljómsveit- ar áhugamanna undir stjórn Ing- vars Jónassonar, ávörp og ljóða- dagskrá, þar sem Astráður Eysteinsson prófessor í almennri bókmenntafræði ræddi við Matt- hías Johannessen skáld um Reykjavíkurljóð hans. Tilkynnt var að sönglag Arn- þrúðar Lilju Þorbjörnsdóttur við kvæði Jónasar Hallgrímssonar, „Vísindin efla alla dáð“, hefði unnið samkeppni um nýtt háskólalag. Að sögn Guðrúnar Guðsteinsdóttur, formanns dómnefndar, var mikil þátttaka í samkeppninni en 35 til- lögur bárust. Sagði Guðrún að val- ið hefði því verið erfitt en lag Ai’n- þrúðar Lilju hefði verið það sem nefndin hefði verið að leita að. I dómnefndarorðum segir um lagið: „Lagið fellur vel að textanum, er stílhreint og fremur auðlært. Það er ekki of erfitt í flutningi en þó hátíðlegt og býður jafnframt upp á mismunandi útfærslur. En ofar öllu er lagið sérstakt í áheyrn; það hefst með samstiga fimmundum sem minna á íslenska tónlistar- arfleifð og gefa því þjóðlegt yfir- bragð, óm aldanna, en rennur svo áfram á ljóðrænan og rómantískan hátt í anda kvæðisins." I samtali við Morgunblaðið sagði Arnþrúður Lilja, sem stundar meistaranám í tónlistartækni við Háskólann í Álaborg, að hún hefði Iagt höfuðáherslu á að endurspegla anda kvæðisins í laginu. „Enn- fremur lagði ég áherslu á, að það væri auðlært og auðsyngjanlegt. Einnig vildi ég kalla fram ákveðinn hátíðleika til þess að það hæfði til- einkuninni.“ Háskólakórinn flutti hið nýja há- skólalag við góðar undirtektir. Hátíðin Líf í borg er framlag Háskólans til Reykjavíkur - menn- ingarborgar Evrópu árið 2000 og mun standa fram á sunnudag. Boð- ið verður upp á fjölbreytta dagskrá en almenningi býðst meðal annars að sitja um eitthundrað fyrirlestra um líf í borg, fara í vettvangsferðir um borgina og hlýða á tónleika. Páll Skúlason setti hátíðina og sagði í ávarpi sínu, að Háskólinn hefði fyrst og fremst sína eigin menningu fram að færa á menn- ingarborgarári og hátíðin Líf í borg væri viðleitni til þess, „menn- ingu vísinda og fræða, menningu rökræðna og rannsókna, menningu endalausrar þekkingarleitar, skiln- ings og menntunar, sem stuðlar að sívaxandi grósku hvarvetna í þjóð- lífinu“. Rektor sagði að háskólamenn- ingin þróaðist ekki einungis innan veggja háskólastofnana, heldur yxi hún og dafnaði af atorku allra þeirra sem hafa brennandi áhuga á menntun og vísindum og vildu nýta þau í lífi og starfi. „Aukin aðsókn almennings að háskólum og þátt- taka í þeim „opna háskóla", sem nú er að störfum, sýnir svo ekki verð- ur um villst, að áhugi fólks á að taka þátt í háskólamenningu fer sí- vaxandi. Og það er sjálfsögð skylda Háskóla íslands, að bregð- ast við þrá og þörf fólks eftir menntun og fræðum með öllum þeim krafti sem hann framast rnegnar," sagði rektor. Sprottinn úr niálsmenningar- hefð borgarinnar Ástráður og Matthías komu víða við í spjalli sínu um borgarljóð Matthíasar. Matthías las upp ljóð sín, sem Ástráður hafði valið, en svaraði einnig spurningum um eðli borgarskáldskapar og skáldskap- arins yfirleitt. Matthías sagðist sprottinn úr málsmenningarhefð borgarinnar en ekki sveitanna. „Sem ungur maður gerði ég mér grein fyrir því, að ég þyrfti ekki að yrkja eins og sveitamenn hefðu ort, ég þyrfti ekki að yrkja eins og þjóðskáldin eða góðskáldin hefðu ort, ég gat ort eins og skáld úr Reykjavík með reykvískt talmál úr kreppunni sem málsmenningar- viðmiðun, og gerði það. Og núna hefur tíminn leitt það í ljós, að svona talmál getur orðið að ein- hvers konar klassískri hefð þegar tíminn líður vegna þess að það er allt annar blær á reykvísku talmáli í dag en var á þessum tíma. En á þessum tíma þótti ekki flott að yrkja á þessu máli.“ Miklu betri borg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri flutti að lokum ávarp og sagði að það hefði runnið upp fyrir sér undir samræðu Matthías- ar og Ástráðs hverju menningar- borgarárið myndi skila. „Það skilar okkur nefnilega augnablikum eins og þessum, þar sem ekki aðeins hugur þeirra, sem mæla ljóð af vörum fram eða tala skáldlega, er virkjaður heldur og allra sem á hlýða.“ Sagðist borgarstjóri sann- færður um að borgin yrði aldrei söm eftir menningarborgarárið, hún yrði miklu betri en áður. Ingibjörg sagði að Háskólinn væri borginni mikilvægur, enda þrifist hvorki borgin né Háskólinn án hins. Hún sagði því mikilvægt að rækta samstarf milli Háskólans og borgarinnar eins og gert hefði verið svikalaust á þessu ári. Blæbrigðarík tónlist TðALIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLIST Flutt voru verk eftir Varese, Kartílínu Eiríksdtíttur og Ligeti. Einleikari: Saschko Gawriloff. Stjtírnandi: Diego Masson. Fimmtudagurinn 25. maí 2000. TÍMINN er furðulegt fyrir- bæri, sem ýmist ærist áfram með miklum fyrirgangi, stendur kyrr eða fellir sig að fortíðinni, svo að hið gamla verður nýtt en nýjung- in gömul, langgengin og lúin. Það er ekki fjarri lagi, að verkið Intégrales (Heilstæður), eftir Edgar Varése, sem samið er fyr- ir ríflega 75 árum, sé nú að sam- lagast tímanum, því trúlega hef- ur Bandaríkjamönnum þótt heldur taka í hnúkana, er þeir heyrðu þetta verk 1925.1 dag má segja að það sé heima og ekkert tiltökumál að hafa gaman að þessu verki, þar sem lögð er megináhersla á samskipan blæbrigða en tónefnið er að mestu byggt á liggjandi tónum, þannig að það verður sérlega kyrrstætt en þó viðburðaríkt hvað snertir blæbrigði og leik með styrkleika. Verkið var vel flutt af 11 blásurum og fimm slagverksmönnum, og þó stjórn- andanum mistækist stjórnin, svo að hann kaus að byrja upp á nýtt, var flutningurinn í heild áhrifamikill, undir „markvissri" stjórn Massons. Dagurinn í dag átti sinn full- trúa í verki Karólínu Eiríksdótt- ur, er hún nefnir Tokkötu (snertlu). Ritháttur verksins er á köflum ákaflega þéttur, „kaótísk- ur“ hvað snertir tónferli og hryn, svo að oft var erfitt að greina í sundur margþætt tónferlið, sem einnig var lagt margskiptum hljóðfærum í hendur en væri vel hlustað, mátti heyra nokkrar hlaupandi tónhendingar, er gætu tengst þeim rithætti, sem oftast ber fyrir eyru í „tokkötum". Lík- lega væri nafnið konsert betur viðeigandi, eins og höfundurinn tekur fram í efnisskrá. Lokaverk tónleikanna var fiðlukonsert eftir György Ligeti, saminn 1992, og má heyra í þess- um konsert ýmislegt sem horfir til fortíðar, þ.e. í nafngiftum kafl- anna og birtist svo í tónmáli verksins, eins og t.d. aría, hocketus, kórall og passakalía. Síðasti kaílinn ber yfirskriftina Appassionato, en Ligeti hefur m.a. hlotið lof fyrir að hafa inn- leitt túlkun tilfinninga í nútíma- tónlistina og hafa sumir kveðið svo sterkt að orði, að hann hafi bjargað nútímatónlistinni frá „al- kuli“ tilfinninganna. Fyrsti kafl- inn er sérlega þétt ritaður en í öðrum kafla fær fiðlan að syngja litla aríu en síðan tekur við höggvinn ritháttur (Hopuetus, hiksti) og þó kórall og er þetta sérlega falleg tónlist, sem var frábærlega vel flutt af Gawriloff. Á eftir hröðum milliþætti kom sérkennilegur þáttur er ber yfir- skriftina Passakalia og lokakafl- inn Appassionato, sem er glæsi- legasti kafli verksins, var afburða vel fluttur, sérstaklega kadensan, sem blátt áfram glampaði á í meistaralegum flutningi Gawriloffs. Sinfóníuhljómsveit Islands skilaði sínu með glæsibrag, bæði í verkinu eftir Varesi og konsert- inum eftir Ligeti, sérstaklega þegar það er haft í huga, að t.d. konsertinn, eftir Ligeti, er á köflum mjög erfiður og krefj- andi, og rithátturinn oft nærri því í formi kammertónlistar. í aríunni og aftur í seinni köflum, var leikið á okarínu, lítið blást- urshljóðfæri eða flautu, sem er oftast búin til úr brenndum leir og var hljómur hennar skemmti- leg viðbót við blæbrigðaríkan rit- hátt konsertsins. Jón Ásgeirsson V er ðlaunabæk- ur um Berlioz o g alheiminn London. Morgnnblaðid. BRETAR eiga sér nokkur bóka- verðlaun, sem jafnan vekja athygli þegar veitt eru. Bookerverðlaunin eru einna kunnustu verðlaunin fyr- ir skáldskap og svo Whitbread- verðlaunin, sem veitt eru fyrir bók ársins og einnig bækur í einstök- um greinum, skáldsögur, barna- og unglingabækur, ævisögur og ljóð. Bæði Booker og Whitbread féllu Seamus Heaney í skaut fyrir þýð- ingu hans á Bjólfskviðu, eins og sagt hefur verið frá, og í bæði skiptin kom nýjasta Harry Potter bók J. K. Rowling henni næst. Nú hafa verið veitt tvenn önnur verðlaun; Samuel Johnson-verð- launin og Aventis verðlaunin, en þau eru ekki veitt fyrir skáldsögur eða ljóð, heldur bækur af öðrum toga og bækur um vísindalegt efni. Samuel Johnson-verðlaunin voru nú veitt öðru sinni Samuel Johnson-verðlaunin voru nú veitt öðru sinni, en sá sem kost- ar þau vill ekki láta nafn síns getið - verðlaunin nema 30.000 pundum. Þau fékk David Cairns fyrir síðara bindi sitt af ævisögu tónskáldsins Hector Berlioz, en fyrir það fékk hann áður Whitbread-verðlaunin fyrir ævisögu. Fyrra bindið kom út fyrir áratug og það síðara er upp á 900 blaðsíður. 117 bækur voru Iagðar fram til keppninnar Fimm aðrar bækur voru í úr- slitakeppninni og fengu höfundar þeiira 2.500 pund hver. Vísinda- verðlaunin, sem nema 10.000 pund- um, féllu bandarískum höfundi í skaut; Brian Greene fékk þau fyrir bók sína The Elegant Universe og annar Bandaríkjamaður, Jonathan Weiner, kom næstur með bók sína Time, Love, Memory. Hvorki fleiri né færri en 117 bækur voru lagðar fram til keppninnar og komust sex í úrslitin, en sérstök samkeppni er einnig um bækur um vísindalegt efni fyrir unglinga. Við verðlaunaveitinguna lét for- maður dómnefndarinnar þess sér- staklega getið að allar bækurnar hefði mátt bæta með góðri ritstýr- ingu, en sérstaklega hefðu bækur brezkra vísindamanna liðið fyrir slök vinnubrögð á því sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.