Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 51 • + Guðlaug Dóra Snorradóttir fæddist á Staðarhóli við Akureyri 31. mars 1941. Hún var eitt tíu barna þeirra hjóna Ragnars Brynj- ólfssonar og Guðríð- ar Lilju Oddsdóttur. Við fæðingu var Dóra gefin þeim hjónum Snorra Pálssyni múr- ara og Hólmfrfði Ásbjarnardóttur sem ættleiddu hana. Snorri Pálsson og Ragnar Bryiyólfsson voru bræðrasynir. Önnur börn Ragnars og Lilju voru: Hrafnhild- ur Sif Sveinsdóttir, f. 22. desem- ber 1924, d. 26. maí 1996; Hjördís, f. 29. september 1929; Valur, f. 10. nóvember 1930; Vilhelm Öm, f. 17. febrúar 1932; Brynja Ólafía, f. 29. september 1934, d. 4. septem- ber 1999; Oddur Víkingur, f. 14. september 1937; Ragnar Jökull, f. 15. apríl 1939; Hrafti, f. 15. maí 1944, og Ingibjörg Þuríður, f. 20. desember 1947. Dóra ólst í fyrstu upp á Akur- eyri og Knarrarbergi í Eyjafírði. Þegar hún var 12 ára fluttust Snorri og Hólmfríður til Banda- ríkjanna, þar sem þau dvöldust í tvö ár, en fluttust síðan til Reykja- víkur. Átján ára hélt Dóra á ný til Bandaríkjanna þar sem hún starf- aði við skrifstofustörf og síðar um- önnunar- og hjúkrunarstörf. Árið 1960 giftist Dóra Kenneth F. Pape, f. 27. nóvember 1938, flugvirkja frá Chicago. Þau slitu samvistir. Dætur Dóru og Kenn- eths em Bryndís, f. 14. október 1960, og Gréta, f. 25. nóvember Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind ogótallæknarsár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ps í þjarta skín íhvertsinn.eréggræt, því Drottinn telur tárin mín - égtrúioghuggastlæt. (Kristj. Jónsson.) Bamaböm. Kynni íjölskyldu minnar og Dóru Snorradóttur hófust þegar sonur minn, Jóhann, og Gréta, dóttir henn- ar, fóru að vera saman. Þá hófst vinátta með okkur Dóru og fjölskyld- um okkar, sem aldrei hefúr borið skugga á. Það skapast svo mikið tómarúm þegar Dóra er horfin af sjónarsvið- inu. Hún var svo sjálfsagður hluti af tilveru okkar. Hún var búin að undir- búa sig og okkur öll fyrir dauða sinn. Ég heyrði hana aldrei kvarta yfir veikindum eða burtför sinni, sem hún vissi að var á næsta leiti. Nú er hún laus við þjáningamar og það er líkn, en við sem syrgjum hana grátum af því að við fáum ekki að hafa hana lengur hjá okkur. Hún var svo þakk- lát vinum sínum, bæði í Hveragerði og annars staðar, fyrir umhyggju þeirra. Hún minntist oft á hvað allir sýndu þeim Hans mikla góðvild. Það er erfitt fyrir dætur hennar að sjá á eftir móður sinni og ekki síst fyrir Bryndísi og Grétu sem búa í Ameríku með fjölskyldum sínum. Þær hefðu óskað þess að geta verið meira hjá henni, en þær komu eins oft og þær höfðu tök á. Daníel, sonur Grétu og Jóhanns, kom í vor með stúlkuna sína til að sýna hana ömm- um, öfum og fjölskyldum. Bersi, son- ur Bryndísar, var hjá ömmu og afa í viku þegar hann fékk frí í skólanum. Það er erfitt fyrir yngri son Jóhanns og Grétu, Alexander, sem er að verða 11 ára að sætta sig við og skifja, að fyrir nokkrum árum átti hann fjórar ömmur, en nú er bara ein eftir. Hann 1961. Bryndís, sem er arkitekt, á soninn Viktor Bersa, f. 14. ágúst 1983, með Sveini Hreinssyni viðskipta- fræðingi. Gréta er tækniteiknari, snyrti- fræðingur og skrif- stofutæknir. Hún er gift Jóhanni Haralds- syni viðskiptafræð- ingi. Þeirra synir eru Daníel Grétar, f. 6. nóvember 1979, há- skólanemi, og Alex- ander, f. 2. júní 1989. Hinn 10. október 1965 giftist Dóra Hans Christian- sen, myndlistarmanni, f. 14. nóvem- ber 1937. Dóttir þeirra er Þóra, f. 9. júlí 1965, samskiptafræðingur og háskólakennari. Sambýlismaður hennar er Guðmundur Guðmunds- son sameindalíffræðingur. Böm þeirra em Egill Ian, f. 26. júní 1993, og Ama Katrín, f. 5. nóvember 1997. Dóra fékkst við verslunar- og skrifstofustörf hjá Heinz og Contin- ental Insurance í Chicago, Georg Ámundasyni, Landsbanka íslands, Netasölunni hf. og Heilsustofnun- inni í Hveragerði. Einnig rak hún eigin verslun í Hveragerði. Dóra sinnti umönnunar- og hjúkr- unarstörfum hjá Bláa bandinu, West Suburban Hospital í Chicago, Elli- og dvalarheimilinu Gmnd í Reykja- vík, Elli- og dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og að siðustu hjá Hjúkr- unarheimilinu Ási í Hveragerði. Dóra stundaði kennslu við Gagn- fræðaskólann í Hveragerði í tvö ár. Útför Dóm fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fékk að kveðja Dóru, ömmu sína, um síðustu jól. Þóra og hennar fjölskylda hafa verið stoð og styrkur Hans í veikindum Dóru. Líf Dóru gekk mikið út á það að hjálpa öðrum. Sem dæmi má nefna hvað hún reyndist foreldrum sínum, þeim Hólmfríði Ásbjamardóttur og Snorra Pálssyni, góð dóttir. í mörg ár áður en Snorri dó bjuggu þau öll í sama húsi. Eftir lát hans var Fríða amma hjá Dóru og Hans áður en hún fór á elliheimilið Grund, þar sem hún lést. Dóra launaði þeim vel uppeldið og ást þeirra á henni. Þetta sýndi bet- ur en flest annað hvern mann Dóra hafði að geyma. Ekki man ég eftir því að hún talaði illa um fólk, en ég veit að hún tók upp hanskann íyrir þá sem hún heyrði hallmælt - þá dró hún fram það besta í fari þess sem um var rætt. Guð blessi minningu Dóru Snorradóttur. Hans hefur ekki vikið frá hlið konu sinnar í veikindum hennar. Hann hef- ur staðið sig eins og hetja, þrátt fyrir veikindi sín. Við biðjum góðan guð að styrkja hann og fjölskyldu hans í sorg sinni. Agnes Jóhannsdóttir og fjölskylda. Elskulega Dóra frænka! Mig lang- ar til að kveðja þig með nokkrum fá- tæklegum orðum nú þegar þú ert horfin okkur yfir móðuna miklu enn á besta aldri.Við vorum tví- eða þre- menningar eftir því á hvom veginn rakið er, frá Lýði Jónssyni eða Páli á Staðarhóli og hans góðu konu Guð- laugu Þórðardóttur sem við bæði kölluðum afa okkar og ömmu. Þannig vorum við systkinaböm að skyld- leika, böm þeirra Snorra Pálssonar og Siguijónu Pálsdóttur frá Staðar- hóli á Akureyri. Við áttum það sam- merkt að vera bæði fædd á Staðar- hóli, trúlega á austurkvistinum ef farið er nánar í þá sálma. Á okkur var ellefu ára aldursmunur, ég fæddur 1930 enþú 1941. Sem ellefu ára polli man ég þann dag að þú varst ættleidd af þeim hjónum Fríðu og Snorra sem bjuggu sunnarlega í Holtagötunni skammt frá Hamarsstíg 6 á Akureyri en þar var mitt bemskuheimili. Eg minnist þess hvað kjörforeldrar þínir vom himinlifandi þegar þeim barst þetta bam í hendur enda var þeim meinað að eignast barn með eðlilegum hætti. Á Hamarsstígnum, þar sem föður- systur þínar Sigurjóna og Lovísa - Staðarhólssystur bjuggu búi sínu ríkti og mikill fögnuður þegar þau Snorri og Fríða höfðu eignast þennan erfingja, bráðmyndarlegt stúlkubam sem augijóslega sór sig í ættina. Þegar þú óxt úr grasi fórst þú að leggja leið þína á Hamarsstíginn þar sem þú undir þér vel í leik við frænk- ur þínar, Möggu Dóm og Bergljótu Pálu sem vom þér aðeins yngri. Mest var um brúðuleiki að ræða enda það saklaust gaman, en dálitlir grallarar vomð þið samt. Þegar þið fómð að mannast kom þar að þið á kerfis- bundinn hátt fómð að pjósna um okk- ur piltana á Hamarsstígnum, frænda þinn Gunnlaug og undirritaðan. Við Gunnlaugur tókum því vel að þið kæmuð inn á herbergi okkar uppi á suðurkvistinum svo fremi að ekki væri ruglað í frímerkjasöfnum okkar enda stunduðum við á þessum áram umfangsmikil viðskipti með frímerki. Báðir vomm við háttskrifaðir í Val- kyrjunni, skandinavískum klúbbi ungra frímerkjasafnara. En þið frænkur urðuð fljótlega forvitnar um þær stúlkur sem við höfðum augastað á og því forvitnari sem dulúðin var meiri yfir þeim málaflokki. Fyrir þær sakir þótti okkur frændum vissara að rita dagbækur vorar á dulmáli, annar á morsi en hinn á flaggamáli. Var þannig girt fyrir að út lækju við- kvæmar persónulegar upplýsingar. Ég fer ekki nánar út í þá sálma og eftirlæt öðram að fjalla um lífshlaup þitt að öðm leyti. Nema hvað þú flutt- ist með foreldmm þínum til Banda- ríkjanna þar sem þið dvöldust um árabil. Ung að aldri gekkst þú að eiga Bandaríkjamann, Kenneth F. Pape, flugvélstjóra í New Orleans, f. 1938. Saman áttuð þið tvær dætur, Bryn- dísi, f. 1960 og Grétu, f. 1961. Þið slit- uð samvistum og skömmu síðar flutt- ist þú ásamt foreldmm þínum aftur til Islands. Þar gekkst þú að nýju í hjónaband, giftist Hans T. Christi- anssen, banka- og myndlistarmanni, f. 1937. Ykkur fæddist dóttirin Þóra Christianssen, f. 1965. Bjugguð þið um árabil fallegu búi í Hveragerði, síðar í Reykjavík. Nú að undanfömu aftur í Hveragerði. Alltaf var jafn notalegt að heimsækja ykkur, þið gestgjafar góðir. Ekki þraut okkur heldur umræðuefnið sem gjaman snerist um æskuárin á Akureyri, eða um myndimar sem Hans var að vinna hveiju sinni enda hann afbragðs góð- ur teiknari, málari og viðmælandi góður. Nú bið ég þig, Hansi minn, að koma samúðarkveðjum mínum og fjölskyldu minnar á framfæri þar sem við á, um leið og ég þakka af alhug hin góðu kynni fyrr og síðar. Ég minnist ykkar Dóm frænku í hvert sinn að ég lít myndimar þínar sem ég er svo heppinn að eiga hér á vegg. Þær tala sínu máli enda má þar líta Staðarhól, fæðingarstað okkar Dóm sem þú vannst fyrir mín orð í vatns-litum. Dóra lumaði á svarthvítri ljósmynd af staðnum sem tekin var á sínum tíma af Snorra, tengdafóður þínum. Þú gæddir hana lífi er þú vannst hana í lit. Má því segja að þú hafir stuðst við áreiðanlegar heimildir. Ég veit að þið hafið mikils að sakna, eiginmaðurinn, dæturnar og ömmubömin. En um Dóm okkar lifir minningin um ein- stakan Ijúfling sem ætíð miðlaði sam- ferðamönnum sínum ótæpilega af þeim sálarstyrk sem henni var gef- inn. Fyrir það þökkum við heilshugar um leið og við óskum fjölskyldunni alls hins besta í framtíðinni. Valgarður Frímann og fjölskylda. Elsku Dóra, upp í hugann koma margar góðar minningar þegar ég hugsa um árin eftir að ég kynntist þér, þó að stutt sé en var fyrir mig lærdómsríkur tími. Það var 1. desem- ber 1998 sem við byrjuðum aðvinna á sama stað á Dvalarheimilinu Ási sem ég kynntist þér mjög náið en áður höfðum við unnið smátíma saman á HNLFÍ. Alltaf varst þú fyrst í vinnuna og síðust heim, því þú þurftir alitaf að gera eitthvað fyrir gamla fólkið auka- lega sem þú varst búin að lofa því, GUÐLAUGDORA SNORRADÓTTIR fara í búðir eða festa á tölu. Þú varst svo samviskusöm og fórnfús gagn- vart þessu fólki að unun var að sjá. Þér féll aldrei verk úr hendi, þú fannst alltaf eitthvað til að fást við. í nóvember 1999 gerði vart við sig sjúkdómurinn sem lagði þig að velli. Þú þreyðir þessa baráttu af svo mikl- um hetjuskap og miklum eldmóði og tókst þínu hlutskipti svo vel að enginn getur ímyndað sér að nokkur gæti verið svona jákvæður gagnvart því að vera að kveðja þetta jarðneska líf. Þú varst hetja. Alltaf þegar ég kom til þín, hvort sem þú varst á spítalanum eða heima, varst þú svo ánægð og þakklát með allt og alla. Þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra og talaðir alltaf svo fallega um aðra að unun var að hlusta á þig segja frá. Margar góðar og gleðilegar stundir áttum við saman yfir kaffi- bollanum og margar skemmtilegar sögur sagðir þú mér sem ég mun vandlega geyma í minningunni um þig, elsku Dóra mín. Þú varst mér meira en vinnufélagi og vinkona, þú tókst mér sem ég væri ein af dætmm þínum. Þú áttir þijár yndislegar dæt- ur þær Bryndísi, Grétu og Þóm sem reyndust þér svo vel og gaman að sjá hversu samrýndar þið vorað mæðg- umar. Eiginmaður þinn, hann Hans, stóð eins og klettur við þína hlið þar til yfir lauk. Þessa sex mánuði sem þú barðist við sjúkdóminn varst þú svo jákvæð, talaðir um það sem koma skyldi sem sjálfsagðan hlut og alltaf brostirðu og gerðir grín að öllu saman. Ég hef ekki lært eins mikið í öllu lífinu eins og á þessum síðustu sex mánuðum og fékk ég besta veganesti sem mér hefur hlotnast frá þér. Ég kveð þig með söknuði og geymi minningu þína í mínu hjarta. Ástarkveðjur til þín frá Guðrúnu Ósk og Sæmundi. Elsku Hans, Bryndís, Gréta og Þóra, Guð styrki ykkur, þið vomð henni eins og sólargeislar eins og hún orðaði það og barnabömin hennar sem hún hafði unun af að fá í heim- sókn og snúast í kringum meðan heilsan entist. Elsku Dóra, hvíl í friði. Þín Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt Valgerður. Elsku Dóra okkar. Með söknuði kveðjum við þig og þökkum allar skemmtilegu stundimar sem við átt- um með þér í vinnunni hér á hjúkmn- arheimilinu. Núna sárvantar okkur einhveija sem getur fundið fötin sem týnast af og til sem þú fannst alltaf, þegar allar hinar vom komnar með það í þrot. En það er ekki að spyrja að því þér : er ætlað eitthvað annað og meira. Þetta er hlutskiptið í þessu lífi sem við verðum að sætta okkur við. Við biðjum góðan Guð að gæta þín, elsku Dóra, og veita honum Hans og dætr- um þínum styrk í þeirra miklu sorg. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hinlangaþrauterliðin nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt (V.Briem.) f Þínir starfsfélagar á Hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði. Andlátsfregnin kom ekki á óvart. Dóra glímdi við illvígan sjúkdóm í skamman tíma og lét í mmni pokann langt fyrir aldur fram. Ég kynntist Dóm fyrst við undirbúning sveitar- stjómarkosninganna vorið 1998 en hún hafði samþykkt að taka 9. sæti á lista Bæjarmálafélagsins sem bauð fram til sveitarstjómar vorið 1998 í Hveragerði. Fljótt kom í Ijós áhugi hennar á velferð bæjarins og þótt hún hefði sig ekki eins mikið í frammi og, aðrir, þá vom hugmyndir hennar og tillögur alltaf vel þegnar. Dóra vann hjá Dvalarheimilinu Ási frá mars 1997 og fram í febrúar sl. en þá öftmðu veikindi hennar því að hún gæti unnið lengur. Reyndar var ósér- hlífnin og samviskusemin svo mikil að þrátt fyrir að hún væri greinilega orðin mildð veik mætti hún í vinnu og lét ekki sitt eftir liggja. Meira að segja gekk hún um gangana með hækju í annarri hönd og fannst ómögulegt að vera heima hjá sér þar sem hún gat gengið um og sinnt fólk- inu okkar. Hún starfaði við umönnun á hjúkmnarheimilinu frá því að það opnaði 1. desember 1998. Hennar yndislega bros og hlýja viðmót yljaði öllum þeim um hjartaræturnar sem fengu notið hennar góðu umhyggju og umönnunar. Verði ég gamall mað- ur á hjúkmnarheimili, vona ég svo sannarlega að það verði jafnindæl kona og Dóra sem sinni umönnuninni á minni deild. Við í Ási höfum misst mikið, hennar er sárt saknað. Hans og dætmm þeirra sendi ég dýpstu samúðarkveðjur, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og sökn- uði. GísliPáll. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. sími 896 8242 HFrederiksen '$ími895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. w ww .utfararstofa .ehf .is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. . ■ - wWm Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. t i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.