Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 59 + Kristján Jóhann- es Einarsson fæddist í Viðvík, Skeggj astaðali repp i, Bakkafirði 8. maí 1916. Hann lést á heimili sínu, Hrafn- istu Hafnarfirði, sunnudaginn 21. maí síðastliðinn. Hann var áður til heimilis að Skipasundi 60, Reykjavfk. Foreldr- ar hans voru Einar Friðsteinn Jóhann- esson bóndi og Mar- grét Albertsdóttir húsmóðir. Fjölskyldan fluttist árið 1918 til Vestmannaeyja þar sem hún bjó til ársins 1923 en sneri þá aftur til Viðvíkur og bjó þar til ársins 1935 en það ár flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Kristján kvæntist 31. júlí 1942, Sigríði Bjarnadóttur frá Búðar- dal, f. 29. janúar 1919, d. 17. des- ember 1962. Þau eignuðust fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi: 1) Óskírður drengur, f. 26.4. 1941, d. 26.4. 1941. 2) Erna Margrét, f. 15.4. 1943, fyrrverandi maki Trausti Jóhannesson, f. 3.6. 1938, og eiga þau íjögur börn, Kristín, f. 19.11. 1962, börn hennar Arnór Trausti og Lilja Rós. Einar Jóhannes, f. 7.5. 1965, sambýliskona Björg Hávarðardóttir, dóttir Einars, Gabrí- ella Rós. Margrét, f. 4.5.1966, börn hennar Símon Smári og Erna Margrét. Trausti Kristján, f. 20.4. 1973, sambýliskona Sara Steina Reynisdóttir. Sambýlismaður Ernu er Símon Ág^úst Sigurðsson f. 15.03.1943 og eiga þau eina dóttur Ernu Rós, f. 10.1. 1983. 3) Ómar Árni, f. 22.2. 1949, sambýliskona Anna Krist- björnsdóttir, f. 17.10. 1949 og eiga þau tvö börn, Linda Björk, 6.5. 1982, og Kristján Freyr, f. 6.5. 1982, börn Önnu fósturbörn Óm- ars, Kristbjörn Már, 17.10. 1968, sonur hans Arnar Þór. Guðrún Ósk, 22.5. 1973 og synir hennar Valgeir Árni og Einar Logi. 4) Sól- veig, f. 23.5. 1954, fyrrverandi maki Eyvindur Ólafsson, f. 25.12. 1952, og eiga þau einn son Ólaf Ragnar, f. 23.1. 1975, sambýlis- kona Arna Dögg Ketilsdóttir, og eiga þau eina dóttur Aniku Sól. Eiginmaður Sólveigar er Sigþór Ingólfsson, f. 27.1. 1944. Seinni kona Kristjáns var Ragn- heiður Þórólfsdóttir fráViðey, f. 21. október 1915, d. 4. september 1990. Hófu þau sambúð 1963. Kristján hóf nám í húsasmíði hjá Sigurði Halldórssyni, bygginga- meistara, og lauk sveinsprófi árið 1941 og varð húsasmíðameistari áriðl946. Kristján starfaði sem húsasmíðameistari til ársins 1965 en þá hóf hann störf sem húsvörð- ur og meðhjálpari í Langholts- kirkju og starfaði þar til ársins 1993. Meðal þeirra verkefna sem Kristján tók að sér var uppbygg- ing Árbæjarsafns þar sem hann starfaði sem yfirsmiður. og bygg- ingameistari að fyrsta áfanga Langholtskirkju, það er þeim hluta sem nú er safnaðarheimili. Kristján var einn af stofnendum Meistai’afélags húsasmiða í Reykjavík, Bræðrafélags Lang- holtskirkju og Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrennis. Um árabil átti hann sæti í stjórnum og nefndum þessara félaga. Kristján átti sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðis- fiokksins í Reykjavík um áratuga skeið. Utför Kristjáns fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. KRISTJAN JÓHANNES EINARSSON Það var sól og sunnudagur og himnahliðið opnaðist. Englar Guðs komu niður og sóttu foður minn, Kristján Jóhannes Einarsson, bygg- ingarmeistara, kirkjuvörð og með- hjálpara. Það er sárt og söknuður er mikill í hjarta okkar en þegar heilsa og þrek er farið er dauðinn kærkom- inn. Fyrstu minningar mínar um for- eldra mína eru þegar þau voru að byggja Skipasund 60, og ég var h'til skotta fjögurra ára. Þau höfðu mig ávallt með sér við vinnu þar. Mér er minnistsætt þegar verið var að reisa þaksperi-urnar, þá batt pabbi mig í band sem fest var utan um skorstein- inn og lengd bandsins var að enda gólfplötunnar, svo ekki færi ég fram af. Þannig var hugsun hans ávallt að byrgja bmnninn áður en slysin yrðu. Mikill dugnaður var í foreldrum mín- um og unnu þau vel saman. Pabbi var einstakur, hann gat hjálpað mömmu við að útbúa snið af fötum en í þá daga var allt saumað og saumað upp úr gömlum íotum og fötum vent, sem ekki þekkist í dag. En móðir mín var mikil handleikskona. Hún saumaði, prjónaði allt á okkur börnin og hjálp- aði mörgum fjölskyldum með sauma- skap. Ekki var mildð um sumarirí á þeim tíma, en ávallt var farið á hveiju sumri í Búðardal til móðurafa og móð- urömmu Sólveigar og Bjarna. Þá var farið í heyskap og pabbi fór í að smíða eða endurbæta torfbæinn. Er farið var í bíltúr þá var varla búið að skella hurð en pabbi fór að syngja og við systkynin tókum undir. Þannig lærð- um við fjöldan allan af kvæðum. Alla mína ævi hefur verið margt fólk í kringum okkur, þar sem systkini móður minnar og systkinaböm fóður míns komu til Reykjavíkur var gott að koma á Laugaveginn til Siggu og Stjána, eins og mamma og pabbi vora kölluð. Ætíð var pláss íyrir þetta fólk að gista á meðan verið var að leita að öðru húsnæði. Sumir dvöldu stutt og aðrir lengur. Ég var svo lánsöm að hafa ömmur mínar í sama húsi og við bjuggum í Skipasundinu. Móður mín Sigríður Bjamadóttir, var ein af brautiyðjendum kvenfélagi Langholtskirkju, en þegar hún varð veik hætti pabbi störfum og hjálpuð- umst að við að hjúkra henni þar sem hún lá veik allan tímann heima. Hún lést úr krabbameini í desember 1962 aðeins 42 ára og frá okkur þremur bömum. Tók pabbi þá upp þráðinn við safnaðarstarfið og starfaði hann þar sem kirkjuvörður og meðhjálpari alla tíð síðan. Hann var einn af stofnend- um Bræðrafélags Langholtssafnaðar, og var húsameistari Safnaðarheimilis- ins Langholtskirkju. Pabbi kynntist fljótlega góðri konu Ragnheiði Þórólfsdóttur frá Viðey og hófu þau sambúð. Tók hún fullan þátt í starfi með honum í kii'kjunni. Lang- holtskirkja var þeim afar kær og helg- uðu þau kirkjunni krafta sína. Ekki vom fá skiptin sem þau komu með heimabakað brauð fyrir alla þá sem unnu sjálfboðavinnu við kirkjustarfið. Er pabbi gerðist meðhjálpari var séra Áralíus Níelsson prestur þar en síðar kom séra Sigurður Haukur Guðjóns- son. Það var mikið skipulag sem þurfti að vera svo ekki rækjust á athafnir prestanna og unnu þeir þrír saman vel úr öllum málum sem upp komu. Lang- holtskirkjukórinn átti hug pabba og Lillu og fóra þau allar utanlandsferðir með kómum. Kórfélögunum fannst þau ekki geta farið án þeirra og þau ekki verið án kórsins. Þessu unga kór- fólki fannst að þarna væm foreldrar þeirra með þeim. Jón Stefánsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Garðar Cortes ásamt kómum vom eins og ein stór fjölskylda. Ragnheiður og pabbi fóm margar utanladsferðir. Þau höfðu yndi af því að dansa og vora virkir meðlimir í Kátu fólki. Ragn- heiður lést í september 1990. Eftir það bjó pabbi í nokkur ár einn í Skipa- sundinu og sá alfaiið um sig, með eldamennsku, þvotti og öðram heimil- isstörfum. Hann hélt áfram öllum hefðum sem sköpuðust í gegnum árin svo sem jóladagskvöldverði fyrh- okk- m- bömin, maka, bamabömin og barnabamaböm. En börnin og bama- börnin vora honum afar kær. Pabbi var einn af stofnendum Fé- lagi eldri borgara og nágrennis en þar kynntist hann góðri vinkonu Jóhönnu Einarsdóttur frá Dúnk. Þau áttu góð- ar stundir saman hjá eldri borguram og á sumrin fóra þau með okkur böm- unum í sumarbústaði og einnig eina ferð til Benidorm. í febrúai’ 1998 fluttist pabbi á Hrafnistu í Hafnarfirði og það kom honum á óvart hvað það var gott að vera þar. Hann naut sín vel þar enda er það gott heimili. í desember 1998 fékk pabbi blóðtappa og varð heilsan lélegri með tímanum, en alltaf var hann glaður, þakklátur fyrir það sem gert var fyrir hann og ávallt tilbúinn til að koma í heimsóknir til okkar bamanna. Elsku hjartans pabbi minn, það er sárt að kveðja þig en ég veit að þér verður vel tekið hinum megin og minningin um þig lifir áfram með mér. Haf þú þökk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Þín dóttir, EmaMargrét. Elsku afi okkai’, nú ertu farin frá okkur. Einhvem veginn er aldrei rétti tímin til að skilja að eilífu en við eram ekki spurð, heldur erum við þátttakendur í þessu lífi. Sú festa sem einkenndi þig er nú minningin ein, við hugsum til þín og það hryggir okkur að þú ert ekki lengur hér hjá okkur. Allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Við gleymum aldrei þegar við komum á jólaböllin til þín og Lillu í Langholts- kirkju og heimsóknunum í Skipa- sundið, þar var alltaf tekið vel á móti okkur, þið vilduð allt fyrir okkiu- gera. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minnmgum hlýjum. Elsku afi, Guð veri með þér. Þín bamabörn, Linda Björk, Kristján Freyr, Guðrún Ósk og Kristbjöm Már. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUÐRÚN EGILSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja, Rauðafelli, Bárðardal, Lyngheiði 9, Hveragerði, lést föstudaginn 19. maí. Kveðjuathöfn verður í Kotstrandarkirkju laug- ardaginn 27. maí kl. 14.00. Útförin ferfram frá Lundarbrekkukirkju laugardaginn 3. júni kl. 14.00. Egill Gústafsson, Helga Haraldsdóttir, Vigdís Gústafsdóttir, Jón Gústafsson, Lotta Wally Jakobsdóttir, Björn Gústafsson, Herborg ívarsdóttir, Eysteinn Gústafsson, Svanborg Gústafsdóttir, Vörður Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku afi okkar og langafi. Okkur langar að kveðja þig með nokkram minningum sem era ofarlega í huga okkar allra. Þú hefur ávallt verið höfðingi ætt- arinnar og hafðir þú oft síðasta orðið. Við voram sem börn oft með þér upp í kirkju að reyna að hjálpa til, setja stólbekkina upp eftir messu og bera til stóla og borð. Einnig vora jóladagskvöldin ánægjuleg heima hjá þér því þá hittumst við öll sömul. í huga okkar ert þú ofarlega ásamt tóbaksdósinni þinni og þínum tóbaks- klútum, því ekki voram við gömul, varla farin að ganga þegar þú kenndir okkur að taka í nefið með þér, með því að banka tvisvar sinnum á dósina þá opnaðir þú hana og þá tókum við smá tóbak milli fingranna og séttum á handarbakið þitt, svo fékkst þú þér í nefið. Alltaf var hægt að treysta því þegar tóbaksklútar komu í tísku að þú ættir nokkra aflögu fyrir okkur, því þú áttir ógrinni af þeim. Þegar við uxum úr grasi og bamabarnabörnin komu var þetta það sama sem þú kenndir þeim, og allh’ höfðu gaman af þessum leik þínum. Við þökkum fyrir þann tíma sem við höfum átt með þér og þá góðu siði sem þú varst ávallt að kenna okkur. Farðþúífriði, friður Guðs blessi þig, hafðu þökk fyrrir aÚt og allt GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Hvíl þú í friði, guð blessi þig og minningu þína. Elsku mamma, Ómar og Solla, megi algóður Guð gefa ykkur styrk í ykkar sorg. Þín bamaböm, Kristín, Einar, Margrét, Trausti Krislján, Ema Rós og baraabamaböm. Góður vinur hefur lokið farsælli jarðlífsgöngu sinni. Við hjónin kynntumst Kristjáni fyrst eftir að hann fór að búa með síð- ari konu sinni Ragnheiði Þórólfsdótt- ur, Lillu eins og hún var kölluð. Heim- ilisvinátta var á milli þeirra og okkar hjónanna. Þau vora mjög gestrisin og var alltaf jafnnotalegt að koma til þeirra. Kristján var hlýr og elskulegur maður, hógvær, hress í anda og léttur í lund. Það var notalegt að vera í náv- ist hans og það var eins og svartsýni þrifist ekki þar sem hann var. Erfið- leikar vora ekki til að skipta skapi yfir heldur til að takast á við. Hann lagði því oft ómælda vinnu í að koma mál- um áfrarn og átti yfir að ráða bæði mikilli orku og hugkvæmni til að finna bestu leiðimar til að leysa þá hnúta sem þurfti til að allt færi á flug- ferð. Ekki var hann með ofríki eða hávaða, það var ekki hans stíll en hóg- værð, rökum og töfrum léttleikanj; sem gerðu alla ánægða beitti hann af mikilli list og allar nauðsynlegar dyr vora opnaðar til að mál gengju fram. Mikinn hluta starfsævi sinnai’ vann Kristján fyrir Langholtskirkju. Því starfi unni hann og rækti með stakri prýði og samviskusemi. Hann var mikið snyrtimenni í allri umgengni hvort sem var á heimilinu eða starfs- vettvangi. Þegar venjulegri starfsævi lauk vann hann m.a. að félagsmálum aldraðra og sýndi þar sama dugnað- inn og ósérhlífnina og ávallt áður. Þar sem hann tók að sér forystu í málum gengu þau fram föstum skrefum þvf* Kristján var fylginn sér og það vissu menn. Kristján var orðheldinn og traustur maður og hann gerði kröfu til þess að fólk stæði við orð sín og gjörðir. Krisján og Lilla vora fólk gleð- skapar og góðra vinafunda. Þar var reglusemin í öndvegi og krafturinn og lífsfjörið geislaði af þeim hjónum og smitaði frá sér í ríkum mæli. Þau vora því æði oft hrókar alls fagnaðar. Kristján var mjög hjálpsamur maður, traustur og öraggur. Það var því gott að leita til hans. Hlýja hans og brosmildi seyddi fólk að honum. Margur varð því léttari í spori eftir að hafa rætt við Kristján. Kristján varð fyrir erfiðum veik- indum þegar hann skyndilega missti máttinn og átti bágt með að tjá sig. Hann tók því af miklum dugnaði og æðraleysi og hann missti ekki hlýja brosmilda svipinn sinn. Við kveðjum góðan vin með söknuði þótt við efumst ekki um að honum sé vel borgið á nýjum vegum með þeim sem á undan era farnir. Blessun fylgi minningu góðs drengs og bömum hans og aðstandendum öllum flytjum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Páll V. Danielsson. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- gi-einum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. f| + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INGÓLFUR BJARNASON bóndi, Bollastöðum, sem lést mánudaginn 22. maí, verður jarðsett- ur frá Bergsstaðakirku þriðjudaginn 30. maí kl. 14.00. Guðrún Steingrímsdóttir, Birgir Ingólfsson, Ragna Á. Björnsdóttir, Bjarni B. Ingólfsson, og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNASAR SIGURÐSSONAR kaupmanns, Hverfisgötu 71. Ragnhildur Sigurðardóttir, Hannes Sigurðsson, Sigurást Sigurjónsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir og systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.