Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 74
74 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Umhverfís- og
iitivistardagar á
höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Jón Jóhannsson og Hervör Hallbjörnsdóttir frá Parkinsonsamtökunum
og Frank M. Michelsen, sölumaður tölvubúnaðar hjá Heimilistækjum hf.
Gáfu Parkinson-
samtökunum tölvu
UMHVERFISNEFNDIR sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu í sam-
vinnu við Samtök sveitarfélága á
höfðuborgársvæðinu efna til sameig-
inlegra umhverfisdaga og bjóða fjöl-
skyldum og öðrum íbúum að 'kynn-
ast nánar útivistarstöðum og
náttúruperlum á svæðinu.
Dagskrá er sem hér segir:
Laugardagur 27. maí
Kópavogur
fólki. Kl. 10.00 laugardaginn 27. maí
verður boðið upp á göngu fyrir
Kársnesið og endað á Rútstúni um
kí. 12:00 með grilli. Gangan hefst kl.
10 frá leikskólanum Marbakka.
Bessastaðahreppur
Skyggnst inn í horfna tíma á
Áíftanesi kl. 14.00 Þátttakendur
safnist saman við veginn að Hliði kl.
14. Gengið verður út að Hliði sem er
vestasti hluti Álftanessins undir leið-
sögn fróðra manna og reynt að gera
grein fyrir útróðralífi horfinna tíma.
A eftir verður gengið að Haukshúsi
þar sem góðgérðir verða á boðstól-
um. Á staðnum verða einnig upp-
drættir að nýju deiliskipulagi Hliðs.
Seltjarnarnes
Náttúruskoðun um Suðurnes kl.
13:00.
Gangan hefst kl. 13:00 frá bíla-
stæði við enda golfvallarins þaðan
sem gengið verður eftir nýjum
göngustíg umhverfis Suðurnes undir
leiðsögn Jóhanns Helgasonar jarð-
fræðings. Göngunni lýkur í Nes-
_stofusafni þar sem Kristinn Magn-
ússon mun segja frá safninu.
Göngufólki er bent á að klæða sig
eftir veðri og taka með sér sjónauka.
Reykjavfk
Hjólreiðatúrar kl. 14. Fjallahjóla-
klúbburinn gengst fyrir hjólreiða-
túrum laugardag og simnudág.
Tvær ferðir verða famar báða
dagana. I annarri er lagt af stað frá
Gufunesbænum og hjólað um Graf-
SUMARSTARF KFUK í Vindáshlíð
er að hefjast. Eins og undanfarin ár
hefst sumarstarfið með guðsþjónustu
í Hallgrímskirkju í Vindáshlið. Guðs-
þjónustan verður sunnudaginn 28.
maí næstkomandi klukkan 14. Eftir
guðsþjónustuna verður kaffisala í
arvog en í hinni er farið frá gatna-
mótum Ægisíðu og Hofsvallagötu og
hjólað meðfram stöndinni.
Sunnudagur 28. maí
Hafnaríjörður
Ráðhúsið Strandgötu kl. 13.00.
Sunnudaginn 28. maí verður boðið
upp á gönguferð innan bæjarmarka
og skoðaðir áhugaverðir staðir og er
áhersla lögð á sögu- og menningar-
minjar, s.s. fyrstu stífluna, fornleif-
ar, forna atvinnuhætti, fyrstu gróð-
urblettina, hlaðna hafnfirska veggi
og fleira merkilegt sem tengist um-
hverfi Hafnarfjarðar.
Leiðin er auðveld gönguleið, um
2,5 km löng og tekur um 3 tíma. Á
leiðinni verður saga hvers staðar
reifuð. í lok göngunnar verður boðið
upp á veitingar gegn vægu gjaldi í
kaffistofu Hafnarborgar. Fræðslu-
stjóri verður Kristján Bersi Ólafs-
son.
Reykjavik
Elliðavatn/Heiðmörk kl. 13.30.
Stangveiðidagur unglinga yngri en
16 ára á vegum Skógræktarfélags
Reykjavíkur. Stangveiðin hefst kl.
13.30. Skráning við komu í skýlinu
við Helluvatn. Verðlaun í boði.
Grasagarður Reykjavíkur kl.
13.00 til 17.00. Grasagarður Reykja-
víkur tekur á móti gestum í Listhús-
inu sem stendur næst garðskálanum
sunnudaginn 28. maí frá kl. 13 til 17.
Boðið verður upp á leiðsögn um
garðinn á klukkutímafresti. Skoðað-
ar verða plöntutegundir sem tengj-
ast vorinu, einkum þær sem blómg-
ast snemma, meðal annars fjölærar
jurtir, laukplöntur, lyngrósir og
garðskálaplöntur.
Garðabær
Garða- og Gálgahraun, kl.14.00 til
16.00: Sunnudaginn 28.maí kl. 14 til
16 verður boðið upp á göngu eftir
væntanlegu vegstæði Álftanesvegar
undir leiðsögn garðyrkjustjóra og
umhverfisnefndar Garðabæjar.
Gangan hefst frá Engidal.
Hlíðinni til styrktar starfinu þar.
Allir vinir og velunnarar sumar-
starfs KFUK í Vindáshlíð eru vel-
komnir. Vegna guðsþjónustunnar og
kaffisölunnar í Vindáshlíð verður eng-
in samkoma í aðalstöðvum KFUM og
KFUK sunnudaginn 28. maí.
NÝLEGA afhentu Heimilistæki hf.
Parkinsonsamtökunum á Islandi að
gjöf tölvu að gerðinni Maxdata. Á
næstunni munu samtökin opna
heimasíðu þar sem hægt verður að
Námskeið um
vistmenningu í
Alviðru
HALDIÐ verður kynningamám-
skeið helgina 2. til 4. júní um vist-
menningu (permaculture) í fræðslu-
setri Landverndar í Alviðru við Sogið
í Ölfusi.
„Kröfur um efnisleg gæði þurfa
ekki að stangast á við jákvætt sam-
býli við náttúruna. Vistmenning felur
í sér að ganga til liðs við náttúruna og
nýta þau tækifæri sem felast í henni
til að byggja upp betra mannlíf. Hún
felst í því að flétta saman nútíma-
tækni og gamlar náttúrulegar aðferð-
ir við að lifa vel á jörðinni. Þetta eru
stórkostleg áform en það þarf ekki að
fara alla leið í einu skrefi. Þátttaka í
námskeiðinu í Alviðru er góð byrjun,“
segir í fréttatfikynningu.
Á námskeiðinu verður fjallað um
samhengið í náttúrunni, félagsleg
tengsl, matjurtagarðinn og þá mörgu
möguleika sem víða leynast. Fjallað
verður um jarðveginn og plöntumar
og leiðbeint með verklegum fram-
kvæmdum í matjurtagarði staðarins.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru
þau Jóhanna B. Magnúsdóttir um-
hverfisfræðingur og Cees Meyles
umhverfisverkfræðingur. Nám-
skeiðsgjald er 9.000 kr. Innifalið í því
er matur og gisting í svefnpokaplássi.
Þátttaka tilkynnist til Landvemdar
eða í netfangið landvemd@land-
vemd.is eigi síðar en þriðjudaginn 30.
maínk.
nálgast upplýsingar um parkison-
sjúkdóminn og starfsemi Parkison-
samtakanna.
Meðfylgjandi mynd er tekin við
afhendingu tölvunnar.
Opinn háskóli
DAGSKRÁ Menningar- og fræða-
hátíðarinnar Líf í borg:
Föstudagur 26. maí.
Tíminn og tímamót.
Hátíðasalur í Aðalbyggingu kl.
16:00-18:30.
Tími alheimsins, Aldamót fyrr og
nú, 433. Píanóverk eftir John Cage.
Borgin og tíminn. Hver stjórnar
tímanum? Umræður ef tími leyfir.
Tækni og vfsindi í þágu borgar-
ans.
Stofa 101 í Odda og Reykjavíkur-
höfn kl. 15:00-18:30
Lýsi - hollusta úr hafdjúpunum.
Miðstöð sjávarútvegs, flutninga og
boðskipta.
Gönguferð með leiðsögn um höfn-
ina, skoðaðar söguslóðir á sýningu í
Hafnarhúsinu. Hressing í boði
Reykjavíkurhafnar.
Utivist og borgarskipulag.
Norræna húsið kl. 16:00-18:30.
Útivist og tómstundir: Útivistar-
svæði borgarinnar, hugmyndafræð-
in á bak við skipulagí Er Viðey hluti
af landslagi borgarinnar? Hreyfing
í mannvænu borgarsamfélagi. Vett-
vangsferð kl. 17:30. /•
Hjólað um grænu svæðin í
Reykjavík. Lagt af stað frá Nor-
ræna húsinu.
Dagskrárbæklingur liggur
frammi á bensínstöðvum Olís í
Reykjavík og nágrannasveitarfélög-
um. Nánari upplýsingar er einnig
að finna á www.opinnhaskoli2000.hi.
Dagskráin er öllum opin end-
urgjaldslaust.
Kaffísala í Vindáshlíð
Hallgríms-
dagurí
Saurbæ
HALLGRÍMSDAGUR verður hald-
inn hátíðlegur sunnudaginn 28. maí í
Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd. Er
um að ræða lið í há-
tíðahöldum Borg-
arfj ar ðarprófasts-
dæmis í tilefni af
kristnitökuafmæli,
og að þessu sinni
verður minning
sálmaskáldsins
mikla, sr. Hallgríms Péturssonar, í
heiðri höfð.
Dagskrá dagsins hefst með messu
kl. 14 í Hallgrímskirkju í Saurbæ þar
sem dr. Sigurbjörn Einarsson, fyrr-
verandi biskup, mun prédika og tala
um bænamál sr. Hallgríms. Að því
loknu verður farið að félagsheimilinu
Hlöðum, þar sem kaffiveitingar
verða í boði Héraðsnefndar Borgar-
fjarðarprófastsdæmis og um kl. 16.
verða síðan flutt þrjú stutt erindi um
sr. Hallgrím Pétursson. Ræðumenn
munu verða þeir sr. Þorbjörn Hlyn-
ur Ámason, prófastur á Borg, dr.
Gunnar Harðarson, heimspekingur
og dr. Einar Sigurbjörnsson, pró-
fessor.
Sr. Þorbjörn Hlynur mun flytja
stuttan trúfræðilegan inngang að
Passíusálmunum, þá mun dr. Gunn-
ar Harðarson flytja erindi sem hann
nefnir „Um sjö guðrækilegar hug-
leiðingar Hallgríms Péturssonar og
samband þeirra við miðaldir“ og að
lokum mun dr. Einar Sigurbjöms-
son fjalla um upprisutrú í sálmum sr.
Hallgríms.
Allir eru velkomnir til þátttöku á
þessum Hallgrímsdegi.
Nýr vefur -
einkamal.is
NÝ einkamála- og stefnumótaþjón-
usta hefur opnað á Netinu. Þjón-
ustan heitir einkamal.is og er ein-
gongu veitt geghum Netið. Hún er
ókeypis og öllum opin sem eru í leit
að einhvers konar félagsskap, segir
í fréttatilkynningu.
Þjónustan er þannig upp byggð
að fólk getur sett inn nafnlausar
auglýsingar. með upplýsingum um
aldur, stað,|kyn, kynhneigð og útlit
og fær uthlutað ókeypis pósthólfi.
Þessi pósthólf er síðan hægt að
nota til að skiptast á skilaboðum.
Einnig er á vefnum persónuleika-
próf sem notað er til að giska á
hversu vel notendur eiga saman.
Aðstandendur vefsins eru fjórir
tölvunarfræðinemar úr Háskólan-
um í Reykjavík, Baldur Kristjáns-
son, Erling Ormar Vignisson, ívar
Örn Helgason og Karl E. Krist-
jánsson, auk Hringiðunnar - Int-
ernetþjónustu. Opnunarhátíð vefs-
ins verður haldin í kvöld, föstudag,
á ísafold Sport Kaffi og hefst kl. 21.
Málþing um
matarfíkn
MÁLÞING um matarfíkn, offitu og
holla hreyfingu verður haldið á Hótel
Loftleiðum í Þingsal sunnudaginn 28.
maí frá klukkan 13-15. Að málþinginu
standa Landlæknisembættið og Fé-
lagasamtök feitra. Fundarstjóri
verður núverandi formaður Félaga-
samtaka feitra, Guðjón Sigmun-
dsson.
Á málþinginu flytur Fríða Rún
Þórðardóttir næringarráðgjafi erindi
um gildi hollustu í mataræði og
hreyfingar, Hólmfríður Þorgeirs-
dóttir, starfsmaður Manneldisráðs,
flytur erindi um þróun offitu á íslandi
fyrr og nú, Matthías Halldórsson að-
stoðarlandlæknir ræðir um orsakir
og afleiðingar offítu og þá mun Ragn-
heiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræð-
ingur flytja erindi frá nýafstöðnu
Evrópuþingi um offitu í Belgíu. Loks
ræðir Sigurbjörg Jónsdóttir um bar-
áttu sína við vambarpúkann, eins og
segir í fréttatilkynningu.
Opnar umræður verða á eftir. Að-
gangur er ókeypis.