Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 74

Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 74
74 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umhverfís- og iitivistardagar á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Arni Sæberg Jón Jóhannsson og Hervör Hallbjörnsdóttir frá Parkinsonsamtökunum og Frank M. Michelsen, sölumaður tölvubúnaðar hjá Heimilistækjum hf. Gáfu Parkinson- samtökunum tölvu UMHVERFISNEFNDIR sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu í sam- vinnu við Samtök sveitarfélága á höfðuborgársvæðinu efna til sameig- inlegra umhverfisdaga og bjóða fjöl- skyldum og öðrum íbúum að 'kynn- ast nánar útivistarstöðum og náttúruperlum á svæðinu. Dagskrá er sem hér segir: Laugardagur 27. maí Kópavogur fólki. Kl. 10.00 laugardaginn 27. maí verður boðið upp á göngu fyrir Kársnesið og endað á Rútstúni um kí. 12:00 með grilli. Gangan hefst kl. 10 frá leikskólanum Marbakka. Bessastaðahreppur Skyggnst inn í horfna tíma á Áíftanesi kl. 14.00 Þátttakendur safnist saman við veginn að Hliði kl. 14. Gengið verður út að Hliði sem er vestasti hluti Álftanessins undir leið- sögn fróðra manna og reynt að gera grein fyrir útróðralífi horfinna tíma. A eftir verður gengið að Haukshúsi þar sem góðgérðir verða á boðstól- um. Á staðnum verða einnig upp- drættir að nýju deiliskipulagi Hliðs. Seltjarnarnes Náttúruskoðun um Suðurnes kl. 13:00. Gangan hefst kl. 13:00 frá bíla- stæði við enda golfvallarins þaðan sem gengið verður eftir nýjum göngustíg umhverfis Suðurnes undir leiðsögn Jóhanns Helgasonar jarð- fræðings. Göngunni lýkur í Nes- _stofusafni þar sem Kristinn Magn- ússon mun segja frá safninu. Göngufólki er bent á að klæða sig eftir veðri og taka með sér sjónauka. Reykjavfk Hjólreiðatúrar kl. 14. Fjallahjóla- klúbburinn gengst fyrir hjólreiða- túrum laugardag og simnudág. Tvær ferðir verða famar báða dagana. I annarri er lagt af stað frá Gufunesbænum og hjólað um Graf- SUMARSTARF KFUK í Vindáshlíð er að hefjast. Eins og undanfarin ár hefst sumarstarfið með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlið. Guðs- þjónustan verður sunnudaginn 28. maí næstkomandi klukkan 14. Eftir guðsþjónustuna verður kaffisala í arvog en í hinni er farið frá gatna- mótum Ægisíðu og Hofsvallagötu og hjólað meðfram stöndinni. Sunnudagur 28. maí Hafnaríjörður Ráðhúsið Strandgötu kl. 13.00. Sunnudaginn 28. maí verður boðið upp á gönguferð innan bæjarmarka og skoðaðir áhugaverðir staðir og er áhersla lögð á sögu- og menningar- minjar, s.s. fyrstu stífluna, fornleif- ar, forna atvinnuhætti, fyrstu gróð- urblettina, hlaðna hafnfirska veggi og fleira merkilegt sem tengist um- hverfi Hafnarfjarðar. Leiðin er auðveld gönguleið, um 2,5 km löng og tekur um 3 tíma. Á leiðinni verður saga hvers staðar reifuð. í lok göngunnar verður boðið upp á veitingar gegn vægu gjaldi í kaffistofu Hafnarborgar. Fræðslu- stjóri verður Kristján Bersi Ólafs- son. Reykjavik Elliðavatn/Heiðmörk kl. 13.30. Stangveiðidagur unglinga yngri en 16 ára á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur. Stangveiðin hefst kl. 13.30. Skráning við komu í skýlinu við Helluvatn. Verðlaun í boði. Grasagarður Reykjavíkur kl. 13.00 til 17.00. Grasagarður Reykja- víkur tekur á móti gestum í Listhús- inu sem stendur næst garðskálanum sunnudaginn 28. maí frá kl. 13 til 17. Boðið verður upp á leiðsögn um garðinn á klukkutímafresti. Skoðað- ar verða plöntutegundir sem tengj- ast vorinu, einkum þær sem blómg- ast snemma, meðal annars fjölærar jurtir, laukplöntur, lyngrósir og garðskálaplöntur. Garðabær Garða- og Gálgahraun, kl.14.00 til 16.00: Sunnudaginn 28.maí kl. 14 til 16 verður boðið upp á göngu eftir væntanlegu vegstæði Álftanesvegar undir leiðsögn garðyrkjustjóra og umhverfisnefndar Garðabæjar. Gangan hefst frá Engidal. Hlíðinni til styrktar starfinu þar. Allir vinir og velunnarar sumar- starfs KFUK í Vindáshlíð eru vel- komnir. Vegna guðsþjónustunnar og kaffisölunnar í Vindáshlíð verður eng- in samkoma í aðalstöðvum KFUM og KFUK sunnudaginn 28. maí. NÝLEGA afhentu Heimilistæki hf. Parkinsonsamtökunum á Islandi að gjöf tölvu að gerðinni Maxdata. Á næstunni munu samtökin opna heimasíðu þar sem hægt verður að Námskeið um vistmenningu í Alviðru HALDIÐ verður kynningamám- skeið helgina 2. til 4. júní um vist- menningu (permaculture) í fræðslu- setri Landverndar í Alviðru við Sogið í Ölfusi. „Kröfur um efnisleg gæði þurfa ekki að stangast á við jákvætt sam- býli við náttúruna. Vistmenning felur í sér að ganga til liðs við náttúruna og nýta þau tækifæri sem felast í henni til að byggja upp betra mannlíf. Hún felst í því að flétta saman nútíma- tækni og gamlar náttúrulegar aðferð- ir við að lifa vel á jörðinni. Þetta eru stórkostleg áform en það þarf ekki að fara alla leið í einu skrefi. Þátttaka í námskeiðinu í Alviðru er góð byrjun,“ segir í fréttatfikynningu. Á námskeiðinu verður fjallað um samhengið í náttúrunni, félagsleg tengsl, matjurtagarðinn og þá mörgu möguleika sem víða leynast. Fjallað verður um jarðveginn og plöntumar og leiðbeint með verklegum fram- kvæmdum í matjurtagarði staðarins. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þau Jóhanna B. Magnúsdóttir um- hverfisfræðingur og Cees Meyles umhverfisverkfræðingur. Nám- skeiðsgjald er 9.000 kr. Innifalið í því er matur og gisting í svefnpokaplássi. Þátttaka tilkynnist til Landvemdar eða í netfangið landvemd@land- vemd.is eigi síðar en þriðjudaginn 30. maínk. nálgast upplýsingar um parkison- sjúkdóminn og starfsemi Parkison- samtakanna. Meðfylgjandi mynd er tekin við afhendingu tölvunnar. Opinn háskóli DAGSKRÁ Menningar- og fræða- hátíðarinnar Líf í borg: Föstudagur 26. maí. Tíminn og tímamót. Hátíðasalur í Aðalbyggingu kl. 16:00-18:30. Tími alheimsins, Aldamót fyrr og nú, 433. Píanóverk eftir John Cage. Borgin og tíminn. Hver stjórnar tímanum? Umræður ef tími leyfir. Tækni og vfsindi í þágu borgar- ans. Stofa 101 í Odda og Reykjavíkur- höfn kl. 15:00-18:30 Lýsi - hollusta úr hafdjúpunum. Miðstöð sjávarútvegs, flutninga og boðskipta. Gönguferð með leiðsögn um höfn- ina, skoðaðar söguslóðir á sýningu í Hafnarhúsinu. Hressing í boði Reykjavíkurhafnar. Utivist og borgarskipulag. Norræna húsið kl. 16:00-18:30. Útivist og tómstundir: Útivistar- svæði borgarinnar, hugmyndafræð- in á bak við skipulagí Er Viðey hluti af landslagi borgarinnar? Hreyfing í mannvænu borgarsamfélagi. Vett- vangsferð kl. 17:30. /• Hjólað um grænu svæðin í Reykjavík. Lagt af stað frá Nor- ræna húsinu. Dagskrárbæklingur liggur frammi á bensínstöðvum Olís í Reykjavík og nágrannasveitarfélög- um. Nánari upplýsingar er einnig að finna á www.opinnhaskoli2000.hi. Dagskráin er öllum opin end- urgjaldslaust. Kaffísala í Vindáshlíð Hallgríms- dagurí Saurbæ HALLGRÍMSDAGUR verður hald- inn hátíðlegur sunnudaginn 28. maí í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Er um að ræða lið í há- tíðahöldum Borg- arfj ar ðarprófasts- dæmis í tilefni af kristnitökuafmæli, og að þessu sinni verður minning sálmaskáldsins mikla, sr. Hallgríms Péturssonar, í heiðri höfð. Dagskrá dagsins hefst með messu kl. 14 í Hallgrímskirkju í Saurbæ þar sem dr. Sigurbjörn Einarsson, fyrr- verandi biskup, mun prédika og tala um bænamál sr. Hallgríms. Að því loknu verður farið að félagsheimilinu Hlöðum, þar sem kaffiveitingar verða í boði Héraðsnefndar Borgar- fjarðarprófastsdæmis og um kl. 16. verða síðan flutt þrjú stutt erindi um sr. Hallgrím Pétursson. Ræðumenn munu verða þeir sr. Þorbjörn Hlyn- ur Ámason, prófastur á Borg, dr. Gunnar Harðarson, heimspekingur og dr. Einar Sigurbjörnsson, pró- fessor. Sr. Þorbjörn Hlynur mun flytja stuttan trúfræðilegan inngang að Passíusálmunum, þá mun dr. Gunn- ar Harðarson flytja erindi sem hann nefnir „Um sjö guðrækilegar hug- leiðingar Hallgríms Péturssonar og samband þeirra við miðaldir“ og að lokum mun dr. Einar Sigurbjöms- son fjalla um upprisutrú í sálmum sr. Hallgríms. Allir eru velkomnir til þátttöku á þessum Hallgrímsdegi. Nýr vefur - einkamal.is NÝ einkamála- og stefnumótaþjón- usta hefur opnað á Netinu. Þjón- ustan heitir einkamal.is og er ein- gongu veitt geghum Netið. Hún er ókeypis og öllum opin sem eru í leit að einhvers konar félagsskap, segir í fréttatilkynningu. Þjónustan er þannig upp byggð að fólk getur sett inn nafnlausar auglýsingar. með upplýsingum um aldur, stað,|kyn, kynhneigð og útlit og fær uthlutað ókeypis pósthólfi. Þessi pósthólf er síðan hægt að nota til að skiptast á skilaboðum. Einnig er á vefnum persónuleika- próf sem notað er til að giska á hversu vel notendur eiga saman. Aðstandendur vefsins eru fjórir tölvunarfræðinemar úr Háskólan- um í Reykjavík, Baldur Kristjáns- son, Erling Ormar Vignisson, ívar Örn Helgason og Karl E. Krist- jánsson, auk Hringiðunnar - Int- ernetþjónustu. Opnunarhátíð vefs- ins verður haldin í kvöld, föstudag, á ísafold Sport Kaffi og hefst kl. 21. Málþing um matarfíkn MÁLÞING um matarfíkn, offitu og holla hreyfingu verður haldið á Hótel Loftleiðum í Þingsal sunnudaginn 28. maí frá klukkan 13-15. Að málþinginu standa Landlæknisembættið og Fé- lagasamtök feitra. Fundarstjóri verður núverandi formaður Félaga- samtaka feitra, Guðjón Sigmun- dsson. Á málþinginu flytur Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi erindi um gildi hollustu í mataræði og hreyfingar, Hólmfríður Þorgeirs- dóttir, starfsmaður Manneldisráðs, flytur erindi um þróun offitu á íslandi fyrr og nú, Matthías Halldórsson að- stoðarlandlæknir ræðir um orsakir og afleiðingar offítu og þá mun Ragn- heiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræð- ingur flytja erindi frá nýafstöðnu Evrópuþingi um offitu í Belgíu. Loks ræðir Sigurbjörg Jónsdóttir um bar- áttu sína við vambarpúkann, eins og segir í fréttatilkynningu. Opnar umræður verða á eftir. Að- gangur er ókeypis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.