Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI íslensk erfðagreining gerir þriggja ára samning við Partners HealthCare Systems Inc. Gerir samanburðar- rannsóknir mögulegar ÍSLENSK erfðagreining hefur gert þriggja ára samning við bandaríska heilsugæslufyrirtækið Partners HealthCare Systems Inc. (Partn- ers). Samningurinn kveður á um víð- tækt rannsóknar- og þróunarsam- starf, en fyrirtækið rekur m.a. tvö af kennslusjúkrahúsum Harvard-há- skóla. Hákon Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs IE, sagði það mjög ánægjulegt fyrir ÍE að hafa náð samstarfi við svo virta stofnun sem Partners væri, þar sem hún hefði yfir að ráða tveimur af fremstu sjúkrahúsum í heiminum og mörgum af fremstu vísindamönnum læknisfræðinnar. „Samningurinn sýnir traust þess- arar virtu stofnunar á stefnu ís- lenskrar erfðagreiningar á sviði rannsókna í mannerfðafræði og trú hennar á getu okkar í upplýsinga- tækni og hugbúnaðarþróun," sagði Hákon. Þríþættur samningur Að sögn Hákons stefna samstarfs- aðilarnir að því að auka þekkingu á erfðaþáttum sjúkdóma og nýjum greiningar- og meðferðarkostum og nýta háþróaða lífupplýsingatækni í þágu bættrar heilsugæslu. Hákon sagðist ekki mega segja hvernig samningurinn væri metinn fjárhags- lega, vegna þagnarskyldu sem hvíldi á starfsmönnum IE út af væntan- legu hlutafjárútboði í Bandaríkjun- um. Hann sagði að samningurinn sem hefði verið í undirbúningi frá því á síðasta ári væri þríþættur. í fyrsta lagi yrði vísindamönnum IE og Partners gert kleift að vinna saman að því að finna og bera saman sjúkdómsvaldandi gen eða gena- svæði úr sjúklingum á Islandi og í Massachusetts. í öðru lagi gætu þeir gert sameig- inlegar grunnrannsóknir á stökk- breyttum erfðavísum með það að markmiði að þróa nýjar aðferðir í sjúkdómsmeðferð og forvörnum. I þriðja lagi myndi IE láta Partners í té þau upplýsingakerfi til heilbrigðisrannsókna, sem þróuð yrðu í tengslum við smíði á gagna- grunni á heilbrigðissviði. Sú tækni myndi styrkja upplýsingakerfi Partners og gera því kleift að stunda víðtækar rannsóknir á erfðaþáttum sjúkdóma í stóru þýði, auk þess sem það greiddi fyrir frekara samstarfi fyrirtækjanna tveggja. Samkvæmt samningnum hefur ÍE heimild til að þróa og markaðssetja vöru og þjón- ustu á grundvelli sameiginlegra rannsókna. Gögn verða ekki flutt Hákon sagði mikilvægt að það kæmi fram að ekki yrði um flutning á gögnum að ræða, þ.e. að heilsu- farsupplýsingar um íslendinga yrðu ekki fluttar til Bandaríkjanna eða öfugt. Hann sagði að einungis væri verið að þróa hugbúnaðarkerfi sem gerir vísindamönnum mögulegt að gera samanburðarrannsóknir, en hann sagði að líklega yrðu þær rann- sóknir mikilvægasti hluti samstarfs- ins. Partners er þjónustufyrirtæki á flestum sviðum heilsugæslu með höfuðstöðvar í Boston. Það veitir nær helmingi íbúa í Massachusetts heilbrigðisþjónustu, eða um 2 mil- Ijónum manna. Fyrirtækið rekur heilsugæslustöðvar, sérfræðistofur og á annan tug sjúkrahúsa, en þeirra stærst eru Massachusetts General Hospital og Brigham & Women’s Hospital í Boston, sem jafnframt eru kennslusjúkrahús Harvard-há- skóla. OZ.COM sækir um skráningu sem al- menningshlutafélag í Bandaríkjunum Þáttur í imdirbún- ingi að skráningu á verðbréfaþingi OZ.COM hefur lagt fram skráningar- umsókn hjá Fjármálaeftirliti Banda- ríkjanna (SEC) til þess að verða al- menningshlutafélag samkvæmt bandarískum lögum. Samkvæmtupp- lýsingum frá OZ.COM svipar um- sókninni að mörgu leyti til útboðslýs- ingar (Prospectus) sem almennt er lögð fram hjá skráningaraðilum og fjárfestum í almennu hlutafjárútboði og er mikilvægur þáttur í undirbún- ingi fyrirtækisins fyrir almenna skráningu hlutabréfa sinna á verð- bréfaþingi. Þetta þýði í raun að undir- búningsvinnu í tengslum við fyrirhug- að hlutafjárútboð sé að mestu lokið. „Þetta þýðir að við verðum almenn- ingshlutafélag með öllum þeim skyld- um og ábyrgðum sem almennt eru , lagðar á slík fyrirtæki í Bandaríkjun- um. Þegar að því kemur að skrá | hlutabréf OZ.COM á verðbréfaþingi verður hins vegar útbúin sérstök um- sókn í tengslum við það. Það sem nú liggur fyrir hefur fært okkur nær því marki,“ segir Bob Quinn fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs OZ.COM. Samstarf um þróun gj aldfærslukerfís fyrir TETRA Lánasýsla ríkisins og Ibúðalánasjódur Fundur með helstu markaðsaðilum á skuldabréfamarkaði ÍSLANDSSÍMI, Stikla og Nokia hafa ákveðið að starfa saman að þró- un og útfærslu gjaldfærslukerfis fyr- ir Nokia TETRA-kerfi. Viljayfirlýs- ing þess efnis var undirrituð af fulltrúum fyrirtækjanna í síðustu viku. í yfirlýsingunni felst að Stikla mun festa kaup á gjaldfærslukerfi sem Íslandssími hefur þróað. Þessi hugbúnaður er sérhæfður fyrir síma- og fjarskiptafyrirtæki og býð- ur upp á fjölbreytta möguleika í Fjárfestar svartsýnir á rekstur Flugleiða GENGI hlutabréfa í Flugleiðum lækkaði um 5,2% í fyrradag í kjölfar fréttatilkynningar frá félaginu um sætanýtingu og rekstrarhorfur en í gær hækkaði gengi bréfanna um 4,8% í einum viðskiptum upp á tæp- lega fimm milljónir króna. í Morg- unkomi FBA í gær segir að ljóst sé að markaðsaðilar séu svartsýnir á rekstur Flugleiða þrátt fyrir að sætanýting hjá félaginu sé að batna. Óhagstæð gengisþróun og hátt olíu- verð, auk mikillar samkeppni á Norður-Atlantshafsleiðinni, gefi fjárfestum tilefni til að ætla að rekst- urinn gangi illa um þessar mundir. „Athyglisvert er að markaðsverð félagsins nemur einungis um 80% af eigin fé félagsins og um 70% af end- urmetnu eiginfé. Verðlagning fé- lagsins á markaði felur því í sér van- trú fjárfesta á að verulegur umsnúningur verði í rekstri félags- ins á næstu árum. Ef væntingar fjár- festa reynast réttar er hagkvæmara að leysa upp félagið og selja eignir þess en að halda rekstri áfram. Þetta er þó háð því að markaður sé fyrir eignir félagsins," segir í Morgun- korni FBA. gjaldfærslu, meðal annars þá að veita notendum aðgang að viðskipta- og notkunaryfirliti á vefnum. í fréttatilkynningu kemur fram að gjaldfærslukerfið sé fyrsta verkefnið sem Íslandssími vinnur á sviði hug- búnaðar, en fyrirhugað sé að sú starfsemi muni aukast verulega inn- an fyrirtækisins. Nú þegar séu fleiri hugbúnaðarverkefni í undirbúningi hjá Íslandssíma. I yfirlýsingu fyrirtækjanna þriggja felst einnig að Nokia mun veita Íslandssíma ráðgjöf í að þróa kerfisviðmót milli TETRA og gjald- færslubúnaðar Islandssíma. Enn- fremur mun Nokia aðstoða íslands- síma við þróun svokallaðar þjónustustýringar íyrir einstaka notendur TETRA-kerfisins. Þjón- ustustýringin verður hluti af gjald- færslubúnaðinum og felur í sér að notendur geta stýrt hluta þeirrar þjónustu sem þeir nýta sér í TETRA-kerfi Stiklu, til dæmis að panta auka símanúmer og skilgreina notendahópa. Islandssími stefnir ennfremur á að þróa þjónustustýringuna fyrir ýms- ar gerðir símkerfa á borð við GSM og almenna fastlínukerfið. Með sam- hæfðu kerfisviðmóti og þjónustu- stýringu innan gjaldfærslukerfis ís- landssíma verður þannig til heildræn þjónustulausn sem gagnast mun síma- og fjarskiptafyrirtækjum, óháð því hvort þau starfa á farsíma- markaði, bjóða IP-símaþjónustu eða nýta sér almenn fastlínukerfi. Hvíta húsið selur epli og appels- ínu til Suð- ur-Afríku AUGLÝSING Hvíta hússins með eplinu og appelsínunni úr Master- card herferðinni hefur verið keypt til nota í Suður-Afríku fyrir Master- card þar í landi. Að sögn Halldórs Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Hvi'ta hússins, verða þetta að tcljast allnokkur tíðindi þar sem Suður-Afríka er einn stærsti út- flytjandi f heimi á eplum og appeis- ínum. Áður hafði Belgía keypt 5 tákn- myndir úr herferðinni til nota í hin- um opinbera bæklingi um Evrópu- keppnina í fótbolta sem gefinn er út og dreift í 800 þúsund eintökum í Hollandi og Belgíu meðan á keppn- inni stendur. Mastercard-herferðin var verð- launuð í ímarkskeppninni hér heima í vetur og einnig í Epica, Evrópukeppninni og nú er sýnt að fleiri þjóðir telja sér hag í að nýta þetta íslenska hugvit. LÁNASÝSLA ríkisins og íbúðalána- sjóður halda síðar í dag fund með helstu markaðsaðilum á skulda- bréfamarkaði. Á fundinum munu fulltrúar Lánasýslunnar og íbúða- lánasjóðs leggja fram tillögur um bætta upplýsingagjöf, sem er meðal þess sem bankamir hafa bent á að þyrfti að laga til að þeir geti sinnt viðskiptavakt með ríkisskuldabréf. Þá verða á fundinum kynnt drög að samningum um viðskiptavakt auk þess sem gert er ráð fyrir umræðum um útgáfu- og uppkaupamál Lána- sýslu ríkisins og Ibúðalánasjóðs. Þórður Jónsson hjá Lánasýslu rík- isins sagði í samtali við Morgunblað- ið að ekki megi búast við því að það VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær námu alls um 694 milljónum króna, þar af með hlutabréf fyrir um 70 milljónir króna, og með húsbréf fyrir um 227 milljónir króna. Úrvalsvísi- talan hækkaði í gær um 1,07% og er nú 1.552 stig. Mest viðskipti með hlutabréf voru með hlutabréf Össurar, fyrir 14 milljónir króna (-0,8%), með hluta- bréf Landsbankans, fyrir 10 milljón- vandamál, sem upp hafi komið með uppsögn banka á samningum um við- skiptavakt með ríkisskuldabréf, muni leysast á fundinum. Hins vegar sé þessi fundur liður í því að finna lausn á því vandamáli sem við er að glíma. Hann sagði margt hafa skýrst á fundum sem bæði Lánasýslan og íbúðalánasjóður hafi átt með fulltrú- um helstu markaðsaðila á skulda- bréfamarkaði á undanfornum dögum og að þessi fundur sé framhald þar á. Þá sé margt ljósara nú en áður varð- andi það hvaða athugasemdir við- skiptavakar með ríkisskuldabréf hafi fram að færa. Þar séu þó ýmis atriði sem séu hvorki á valdi Lánasýslunn- ar né íbúðalánasjóðs að fjalla um. ir króna (+4,9%), með hlutabréf Búnaðarbankans, fyrir 8 milljónir króna(+l,9%), og með hlutabréf Samheija, fyrir 6 milljónir króna (0,0%). Lækkun varð á hlutabréfum Islenskra aðalverktaka um 6,3% í tveimur viðskiptum. Ávöxtunarkrafa húsbréfa 98/2 var í gær 5,55 og breyttist ekki frá degin- um áður og ávöxtunarkrafa húsbréfa 96/2 var 6,30 og hækkaði um 0,10. Hlutafjárútboð Austurbakka að hefjast HLUTAFJÁRÚTBOÐ Austurbakka hf. hefst á mánudagsmorgun. Um er að ræða sölu á áður út- gefnu hlutafé að verðmæti 2,4 milljóna króna að nafnverði. I framhaldi af sölunni verða bréf félags- ins skráð á Aðallista Verðbréfaþings íslands í júnímánuði. Hlutirnir sem seldir verða eru í eigu þeirra Áma Þórs Ámasonar og Valdimars Olsen og nema samtals 20% af heildarhlutafé í Austur- bakka. Er útboðsgengið 48,00. Búnaðarbankinn-Verðbréf er umsjónaraðili út- boðsins, en fjárfestar geta skráð sig fyrir hlutafé að hámarki 10.416 kr. að nafnverði, eða sem svarar 500 þúsund kr. að söluverði. Greiðsluseðlar verða sendir kaupendum í pósti og verður gjalddagi þeirra21. júnínk. Vetta Austurbakka 1.662 millj.kr. Austurbakki hf. er umboðs- og heildverslun. Nam velta félagsins á síðasta ári 1.662 milljónum króna og er gert ráð fyrir að á þessu ári verði hún á bilinu 1.800-1.900 millj. kr. Félagið hefur vaxið hratt síðustu ár eða um 25-35% út frá veltu. Vöxt- urinn hefur allur komið innanfrá án þess að um samruna hafi verið að ræða eða samvinnu við önn- ur félög. Velta félagsins skiptist nokkuð jafnt á sölu- og markaðsdeildir þess og gerir Austurbakki ráð fyrir áframhaldandi vexti á öllum sviðum á þessu ári. Félagið gerir ennfremur ráð fyrir að hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir fjármagnsliði verði ó bilinu 75-85 millj. kr. árið 2000. Ú rvals vísitalan hækkaði um 1,07% |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.