Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 4 7
gga föður síns
aníu
og þá sérstaklega eftir Persaflóastríð-
ið, hafa Jórdanar ekki notið góðæris.
Meðaltekjur á ári eru um 120.000 krón-
ur, atvinnuleysi er um 25% (opinberar
tölur segja 16%) og um 30% þjóðarinn-
ar lifi undir fátæktarmörkum. A árun-
um 1996-1999 var hagvöxtur 1-2% á
ári meðan að fólksfjölgunin var 3% á
ári. Þetta þýðir að þjóðartekjur lands-
manna hafa minnkað um 1-2% á ári.
Síðan 1994, þegar Jórdanar og ísraelar
sömdu um frið, hefur hagkeril Jórdana
dregist saman um 8%. Margir Jórdan-
ar líta svo á að friður við ísrael hafi ekki
skilað neinu í peningabudduna. Þess
vegna hafa þeir spurt sjálfa sig hvort
þessi friður hafi verið baráttunnar
virði. Abdullah hefur innleitt ný lög
sem eiga að gera auðveldara fyrir er-
lend fyrirtæki að fjárfesta í Jórdaníu,
einkavætt ýmis ríldsfyrirtæki eins og
steypuverksmiðjuna, símaþjónustuna
og er nú að undirbúa einkavæðingu
flugfélagsins, Royal Jordanian. Abdull-
ah hefur reynt ötullega að grynnka á
erlendum skuldum ríkisins. Jórdanía
skuldar um 570 milljarða króna og á
hverju ári fer um 11% af þjóðarfram-
leiðslu í að greiða niður þessar erlendu
skuldir. Ríkisstjóm hans hefur staðið í
miklum viðræðum við lánardrottna rík-
isins um hagstæðari lán og jafnvel
möguleika á að afskrifa lánin. Hann
hefur einnig verið ófeiminn að sækja
um erlenda þróunaraðstoð, bæði hjá
auðugri arabaríkjum og víðar, en Jór-
danar hafa lengi treyst á slíka aðstoð.
Nýlega fékk Jórdanía inngönu inn í
Heimsviðskiptastofnunina og er um
þessar mundir að semja um fríverslun-
arsamninga við ýmis evrópsk ríki.
Flókin og erfið staða
Margar ákvarðanir Abdullah eru
þannig vissulega skref í rétta átt. Staða
Jórdaníu er þó mjög erfið og flókin og
þessi erfiða staða á sér ákveðna skýr-
ingu í sögu þessa merkilega, og oft
þverstæðukennda, lands. Fyrir utan
Saudi-Arabíu sem nefnd er eftir Saudi-
ættinni og Jórdaníu, eru ekki mörg
lönd í heiminum í dag sem bera nafn
fjölskyldu í nafni þjóðarinnar. Form-
legt nafn Jórdaníu er Konungsdæmi
Hashimíta í Jórdaníu (Hashemite
Kingdom of Jordan). Hashimítar, sem
fjölskylda Abdullah tilheyrh-, rekja ætt
sína beint til Múhammeðs spámanns,
gegnum dóttur hans Fatimu, alla leið
til Hashim langafa Múhammeðs.
Vegna þessara tengsla við sjálfan spá-
mann Islam, hafa Hasimítar löngum
setið á virðingarbekk meðal múslíma. I
byrjun 20 aldarinnar voru það Hashi-
mítar sem báru ábyrgð á helgustu
borgum islam, Mekka og Medinu á
Arabíuskaganum. Á þessum árum til-
heyrði þetta landsvæði formlega
Tyrkjaveldi (Ottoman ríki) og sá Sharif
Hussein, langa-lang afi Abdullah og
staðarhaldari helgu borganna, um að
pílagrímsferðir múslíma til Mekka
gengu snurðulaust fyrir sig. Þegar
fyrri heimsstyijöldin braust út ákváðu
Bretar að reyna að klekkja á Tyrkjum
með því að skapa usla meðal hinna fjöl-
þættu íbúa Tyrkjaveldis. Bretar náðu
samkomulagi við Sharíf Hussein sem
fól í sér að arabar, undir stjóm Hussein
og sona hans, gerðu uppreisn gegn
Tyrkjum og studdu þannig málstað
Breta og bandamanna í stríðinu. í stað-
inn lofuðu Bretar að viðurkenna stórt
arabískt konungdæmi að stríðinu loknu
sem myndi ná yfir kjama Miðaustur-
landa. Eins og var sýnt með eftirminni-
legum hætti í óskarverðlaunamyndinni
Lawrence of Arabia eftir David Lean
(með Peter O’Toole og Omar Sharif í
aðalhlutverkum) börðust arabamir
hetjulega gegn Tyrkjum undir stjóm
Sharíf Hussein og sona hans Faysal og
Abdullah og töldu sig hafa staðið vel að
sínum hlut. Hins vegar, höfðu Bretar á
meðan gert leynilegt samkomulag við
Frakka sem veitti Frökkum yfirráð yf-
ir Líbanon og Sýrlandi. Árið 1917 lýstu
Bretar yfir stuðningi við hina svoköll-
uðu Balfour-yfirlýsingu, sem kennd var
við þáverandi utanríkisráðherra Breta,
um hugmyndir að stofnun heimkynna
fyrir gyðinga í Palestínu. Eftir stríð
stóðu þess vegna Bretar frammi fyrir
því að þeir væra heldur betur búnir að
lofa upp í ermina sína, að ekki gætu
þeir efnt allt það sem þeir væra búnir
að lofa. Til að leysa úr þessu alvarlega-
klúðri ákváðu Bretar að mynda nýtt
ríki austan við ána Jórdan. Þetta nýja
ríki, Jórdanía, sem ekki hlaut fullt sjálf-
stæði fyrr en 1946, þjónaði fyrst og
fremst því hlutverki að leysa nokkur
utanríkisvandamál Breta og að vera
hlekkur í öryggisáætlun Breta á svæð-
inu. Forsendur þess vora í byijun væg-
ast sagt hæpnar og mótsagnakenndar,
og ekki eins og við þekkjum úr okkar
eigin sjálfstæðisbaráttu. í Jórdaníu
vora engir Fjölnismenn sem ortu róm-
antísk ljóð um þjóðina og sögu þess.
Fólk á þessu svæði leit ekki á sig sem
sjálfstæða þjóð eða gerði tilkall til þess.
Þetta land var skipað ólíkum ættbálk-
um sem hafði enga reynslu né löngun
til að starfa saman. Landið var gjör-
sneytt af öllum náttúraauðlindum, nú-
tíma stofnanir þekktust ekki, og þar
var engin sérstök menningarhefð sem
þjóðin gat sameinast um. En Bretar
vildu tryggja öryggi Palestínu með því
að setja upp annað ríki á austurbakka
Jórdanar sem myndi afmarka Palest-
ínu. Þeir vildu ennfremur friðmælast
við Sharif Hussein með því að færa syni
hans Abdullah I, alnafna og langafa nú-
verandi þjóðhöfðingja, þetta land á silf-
urfati. Þess vegna er ekki tilviijun að
landið ber ættamafn hans. Og Hashí-
mítar litu á þetta land sem sína eign eða
jörð sem þeir vildu fyrst og fremst nýta
í eigin þágu. Til þessa hefur rekstur
landsins, því miður, stundum einkennst
af því að tilgangurinn væri fyrst að
fremst og auðga fyrirmenn þjóðarinnar
og velunnara þeirra. En nú semsé má
greina nýjar áherslur í stjómun lands-
ins þó að samfélagskipunin sé að ýmsu
leyti keimlík. Alveg eins og langafi hans
forðum stendur Abdullah II nú frammi
fyrir þjóð sem er fátæk og einnig sam-
sett af ólíku fólki sem heldur ekki endi-
lega tryggð við þessa þjóð. Hér er fyrst
og fremst um að ræða stöðu Palestínu-
manna innan Jórdaníu. Næstum helm-
ingur íbúa Jórdaníu er að upprana Pal-
estínumenn. Þess vegna er vandséð
hvað gerist ef/þegar sjálfstætt ríld Pal-
estínumanna myndast hinum megin við
Jórdanána. Munu þá Palestínumenn í
Jórdaníu óska eftir samrana við hið
nýja ríki? Hugsanlegt er að þá muni
ekki lengur baráttan standa um landið í
Palestínu og heldur um Palestínumenn
sjálfa. Abdullah hefur hins vegar lagt
áherslu á það, ólíkt föður sínum, að
hann muni ekki gera tilkaU til Jerús-
alem eða neins lands á Vesturbakkan-
um (sem eitt sinn tUheyrði Jórdaníu) og
ætU ekki að keppa við Yasser Arafat
um hjörtu Palestínumanna á Vestur-
bakkanum. Sennilega mun hann hvetja
tU náins samstarfs við hið nýja rUd en
ekki samrana. Þetta er vægast sagt
flókið mál sem á eftir að verða á oddin-
um og er ekki fyUUega ljóst hvemig
AbduUah muni bregðast við þessari
erfiðu prófraun. Ef það er einlægur
vilji hjá fólki á Vesturlöndum að stuðla
að friði í Miðausturlöndum er ein leiðin
að efla efnahag svæðisins. Sagan sýnir
að stöðugleiki og friður ríkti í Vestur-
Evrópu á síðari hluta tuttugustu aldar
einmitt vegna þess að Evrópubúar hófu
gagngera efnahagslega samvinnu.
Abdullah og koUegi hans í Marokkó,
Múhammeð VI, sem er einnig nýtekinn
við sínu landi, mynda hina nýju kynslóð
leiðtoga í Miðausturlöndum. Þeir telja
sig eiga lítið sameiginlegt með gömlum
refum eins Hafez al-Assad, Sýrlands-
forseta, eða Muammar Qaddafi, forseta
Líbýu. Abdullah og Múhammeð VI
vilja fyrst og fremst eiga jákvæða og
uppbyggjandi samvinnu við Vestur-
lönd. Ef Vesturlöndin, ísland meðtalið,
taka við sér og hefja nánara samstarf í
menningar- og efnahagsmálum og
tekst þannig að færa þessar þjóðir nær
velmegun og stöðugleika er líldegra að
þetta svæði verði friðsælt. Eins og
Abdullah hefur bent á í orði og verid,
kallar hin nýja öld á nýjar áherslur og
vinnuaðferðir sem verða sennilega og
vonandi, árangursríkari en aðferðir
tuttugustu aldarinnar til að ná fram
friði í Miðausturlöndum.
Höfundur kennir nútímasögu Mið-
austurlanda við Hofstra University í
New York. Hann lauk doktorsprðfi í
sögu Miðausturlanda frá Yale
University á síðasta ári.
Heimsókn í sögu-
þrungið land
Þótt Andrej Berzins for-
sætisráðherra Lett-
lands láti þess getið að
ekki megi einblína of
mikið á söguna er hún
alls staðar nálæg, eins
og sjá mátti á fyrsta
degi opinberrar heim-
sóknar Davíðs Oddsson-
ar til Lettlands, segir
Sigrún Davíðsdóttir,
sem var með í för.
Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen heimsóttu útisafn í Riga í gær.
VIÐ ERUM á leið til lýðræðis
og höfum dregið okkar lær-
dóm af sögunni. Tíu fyrstu
árin sem frjálst ríki hafa
verið eins og skólatími fyrir okkur, en
nú er sá tími vonandi liðinn,“ sagði
Andrej Berzins forsætisráðherra
Lettlands, þegar talinu víkur að óstöð-
ugleika í stjórn Lettlands undanfarin
tíu ár, þegar tíu stjórnir hafa setið við
völd. Hann hefur aðeins verið forsæt-
isráðherra í þrjár vikur nú þegar hann
tekur á móti Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra ogÁstríði Thorarensen konu
hans í opinberri heimsókn.
Berzins var áður borgarstjóri í
Riga, svo hann og Davíð Oddsson for-
sætisráðherra eiga ýmislegt sameig-
inlegt. „Vissulega er okkur mikilvægt
að öðlast stöðugleika,“ segir Berzins í
samtali við blaðamann Morgunblaðs-
ins og hnykkir á að það skipti miklu
máli til að efla traust á landinu.
Heimsóknin hófst á miðvikudags-
kvöld er tekið var á móti forsætisráð-
herra og fylgdarliði hans með viðhöfn
á flugvellinum við Riga. I gær ræddu
forsætisráðherrarnir saman, en Davíð
heimsótti síðan þingið og hélt þar
ræðu. Þar lagði hann áherslu á mikil-
vægi þess að fjölga aðildarlöndum
Evrópusambandsins, ESB, og NATO.
Sagan er alls staðar nálæg í Lett-
landi, þó Berzins látið þess getið að
ekki megi horfa of mikið um öxl. Það
er eins og sérhver maður eigi sér sögu
sem tengist sorglegri sögu landsins,
er um aldir hefur verið bitbein ná-
grannalanda eins og Þýskalands, Sví-
þjóðar, Póllands og Rússlands. Hún
var einnig nálæg á fyrsta degis heim-
sóknar forsætisráðhen’a er farið var í
Hernámssafnið, þar sem sögð er saga
hernáms Rússa og Þjóðverja frá 1940-
1991. En jafnvel á götum úti er hægt
að hitta fólk, sem hefur sína sögu að
segja.
Dagskránni lauk með kvöldverði
forsætisráðherra Lettlands, en síð-
degis gekk hann með gesti sína um
gamla bæinn.
48 prósent höll
undir ESB-aðild
Davíð og Andrej Berzins ræddu
meðal annars hugsanlega aðild Lett-
lands að NATO og Evrópusamband-
inu, ESB, á blaðamannafundi í gær-
morgun. Um aðildina að ESB sagði
Berzins aðspurður að vissulega hefðu
verið vonir í upphafi um að hún gæti
fljótt orðið að veraleika, en svo hefði
ekki orðið. Nú gerði stjórnin sér vonir
um að undirbúningsvinnunni yrði lok-
ið í lok 2002.
Þegar einn lettnesku blaðamann-
anna spurði Davíð, sem setið hefur
sem forsætisráðherra í níu ár, hvaða
ráð hann gæti gefið Berzins, sem tek-
ur við stjórn í landi sem hefur haft níu
stjórnir á jafnmörgum áram, sagði
Davíð að hann léti það helst alveg eiga
sig að prédika í öðrum löndum. Það
gerði hann helst aðeins heima fyrir.
Hið mikilvæga væri þó að þrátt fyrir
tíð stjórnarskipti í Lettlandi hefðu
menn aldrei misst sjónai’ á markmið-
unum, það er þróun í átt að fijálsum
markaði, lýðræði og að hnika sér nær
Vestur-Evrópu. „Þið hafið aðeins ver-
ið sjálfstæð í skamman tíma,“ sagði
AFI
Davíð Oddsson forsætisráðherra
ávarpar lettneska þingið.
Davíð. „Því er tæplega að undra að
það geti gengið erfiðlega fyrir sig.“
Eftir fund forsætisráðherranna í
gærmorgun fóra þeir að Frelsisminn-
ismerkinu í hjarta borgarinnar til að
leggja blómsveig. Það minnti helst á
sovétveldið forðum að sjá hermenn
ganga gæsagang, bæði hratt og svo
hægt að helst líktist kvikmynd, sem
sýnd er of hægt. Meðan á athöfninni
stóð vék sér eldri kona að Islending-
um þarna og tók þá tali. Hún klökkn-
aði þegar hún sagði frá því á þýsku að
hún væri nú í fyrsta skipti í Riga síðan
1940 að fjölskylda hennar, móðir frá
Hvíta-Rússlandi og þýskur faðir, ák-
váðu að yfirgefa landið þar sem Sovét-
rfldn hemámu landið, því rússneska
móðurfjölskyldan hafði upphaflega
flúið sín heimkynni vegna yfirgangs
sovétveldisins.
Fjölskyldan settist að skammt frá
Danzig og var þar til snemma árs 1945
að móðirin og tvær dætur hennar fóra
ásamt öðrum flóttamönnum, allt kon-
um og bömum, alls sjö þúsund manns,
á skipi, Gustloff. Sovéskur kafbátur
sökkti skipinu að næturþeli skammt
frá Rugen og fæstir komust af, en kon-
an, systir hennar og móðir vora í hópi
þeirra er björguðust úr jökulköldu
Eystrasaltinu þessa vetramótt. „Það
var gott að litla systir mín dó í loftárás
áður en við lögðum af stað,“ sagði kon-
an. „Hún hefði ekki lifað þetta af.“
Fjölskyldan bjó í Rugen í þrjú ár og
þar eignaðist konan þýskar skólasyst-
ur, sem hún náði nýlega sambandi við
aftur eftir öll þessi ár. En 1948 flutti
fjölskyldan til Kanada, þar sem hún
hefur búið síðan. Nú er konan á ferð
um Lettland ásamt nokkram frænd-
um sínum. „Ég fór þangað sem bak-
aríið hans afa var, en þar er bara bíla-
stæði,“ segir hún klökk og dregur
gullmen upp úr hálsmálinu. Menið er
lítil eftirmynd af gylltu kringlunni,
sem hékk fyrir utan bakaríið.
Safn yfir sorgarsögur
„Það eru margir Lettar, sem eiga
svipaða sögu. Það era svo margar sög-
ur til og við reynum að safna þeim sem
flestum," segir Walters Nollendorfs
formaður safnstjórnar Hemáms-
safnsins, en leið forsætisráðherra-
hjónanna liggur þangað seinna um
daginn í fylgd Berzins og konu hans. I
samtali við Morgunblaðið bendir Noll-
endorfs á að 550 þúsund Lettar, rúm-
lega þriðjungur þjóðarinnar, hafi horf-
ið á þeim tíma, sem hernám Þjóðverja
og Rússa stóð yfir. Sjálfur flutti Noll-
endorfs frá Lettlandi 1950, varð pró-
fessor í germönskum fræðum við há-
skólann í Wisconsin og flutti svo aftur
til Lettlands 1995. „Það var erfitt að
yfirgefa Wisconsin og hfið þar, en það
er sannkölluð náð að fá að enda lífið
hér þar sem það byrjaði," segir hann.
í glerskáp era póstkort skrifuð á
trjábörk. Fangarnir í fangabúðum So-
vétmanna höfðu oft ekki neitt til að
skrifa á og þá var gripið til barkarins,
sem síðan vora sett frímerki á. Aðeins
mátti skrifa á rússnesku til að fanga-
verðirnir gætu lesið kortin. Nollen-
dorfs segir að það hafi skipt fangana
miklu máh að hafa samband við um-
heiminn, ekki síst til að fá vitneskju af
sér nákomnum í öðrum fangabúðum.
Þama er póstkort, sem ellefu ára
stúlka, er flutt var ásamt fjölskyldu
sinni inn á rússnesku steppurnar
1949, teiknaði og sendi. Konan er enn
á lífi og hefur sagt sögu kortanna í
bók, sem Davíð og Ástinður fengu að
gjöf á safninu.
„Hernámsárin hér, rofið í sjálfstæð-
inu, era glötuð ár, en það er nauðsyn-
legt að minnast sögunnar." Nollen-
dorfs leggur sitt af mörkum með starfi
sínu við safnið nú þegar hann er kom-
inn á eftirlaun. Safnið var stofnsett
1993 og þar er m.a. byggð eftirlíking
af skála eins og vora í fangabúðum So-
vétmanna.
íslensk framtakssemi
Bæði Bersins og aðrir lettneskir
ráðamenn, sem hittu Davíð og ís-
lensku sendinefndina í för með hon-
um, nefndu það óspart að íslendingar
hefðu verið fyrstir til að viðurkenna
Lettland eftir hrun Sovétríkjanna.
Það er heldur ekki gleymt að Island
var eitt fárra ríkja, sem talaði um so-
vésku yfirráðin í Lettlandi sem her-
nám. En góðvilji í garð íslendinga er
ekki aðeins byggður á sögulegum for-
sendum. Islendingar eru orðnir um-
svifamiklir atvinnurekendur í Lett-
landi.
í gær heimsótti forsætisráðherra
og föraneyti hans skrifstofur BYKO,
sem rekar þama timburvinnslu með
rúmlega hundrað starfsmönnum.
Bæði Jón Helgi Guðmundsson, for-
stjóri BYKO, og Stefán Eiríksson, yf-
irmaður útflutningsdeildar BYKO,
tóku á móti gestunum, en annars
vinna engir íslendingar hjá BYKO í
Lettlandi. Reksturinn þar er í hönd-
um innlendra, en útflutningsdeildin á
íslandi fer með sölu- og markaðsmál.
í dag verða báðir forsætisráðherr-
amir meðal annars viðstaddir vígslu
iðngarða, þar sem íslensk fyrirtæki
hafa komið sér fyrir, en iðngarðarnir
era byggðir af fyrirtæki, sem Gísli Þór
Reynisson stýrir, en hann er jafn-
framt aðalræðismaður Islands í Lett-
landi. Einnig verður móttaka, þar sem
forsætisráðherra hittir bæði Islend-
inga, sem stunda viðskipti í Lettlandi,
og viðskiptaaðila þeirra.