Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 55
I
I
Ég vil minnast frænku minnar
nokkrum orðum. Hún átti það að
mér. Brottför hennar mai-kar í huga
mínum nokkuð sérstök þáttaskil,
það er, hún hverfur af vettvangi síð-
ust af föður- svo og móðursystkinum
mínum. Þetta frændlið á sérstakt
rúm í endurminningunum og bar
með sér eiginleika sem snertu mann,
þau sýndu ætíð umhyggju og hlýlegt
viðmót. Nú er þessi kynslóð horfin.
Kynslóð sem upplifði þá mestu
þjóðlífsbreytingu sem þessi þjóð hef-
ur fengið að reyna. Breyting þjóðlífs
á komandi tímum verður með öðrum
hætti.
Laufey náði því að verða 94 ára 1.
maí sl. og skorti aðeins rúmlega hálft
ár til að ná aldarlokum.
Æskuárin voru Laufeyju ljúf end-
unninmng, sem hún minntist ætíð
með fögnuði og skemmtilegri upp-
rifjun fjölmargra atvika. Það sem
miður fór til hryggðar og angurs gat
ekkert deyft þá mjmd. Hún kenndi
sig gjarnan við fæðingarstað sinn og
æskuvettvang - Torfufell.
Þannig hugsaði hún í erindi úr
ljóði sem hún nefnir „Líður dagur.“
Guði þökk skal gjalda
ergafmérbjartandag.
Hamingjavarheima
hlaut ég gæfu þar.
Frændum og vinum veitist,
að verða flest í hag.
Ofterundrafaguit,
hið eyfirska sólarlag.
Hún var fríðleiksstúlka og þrosk-
aðist vel. Var ljós yfirlitum, gráeyg.
En þegar himinn varð heiður urðu
augun blá. Leiðin lá að heiman.
Fyrst í Húsmæðraskólann á Blöndu-
ósi, þar sem hún féll vel inn í hóp
skólasystra sem hún bast vináttu og
tryggðarböndum, sem í mörgum til-
vikum entust ævilangt.
Hún mat og virti kennara sína.
Skólavistin veitti henni þroska og
yndi, enda var hún í senn næm og
námfús.
Laufey giftist Björgvini Jónssyni
frá Vatnsenda og fluttust þau til Ak-
ureyrar, þar sem hann nam málara-
iðn, sem varð hans ævistarf. Björg-
vin var drengur góður, starfsamur
og listrænn, þá var hann líka mikill
ræktunarmaður - með græna fing-
ur. Þær voru ófáar skógarplöntum-
ar sem hann ræktaði á lóðinni sinni, í
gróðurhúsi og beðum og oft gáfu þau
hjón plöntur, fremur en seldu.
Hjónaband þeirra var með ágæt-
um.
Laufey naut þess að vera heima-
vinnandi húsmóðir og búa fjölskyldu
sinni og fleirum, hlýjan og vistlegan
rann. Fyrstu árin eftir að þau fluttu í
bæinn bjuggu þau í leiguíbúðum, en
Bergmanni og Hjálmdísi, auk margra
skemmtikvölda sem við áttum saman,
en þar voru þau hjónin ævinlöga
hrókar alls fagnaðar.
Nú er leiðir skilja, viljum við
stjórnendur og starfsmenn þakka
langt og gott samstarf á liðnum ára-
tugum. Við förum ekki saman fleiri
ferðir, en Bergmann hefur lagt upp í
ferðina miklu sem biður okkar alh-a,
mun hin æðsti sem öllu ræður vera
með honum og leiðbeina.
Við vottum fjölskyldu hans okkar
innilegustu samúð. Megi drottinn
blessaþau.
Stjdrn og starfsmenn
Skipasmiðastöðvarinnar
Skipavíkur hf.
Hann var nýlega orðinn 68 ára þeg-
ar hann lést. Eg átti bágt með að trúa
þeirri fregn því við höfðum hist í vik-
unni áður og þá virtist hann vera í
Ifullu fjöri. Þá ræddi hann um fyrir-
hugað sumarfrí sem stóð til að hann
færi í til að hvíla sig og njóta friðar.
Hann hafði fengið sumarbústað á
vegum verkalýðsfélagsins sem var í
Borgarfii'ði og þar átti að njóta næðis-
ins. Stuttu síðar frétti ég lát hans og
það var eins og ég gæti ekki trúað því
sem skeð hafði.
Ég átti samleið með Bergmanni
svo að segja frá því ég kom hingað í
Hólminn fyrir 58 árum. Kynntist fjöl-
skyldu hans og urðu kynni okkar því
náin. Hann var einn af þeim sem
' ' óhætt var að treysta og brást ekki í
Hl vináttu eða tryggð. Marga skýrsluna
eftir að þau byggðu húsið sitt, Hlíð-
argötu 3, hófst þeirra blómaskeið.
Húsið var það stórt að þau gátu leigt,
jafnvel fjögur herbergi, skólafólki og
öðrum einstaklingum. Auk þeirra
hjóna og barna þeirra tveggja voru
4-6 leigjendur og allir nutu gestrisni
og umhyggju, þótt þeir annars hefðu
fæði úti í bæ.
Undirritaður naut þess að búa í
þessu góða húsi þrjá vetur og oft var
slegið upp veisluborði í holinu á efri
hæðinni og þar var oft glatt á Hjalla
og samheldni, sem ein fjölskylda
væri auk þess sem gesti bar oft að
garði.
Það rifjast upp í minningunni, að á
sporöskjulöguðum saumakassa á
fæti voru málaðar myndir sem end-
urspegluðu helstu einkenni fjalla-
hringsins í Mývatnssveit. Var þetta
vel gert og sem lítið dæmi vitnaði um
listræna snilli húsbóndans.
Hannyrðir húsfreyjunnar piýddu
líka heimilið fagurlega. Það má segja
að hér sé verið að draga upp skraut-
myndir til að breiða yfir hversdags-
leikann.
Þetta var bara svona. Hversdags-
leikinn hefur alltaf sitt rúm, það má
stundum leyfa sér að líta framhjá
honum. Það eru fleiri svið. Sorgin
fylgii- lífínu. Hinn ötuli eljumaður
hafði lagt frá sér pensilinn, starfs-
dagur hans var á enda.
Konan, sem ung stúlka gekk í
gegnum skæðan sjúkdóm, galt þess
kannski alla ævina að hún hafði ekki
endurheimt heilsu sína aftur til fulls,
virtist stundum eins og viðkvæmt
blóm, sem ekki þyldi hin köldu hret.
Hún náði samt þessum háa aldri.
Laufey tók virkan þátt í ýmsum
félagsmálum, t.d. á vettvangi kven-
félaga og einnig líknarmála. Hún
ræktaði hugarfar sitt og vandaði
málfar. Henni veittist létt að koma
hugsunum sínum í ljóðrænt form og
gerði margt snoturlega. Hún lét eftir
sigvænan bunka af handritum.
Ég leyfi mér að rifja upp hugtak
sem var henni tamt á tungu og sem
hún rækti hugarfarslega og felst í
einu orði. Það var orðið og hugtakið
góðvild. Og hún vissi að það er þetta
sem svo víða vantar. Laufey var trú-
uð kona, en ég hef það á tilfinning-
unni að hún hafi oftast gjört bæn
sína í hljóði.
Frænka mín, þakka þér alla þá
góðvild sem þú hefur sýnt mér og
fjölskyldu minni, fyrr og síðar.
Vona að eyfirskt sólarlag hafi lýst
þér til himinsins heim.
Kæru frændsystkini mín, Raggi
og Sigrún, sendum ykkur og fjöl-
skyldum ykkar innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigurður Jósefsson og
fjölskyldan frá Torfufelli.
gerði ég íyrir hann og hafði mikla
ánægju af okkar samskiptum. Lengst
af vann hann í Skipavík sem birgða-
stjóri og þar vann hann af sinni al-
kunnu trúmennsku, og lét alltaf stai-f-
ið sitja fyrir öllu öðra. Gætti vel að allt
væri á sínum stað og til reiðu þegar á
þurfti að halda.
Hann var hógvær maður, en kátur
æ í vinahópi og samstarfsfólkinu
sýndi hann alltaf vinsemd með sinni
góðu umgengni. Þar var hann virtur
og naut sín vel.
Hann átti því miklu vinfengi að
fagna hér í bænum og virðingu í
starfi. Greiðvikinn var hann og minn-
ist ég þess að alltaf þegar ég þurfti á
liðsinni hans að halda, leysti hann mín
mál af hendi með sinni góðu hlýju.
Hann átti haga hönd, og kom það sér
velfyrirmarga.
Nú þegar ég horfi til baka mun ég
sakna þessa góða drengs og svo munu
margir gera. Móður hans aldraðri
bregður við því ég held að aldrei hafi
sá dagur liðið að hann heimsækti
hana ekki og Einar bróður sinn og
hafa þau bæði misst mikið við fráfall
hans.
Bæjarbúar sakna góðs og sam-
viskusams borgara og kveðja hann
með þökk og virðingu. Ég vil með
þessum fáu orðum minnast okkar
kynna frá fyrstu tíð og þakka fyrir að
hafa kynnst honum og notið tryggðar
hans og vináttu. Ég bið honum bless-
unar guðs á nýjum vettvangi og
ástvinum hans votta ég einlæga sam-
úð.
Arni Helgason.
+ Halldór Þor-
valdsson fæddist
í Hnífsdal 9. júní
1932. Hann lést á
heimili sínu,
Strandaseli 11, 18.
maí síðastliðinn.
Halldór var sonur
hjónanna Þorvalds
Péturssonar, f. 12.
maí 1898, d. 10. jan-
úar 1956, og Guðrún-
ar J. Guðjónsdóttur,
f. 18. júlí 1896, d. 6.
júlí 1996. Systkini
hans eru: 1) Guð-
mundur Skúlason, f.
22. júlí 1921 (hálfbróðir, _sam-
mæðra), m.: Hjördís Alda Ólafs-
dóttir, f. 16. maí 1927. 2) Sesselja
Elísabet, f. 3. apríl 1925, m.: Finn-
bogi Jónsson, f. 13. júlí 1924. 3)
Níelsína, f. 18. ágúst 1927, m.:
Benedikt V. Jakobsson, f. 23.
september 1925, d. 21. janúar
1990. 4) Margrét, f. 23. september
1928, m.: Eysteinn Pétursson, f. 8.
desember 1926, d. 13. október
1970. 5) Pétur, f. 26. mars 1930. 6)
Finnur, f. 15. september 1931, m.:
Guðrún Guðmundsdóttir, f. 17.
ágúst 1934. 7) Jón Arnór, f. 10.
ágúst 1933, m.: Valgerður Jóns-
dóttir, f. 24. júlí 1935. 8) Gunnar,
f. 16. nóvember 1934. 9) Jóhanna
Stella, f. 30. apríl 1938, m.: Svan-
ur Ágústsson, f. 21. október 1933,
d. 12. nóvember 1987.
Halldór kvæntist 23. október
1965 Helgu Guðmundsdóttur, f.
20. janúar 1927, foreldrar hennar
Elsku pabbi og afi. Nú langar okk-
ur að kveðja þig. Þó að sárt sé að þú
sért farinn frá okkur vitum við að
þér líður betur eftir þessi erfiðu
veikindi. Þú sem varst alltaf svo
hraustur og hjálpsamur. Þegar þú
varst ekki í vinnunni varstu alltaf til-
búinn að hjálpa öðram. Og það var
alveg ómetanlegt hvað þú gerðir fyr-
ir mig og drengina. Þú sem varst
Heimi alltaf bæði sem afi og faðir. Ef
einhver vandamál komu upp þá varst
þú alltaf til staðar og bjargaðir mál-
unum.
Við eigum eftir að sakna þín mikið.
Megi Guð varðveita þig og blessa.
Kristjana og synir.
í dag kveðjum við hinstu kveðju
Halldór Þorvaldsson sem ég kýs að
nefna Dóra, en það var hann kallaður
af þeim sem hann umgekkst mest í
sinu lífi. Fyrstu kynni mín af honum
voru fyi-ir langa löngu eða u.þ.b.
þrjátíu og sjö árum en þá var ég hálf-
gerður táningur eða aðeins sextán
ára gömul og hann rétt rúmlega þrí-
tugur. Dóri var glæsilegur maður og
ég hugsaði að þarna hefði tengda-
mamma aldeilis dottið í lukkupott-
inn. Árin liðu og ég fór fljótlega að
sjá að þama var ekki aðeins myndar-
legur maður á ferð, heldur að öllum
öðrum ólöstuðum, einhver sá ljúfasti
maður sem ég hef á ævinni kynnst og
mun ég alltaf minnast hans þannig.
Dóri og Helga eignuðust þrjú
börn saman, en fyrir átti hún þrjú
börn sem fullyrða má að öll litu á
hann sem sinn eigin föður, að vísu er
kannski ein undantekning frá því,
þar sem eiginmaður minn Sævar
elsti sonur Helgu, er aðeins tólf ár-
um yngri en hann og fluttist frá móð-
ur sinni um sama leyti og þau hófu
sambúð, en þeirra samband þróaðist
í mjög einlæga vináttu sem aldrei
hefur borið skugga á.
Æðsta markmið Dóra held ég að
hafi verið að Helgu og börnunum liði
vel, hefðu allt sem ætlast var til.
Okkar börnum og barnabörnum hef-
ur hann reynst hinn besti afi og lang-
afi._
Á tímamótum sem þessum koma
upp í huga okkar margar minningar
frá liðnum árum. Dóri var eins og
fram hefur komið bifvélavirki og
fékk hann að finna fyrir því, ekki að-
eins í vinnunni heldur alltaf í sínu
daglega lífi, ef einhver innan fjöl-
skyldunnar var í vandræðum með
bilaðan bíl, þá var náttúrlega það
voru Guðmundur
Helgason, f. 28. des-
ember 1898, d. 23.
maí 1989, og Guðrún
Torfhildur Helga-
dóttir, f. 18. desem-
ber 1897, d. 5. mars
1971. Börn Halldórs
og Helgu eru:l)
Birgir Halldórsson,
f. 21. febrúar 1957,
kvæntur Soffíu Ant-
onsdóttur, f. 19. júní
1959. 2) Kristjana
Halldórsdóttir, f. 15.
mars 1960. 3) Guð-
rún Bryndís, f. 10.
ágúst 1964, gift Páli Þór Þorkels-
syni, f. 3. janúar 1962. Fyrir átti
Helga þrjú börn, þau eru: 1) Sæ-
var V. Builock, f. 19. febrúar
1944, kvæntur Björgu H. Sölva-
dóttur, f. 27. nóvember 1945. 2)
Gunnhildur ísleifsdóttir, f. 19.
mars 1951. 3) Hilmar Ingason, f.
9. júlí 1954, sambk. Brynja Þor-
leifsdóttir, f. 25. febrúar 1954.
Barnabörn og barnabarnabörn
hans eru tuttugu og eitt.
Halldór fluttist frá Hnífsdal um
sextán ára aldur og hefur alið
aldur sinn í Reykjavík síðan.
Hann starfaði hjá Islenskum aðal-
verktökum alla sína starfsævi,
fyrstu árin sem stjórnandi þunga-
vinnuvéla, en hin seinni sem bif-
vélavirki með meiru.
Utför Halldórs verður gerð frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30. Jarðsett verður
í Gufuneskirkjugarði.
fyrsta sem gert var að hringja í Dóra
og ekki var að spyrja, hann var
mættur og gat greitt úr öllum málum
sem upp komu, en hann var einstak-
lega bóngóður maður.
Helga er ein af níu systkinum og
fyrir u.þ.b. þrjátíu áram var tekinn
upp sá siður að fara saman í fjöl-
skylduferð eina helgi á sumri hverju
út í sveit. í fyrstu var hópurinn ekki
stór en í dag teljast á annað hundrað
manns sem fara í þessar ferðir. Þar
er oft glatt á hjalla og hefur oftar en
ekki komið í ljós hvað yngri kynslóð-
in leitaði mikið til Dóra í þessum
ferðum en hann var alveg einstak-
lega bamgóður maður. Meðan sumir
voru kannski svolítið kærulausir þá
vissu börnin að þar var einn maður
sem alltaf var hægt að leita til og
treysta á.
Það var fyrir tæplega ári að í ljós
kom að hann var kominn með þenn-
an sjúkdóm, sem síðan hafði sigur,
þrátt fyrir hetjulega baráttu hans.
Hann hafði óskað þess að vera heima
hjá Helgu sinni og stóð hún við hlið
hans eins og klettur þar til yfir lauk.
Að lokum viljum við hjónin, fyrir
hönd fjölskyldunnar, þakka starfs-
fólki hjá Heimahlynningu Krabba-
meinsfélagsins fyrir alveg frábæra
umönnun og yndislegt viðmót, fólki
sem þessu verður seint þakkað fyrir
sína aðhlynningu og hlýju.
Ég held að í hjarta okkar trúum
við því að í framhaldi af lífi okkar hér
á jörðu þá taki við „eitthvað annað“
og erum við sannfærð um að Dóri
verður þar í góðum höndum.
Erum við þakklát fyrir að hafa
fengið að þekkja hann og vera sam-
ferða honum gegnum lífið.
Björg H. Sölvadóttir,
Sævar V. Bullock.
Mig langar til að kveðja með fáum
orðum afa Dóra.
Afi Dóri var afskaplega ljúfur
maður sem ég var svo lánsöm að fá
að eiga fyrir afa án þess þó að blóð-
bönd tengdu okkur. Ég man alltaf
eftir þeim degi þegar bróðir minn
sagði við mig að afi Dóri væri ekki
raunverulega afi minn. Ég var
ábyggilega ekki meira en fimm eða
sex ára en varð afskaplega reið bróð-
ur mínum fyrir að láta svona við mig.
Fór ég síðan bálreið til mömmu og
sagði henni frá því að Sölvi væri að
plata mig. Þurfti þá að útskýra fyrir
mér að afi Dóri væri í raun ekki faðir
pabba míns og urðu það á þeim tíma
HALLDÓR
ÞOR VALDSSON
viss vonbrigði sem síðar skiptu þó
engu máli. Afi var alla tíð afskaplega
góður við okkur krakkana og alla
sem til hans leituðu.
Þegar maður sest niður og hugswj"-
tilbaka koma ýmis atriði upp í hug-
ann. Margar góðar stundir sem ég
átti hjá ömmu og afa á Meistaravöll-
unum, en þar var oft líf og fjör. Jóla-
boðin hjá þeim þar sem afi lét ekki
sitt eftir liggja enda í nógu að snúast
þar sem fjölskyldan stækkaði ört síð-
ustu árin. Ofarlega situr einnig ferð-
in í hjólhýsi í Húsafell sem þau buðu
mér með sér í. Við vorum þar í viku í
yndislegu veðri og var farið í sund-
laugina daglega og alveg dekrað við
mann. Einnig er mér minnisstætt
hversu ofboðslega spennandi mér
þótti að fara í bíltúr með afa o£
ömmu á Novunni hans afa því að þá
fékk maður að sitja á milli frammí og
það þótti nú aldeilis spennandi.
Það hefur verið sárt að horfa upp
afa í þessum miklu veikindum þar
sem hann bai’ðist hetjulega með
ömmu eins og klett sér við hlið.
Við sitjum eftir með minningu um
góðan mann og vonum að núna líði
honum vel. Guð varðveiti þig.
Anna og fjölskylda.
Ogáinlíðurlygnogtær
og lindin seíur perluskær.
í dvala hníga djúpin hljóð
og dreymir öll sín týndu ljóð.
(Davíð Stef.)
í dag kveð ég ástkæran bróður
minn, Halldór eða Dóra eins og hann
var oftast kallaður.
Hann er fyrstur af okkur systkin-
unum að kveðja þennan heim tæp-
lega 68 ára að aldri. Árs veikinda-
stríði er lokið. Erfitt hefur verið að
horfa á þennan sterka mann tapa
kröftum sínum og brotna niður, því
lífsviljinn var mikill.
Hann var hvers manns hugljúfi,
vildi allt fyrir alla gera og að mörgu
lagði hann gjörva hönd, velvirkur og
samviskusamur. í gegnum tíðina á
ég Dóra svo ótal margt að þakka.
Hann var kletturinn sem alltaf var til
staðar að leita til, ekki síst eftir að ég
missti manninn minn frá ungum
börnum. Eitt lítið atvik úr rninning-
unni kemur upp í hugann. Ég var að
keyra og dóttir mín sem þá var lítil
stúlka var með mér. Það hvellsprakk
á bílnum og ég átti í vandræðum með
að losa dekkið, svo þeirri litlu leist
ekki á blikuna. Þá varð henni að orði
„getum við ekki hringt í Dóra?“, hún
vissi hvar hjálpina væri helst að
finna.
Um leið og þökkuð er samfylgd
þessa trygga manns, sem hafði svo
sannarlega manngildið ofar auðgildf,
bil ég Guðs blessunar Helgu konu
hans og börnum, tengdabörnum og
bai-nabörnunum sem honum þótti
svo vænt um.
Það er gæfa að fá að eiga slíkan
bróður og alltaf mun ég minnast
hans þegar ég heyri góðs manns get-
ið. Blessuð sé minning hans.
Far þú í friði
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði
Guð þérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín systir,
Margrét.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.