Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 5 3
+ Þórunn Kolfínna
Ólafsdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 1.
ágúst 1905. Hún lést í
Reykjavík 15. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Ólaf-
ur Sigurðsson frá
Merkinesi, f. 13.3.
1859, d. 1.3. 1924,
bóndi, formaður og
smiður, fyrst í Garð-
húsum á Miðnesi, svo
í Hafnarfirði og síð-
ast í Reykjavík, og
seinni kona hans,
Sigurbjörg María
Eyjólfsdóttir, f. 25.10. 1870 á
Langeyri í Hafnarfirði, d. 18.12.
1958. Albróðir Þórunnar var Ólaf-
ur Ólafsson, f. 1.12. 1899 í Kirkju-
vogi, læknir í Stykkishólmi og víð-
Ólafur Sigurðsson skírði dóttur
sína eftir fyrri konu sinni, Þórunni,
og móður hennar Kolfinnu, er Ög-
mundur Sigurðsson skáld og seinast
prestur á Tjöm á Vatnsnesi eignað-
ist ungur í skóla með Steinunni, einni
hinna mörgu dætra Guðmundar
Þórðarsonar tugthúsráðsmanns í
Reykjavík og Steinunnar Helgadótt-
ur frá Ökrum á Mýrum.
Kolfinna var alin upp hjá afa Sín-
um, sr. Sigurði Ögmundssyni á
Ólafsvöllum á Skeiðum.
Þórunn Kolfinna gekk ung í
Flensborgarskóla, en þar sem þá var
enn ekki títt, að ungar stúlkur sæktu
framhaldsnám, sneri hún sér brátt
að verzlunarstörfum, vann lengst í
verzlun Kristínar Sigurðardóttur á
Laugavegi.
Hún hafði mikinn áhuga á ferða-
lögum, fór víða um land, oft langar
gönguferðir, og einu sinni til útlanda.
A vetmm fór hún oft á skíði.
Hún las mikið og lærði erlend
tungumál, Norðurlandamál, ensku
og jafnvel frönsku. Hún var í nánu
sambandi við frændfólk sitt, fylgdist
af áhuga með yngi'i kynslóðinni og
var vakandi í þeim áhuga sínum til
hárrar elli.
Hún dvaldist um langt árabil á
öldrunarheimilinu í Lönguhlíð 3, en
andaðist á Droplaugarstöðum. Hún
var þakklát þeim aðbúnaði, er hún
naut á þessum heimilum, tók virkan
þátt í félagslífi vistmanna og var vin-
sæl meðal þeirra, enda mjög jákvæð
og örvandi í öllu sínu lífsviðhorfi.
Mai'gh' úi' vina- og frændaliði Þór-
unnar Kolfinnu eða Tótu frænku,
eins og hún var venjulega kölluð,
minnast hennar nú að leiðarlokum
og samverustundanna með henni
með virðingu og þökk.
Finnbogi Guðmundsson.
Einn góðviðrisdag þegar ég var
sex ára gömul fékk ég að fara með
vini mínum, móður hans og mágkonu
hennar á „Laugaveginn". Man ég að
fyrst var komið við hjá Thorberg
bakara á Laugavegi 5, en þar var
„konditori“. Þar fengum við börnin ís
og sítrónulímonaði, en konurnar
kaffi og rjómakökur. A leiðinni til
baka heyrði ég konurnar tala um að
líta inn í búðinni hjá Þórunni, fyrst á
Laugaveginn væri komið. Var ég alla
leiðina að vona að það væri sælgætis-
búð.
Við Laugaveg 20 stóð reisulegt
hús þar sem umrædd búð var. Það
var Verzlun Kristínar Sigurðai'dótt-
ur, sem seldi tízkufatnað samkvæmt
nýjustu tízku sumarið 1937. Innan
við búðarborðið í þessari verzlun sá
ég fyrst Þórunni Kolfinnu Ólafsdótt-
ur. Mér er það enn í fersku minni hve
þessi afgreiðslustúlka var fallega
klædd og virðuleg í framkomu; hárið
ljóst og vel uppsett. Það sem mér
þótti þó athyglisverðast við þessa
konu var að hún skyldi tala við mig
eða við böm yfirleitt, - konan fyrir
innan búðarborðið -; þaðvar ekki al-
gengt á þessum árum. Áður en við
fórum bauð hún okkur brjóstsykur.
Oft horfði ég á þessa konu gegnum
ar, seinast yfír-
læknir hjúkrunar-
heimilsins Sólvangs í
Hafnarfirði, d. 13.10.
1979.
Hálfsystkini Þór-
unnar, börn Ólafs
Sigurðssonar og
fyrri konu hans, Þór-
unnar Halldórsdótt-
ur, f. 5.3. 1864, d.
1896, voru Sigríður,
dó ung, og bræðum-
ir Sigurður, lengi
kennari í Hafnar-
firði, Ögmundur
smiður, seinast á Ak-
ureyri, og Helgi trésmíðameistari
í Hafnarfirði.
Útför Þórunnar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
glerið, því mörg spor átti ég um
Laugaveginn. I þessari verzlun vann
Þórunn yfir 40 ár eða þar til fyrir-
tækið hætti rekstri.
Sumarið 1963 réðst Þórunn til
Happdrættis Háskóla íslands. Þar
lágu leiðir okkar saman að nýju.
Konan, sem ég átti svo hlýjar minn-
ingar um. Við unnum þar saman í
tólf ár og með tímanum kynntumst
við vel; svo vel að við hættum að þér-
ast. Hún var fáorð um sína hagi en
hún sagði mér að matargerð og önn-
ur heimilisverk hefðu aldrei verið sín
áhugamál og á fimmtudögum spurði
hún mig hvað hún ætti að hafa í mat-
inn því hún yrði að vanda sig. Mér
þótti þetta sérkennilegt til að byrja
með. Á þessum tíma hafði Ríkis-
sjónvarpið ekki útsendingar á
fimmtudögum og þá bauð hún bróð-
ur sínum og fjölskyldu hans til veizlu
og eldaði íslenzkan mat.
Þórunn gekk mikið, naut útivistar
og var félagi í íþróttafélagi kvenna.
Leikhús stundaði hún töluvert og
heimsóknir í bókasöfn borgarinnar
voru tíðar. Tungumálanám var henn-
ar aðaláhugamál. Frönsku hafði hún
sérstakan áhuga á, lagði mikla rækt
við að læra hana og gat lesið frönsku
sér til ánægju.
Um það leyti sem hún varð níræð
heimsótti ég hana. Dokaði ég við hjá
henni góða stund. Á þeim tíma fór
heilsu hennar mjög hnignandi. Ég
spurði hana hvaða nám hún stundaði
nú. Hún sagðist vera að rifja upp
enskuna og ætti von á kennaranum á
hverri stundu.
Heimili hennar var fágað eins og
hún sjálf, menningarlegt og þar nutu
sín fallegir og virðulegii' hlutir úr búi
foreldra hennar. Þórunn giftist
aldrei og eignaðist ekki afkomendur,
en elskaði öll börn. Hún bjó ein en
hafði búið með móður sinni og haldið
heimili með henni, þar til móðir
hennai' lést.
Þórunn var rólynd kona; sam-
vizkusöm, stundvís svo af bar, fynd-
in, öguð, orðvör, nægjusöm en örlát.
Öll hennar störf á skrifstofunni voru
vel unnin. Hún lét af störfum hjá
Happdrætti Háskóla Islands árið
1975, vegna aldurs. Hún lézt á Drop-
laugarstöðum 15. þ.m.
I huga mínum lifir minningin um
hlédræga heiðurskonu sem ól aldur
sinn í Austurbænum í Reykjavík. Ég
vil votta ættingjum hennar innilega
hluttekningu. Megi hún vera á Guðs
vegum.
Guðfínna Guðmundsdóttir.
Tóta var hún kölluð, þó að hún héti
tveimur rismiklum, fallegum nöfn-
um, Þórunn Kolfinna. Hún var
æskuvinkona móður minnar, gekk í
Flensborg eins og hún, og báðar
voru Hafnfírðingar á þeim árum.
Eftir að foreldrar mínir giftust og
höfðu stofnað heimili, var Tóta áfram
kærkominn vinur og gestm'. Hún var
það líka efth' að ég fæddist, og þegar
ég fór að bera skinbragð á fólk og
umhverfi, þótti mér strax vænt um
hana sem einn minna nánustu að-
standenda. Hún var alltaf svo glöð og
barngóð. Stutt var á milli heimilanna
og gagnkvæmar heimsóknh' tíðar.
Við bjuggum við Bókhlöðustíginn,
hún ásamt móður sinni við Lokastíg-
inn. Ég hlustaði oft á gamansamar
samræður Tótu og foreldra minna.
Það ríkti ávallt glaðværð og græsku-
laust gaman í öllum þeh'ra samræð-
um.
Tóta var íþróttakona, ekki til
keppni, heldur sér til ánægju og
heilsubótar. Hún bar sig vel, var há-
vaxin, bein í baki og sterklega byggð.
Hún var í íþróttafélagi kvenna og
stundaði leikfimi, göngur og skíða-
ferðir að einhverju marki. Það þótti
mér merkilegt sem barn. Þær hlógu
oft að því, móðir mín og Tóta, þegar
þær sögðu frá því, að strákar, sem
þær mættu, hefðu pískrað um
göngulag þeirra þar sem þær skálm-
uðu niður Skólavörðustíginn af leik-
fimisæfingum og sveifluðu hand-
leggjunum frjálslega á hraðri göngu.
Tóta sagði okkur hjónum oft söguna
af því, þegar hún, ung að árum, hjól-
aði frá Reykjavík austur að Laugar-
vatni og gisti hjá Böðvari bónda og
Ingunni, konu hans, afa og ömmu
konu minnar. Fjárráðin voru ekki
mikil og hana þraut skotsilfur. Hún
átti fyrir kvöldverði og gistingu, en
ekki morgunverði. Hún ætlaði því að
fara á brott að morgni án þess að
borða. Það leyfði Ingunn henni ekki
og Tóta þáði gott boð hennar, enda
löng dagleið framundan, til baka til
Reykjavíkur. Hún sagðist enn vera í
1 krónu og 25 aura skuld við hjónin
fyiir morgunverðinn. Þetta atvik
mundi hún til æviloka.
Eftir að móðir Tótu dó, fluttist
hún í Hlíðarnar og bjó þar mörg ár.
Hún var þar enn í nágrenni foreldra
minna, vináttan og glaðværðin höfðu
ekki dofnað með árunum, og sam-
skiptin héldust með sama hætti og
áður. Það var lán fyrir Tótu, þegar
árin færðust yfir hana, að hún fékk
litla þjónustuíbúð aldraðra í Löngu-
hlíð 3. Henni leið þar vel og var
ánægð, enda ekki við öðru að búast,
þegar Tóta átti í hlut. Lífið og allt,
sem það bauð henni, var gott og
henni að skapi.
Aldrei heyrði ég Tótu segja neitt
neikvætt. Afstaða hennar til manna
og málefna var ávallt jákvæð. Jafn-
framt vai' ævinlega ferskur andi, þar
sem Tóta var. Hún gat gert að gamni
sínu og spaugað með margt, en ekki
man ég eftir hnjóðsyrðum af munni
hennai'. Allt fas hennar og tal mót-
aðist af jákvæðum lífsviðhorfum.
Hugsanir hennar áttu að vera hrein-
ar sem bænir til guðs. Þannig var
eðli Tótu. Þessir eiginleikar hennar
voru gott veganesti og fjölmörgum
vinum hennar hugarbót. Þeir gætu
verið mörgum manni til umhugsunar
og fyrirmyndar.
Tóta var afar fróðleiksfús, og ekk-
ert mannlegt var henni óviðkomandi.
Hún gerði sér far um að fræðast og
læra, ánægjunnar vegna, og hún var
vel að sér um ýmis málefni. Þær fóru
í þýskunám saman, móðir mín og
hún. Ástæðan var, að ég held, ekki
önnur en sú, að ég fór til náms í
Þýskalandi. Hugsanlega hafa þær
ætlað að vera viðbúnar því að fara í
heimsókn, eða kannski var það ein-
ungis löngun til að kunna þýsku.
Tóta gerði meira. Hún var orðin
roskin kona, komin í Lönguhlíðina,
þegar henni gafst tækifæri til að
rifja upp enskukunnáttuna og sagð-
ist hafa stundað námið þar til hún
gat lesið bíblíuna viðstöðulaust. Þeg-
ar því takmarki var náð, hafði hún
orð á því, að nú vildi hún gjarnan
dusta rykið af frönskukunnáttu
sinni. Hún hafði verið mörg ár félagi
í Alliance Francaise. Henni þótti
leitt, að ekkert varð úr kennslu
vegna ónógrar þátttöku Hún var á
þessum tíma á níræðisaldri.
Þegar árin færðust yfir Tótu,
þjáðist hún af beinþynningu, eins og
algengt er meðal kvenna. Ekki efast
ég um, að oft var hún kvalin, en
aldrei kvartaði hún yfir líðan sinni.
Hún gat ekki kvartað, sagði hún, og
sá einungis björtu hliðar lífsins.
Smám saman gekk þessi glæsilega
kona saman og bognaði í baki. Það
var sorglegt að sjá hana svo hart
leikna af kvalafullum sjúkdómi. Ým-
islegt annað kom fyrir hana, sem
gerði líf hennar sársaukafullt. Hún
var því öðru hverju á sjúkrahúsum
hin síðari ár. Hún gat að lokum ekki
séð lengur um sig sjálf og fluttist á
Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaði.
Alltaf hélt hún góðu skaplyndi sínu
og gerði lítið úr þjáningum og erfið-
leikum. Hún hugsaði til ættingja
sinna og vina og gleymdi þeim ekki,
hvorki á jólum né á öði-um stundum.
Jákvæð og falslaus lífssýn vinkonu
okkar, Þórunnar Kolfinnu Ólafsdótt-
ur, Tótu, mætti vera okkur öllum til
eftirbreytni.
Blessuð sé minning hennar.
Bergur Jónsson
og fjölskylda.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast Þórunnar Kolfinnu
Ólafsdóttur, sem látin er á 95. ald-
ursári.
Páskadagsmorgun síðastliðinn
heimsótti ég Tótu að Droplaugar-
stöðum til að segja henni frá andláti
sinnar góðu vinkonu, Ólafar, móður
minnar, en hún lést á föstudaginn
langa s.l.
Tóta var mjög farin að heilsu, lík-
amlega, en sinni andlegu heilsu fékk
hún að halda lítið skertri. „Jæja, svo
hún fór á undan mér, blessuð Óla
mín,“ voru viðbrögð hennar.
Ekki urðu dagamir margir á milli
brottkvaðninga þeÚTa vinkvennanna
úr þessari jarðvist. Þær áttu samleið í
gegnum allt lífið. Báðar fæddust þær
árið 1905 og ólust upp sem nágrannar
í Hafnarfirði. Þær fóru ungai' til
Reykjavíkur í atvinnu og bjuggu allt-
af í námunda hvor við aðra. Um tíma
bjó hún ásamt Sigurbjörgu, móður
sinni, í sama húsi og við.
Vegna þess hve móðir mín og Tóta
voru nánar, kynntist ég henni líka
vel, sérlega á tímabilinu, sem við
bjuggum í sama húsi á unglingsárum
mínum.
Tóta starfaði lengst af við af-
greiðslustörf, en síðustu starfsárin
vann hún við Happdrætti Háskólans.
Hún var mjög skýr kona og
skemmtileg. Skólaganga hennar var
eins og gerðist á hennar uppvaxtai'-
árum, stutt, en hún nýtti vel tæki-
færin, sem buðust síðar í lífinu, til að
víkka út sjóndeildarhringinn. Hún
ferðaðist mikið bæði innan lands og
utan og á tímabilinu, sem við bjugg-
um í sama húsi, fór hún á kvöldin í
Námsflokkana og lærði ensku og
frönsku.
Lönguninni eftir lærdómi hélt hún
alla tíð. Eitt sinn komum við í heim-
sókn tU hennai' og var hún þá
nýkomin úr enskutíma, „svona bara
til að rifja upp“, sagði hún, komin á
níræðisaldur.
Tóta las mikið og með sínum góðu
frásagnai'hæfileikum og uppörvun,
vakti hún áhuga minn á lestri. Hún
hafði mikið dálæti á norskum rithöf-
undum og er mér minnisstætt, er
hún var að lesa bók Hamsuns,
„Gróður jarðar", og sagði mér sögu-
þráðinn jafnóðum og hún las. Inger,
aðalpersónan, varð persóna, sem
lifði áfram í huga mínum. Þegar ég,
löngu seinna, varð bóndakona í Nor-
egi, sagði Tóta: „Svo þú ætlar að feta
í fótsporin hennar Inger.“ Mitt líf
sem bóndakona í Noregi varð þó
harla ólíkt lífi Inger, en ég þakka
Tótu þann hugmyndaheim, sem hún
opnaði mér og þá gleði, sem ég hefi
haft af lestri þessarar bókar og
margi'a annarra síðar meir.
Nú er langferð hennar Tótu í
gegnum þetta líf lokið. Minningarn-
ar um þessa konu, sem var svo kær-
leiksrík, frændrækin og tryggur vin-
ur, verða vel geymdar hjá fjöl-
skyldunni hennar Ólu vinkonu
þinnar.
Guð blessi þig og varðveiti.
Rannveig Jónasdóttir
Fagerás, Öiestad.
Hún ætlaði að verða 95 ára í sum-
ar hún Tóta en það var komið að
heimför áður en af afmælinu varð.
Hún lá stutt í síðasta skiptið og fékk
hægt andlát.
Langri ævi er lokið. Þórunn Kol-
finna Olafsdóttir lifði nánast alla
tuttugustu öldina og þær miklu
breytingar sem urðu á samfélaginu.
Hún ólst upp í Hafnarfirði og lauk
námi frá Flensborgarskóla. Hún hélt
heimili með móður sinni meðan
hennar naut við en eignaðist ekki
maka eða niðja. Hún hóf ung versl-
unarstörf og átti það fyrir henni að
ÞÓRUNN
KOLFINNA
ÓLAFSDÓTTIR
liggja að vera verslunarmaður mest-
alla sína ævi. Fyrst starfaði hún í
Sturlubúð en í þrjá áratugi afgreiddi
hún í Verslun Kristínar Sigurðar-
dóttur þar til sú verslun hætti stari>
semi í byrjun sjöunda áratugs aldar-
innar. Hún var starfssöm og trú
sínum vinnuveitendum.
Síðasta áratug starfsævinnar var
hún skrifstofumaður hjá Happdrætti
Háskóla Islands. Frístundum sínum
varði Þórunn vel og þótt áhugamál
hennar væru fjölbreytt lagði hún
mesta áherslu á að auka þekkingu
sína. Hún var í eðli sínu húmanisti og
stundaði nám í tungumálum ái-um
saman og sótti óteljandi námskeið til
þess. Þekking hennar á íslenskri
tungu og sjaldgæfum orðtökum í ís-
lensku var óvenju yfirgripsmikir
enda las hún orðabækur sem sögu-
bækur væru. Á heimsbókmenntun-
um kunni hún glögg skil svo og meg-
inritum íslenskrar tungu. En það var
ekki aðeins andinn sem var ræktað-
ur heldur einnig líkaminn. Göngur
voru hennar hreyfing og fór hún
flestallar ferðir sínar fótgangandi.
Henni fannst ekkert tiltökumál að
ganga frá Reykjavík til Kópavogs
eða jafnvel til Hafnai'fjarðar. Án efa
hefur þetta átt þátt í að Þónmni
tókst að halda góðri heilsu fram á ní-
ræðisaldur.
Haustið 1978 voru teknar í notkun
íbúðir aldraðra að Lönguhlíð 3
Reykjavík. Þá hófst nýtt tímabil hjá
Þórunni Kolfinnu þegar hún varð ein
af frumbyggjum hússins. Þar naut
hún sín og hafði enda oft orð á þvi
hve vel henni liði þar.
Hún var sérstaklega þakklát hús-
ráðendum í Lönguhlíð og lofaði oft
þá gæfu sína að hafa getað fengið að
dvelja þar síðustu áratugi ævi sinn-
ar. I félagsstarfi aldraðra hélt hún
áfram að bæta við þekkingu sína og
breytti engu þótt hún væri komin á
túæðisaldur enda var hún svo lán-
söm að geta haldið fullri andlegri
reisn til hinstu stundar.
Þórunn Kolfinna Olafsdóttir var
einstök kona. Hún vai' sérstaklega
vönduð og vel gerð. Hún átti mikinn
fjölda vina og kunningja og var hvar-
vetna aufúsugestur.
Hún skipti aldrei skapi við fólk og
var umhyggjusöm við ættingja og
vini.
Kurteisi og höfðingleg framkoma
var henni í blóð borin. Hún mat kosti
samferðamanna sinna, lastaði aldrei
nokkurn mann, og leiddi hjá sér
hvatvísi og ónærgætni annarra. Hún
var fróð og vel gefin og kunni skil á
ótrúlegustu fræðum.
Samtöl við hana voru gefandi og
upplýsandi og frásagnir hennar af
mönnum og málefnum voru vel
ígrundaðar. Hún var í'áðagóð þegar
til hennar var leitað. Hún var ein-
faldlega einstök manneskja sem öll-
um þótti vænt um.
Nú er komið að leiðariokum. Tótu
minni er þökkuð ræktarsemi og rin-
átta liðinna áratuga, umhyggja og
gefandi samfylgd. Megi hæsti höfuð-
smiður leiða hana inn á veg ljóssins
sem hún trúði svo og treysti á. Bless-
uð sé minning hennar.
Skúli Eggert Þórðarson.
Skilafrestur
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
gi'einin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftii' að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta bhtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.