Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjálfboða- liðar við stígagerð NIU manna hópur breskra sjálf- boðaliða hefur unnið við að leggja stiga í hlíðum Esjunnar að undan- fórnu. Hópurinn er frá náttúru- verndarsamtökunum BTCV, eða „British Trust for Conservation Volunteers". Fólk á vegum samtakanna hef- ur áður komið til íslands, en aldrei áður unnið í Esjuhlíðum. Veðrið hefur verið misjafnt síðan hópurinn kom, en fólkið lætur það ekkert á sig fá. Sjálfboðaliðarnir hafa dvalið hór í tíu daga, en fara af landi brott á sunnudaginn. Einstaklingar í hópnum koma úr ýmsum áttum; þar er að finna þjúkrunarfræðing, nokkra nema og einn sem vinnur við bókhald. Allt eru þetta sjálfboðaliðar sem vinna kauplaust í þágu náttúru- verndar í heiminum. MAGN nituroxíða er hættulega mikið í Reykjavík en það fer yfir viðmiðun- armörk marga daga á ári í nokkrum borgarhverfum. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu sem starfshópur Orkuveitu Reykjavíkur kynnti í gær. Einnig kemur fram í skýrslunni að útstreymi koltvíoxíðs í Reykjavík á árinu 1998 nam rúmum þremur tonn- um, eða 3.130 kílógrömmum, á hvem íbúa. I borginni var það ár notað sem svarar 581 kflógrammi af bensíni á íbúa og 423 kflógrömmum af dísilolíu, Skýrslan fjallar um forsendur vist- vænnar samgöngustefnu fyrir Reykjavík og nágrenni. Þar em kynnt íyrstu drög að svokölluðu „grænu bókhaldi", en það inniheldur greiningu og mælanlega þætti elds- neytisnotkunar, útstreymis og ann- arra þátta sem tengjast samgöngu- kerfinu. „Þessi rannsókn er einstæð hér á landi og hliðstæð skýrsla liggur ekki fyrir í öðrum löndum, að því er við best vitum,“ segir Þorsteinn I. Sigfússon prófessor, sem á sæti í starfshópnum. Sameiginlegt vandamál í skýrslunni er umhverfisvandi Reykjavíkur og nágrennis greindur og lagðar fram tillögur að úrbótum. „Þetta er vandamál sem íslendingar eiga sameiginlega við að stríða og verða að leysa í sameiningu. Við hvetjum til aukinnar samvinnu ráð- uneyta, borgaryfirvalda og annarra sveitarfélaga," segir Þorsteinn. I skýrslunni kemur fram að á því fjögurra ára tímabili sem skoðað var sérstaklega, frá 1995 til og með 1998, jókst notkun á dísilolíu á höfuðborg- arsvæðinu um nærri þriðjung. Bent er á að svifryk á svæðinu jókst mjög og útblástur koldíoxíðs, nituroxíðs og brennisteinsoxíðs sömuleiðis. Koltvíoxíðútblástur hefur, sam- kvæmt skýrslunni, aukist um 15% á tímabilinu. „Orkuspámefnd gerir ráð fyrir að heildaútblástur vegna sam- gangna stefni í að aukast um minnst 24% á tímabilinu 1990-2010. Það er aukning sem er tveimur og hálfum sinnum leyfileg aukning Kyoto-bók- unarinnar. Niðurstöður þeirrar skýrslu, sem hér er birt, benda til þess að Reykjavfluirsvæðið valdi miklum hluta þeirrar aukningar, sem er að verða á útblæstri á Islandi,“ segir í skýrslunni. Skaðleg lífræn kolefnasambönd aukast jáfnt og þétt Á árinu 1998 vorU þau um 3.800 tonn, sem skýrsluhöf- undar telja mikið magn. Þeir geta þess, sem fyrr segir, að magn nitur- oxíða sé beinlínis hættulega mikið en það fari yfir viðmiðunarmörk marga daga á ári í nokkrum borgarhverfum. Vegna aukinnar notkunar dísilolíu hafi útstreymi sóts aukis um þriðjung á fyrrnefndu tímabili. „Umferðin eyð- ir miklu magni af malbiki, sem að mestu umbreytist í skolp, en hættu- lega mikið ryk fylgir aukinni umferð og notkun nagladekkja. Minnstu agn- ir af þessu ryki eru stórhættulegar heilsu fólks,“ segii' í skýrslunni. Meðal tillagna í skýrslunni er að át- ak verði hafið til að hvetja fólk til að nýta sér almenningssamgöngur. Þá kemur fram að fylgjast þurfi vel með þróun véla og ökutækja sem byggist á vistvænum orkugjöfum. Þá er þess getið að draga þurfi úr notkun nagladekkja, huga að notkun styrktrar steinsteypu í stað malbiks og auka gatnahitun með hitaveitu- vatni þar sem saman fari mikill götu- halli og hálkumyndun. Starfshópurinn fagnar hugmynd- um Metans hf. um framleiðslu metan- óls fyrir biireiðar og leggur til að sorpbifreiðar höfuðborgarsvæðisins verði knúnir metanóli frá hauggasi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu hafi óskað eftir fundi með fulltrú- um rfldsvaldsins, þar sem hugað verði að mögulegum úiræðum gegn meng- un. Hún segir að varla sé hægt að verða við þeirri ósk að hraðabugðum verði fækkað. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Orkuveitur Reykjavíkur, segir að borgin sé þegar farin að vinna að upphitun gatna í Grafarvogi. I starfshópi Orkuveitu Reykjavík- ur eru Heimir Hannesson hdl., for- maður, Þorsteinn I. Sigfússon prófes- sor, varaformaður og ritstjóri skýrslunnar og Valdimar K. Jónsson prófessor. Reuters Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhendir Andrea W. Stewart, aðstoðarbökasafnsverði George Washing- ton-háskólans, íslendingasögurnar þýddar á enska tungu. Donald Lehman, aðstoðarforseti skölans fylgist með. s Islendingasögurnar afhentar BJÖRN Bjamason menntamála- ráðherra afhendir starfsbróður sín- um í Bandaríkjunum, Richard W. Riley, 650 samstæður íslendinga- sagna í enskri þýðingu við athöfn í þjúðarbókhlöðu Bandarilganna í Washington í fyrradag. Sögnunum sem eru gjöf til bandarísku þjöðar- innar verður dreift í bókasöfn landsins. I gær afhenti menntamáia- ráðherra Islendingasögurnar í George Washington-háskólanum. Samræmdu prófín í 10. bekk Um 52% nemenda með undir 5 í stærð- fræði NEMENDUR í 10. bekk fá margir hverjir afhentar ein- kunnir úr samræmdum prófum í dag, en þó ekki allir því mis- munandi er hvenær skólar af- henda einkunnimar. Rúmlega 52% nemenda á landinu voru með 5 eða lægra í einkunn í stærðfræði, en sama hlutfall lyrir árið 1999 var 41% og fyrir árið 1998 var það 33%. Að sögn Finnboga Gunnars- sonar, deildarsérfræðings hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- 'og menntamála, eru niður- stöður prófanna í ár svipaðar og undanfarin ár. Hann sagði að meðaleinkunnin í stærð- fræði fyrir landið allt væri samt nokkuð lægri í ár en í fyrra eða 5,1 a móti 5,7, en bætti því við að erfitt væri að bera saman prófrpðurstöður á milli ára. I stær|fræðinni gekk nemendum erfiðlegast með algebru. í íslensku var meðaleinkunn- in 6,6 miðað við 6,4 í fyrra, í dönsku var hún 6,5 eins og í fyrra og í ensku var meðalein- kunnin 6,6, en 6,3 í fyrra. Skólar í Reykjavík komu best út Skólar í Reykjavík komu best út úr prófunum að þessu sinni og voru meðaleinkunnir í stærðfræði, íslensku, dönsku og ensku ávallt yfir landsmeð- altali. I stærðfræði var meðal- einkunnin 5,4, í íslensku og dönsku var hún 6,9 og í ensku 7,1. Skólar á Vesturlandi komu verst út úr samræmdu prófun- um að þessu sinni, en þar voru meðaleinkunnir í greinunum fjórum undir landsmeðaltali. Þar var meðaleinkunnin í stærðfræði 4,6, í íslensku 6,2 og í dönsku og ensku var hún 5,7. STEYPU ÞJÓNUSTA Söludeild í Fornalundi Brciðhöffta 3 • S(mi 585 5050 Steypudælur Nýjar steypudælur spara þér tíma og peninga. Kynntu þér öfluga steypuþjónustu á www.bmvalla.is www.bmvalla.is Magn nituroxíða er hættulega mikið í vissum hverfum borgarinnar Fer yfír viðmiðun- armörk oft á ári
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.