Morgunblaðið - 14.10.2000, Page 24

Morgunblaðið - 14.10.2000, Page 24
24 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Margit Elva Herdís Egilsdóttir ræðir við skdlaböm í Grímsey. Herdís Egilsdóttir heimsótti Grímseyinga Grímsey. Morgunblaðið. BARNABÓKAHÖFUNDURINN, leikritaskáldið, lagahöfundurinn og kennari til 40 ára, Herdís Eg- ilsdóttir, heimsdtti Grímseyinga í síðustu viku og var með upp- lestur í Félagsheimilinu Múla fyr- ir unga sem aldna. Að vanda fjöl- menntu eyjabúar og höfðu mjög gaman af. Einnig dvaldi Herdís með skólabörnunum í tvo kennsludaga og miðlaði sinni þekkingu til þeirra. Hún las fyrir þau, sagði sögur, sýndi myndband með leikriti sem hún samdi og leik- stýrði og föndraði með þeim svo eitthvað sé nefnt. Það er liður í skólastarfinu í Grímsey að fá ut- anaðkomandi aðila til að fræða börnin og krydda tilveruna svolít- ið. Kynningar i BLÓMAVALI Sigtúni, lausard. 14. okt. kl. 14-16 og sunnud. 15. okt. kl. 14-17 Akureyri í tírslitum alþjóðlegrar samkeppni í umhverfísmálum Til mikils að vinna fyrir sveitarfélagið AKUREYRI hefur verið tilnefnd til þátttöku í úrslitum „Nations in Bloom“ sem er alþjóðleg sam- keppni í umhverfismálum. Alls skráðu 45 sveitarfélög sig til þátt- töku en 35 þeirra, frá 22 löndum, var boðið að taka þátt í úrslitum, sem fram fara í Washington í Bandaríkjunum um mánaðamótin nóvember-desember nk. Sveitarfélögunum er skipt í flokka eftir íbúafjölda og er Akur- eyri í flokki sveitarfélaga með 10- 50 þúsund íbúa ásamt 9 öðrum sveitarfélögunum. Það eru heims- samtök skrúðgarða og útivistar- svæða sem að samkeppninni standa í samvinnu við umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Guðmundur Sigvaldason, verkefnisstjóri og framkvæmdastjóri Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri, sagði að rætt væri um að á þessum vettvangi væru sveitarfélög víðs vegar að úr heiminum að keppa um hin svoköll- uðu „Grænu óskarsverðlaun11. Hann sagði Akureyri vera að taka þátt í samkeppninni í fyrsta sinn og fyrst íslenskra sveitarfélaga. Náttúruverndarnefnd Akureyrar fjallaði um þetta mál á síðasta fundi sínum og þar var samþykkt að gera tillögu til bæjarráðs um fyrirkomulag og kostnað bæjarins af þátttöku í úrslitunum. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum í gær og samþykkti að leggja 680 þúsund krónur til verkefnisins. Guðmundur sagði að til mikils væri að vinna og að árangur í sam- keppninni vekti athygli á sveitarfé- laginu á alþjóðlegum vettvangi. Umfjöllunin metin á um 80 milljónir króna Samkeppninni hafa verið gerð mikil og góð skil í fjölmiðlum og sagði Guðmundur að þau sveitar- félög sem tekið hafa þátt á síðustu tveimur árum hafi fengið umfjöllun sem metin er á upp 77 milljónir króna fyrir hvert þeirra. Sam- keppninni er sjónvarpað víða um heim, síðast til um 400 sjónvarps- | stöðva að sögn Guðmundar. Innan t við 100 sveitarfélög hafa náð í úr- slit þessarar samkeppni. Markmið samkeppninnar er að hvetja til aukinnar meðvitundar al- mennings um gildi framúrskarandi starfs sveitarfélaga að umhverfis- málum í því skyni að bæta lífsgæði allra og hvetja aðra til að ná lengra. Arangur í samkeppninni byggist á fegrun umhverfisins, verndun minja, umhverfisvænum | aðferðum og verkefnum, þátttöku almennings og skipulagningu til framtíðar. Sveitarfélögin sem þátt taka í úr- slitunum verða með kynningar sín- ar 1.-3. desember og skal hún byggjast á þeirri greinargerð sem send var með skráningunni í sam- keppnina. Úrslitin verða kynnt við sérstaka athöfn 4. desember. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta á morgun, sunnudag, kl. 11. Séra Svavar A. Jónsson. Ferming- arbörn og foreldrar þeirra eru sér- staklega boðuð til messunnar. Fundur með þeim í kirkjunni eftir messu. Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, fyrst í kirkjunni, en síðan í Safnaðarheimilinu. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 17 í kapellu. Biblíulestur í fundarsal kl. 20.30 á mánudagskvöld. Morgunsöngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudagsmorg- un. Mömmumorgun kl. 10 til 12 á miðvikudag, 18. október. Kynning á föndurvörum frá Horninu. Allir verðandi og núverandi foreldrar velkomnir. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12 á fimmtudag, 19. Októ- ber og hefst hún með orgelleik. Bænaefnum má koma til prest- anna. Eftir stundina er unnt að kaupa léttan hádegisverð í Safnað- arheimilinu. BÆGISÁRKIRKJA: Guðsþjón- usta verður í Bægisárkirkju sunnudaginn 15. október kl. 14. Sérhönnuð snapsaglös Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14 Organisti Birgir Helgason. Prestur j sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Mætum öll og njótum samveru í r kirkjunni okkar. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- vera og guðsþjónusta á morgun, sunnudag. Sameiginlegt upphaf, foreldrar hvattir til að mæta með börnunum. Kyrrðar- og tilbeiðslu- stund í kirkjunni kl. 18.10 á þriðju- dag. Hádegissamvera frá 12 til 13 á miðvikudag, helgistund, fyrir- ; bænir og sakramenti, léttur hádeg- isverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og ’ börn frá 10 til 12 á fimmtudag, heitt á könnunni og svali fyrir börnin. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 11 á sunnudag, 15. Október. Börnin sýna leikþátt °g syngja. Ath. engin samkoma verður kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Súpa, brauð og bibl- íufræðsla á miðvikudag. Örkin hans Nóa, fyrir börn í fyrsta til fjórða bekk kl. 17.30 á mánudag. Únglingaklúbbur fyrir sjöunda bekk og eldri á þriðjudag. Manna- korn, fyrir fimmta til sjötta bekk á fimmtudag kl. 17.30, unglingasam- I koma á fimmtudagskvöld. HVITASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 í kvöld, laugar- dag. Sunnudagaskóli fjölskyldunn- ar kl. 11.30 á morgun. Jóhann , Pálsson kennir úr Orði Guðs. Létt- ur málsverður að samkomu lok- inni. Almenn vakningai’samkoma § verður kl. 16.30 á sunnudag. Predikari verður Dögg Harðar- dóttir. Á sama tíma verður sam- koma fyrir krakka 7 til 12 ára og einnig barnapössun fyrir börn eins til 6 ára. Fyrirbænaþjónusta. LAU G AL ANDSPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Munkaþverár- kirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag, í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.