Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Margit Elva Herdís Egilsdóttir ræðir við skdlaböm í Grímsey. Herdís Egilsdóttir heimsótti Grímseyinga Grímsey. Morgunblaðið. BARNABÓKAHÖFUNDURINN, leikritaskáldið, lagahöfundurinn og kennari til 40 ára, Herdís Eg- ilsdóttir, heimsdtti Grímseyinga í síðustu viku og var með upp- lestur í Félagsheimilinu Múla fyr- ir unga sem aldna. Að vanda fjöl- menntu eyjabúar og höfðu mjög gaman af. Einnig dvaldi Herdís með skólabörnunum í tvo kennsludaga og miðlaði sinni þekkingu til þeirra. Hún las fyrir þau, sagði sögur, sýndi myndband með leikriti sem hún samdi og leik- stýrði og föndraði með þeim svo eitthvað sé nefnt. Það er liður í skólastarfinu í Grímsey að fá ut- anaðkomandi aðila til að fræða börnin og krydda tilveruna svolít- ið. Kynningar i BLÓMAVALI Sigtúni, lausard. 14. okt. kl. 14-16 og sunnud. 15. okt. kl. 14-17 Akureyri í tírslitum alþjóðlegrar samkeppni í umhverfísmálum Til mikils að vinna fyrir sveitarfélagið AKUREYRI hefur verið tilnefnd til þátttöku í úrslitum „Nations in Bloom“ sem er alþjóðleg sam- keppni í umhverfismálum. Alls skráðu 45 sveitarfélög sig til þátt- töku en 35 þeirra, frá 22 löndum, var boðið að taka þátt í úrslitum, sem fram fara í Washington í Bandaríkjunum um mánaðamótin nóvember-desember nk. Sveitarfélögunum er skipt í flokka eftir íbúafjölda og er Akur- eyri í flokki sveitarfélaga með 10- 50 þúsund íbúa ásamt 9 öðrum sveitarfélögunum. Það eru heims- samtök skrúðgarða og útivistar- svæða sem að samkeppninni standa í samvinnu við umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Guðmundur Sigvaldason, verkefnisstjóri og framkvæmdastjóri Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri, sagði að rætt væri um að á þessum vettvangi væru sveitarfélög víðs vegar að úr heiminum að keppa um hin svoköll- uðu „Grænu óskarsverðlaun11. Hann sagði Akureyri vera að taka þátt í samkeppninni í fyrsta sinn og fyrst íslenskra sveitarfélaga. Náttúruverndarnefnd Akureyrar fjallaði um þetta mál á síðasta fundi sínum og þar var samþykkt að gera tillögu til bæjarráðs um fyrirkomulag og kostnað bæjarins af þátttöku í úrslitunum. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum í gær og samþykkti að leggja 680 þúsund krónur til verkefnisins. Guðmundur sagði að til mikils væri að vinna og að árangur í sam- keppninni vekti athygli á sveitarfé- laginu á alþjóðlegum vettvangi. Umfjöllunin metin á um 80 milljónir króna Samkeppninni hafa verið gerð mikil og góð skil í fjölmiðlum og sagði Guðmundur að þau sveitar- félög sem tekið hafa þátt á síðustu tveimur árum hafi fengið umfjöllun sem metin er á upp 77 milljónir króna fyrir hvert þeirra. Sam- keppninni er sjónvarpað víða um heim, síðast til um 400 sjónvarps- | stöðva að sögn Guðmundar. Innan t við 100 sveitarfélög hafa náð í úr- slit þessarar samkeppni. Markmið samkeppninnar er að hvetja til aukinnar meðvitundar al- mennings um gildi framúrskarandi starfs sveitarfélaga að umhverfis- málum í því skyni að bæta lífsgæði allra og hvetja aðra til að ná lengra. Arangur í samkeppninni byggist á fegrun umhverfisins, verndun minja, umhverfisvænum | aðferðum og verkefnum, þátttöku almennings og skipulagningu til framtíðar. Sveitarfélögin sem þátt taka í úr- slitunum verða með kynningar sín- ar 1.-3. desember og skal hún byggjast á þeirri greinargerð sem send var með skráningunni í sam- keppnina. Úrslitin verða kynnt við sérstaka athöfn 4. desember. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta á morgun, sunnudag, kl. 11. Séra Svavar A. Jónsson. Ferming- arbörn og foreldrar þeirra eru sér- staklega boðuð til messunnar. Fundur með þeim í kirkjunni eftir messu. Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, fyrst í kirkjunni, en síðan í Safnaðarheimilinu. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 17 í kapellu. Biblíulestur í fundarsal kl. 20.30 á mánudagskvöld. Morgunsöngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudagsmorg- un. Mömmumorgun kl. 10 til 12 á miðvikudag, 18. október. Kynning á föndurvörum frá Horninu. Allir verðandi og núverandi foreldrar velkomnir. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12 á fimmtudag, 19. Októ- ber og hefst hún með orgelleik. Bænaefnum má koma til prest- anna. Eftir stundina er unnt að kaupa léttan hádegisverð í Safnað- arheimilinu. BÆGISÁRKIRKJA: Guðsþjón- usta verður í Bægisárkirkju sunnudaginn 15. október kl. 14. Sérhönnuð snapsaglös Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14 Organisti Birgir Helgason. Prestur j sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Mætum öll og njótum samveru í r kirkjunni okkar. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- vera og guðsþjónusta á morgun, sunnudag. Sameiginlegt upphaf, foreldrar hvattir til að mæta með börnunum. Kyrrðar- og tilbeiðslu- stund í kirkjunni kl. 18.10 á þriðju- dag. Hádegissamvera frá 12 til 13 á miðvikudag, helgistund, fyrir- ; bænir og sakramenti, léttur hádeg- isverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og ’ börn frá 10 til 12 á fimmtudag, heitt á könnunni og svali fyrir börnin. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 11 á sunnudag, 15. Október. Börnin sýna leikþátt °g syngja. Ath. engin samkoma verður kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Súpa, brauð og bibl- íufræðsla á miðvikudag. Örkin hans Nóa, fyrir börn í fyrsta til fjórða bekk kl. 17.30 á mánudag. Únglingaklúbbur fyrir sjöunda bekk og eldri á þriðjudag. Manna- korn, fyrir fimmta til sjötta bekk á fimmtudag kl. 17.30, unglingasam- I koma á fimmtudagskvöld. HVITASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 í kvöld, laugar- dag. Sunnudagaskóli fjölskyldunn- ar kl. 11.30 á morgun. Jóhann , Pálsson kennir úr Orði Guðs. Létt- ur málsverður að samkomu lok- inni. Almenn vakningai’samkoma § verður kl. 16.30 á sunnudag. Predikari verður Dögg Harðar- dóttir. Á sama tíma verður sam- koma fyrir krakka 7 til 12 ára og einnig barnapössun fyrir börn eins til 6 ára. Fyrirbænaþjónusta. LAU G AL ANDSPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Munkaþverár- kirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag, í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.