Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs Samningur við Samskip undirritaður VEGAGERÐIN undirritaði í gær samning við Samskip hf. um rekstur Vestmannaeyjaferju. Kærunefnd út- boðsmála telur að ekkert sé fram komið um að framkvæmd útboðs Vegagerðarinnar á rekstri Vest- mannaeyjaferjunnar Herjólfs hafi verið háð annmörkum eða val útboðs hafi verið ólögmætt. Rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs var boðinn út í júlí sl. Áður en til útboðs kom var bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekað gefið tæki- færi til þess að gefa umsögn um út- boðsgögnin. I frétt frá samgöngu- ráðuneytinu segir að tekið hafi verið tillit til ábendinga hennar að flestu leyti. Tvö tilboð bárust í rekstur Herj- ólfs. Frá núverandi rekstraraðila, þ.e. Herjólfi hf., að upphæð 325 m.kr. og frá Samskipum hf. að upphæð 192 milljónir kr. Mismunur þessara til- boða var verulegur eða 133 milljónir kr., þ.e. 44 milljónir kr. á ári í lægri greiðslu fyrir ríkissjóð. Kostnaðar- mat Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 222 milljónir kr. og var það 30 millj- ónum kr. hærra en tilboð Samskipa hf. Við yfirferð tilboðsgagna varð Vegagerðinni fljótlega ljóst að tilboð lægstbjóðanda fullnægði öllum þeim skilyrðum sem sett höfðu verið í út- boðinu. Herjólfur hf. gagnrýndi útboðið í frétt samgönguráðuneytisins segir að miklar og harkalegar at- hugasemdir hafi borist frá stjórn Herjólfs hf. á þessum tíma um útboð Vegagerðarinnar. Beindust athuga- semdirnar fyrst og fremst að kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar. Til að bregðast við þessu var haldinn fund- ur í Vestamannaeyjum 28. septem- ber að frumkvæði Vegagerðarinnar. Á þann fund mættu fulltrúar frá bæjarstjórn Vestmannaeyja og stjórn Herjólfs hf., vegamálastjóri, framkvæmdastjóri og forstöðumað- ur frá Vegagerðinni og fuUtrúi frá samgönguráðuneyti. í framhaldi af þeim fundi var haldinn annar fundur 2. október í Vegagerðinni með full- trúum Vestmannaeyinga. Ekkert nýtt kom fram á þessum fundum er orðið gæti til þess að Vegagerðin kæmist að annarri niðurstóðu en að taka bæri tilboði Samskipa hf. Vegna áðurnefndra athugasemda frá stjórn Herjólfs hf. óskaði sam- gönguráðherra samt eftir því við vegamálastjóra að stjórn Herjólfs hf. gæfist tækifæri til að senda kæru til kærunefndar útboðsmála áður en gengið yrði til undirritunar samn- inga við lægstbjóðanda. Þess yrði þó gætt að virða hagsmuni ríkissjóðs því frestur til að taka tilboði rann út 9. október. í framhaldi af þessu gerði vegamálastjóri samkomulag við Samskip hf. dags. 6. október um að frágangi samnings yrði frestað til 27. október svq álit kærunefndar gæti legið fyrir. Á þessum tíma lá það fyr- ir af hálfu ráðherra að málið yrði tek- ið til skoðunar að nýju ef verulegir annmarkar fyndust á útboðinu. Kæra Herjólfs hf. var dagsett 4. október og barst kærunefnd 9. októ- ber. Með bréfi dagsettu sama dag gaf kærunefndin Vegagerðinni færi á að gera athugasemdir við kæruna. Vegagerðin sendi inn athugasemdir 16. október. Kæranda, þ.e. stjórn Herjólfs hf., var með bréfi 16. októ- ber gefinn kostur á að svara athuga- semdum Vegagerðarinnar í síðasta lagi 20. október. Með bréfi dagsettu 24. sama mánaðar óskaði Herjólfur hf. eftir frekari fresti til að gera at- hugasemdir við greinargerð Vega- gerðarinnar, en að öðrum kosti væri kæran dregin til baka. Á fundi kæru- nefndar útboðsmála var beiðni Herj- ólfs hf. um frekari frest synjað og í ljósi þess að kæran væri þá dregin til baka ákvað nefndin að ekki yrði látið uppi efnislegt álit á útboði Vegagerð- arinnar. . Vegna óvissu um stöðu málsins eftir að kæran hafði verið dregin til baka og vegna mjög alvarlegra yfir- lýsinga um vinnubrögð Vegagerðar- innar í þessu máli ákvað vegamála- stjóri að fara þess á leit, að kærunefnd útboðsmála gæfi eftir sem áður efnislegt álit þrátt fyrir að Samskip taka við rekstri Herjólfs um næstu áramót. kæra stjórnar Herjólfs hf. hefði ver- ið dregin til baka á síðustu stundu. Á þessa ósk vegamálastjóra var fallist og barst álit kærunefndar útboðs- mála Vegagerðinni á fimmtudag, þ.e. 26. október. Niðurstaða kærunefnd- ar útboðsmála kemur skýrt fram í eftirfarandi ályktunarorðum: „Ekk- ert er fram komið um að framkvæmd útboðs á rekstri Vestmannaeyja- ferju 2001-2003 hafí verið háð ann- mörkum eða val útboðs hafi verið ólögmætt." Gagnrýna þátt samgöngu- ráðherra í málinu Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Herjólfs, sagði í gær að þessu yrði ekki breytt héðan af en menn væru afskaplega óhressir með alian framgang þessa máls. „Við erum látnir standa í þeirri trú að málið hafi verið stoppað miðvikudaginn 4. októ- ber þegar kæra okkar var lögð inn og ekkert myndi gerast í því meðan kærunefndin fjallaði um það. Kæru- nefndin má í raun ekki fjalla um mál- ið eftir að kominn er á samningur. Föstudaginn 6. október gera Vega- gerðin og Samskip með sér samning sem festir málið þannig 'að það er ekki lengur hægt að breyta því. Því var haldið leyndu fyrir okkur að búið væri að ganga frá samningi við Sam- skip. Þar með var málið dautt. Við vildum gera athugasemdir við þenn- an framgang mála þegar við vissum af þessu en það fáum við ekki að gera," segir Magnús. Magnús segir að þetta hafi vænt- anlega allt verið gert með vilja sam- gönguráðherra, sem hann segir að hafi algerlega brugðist í þessu máli og farið á bak við Herjólfsmenn í þessu máli. „Hann heldur okkur í þeirri góðu trú að við séum að vinna þetta mál í eðlilegum farvegi. Allir vissu að þegar búið væri að gera skriflegan samning þá getur kærun- efndin ekki gert hann ógildan," segir Magnús. Herjólfur á eignir, m.a. húseign í Vestmannaeyjum og aðra í Þorláks- höfn. Magnús segir allt ófrágengið í sambandi við þær og jafnframt hvað verði um framhald fyrirtækisins. Taka yfir aðstöðu í Eyjum og Þorlákshöfn Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa hf., segir að gert sé ráð fyrir því að Samskip fái skipið afhent um áramótin og þá hefst sigling þess á vegum fyrirtækisins. Aðstaða í Vest- mannaeyjum og Þorlákshöfn var inni í tÚboðinu og segir Ólafur að Samskip taki þá aðstöðu yfir. „Okkur þykir mjög miður að hafa lent í deilum um málið, sem var aldrei okkar ætlan né vilji. Við von- um að þetta eigi eftir að ganga vel og Eyjamenn verði ánægðir með okkar rekstur á þessu skipi. Þjónustan er algerlega stöðluð í útboðinu og við höfum ekki svigrúm til að breyta henni," segir Ólafur. Frumvarp um sölu á menningar- verðmæt- um kynnt MENNTAMÁLARÁÐHERRA kynnti fjögur frumvörp til laga á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þar er um að ræða heildarlöggjöf varðandi safnastarfsemi í landinu, frumvarp til þjóðminjalaga sem felur í sér skiptingu þjóðminjalaga í lög sem varða annars vegar þjóðminjar og Þjóðminjasafnið og hins vegar húsafriðun. Fjórða frumvarpið fjall- ar um sölu á menningarverðmætum úr landi og skil á menningarverð- mætum til annarra landa. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra hyggst kynna frumvörpin fyr- ir þingflokkum stjórnarflokkanna í næstu viku. Hann vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald frumvarpanna fyrr en að þeirri kynningu lokinni. ? » ? Gengið til góðs með Rauða krossinum NÚ ER allt útlit fyrir að tvö þúsund sjálfboðaliðar fáist til að Ganga til góðs á laugardag í landssöfnun Rauða krossins gegn alnæmi. Markmið söfnunarinnar er að safna fé til stuðnings baráttunni gegn alnæmi í Afríku. Rauði kross- inn hefur einsett sér að stórefla ! fræðslu um smitleiðir alnæmis, heimahlynningu alnæmissjúkra og ] aðstoð við munaðarlaus börn sem • annars eiga á hættu að lenda á göt- ' unni, segir í fréttatilkynningu. Gengið verður frá nærri 100 söfn- | unarstöðvum um allt land. Sjálfboða- liðarnir verða með sérstakar rauðar derhúfur og söfnunarbaukarnir eru vandlega merktir og skráðir. Þeir sem vilja styðja söfnunina með því að ganga í hús eru hvattir til að mæta í næstu söfnunarstöð, þó svo þeir hafi ekki skráð sig. Nauðsynlegt er að hafa skilríki meðferðis. Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði við HI Sykurstuðull villandi við samanburð fæðutegunda SVOKALLAÐUR giýkemíustuðull eða sykurstuðull fæðutegunda get- ur verið villandi þegar hann er not- aður til að bera saman gæði og holl- ustu tílfkra fæðutegunda. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Ingu Þórsdtíttur, prófessors í nær- ingarfræði við Hásktíla íslands, sem hún flutti fyrr í vikunni á málþingi á vegum læknadeildar Gautaborgar- háskóla. Fyrirlesturinn fjallaði um hraða meltingar og hækkun bldðsykurs eftir máltíðir og segir Inga að orðið glýkema merki „hækkun bióðsyk- urs eftir máltíðir". Glýkemíustuðull lýsir því svo hvað ákveðnar fæðutegundir hækka blóðsykurinn mikið miðað við viðmiðunar- fæðutegund sem oftast er hvítt brauð eðaþrúgusykur. Sama magn kolvetna veldur ekki sömu blóðsykurshækkun Inga segir að ástæða þess að notkun glýkemíustuðuls til að bera saman matvæli geti verið villandi sé sú að sama magn meltanlegra kol- vetna, til dæmis í sykri og gulrótum, geti haft sama glýkemíustuðul. Hins vegar valdi þessar fæðutegfundir alls ekki sömu hækkun blóðsykurs eftir máltfðir. „Það er því sttír spurning hvort æskilejrt sé að nota glýkemíustuðul til að bera saman matvæli, því það er svo margt annað sem hefur áhrif á bltíðsykurshækkun eftir máltíð. Til dæmis skiptir samsetning mál- tíðar miklu máli, en með því að bæta grænmeti í máltíð, sem inniheldur fæðutegundir með háum glýkem- í'ustuðli, getum við lækkað stuðul- inn," segir Inga. Hún segir að sé fæðu sem meltist hratt, til dæmis sykurs, neytt hækki bltíðsykurinn mjög hratt en að hann falli líka hratt og þannig finni fólk fljótt fyrir hungri aftur. „Þessi hraða lækkun bltíðsykurs- ins stafar af því að hröð og mikii hækkun bltíðsykurs leiðir I il þess að mikið insúiúi skilst út í bltíðið en það hleypir sykrinum hratt inn í frumur likamans og styrkur blóðsykurs lækkar. Sé fæðu sem meltist hægar, til dæmis gulróta, neytt hækkar blóð- sykurinn ekki eins mikið og hann fellur mun hægar og þá helst fólk lengur mett," segir Inga. Hún segir að þessar tvær fæðu- tegnndir geti hins vegar haft sama glýkemi'ustuðull. „Þess vegna telja sumir að það sé ekki hægt að nota glýkemíustuðul- inn svona og að listar yfir hollustu matvæla út frá glýkemíustuðli verði aldrei réttir," segir Inga. Varast ber fæðukúra með nær eingöngu próteini og fitu Inga segist telja að varast beri fæðukúra sem hafa verið vinsælir á síðustu árum og ganga út á að neyta nær eingöngu prdteina og fitu en sneiða hjá kolvetnum. Hún segir að slfkir kúrar hafi vissulega reynst árangursríkir sem megrunarkúrar en að þeir séu jafnframt dhollir og geti jafnvel reynst hættulegir sé fólkveiktfyrir. „í slfkum kúrum er lögð áhersla á að halda bldðsykri lágum og því er Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Inga Þdrsddttir, prdfessor í næringarfræði við Háskdia íslands. mælt með því að sneiða hjá mjög n lörgu i u tegundum kolvetnaríkra matvæla og neyta frekar feits og próteinríks fæðis. Auðvitað hríðlétt- ist fdik ef heildarmagn þeirra hita- eininga sem það borðar er lítið og það léttist þá því það fer í gegnum ferii sem kallast kettísa. Þá reynir likaminn að umbreyta prdteinum og fitu í glúkösa því rauð bldðkorn og heilinn þurfa meðal annars glúkdsa. Þegar farið er í ketdsu missir líkam- inn mikið vatn og ftílk léttist mikið. Þetta getur verið mjög alvarlegt og fdlk, sem er veikt fyrir og hefur far- ið á þennan kúr, hefur orðið mjög alvarlega veikt," segir Inga. Hún segir að auk þess sé hætta á því að vöðvar rýrni ef heildarmagn þeirra hitaeininga sem fdlk neytir er oflítið. „Fituvefurúm brotnar ekki svo hratt niður, kannski um hálft kíld á viku. Þá þarf likaminn að brjtíta nið- ur eigin prótein, þá rýrna vöðvar og þá þarf ftílk um leið minni orku og fitnar þá fHtítt aftur." Inga segir einnig að sér finnist sú umræða sem uppi hefur verið um skaðsemi sykurs hafa verið mjög villandi. „Allar fæðutegundir eru hættu- legar ef þær eru borðaðar ein- angraðar í mjög miklu magni. Allir geta mælt á móti mikilli neyslu syk- urs því hreinn sykur gefur engin næringarefni en fjöibreytt fæðuval sem inniheldur kolvetnaríkar fæðu- tegundir er æskilegt. Og eins þurfa íslendingar sérstaklega að huga að því að borða meira af grænmeti og ávöxtum," segir Inga að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.