Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Anægðar með að fá konu í starfið FRAMKVÆMDASTJÓRN Kven- réttindafélags fslands heimsótti á fimmtudaginn Ásdísi Höilu Braga- dóttur, sem nýlega tók við starfi bæjarstjóra Garðabæjar, og færðu henni að gjöf bókina I gegnum gler- þakið sem KRFÍ gaf út í fyrra.Olafía B. Rafnsdóttir, gjaldkeri KRFÍ, seg- ir félagið fagna því að kona hafi tek- ið við stöðu sem karlmenn hafa hing- að til verið nær einir um að skipa. * Stjórnarformaður DAS um niðurfellingu einkaleyfís HHI Aðrir hljóta að fá að reka peningahappdrætti STJÓRNARFORMAÐUR Happ- drættis DAS, Guðmundur Hall- varðsson, fagnar því að forráða- menn Háskóla Islands vilji fella niður einkaleyfisgjald fyrir pen- ingahappdrætti. Hann segir að ef einkaleyfisgjaldið verði fellt niður hljóti öðrum happdrættum að Morgunblaðið/Golli Hólmfríður Sveinsdóttir, starfandi formaður KRFÍ, óskar Ásdísi Höllu Bragadóttur til hamingju með starfið. Ólafía B. Rafnsdóttir, gjaldkeri KRFÍ, t.h. — Heimsókn forseta Islands til Indlands hefst í dag OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, til Ind- lands hefst í dag en forsetinn hélt áleiðis til Indlands í gær ásamt föru- neyti. í ferðinni mun Ólafur Ragnar m.a. hitta að máli K.R. Narayanan, forseta Indlands, Suman Krishan Kant varaforseta, Atal Behari Vajpayee forsætisráðherra og Sonju Gandhi, leiðtoga stjómar- andstöðunnar. Forsetinn mun í ferð sinni heim- sækja höfuðborg Indiands, Nýju Delhi, viðskiptaborgina Bombay og hina sögufrægu borg Agra. Hann mun á mánudag, þegar hin opinbera dagskrá heimsóknarinnar hefst, leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um Mahatma Gandhi, frelsishetju Indverja og frið- arsinna. í föruneyti forseta eru m.a. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, emb- ættismenn af skrifstofu forseta og úr utanríkisráðuneytinu auk fjölmenn- rar sendinefndar úr heimi viðskipta. Þá verður á fjórða hundrað íslend- inga með í för í skipulagðri hópferð. I tengslum við heimsóknina verður efnt til kvikmyndahátíða í Nýju Delhi og Bombay sem helgaðar eru verkum Friðriks Þórs Friðrikssonar en Bombay er miðstöð blómlegs kvik- myndaiðnaðar Indverja og munu framleiddar þar um 900 myndir ár- lega. Opinberri heimsókn forseta Is- lands til Indlands lýkur föstudaginn 3. nóvember. verða heimilt að reka peninga- happdrætti, en DAS og SIBS hafa hingað til aðeins mátt reka vöru- happdrætti. Guðmundur sagði að stjórnir DAS og SÍBS hefðu barist fyrir því lengi að fá að reka peninga- happdrætti og að á síðasta löggjaf- arþingi hefði hann ásamt fleirum lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um starfsemi happdrætta, þar sem lagt hefði verið til að happdrættum DAS og SÍBS yrði heimilt að reka peningahapp- drætti. Samkeppnisstofnun hefur kveðið upp úrskurð Allsherjarnefnd fjallaði um mál- ið, en taldi ekki unnt að leggja til að frumvarpið yrði samþykkt. Hún taldi eðlilegt að happdrættismark- aðurinn í heild yrði tekinn til skoð- unar og að sett yrðu ein heildarlög um happdrætti og var málinu vísað til ríkisstjórnar. Guðmundur sagði að áður en frumvarpið hefði verið lagt fyrir hefði málinu verið vísað til Sam- keppnisstofnunar, sem hefði kveð- ið upp úrskurð sinn í vor. Að sögn Guðmundar var úr- skurður Samkeppnisstofnunar sendur dómsmálaráðuneytinu og beinir samkeppnisráð þeim tilmæl- um til dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að samkeppnisstaða happdrættanna verði gerð sem jöfnust að því er varðar skilmála fyrir rekstrinum. Ennfremur bein- ir ráðið því til ráðherra að einka- leyfi HHI til að reka peningahapp- drætti verði numið úr gildi og að hinum flokkahappdrættunum verði veitt leyfi til þess að greiða út vinninga í peningum. Guðmundur sagði að sem stæði væri málið í höndum ríkisstjórnar- innar og að stjórnir happdrætta DAS og SÍBS byðu nú eftir því að hún tæki á málinu. Sýknaður af nauðgunarákæru ÞRÍTUGUR karlmaður var sýkn- aður í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag af ákæru um að hafa nauðgað fyrrverandi sambýliskonu sinni á heimili hennar 22. nóvem- ber 1998. Konan kærði manninn fyrir nauðgun, sem og/eða fyrir að hafa rifið og skemmt fatnað í hennar eigu. Þá krafðist hún skaðabóta að fjárhæð 855 þúsund krónur með dráttarvöxtum. Verjandi ákærða gerði þær kröf- ur að ákærði yrði sýknaður af öll- um kröfum ákæruvaldsins en til vara að hann yrði dæmdur til væg- ustu refsingar er lög leyfa. Þá yrði bótakröfu vísað frá dómi eða hún lækkuð verulega. Vegna ólíks framburðar kær- MAT á landslagi var viðfangsefnið á málþingi sem nýlega var haldið í Nor- ræna húsinu á vegum Rammaáætl- unar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma og Landvemdar. A fundinum var rætt um það hvaða verðmæti geti falist í landslagi og m.a. kynnti Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði óg formaður faghóps um náttúru- og minjavemd, þar tilraun til sjónrænnar flokkunar á landslagi sem unnin var af faghópnum. Þóra sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri síður en svo einfalt mál að gera sér grein fyrir því hvaða landslag ætti að telja til verðmæta og hvemig fara ætti að því að meta slíkt. „Við eram sammála um það að landslag geti talist til náttúraverð- mæta. En það er mjög erfitt að meta landslag og það er engin hefð fyrir því á íslandi að reyna að leggja mat á það,“ sagði Þóra. „Ef við teljum á hinn bóginn að það séu einhver nátt- úraverðmæti fólgin í landslagi þá blasir það við að á íslandi sé um mikil verðmæti að ræða vegna þess hversu fágætt landslagið á hálendinu er.“ Segir Þóra að hitt skipti líka máli • hversu landið er eyðilegt, mannvirki geti oft á tíðum stungið veralega í stúf við landslagið. Huglægt mat erfítt viðfangs Vegna þess að ekki er hefð fyrir því hér á landi að leggja mat á gildi landslags, sem og þess að óumdeilan- lega er um mikil verðmæti að ræða á hálendi-íslands, þurfti faghópur um Málþing um þau verðmæti sem geta falist í landslagi Mikilvægt að móta hlutlæg viðmið náttúra- og minjavemd að reyna að búa til hlutlæg viðmið sem nota mætti við slíkt mat. Var þetta nauðsynlegt, að sögn Þóra, þar sem huglægt mat á lands- lagi er harla erfitt viðfangs og ein- staklingsbundið. Skal þess getið hér að markmiðið með þessu starfi, og rammaáætluninni fyrrnefndu, er að meta og flokka alla nýtanlega orku á sviði vatnsafls og jarðvarma á land- inu. Hefur verið gert ráð fyrir að í heildarpakkanum gætu orðið nálægt eitt hundrað virkjanakostir. Afraksturinn af starfi faghóps um náttúravemd og minjar, sem var einn af fjóram faghópum sem settir vora á laggimar, er ellefu þátta við- mið sem beinir sjónum að megin- gerðum landslags, þ.e. ýmsum sjón- rænum þáttum í landslagi, svo sem sjóndeildarhringnum, breytileika í hæð lands, útlínum lands, gróðri, lit- brigðum, komastærð (þ.e. mjmstri), áferð, hrjúfleika, vatni, andstæðum og hrikaleika. Segir Þóra þessi viðmið síðan not- -uð-til .að- greina .megingerðir lands- Morgunblaðið/Jim Smart Frá málþinginu í Norræna húsinu á laugardag. lags, með því að gefa þeim einkunn í samræmi við viðmiðin ellefu. Flokk- ast landslag þannig niður í tólf meg- ingerðir; öldótta hálendissléttu, líp- arítsvæði, ,jökulheima“, gljúfraland, hraunbreiður, jökulaura, inndali, vatnaland, gróðurvinjar miðhálendis- ins, heiðalönd, gróna dali og flæð- iengi. Þessi flokkun megingerða lands- lags felur ekki í sér neitt mat á gæð- um svæðanna í raun og vera, að sögn Þóra. „En þá er næsta skref eftir, sem er erfiðara, að raða svæðunum innan hvers meginflokks, finna þau sem era verðmætust og þau sem era minnaverðmæt." Segir hún að þar yrði byggt á þrennu, þ.e. hvaða viðmið það era af þessum ellefu sem ráða mestu um einkenni viðkomandi megingerðar. .. Einnisr vrði- miðað-við 'bað--hvaða anda og ákærða svo og vitna þótti fram hafa komið skynsamlegur vafi um sök ákærða í málinu og var hann því sýknaður af nauðgun- arákæru. Hins vegar var frestað refsingu ákærða fyrir eignaspjöll á heimili konunnar umræddan dag sem meint nauðgun átti að hafa átt sér stað. Fellur hún niður að tveimur áram liðnum haldi hann almennt skilorð. Allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verj- anda ákærða, 150.000 krónur, og skipaðs réttargæslumanns brota- þola, 120.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Valtýr Sigurðsson, hér- aðsdómari kvað upp dóminn. svæði gæti talist besta dæmið um við- komandi megingerð landslags og í þriðja lagi yrði reynt að meta hin óhlutbundnu verðmæti, þ.e. þau hug- hrif sem einkenna svæðin og íégurð- argildi. Þóra tekur þó fram að faghópurinn sé ekki kominn mjög langt á leið með að þróa aðferðir til að meta þennan þriðja og síðasta þátt. Fjarri því að verkinu sé lokið Sú nálgun sem faghópurinn hefur með þessu móti aðhyllst beinir sjón- um manna einkum að þremur atrið- um, að matí Þóru. í fyrsta lagi leggi hún áherslu á mildlvægi landslags- heilda, þ.e. hvaða máli það skipti að svæðin séu órofa heild; í öðra lagi á mikilvægi stærðar, þ.e. hvaða áhrif það geti haft að búta svæðin niður; og í þriðja lagi hin huglægu hughrif, þ.e- hvaða áhrif það hafi að sett séu stór mannvirki inn í landslagið. Þóra tekur undir þau orð að síður en svo geti talist auðvelt að meta landslag. Það sjáist best af því að enginn hafi treyst sér til að gera það fram að þessu. „En ég held að það sé hægt og ég held að við verðum að reyna það. Við erum byijuð að vinna með þessa leið núna og trúum því að hún gefi okkur ákveðinn grann. Verkinu er hins veg- ar ekki lokið, við erum rétt að byrja og voram íýrsta skrefið laugardag,' hallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.