Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 51 + Jón Jónsson var fæddur á Innri- Kóngsbakka í Helgafellssveit 6. aprfl 1911. Hann lést á St. Fransisk- usspítalanum í Stykkishólmi 20. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Þorleifs- son, f. 28.9. 1860, d. 9.12. 1916, og Guð- rún Pétursdóttir, f. 2.2. 1874, d. 6.6. 1943. Systkini Jóns voru: 1) Pétur, f. 6.10. 1894, d. 8.8. 1987, eiginkona Lára Sig- ríður Björnsdóttir, f. 31.5. 1895, d. 26.1. 1948. 2) Ragnheiður Kri- stín, f. 6.11. 1897, d. 6.2. 1975, eiginmaður Valdimar Jóhanns- son, f. 8.1. 1893, d. 1.10. 1988. 3) Kristleifur, f. 28.10. 1899, d. 29.1. 1957, eiginkona Kristjáns- ína Bjarnadóttir, f. 23.3. 1888, d. 7.5. 1969. 4) Björn, f. 18.3. 1902; d. 5.8. 1987, eiginkona Kristjana Sigurborg Magnúsdóttir, f. 9.1. 1909, d. 26.5. 1974. 5) Lárus, f. Mér kom ekki á óvart að heyra fregnina um að Jón eða Nonni frá Kóngsbakka væri látinn. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu vikur, en fram að því var þessi aldni heiðursmaður við hestaheilsu og varð nánast aldrei misdægurt. Eg man ekki eftir að hann hafi fengið kvef eða neiria af þessum umferðarpestum. Það vantaði ekki nema rúma fjóra mánuði að hann næði 90 ára aldri, og eins og gefur að skilja hafði Nonni lifað gífurlegar breyt- ingar á íslensku samfélagi á sinni löngu ævi. Elja og samviskusemi fyrir því sem honum var trúað fyr- ir var hans aðalsmerki. Nonni er fæddur og uppalinn á Innri-Kóngsbakka og bjó þar með systkinum sínum í hart nær 75 ár. A Innri-Kóngsbakka var tvíbýli, Björn bróðir hans, kona hans, Sig- urborg föðursystir mín, og Nonni bjuggu á öðru heimilinu og á hinu heimilinu voru þrjú systkini, Lár- us, Bergþór og Margrét. Þetta var félagsbú þar sem hver og einn gegndi sínu fasta hlutverki og verkin runnu áfram að mér fannst áreynslulaust. Innri-Kóngsbakki var annálaður fyrir snyrtilegan bú- skap og átti Nonni stóran þátt í því. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast þessu myndarlega sveitaheim- ili sem var mitt annað heimili í átta sumur og árlega kom ég þangað eftir það sem gestur. Það sem var svo sérstakt við Kóngsbakka var hve lengi var þar haldið í gamlar verkhefðir, úti sem inni, bærinn var kyntur upp með mó. Rafmagn kom ekki fyrr en sumarið eftir að minni vist lauk þar árið 1967. Heimilið var svo sjálfu sér nægt um mat að í raun þurfti bara að kaupa inn hveiti, kaffi, sykur og salt ef því var að skipta. Sjórinn og landið gaf ætíð af sér nóg að bíta og brenna. Matmálstímar voru í föstum skorðum og ætíð passað vel upp á það að matast væri reglulega. Hafragrautur og súrt slátur var ávallt í morgunmat, klukkan hálf tíu var kaffi og brauð og klukkan ellefu var drukkið kaffi eða mysa. Hádegismatur var stundvíslega klukkan tólf og eftir það „köstuðu menn sér“ stutta stund. Kukkan þrjú var kaffi og sætabrauð. Það sem mér fannst óvenjulegast var að klukkan fimm fengu allir sér mjólk og brauð; síðan var borðað um hálf átta leytið og deginum lauk með því að fá sér glas af spen- volgri mjólk. Ég held ég búi enn að þessu holla og góða mataræði. Strax og ég kom fyrst á Kóngs- bakka varð Nonni einn af mínum bestu vinum, hann var barngóður með endemum og synd að hann skyldi aldrei eignast börn sjálfur. 4.6. 1903, d. 12.9. 1986, ókvæntur. 6) Rósa, f. 7.6. 1905, d. 26.5. 1982, eigin- maður Halldór Jó- hannsson, f. 31.12. 1902, d. 24.4. 1982. 7) Jón Kolbeinn, f. 8.8. 1907, d. 26.10. 1908. 8) Sigrún, f. 4.11. 1908, d. 14.1. 1909. 9) Sigrún, f. 22.2. 1910, d. 23. sama mánaðar. 10) Margrét Júlíana, f. 19.1. 1913, d. 25.6. 1984, ógift. 11) Jón Bergþór, f. 25.6. 1916, d. 26.10. 1979, ókvæntur. Jón lauk barnaskólagöngu í Helgafellssveit. Hann stundaði búskap að Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit til ársins 1984 er hann flutti á Dvalarheimilið í Stykkishólmi þar sem hann bjó þar til hann lést. Jón var ókvæntur og barnlaus. Útför Jóns fer fram frá Bjarn- arhafnarkirkju í Helgafellssveit i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nonni gaf sér alltaf tíma til að bregða á leik og einnig að segja manni frá nöfnum á kennileitum og heiti á blómum og fuglum. Hann sýndi mér hvernig mætti mæla tímann eftir því hvar sólin var yfir fjöllunum á Snæfellsnesfjallgarði. Þetta sagði Nonni hefði verið nauðsynlegt fyrir börnin að læra þegar þau sátu yfir kindum sem síðan átti að reka heim í kvíar að kveldi. Ekki áttu börn úr á þeim tíma. Oft var maður fljótur að glejnna, en þá fór Nonni bara yfir þetta aftur með sínu þolinmóða fasi. Það voru ófáar ferðirnir sem við fórum saman í smalamennsku og fáa menn hef ég séð frárri á fæti. Eitt sinn þurftum við að ná í tvo hesta, auðveldlega gekk að ná öðr- um og meðan ég hélt í hann hljóp Nonni hinn hestinn uppi, sprengdi hann einfaldlega. Nonni hefði orð- ið afbragðs langhlaupari ef hann hefði haft tækifæri til að leggja það fyrir sig. Fjallkóngur var hann um árabil og fáir þekktu betur landið í Helgafellssveit. Ég spurði Nonna um álit hans á því að leggja nýjan veg, svo nefndan vatnaveg, en töluverðar deilur spruttu út af þessari vegalagningu, aðallega út af einni mýri. Nonni sagðist ekki gefa mikið fyrir álit þeirra sem vildu vernda þessa mýri, þarna væri lítið fuglalíf og lélegt beiti- land. Hann hafði oft farið þessa leið og talaði því af mikilli þekk- ingu. Verkaskipting var skýr á Kóngs- bakka, þar hafði hver sitt hlutverk. Nonni hugsaði um kýrnar og á vor- in var hann sá sem leit eftir sauð- burðinum. Hann var víkingur að slá með orfi og ljá og hvert strá var þrifið upp. Snyrtilegri og fallegri galta hef ég fáa menn séð hlaða upp eins og Nonni gerði. Enda var Nonni snyrtimenni og ávallt vel klæddur. Hann gerði ekki víðreist um ævina og skólagangan var ekki löng, samt var hann mjög vel les- inn og fylgdist grannt með inn- lendum jafnt sem erlendum frétt- um. Og það var aldrei komið að tómum kofa þegar rifja þurfti upp ættfræðina eða þjóðmál frá fyrri tíma. Um 1985 flyst Nonni í Stykkis- hólm og aðlagaðist sínu breytta hlutskipti vel. Hann hafði gaman af að kynnast nýju fólki og fara í ferðalög um landið. Nokkrum sinn- um kom hann í heimsókn til okkar í Reykjavík og enn átti Nonni auð- velt með að ná sambandi við börn- in. Ég sé hann enn fyrir mér spila á spil við Jóhönnu Sigurborgu dótt- ur okkar og síðar yngri krakkana. Orlögin höguðu því þannig að við Hildur ásamt fleirum eigum nú griðastað á Innri-Kóngsbakka og höfum gert upp gamla bæinn, hlöð- una og fjósið. Þessi myndarlegu hús voru byggð um 1920 og bera handbragðri þeirra bræðra fagurt vitni. Síðast kom Nonni út á Kóngsbakka í júní s.l. og skoðaði allt þar í krók og kring og var ánægður með breytingarnar. Við eigum því láni að fagna að fyrir nokkrum árum setti hann niður á blað fyrir Innri-Kóngsbakkafólk nöfn á kennileitum allt frá Kerling- arskarði og út í eyjar. Hver vík og hóll átti sitt heiti. Margt af slíku er nú að falla í gleymskunnar dá með þeirri kynslóð sem nú er að kveðja. Við sem eftir stöndum eigum Nonna mikið að þakka, hann var góður frændi, glaðlyndur og traustur félagi sem öllum vildi vel og mátti aldrei vamm sitt vita. Ég þakka fyrir vinskapinn og alla uppfræðsluna og bið Guð að geyma Nonna. Jafet. Okkur langar til að minnast Jóns Jónssonar frá Innri-Kóngsbakka, sem lést á St. Fransiskusspítalan- um í Stykkishólmi 20. október sl. Með honum er fallið frá allt hið eina og sanna Innri-Kóngsbakka- fólk, þessir góðu nágrannar okkar til margra ára. Minningin um þau er björt í huga okkar. Þau voru sérstaklega fljót að hjálpa þegar til þeirra var leitað. Þeir voru ófáir dagarnir sem Jón kom til okkar til veita sína aðstoð. Þegar við vorum að byggja upp á Ytri-Kóngsbakka hjálpaði hann okkur við steypuvinnu og fleira og munaði mikið um þau handtök, því þá var tæknin ekki eins til hjálpar og voru dagarnir langir og erfiðir. Þar var nú þannig í sveitum áður fyrr að menn hjálpuðu hver öðrum, ef þurfa þótti og kom það sér oft vel. En það var bara svo lítið sem hægt var að gera fyrir Jón í stað- inn fyrir hans vinnu. Hann var sjálfum sér nógur. Aldrei tók hann borgun fyrir neitt, það var eins og honum fynd- ist það mógðun þegar það var nefnt. Heima fyrir var hann alltaf vinnandi. Við munum sérstaklega þegar hann var að taka saman hey og galta eins og þá var gert. Hann var svo ákafur í vinnu og hraustur að hann hljóp meira segja með stór heyföng. Jón var mikið snyrtimenni og allt sem hann gerði var svo fagurlega gert. Sama má segja um reglusemi í öllu hans fari. Skepnurnar fengu sín hey og kýrn- ar voru mjólkaðar á réttum tíma. Það er margs að minnast þegar komið er að kveðjulokum. Sérstak- lega fannst okkur skemmtilegt þegar skipst var á jólaboðum eða hist í öðrum veislum. Við nutum þess að gleðjast hvert með öðru. Arið 1983 flutti Jón ásamt bræðrum sínum, Lárusi og Birni, til Stykkishólms. Þá komu eyður í jólaboðin. En fjórum árum síðar fluttum við hjónin líka til Stykkishólms og þá endurnýjaðist sambandi aftur. Þá kom Jón í jólakaffi og spilaði Pító við okkur og höfðu strákarnir okkar gaman af og þá var gert að gamni sínu. Eftir að þorrblót byrjuðu á Skildi fórum við saman á þær skemmtanir, þar til síðasta vetur, þá treysti Jón sér ekki að fara. Að lokum viljum við þakka Jóni hjálp og hlýhug, sem hann sýndi okkur alltaf. Nú er hann farinn í sína hinstu ferð og vitum við að vel verður tekið á móti honum. Með Jóni er genginn góður maður. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldan Ytri-Kúngsbakka. Látinn er í hárri elli Jón Jónsson fyrrverandi bóndi á Innri-Kóngs- bakka í Helgafellssveit. Með honum er genginn síðasti hlekkurinn í kynslóð þeirra syst- kina á Innri-Kóngsbakka. Nonni eins og við kölluðum hann, ól allan sinn aldur á Innri- Kóngsbakka, en síðustu árin dvaldi hann á Dvalarheimili aldr- aðra í Stykkishólmi og undi hag sínum vel. Að vera undir handleiðslu og verndarvæng Nonna á árunum milli 1950 og 60 voru forréttindi, en það gerði sá er hér heldur á penna. Nonni var einstaklega barngóður og hlýr. Engin börn voru á Innri- Kóngsbakka nema við sumarbörn- in. Oll löðuðumst við að Nonna, enda var hann ólatur við að sinna borgarbörnunum sem komu eins og farfuglarnir á vorin og fóru ekki fyrr en eftir réttir á haustin. Við þáttaskil sem þessi, þegar síðasti bóndinn á Innri-Kóngs- bakka kveður hrannast minning- arnar upp, sem ljúft er að minnast. Á bænum bjuggu á þessum árum sex manns, föðursystir mín Sigur- borg Magnúsdóttir og hennar maður Björn Jónsson ásamt systkinum hans, þeim Lárusi, Jóni, Margréti og Bergþóri, sem eru öll látin. Þetta var að mörgu leyti merki- legt heimili, umgengni og snyrti- mennska mikil, en verkaskipting mjög skýr og afdráttarlaus. Hvert þeirra sinnti sínum þætti búskap- arins. Nonni sá alla tíð um nautgripina og fjósið og haft var á orði að hægt væri að ganga þar um á sokkaleist- unum, slík var snyrtimennskan. Minni hans var einstakt, hann þekkti fólk og ættir víða, þó ekki hefði hann ferðast mikið um land- ið. Með sanni er hægt að segja að hann hafi þekkt hverja þúfu á norðanverðu Snæfellsnesi og fór- um við margar ferðir um Nesið, þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir Breiðafjörðinn og þá komu örnefnin alveg á færibandi. Nonni var sannur íslendingur af þeirri kynslóð sem gerði fyrst og síðast kröfur til sjálfs sín, en ekki til annarra eða umhverfisins, slíkra er gott og hollt að minnast. Ég og fjölskylda mín kveðjum þennan öðling með mikilli virð- ingu. Blessuð sé minning Jóns á Kóngsbakka. Magnús Ólafsson. Jón lést á sjúkrahúsinu hér 20. okt. sl. 89 ára að aldri. Mig langar til að minnast hans nokkrum orð- um enda var hann góður vinur minn, eftir að okkar kynni hófust. Jón var alveg sérstakur maður og persónuleiki, traustur og ákveðinn að hverju sem hann gekk, stundvís með afbrigðum og talsmaður gam- alla og góðra siða og dyggða. Hann var lengst ævi sinnar á Kóngs- bakka, bjó þar með bræðrum sín- um, þar til þeir fluttu í Hólminn, þar sem hann dvaldi æ síðan og naut þjónustu Dvalarheimilisins þar, mat hana mikils og var þjón- ustufólki afar þakklátur fyrir um- önnun og góð samskipti. Ég hafði að vísu haft nokkur kynni af Jóni meðan hann var í sveitinni en við komu hans í bæinn efldust þau til sterkrar tryggðar og vináttu, enda var hann ekki búinn að vera hér lengi þegar hann gekk til liðs við mig í starfi að bindindismálum í stúkunni Helgafelli og þar mætti hann á öllum fundum og alltaf með fyrstu mönnum. Hann var mér ætíð hinn ráðholli og vildi hag Reglunnar sem mestan. Vissi að hollur félagsskapur gerir mesta gagn í lífinu og er viti til farsællar ævi. Við urðum síðan borðfélagar á Dvalarheimilinu og þá efldist vin- skapurinn. Oft spiluðum við sam- an, bæði með eldri borgurum og eins félagsvist sem Lionsklúbbur- inn hér hefir haldið uppi fram á> þennan dag. Hann tók einnig þátt í starfi Aftanskins, félags eldri borgara, og þar sem annars staðar var hann traustur og ábyggilegur félagi. Snemma gerðist hann áskrifandi að barnablaðinu Æsk- unni og var það til seinustu stund- ar, fagnaði alltaf komu þess og las það vel og sagði mér frá innihald- inu og boðskapnum og bindindi sem það boðaði, enda var Jón alla ævi stakur bindindismaður. Þau mál voru honum kær og oft rædd- um við saman um hvernig mætti efla bindindi sérstaklega meðal barna og unglinga. Við reyndum að benda samferðamönnunum á að bindindi væri hluti af mjóa vegin- um sem Kristur boðaði sinni sam- tíð og við vorum aldrei í vafa um að ef þeim vegi væri fylgt myndi stríð, áfengi og öll óhamingja víkja en hið góða og sanna ríkja meðal ein- staklinga og þjóða. Oft vitnuðum við í kvæði Þorsteins Erlingssonar okkar málstað til sanns og man ég sérstaklega þegar við kryfjuðum til mergjar ljóðið „Brautin“, „Ef við nú reyndum að brjótast það beint“ o.s.frv. og „gaufið og krók- ana höfum við reynt og framtíðar- landið er fjarri“. Og væri ekki gaman að vakna upp á ný og vera á þeim gullaldardögum, þegar hver maður segir að „þýið sé þý“. Við vissum báðir að áfengið gat aldrei orðið til góðs, það væri bæði lúmskt og falskt. Stefnufesta Jóns og ákveðni var stundum, að ann- arra dómi, of mikil, en þeir vissu að ef Jón hafði ákveðið eitthvað stóð það, því loforð voru loforð. Nýj- ungagirni var honum fjarstæð en gladdist hverju sem til heilla horfði á því sem öðru. Hann lét sér duga margt sem aðrir hefðu ekki sætt sig við. Hann var ekki víðförull um dagana. Ég held hann hafi aldrei stigið á erlenda grund, en landið var honum kært og á efri árum ferðaðist hann nokkuð með eldri borgurum um landið. Með Jóni hverfur nú sannur og góður þegn þjóðfélagsins. Hann vildi þess gagn, sóttist ekki eftir eigin frama né meiru en hann taldi sig hafa þörf fyrir. Ég vil í lokin þakka góðum vini sérstaka samfylgd og bið honum sannrar blessunar á nýjum og betri leiðum. Góður guð varðveiti hann og blessi. Árni Helgason. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is é Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja %. ÚTFARARSTOFA KIRKIUGARÐAN KIRKJUGARÐANNA EHF. JON JÓNSSON ...-i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.