Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 84
$4 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM ERLENDAR .oooooo Skúli Helgason fjallar um langþráða nýja breiðskífu með U2 All That You Can't Leave Behind, sem kemur formlega út nú á mánudaginn, og lítur síðan stuttlega yfir útgáfuferil sveitarinnar. ••••• Heim á ný FYRSTA sem ég vil segja um þessa plötu er að hún er ekkert annað en vörusvik fyrir þá gallhörðu aðdá- endur sem fylgst hafa með tilurð plötunnar og lýsingum skapara hennar. Bono, söngvari U2, sagði svo gott sem orðrétt í viðtali fyrir nokkrum mánuðum að þetta væri mjög hrá plata, hávaðasöm og ólg- andi af lífsorku og krafti. Þetta er í besta falli gróflega ýkt og jafnvel ,&rgasta bull. Þetta er að sönnu lif- ~'"andi plata en hrá, ólgandi eða hávaðasöm er engan veginn lýsing sem hæfir þessari plötu. Allt that you can't leave behind er þvert á móti rólegasta plata U2 fyrr og síð- ar. Tuttugu ár eru liðin frá því Boy kom út, við höfum fylgst með hrað- ferð U2 á toppinn, séð frægðina stíga þeim til höfuðs, fylgt þeim í gegnum hreinsunareld til nýs há- tinds og síðan yfir í velmegunar- vambarkýlinguna á síðastliðnum <#»ratug þar sem U2 hafa haldið áfram að selja plötur í milljónatali en eru hættir að ráða ferðinni. Það sem hefur haldið U2 í fremstu röð svo lengi hefur verið galdurinn að endurskapa sig sífellt, þróa stílinn áfram í nýjar og spenn- andi áttir. Eftir tímabil meðal- mennsku síðan 1991 átti ég von á þriðju byltingunni frá U2. Það sem fyrst slær mann við nýju plötuna er því hvað hún er venjuleg - engar nýjar tilraunir með sánd, stílbrigði eða framsækni, titill plötunnar segir eiginlega allt sem segja þarf, dreng- irnir frá Dyflinni hafa farið í plötu- gerðina með fangið fullt af dóti úr fortíðinni en enga þörf fyrir enn eina kollsteypuna. Ef hægt er að líkja plötunni við eitthvað þá er það The Joshua Tree - áhrifavaldarnir eru gömlu amerísku meistararnir eins og Bob Dylan á Oh mercy-tím- anum, jafnvel Byrds og Bruce Springsteen, en ekki Eno, Kraft- werk eða Massive Attack. Talandi um Eno karlinn, þessi plata markar endurkomu tvíeykisins Brian Eno og Daniel Lanois við upptökustjórn- ina, en þeir tveir hafa ekki verið þar í aðalhlutverki síðan á meistara- verkinu Achtung Baby. Langur vegur er frá þeim hljóðheimi sem þar var skapaður til þessarar nýju þar sem hljómurinn er fyrst og fremst afar kunnuglegur og jafnvel gamaldags. Þetta er langhefð- bundnasta platan af þeim fjórum sem þetta súpertvíeyki hefur unnið með U2 og það eitt veldur nokkrum vonbrigðum. Platan hefur að geyma 11 lög, helmingur þeirra í rólegri kantin- um, millitempó dramatísk lög með þéttri stígandi og áttundaklifri Bon- os, sem reyndar nær ekki sömu hæðum og fyrrum. Útsetningar eru með einfaldasta móti, hefð- bundin hljóðfæraskipan ræður för og lítið um til- raunir með sánd. Gamla góða rokkstemmningin ræður för en það er athygl- isvert að hljómurinn er þrátt fyrir allt hreinn og ferskur. Eins og lesendur hafa tekið eftir einkenndust fyrstu kynni mín af plöt- unni af vonbrigðum. Hins vegar,hef ég hlustað afar mikið á plötuna undanfarn- ar vikur og mér er ánægja að segja frá því að hún fer stöðugt vaxandi í mínum huga, ólíkt flestum síðustu plötum U2 sem lent hafa í klóm köngulóarinnar eftir örfá skipti í spilaranum. Platan er sérlega heil- steypt, hvert lag hefur sinn sjarma og öll áhersla plöt- unnar er á lagasmíðarnar sjálfar en ekki tilraunir með sánd eða þema. U2 eru líka beinskeyttari hér en á síðustu plötum þar sem daðrið við danstískuna hefur verið áberandi og kannski of meðvitað. Platan byrjar á „Beauti- ful Day" sem er aðeins þriðja lag U2 sem nær toppsæti smáskífulistans í Bretlandi. „Beaut- iful Day" verkaði fyrst á mig sem fremur léttvægt lag og það nýtur sín fyrst þegar það er spilað á full- um styrk. Lagið skipti sköpum við gerð plötunnar, The Edge lagði fram grunninn, hefðbundið gítarriff sem samstundis fékk falleinkunn hjá Bono þar sem það væri alltof U2-legt. Félagarnir í bandinu voru söngvaranum hjartanlega ósam- mála og það rann upp fyrir Bono að nú væri kominn tími fyrir þessa helstu rokksveit heims á 9. áratugn- um að ná kórónunni til baka. „Stuck in a moment and you earit get out of it" er poppsmellur plötunnar, næsta smáskífa og satt að segja heillandi popplag með gospeláhrifum. „El- evation" er brúin frá Pop, þéttur dansbolti, „Walk on" gullfallegt og sterkt lag sem tileinkað er mann- réttindafrömuðinum frá Burma: Aung Saan Su Kyi. „Kite" er eitt sterkasta rokklagið á plötunni. „In „AIl Tthat You Can't Leave Behind er, þegar brigðin, heilsteyptasta og besta a little while" er sérstakt og smit- andi lag sem Bono söng inn eftir þykka drykkjunótt og er ekki laust við að þunnildið í hausnum marki frammistöðu Bonos þótt það gefi laginu skemmtilega hráan tón. „Peace on Earth" er áhrifamikil hugvekja um vonbrigðin og biðina endalausu eftir því að jólaboðskap- urinn um frið á jörð nái völdum í heiminum. New York er eitt kröft- ugasta lagið, hljóðritað í annarri töku og sýnidæmi um sterkan sam- hljóm sveitarinnar. „When I Look at the World" er annað heims- ósómakvæði í lagi sem gæti náð vin- sældum, „Wild Honey" minnir á Paul McCartney og ballöður Stones á 8. áratugnum. „Grace" gæti hafa komið úr smiðju Lou Reeds og ber með sér þennan hljóða áhrifamátt einfaldra ballaða sem fjalla um feg- urðina án þess að falla í væmni og síróp. Þegar allt kemur til alls hefur U2 enn einu sinni tekist að koma manni LjósmynáVAnton Corbý'n maður er kominn yfir fyrstu von- pIataU2frál991." á óvart. í þetta sinn með því að koma ekki á óvart - heldur leita til fortíðarinnar og rifja upp með sjálf- um sér og okkur þann afgamla sannleika að það eru á endanum gömlu góðu lagasmíðarnar sem ráða úrslitum - ekki sándið, útsetn- ingarnar, tískan. All Tthat You Can't Leave Behind er, þegar maður er kominn yfir fyrstu vonbrigðin, heilsteypt- asta og besta plata U2 frá 1991. Lögin vaxa við hverja hlustun í stað þess að verða þreytandi og eintóna eins og víða á Zooropa eða Pop. U2 eru komnir hringinn, aftur á reit númer eitt, hér eru engar risa- sítrónur, engir risagervihnettir, bara gamla góða rokkið. Ekki spillir fyrir að þessi lög bera það með sér að þau muni ná fullum blóma á hljómleikum og næsta hljómleika- ferð mun einmitt hefjast í Banda- ríkjunum í mars 2001. Hver veit nema maður rifji upp gamla gæsa- húð - svei mér þá! BOY(1980) Fermingarplatan, kraft- mikil en ungæðisleg. Á sín- um tíma var Boy rómuð sem einn besti frumburður rokksögunnar, sambærileg við Velvet Underground og Nico, Roxy Music, Horses með Patti Smith eða Marquee Moon með Tele- vision. Boy hefur hins vegar ekki elst mjög vel og á í dag ekki roð í þessi meistarastykki. I Will Follow er sígilt en lögin annars mjög misjöfn. Frumkrafturinn í flutningnum er það sem heillar en U2 eiga margt eftir ólært. OCTOBER(1981) •••¦sSr-fr October þótti standa Boy langt að baki á sínum tíma en hún sýnir engu að síður ákveðna framför í lagasmíð- um. Kjarnorkulagið „Glor- ia" er rökrétt framhald af I Will Follow en það eru tempruðu lögin: „Tomorrow" og „October" sem standa upp úr ásamt „Rejoice". Platan er köflótt en þegar best lætur kemur í ljós að U2 eru ekki bara gargandi rokkarar heldur líka hljómsveit hins hugsandi manns, þar sem ei- lífðarmálin: trú, stjórnmálaástandið og ham- ingjan eru í forgrunni. WAR (1983) ••••& ' Fyrsta heilsteypta platan frá U2. Kjarnorkan hefur verið beisluð og stíllinn slíp- aður. Sjálfstraustið geislar af fjórmenningunum í beinskeyttum lögum sem flutt eru af kynngimögnuð- um krafti. Hvert stórlagið af öðru: „New Years Day", „Sunday Bloody Sunday" og „Two Hearts Beat As One" en líka dramatísk lðg eins og „prowning Man"og „40". Skálmöldin á ^Jsforður-írlandi, kalda stríðið og kjarnorkuvá Tíitar textana sem mörgum þykja óhóflegar predikanir. Eftir stendur firnakröftug rokk- plata frá hljómsveit sem er að springa út. UNDER A BLOOD RED SKY (1983) : •••¦íriír Ein eftirminnilegasta hljómleikaplata rokksög- unnar, platan sem gerði margan unglinginn að heila- þvegnum U2 aðdáanda. U2 eru klárlega ein magn- aðasta hljómleikasveit allra tíma og þarna er að finna sýnishorn af drengjunum í sínu náttúrulega umhverfi. „The Electric Co.", „11 o'clock Tick Tock" og jafnvel b-hliðar lög eins og „Party Girl" glansa hér eins og nýstirni og svo eru öll frægu lögin. Fjarlægðin hefur hins vegar gert fjallið blátt og platan hreyfir ekki eins kröftug- lega við manni í dag og hún gerði. Asamt Boy sú plata sem farið hefur verst úr skiptunum við elli kerlingu. THE UNFORGETTABLE FIRE (1984) ••••* Bylting númer eitt. Kjarnorkurokkbandið ger- ist dreymið og dulmagnað. Brian Eno og Daniel Lanois taka við upptöku- stjórn og skapa hrífandi hljóðheim sem bætir nýrri vídd í tónlist U2. Platan hef- ur að geyma nokkur bestu lög U2 eins og „Pride", „Bad" og titillagið én þar er líka nokk- uð um uppfyllingarefni sem fellur flatt. TUFer plata með dýpt, glæsilegt sánd og nokkrar mergjaðar lagasmíðar. Platan sem sannfærði mann um að hljómsveitin ætti glæsta framtíð fyrir sér. WIDE AWAKEIN AMERICA (1985) ••-iiriír-sír Fjögurra laga plata sem upphaflega var bara gefin út í Bandaríkjunum. Hefur að geyma lögin „A sort of homecoming" og „Bad" í hljómleikaútgáfum og svo tvö afturendalög af smáskífum. Útgáfan af „Bad" jafnast engan veginn á við frábæran flutning U2 á sama lagi á Live Aid-tónleikun- um sumarið 1985. Satt að segja frekar tilgangslaus plata. THE JOSHUA TREE (1987) ••••• Rokkstíllinn fullkomnað- ur. Með þessari plötu varð U2 stærsta hljómsveit í heimi. Hér er hver stór- smellurinn um annan þver- an, aðgengileg lög án þess þó að vera yfirborðsleg. Sjálfsöryggi og þroski einkenna plötuna auk þess sem mannréttindabarátta (hér í Suður- Ameríku) er Bono og félögum ofarlega í huga. Söluhæsta plata U2 fyrr og síðar enda geymir hún lög eins og „With or Without You", „Where the Streets Have No Name" og „I Still Haven't Found What I'm Looking For". Þessi lög voru spiluð til óbóta um allan heim en hafa í engu tapað sínum sjarma. RATTLE AND HUM (1988) ••TÍr-a-iir Lélegasta plata U2 þar sem hégómadýrkun og stór- mennskubrjálæði flæða yfir bakka. Tvöföld plata þar sem U2 takast á við klassík úr smiðju Dylans, Bítlanna og Hendrix og klúðra því sem klúðrað verður. Ein og ein perla leynist þó í sorpinu, s.s. „AU I Want Is You" og „Angel of Harlem". Heildin fær þó falleinkunn. ACHTUNGBABY(1991) ••••• Bylting númer tvö. Eftir að hafa stiknað í hreinsun- areldi snúa U2 aftur með glænýtt og ferskt sánd, sexý ryþma og ómótstæði- leg lög. Gerð á píningar- skeiði í sögu hljómsveitar- innar en geislar þó af leikgleði. Rokkið er dansskotið en ekki á kostn- að hins persónulega stíls. Platan er veisla fyrir eyrað, lögin fagurlega skreytt án þess að vera ofhlaðin. Plata sem verður til við fall Berlínar- múrsins er sjálf heillandi hljóðmúr ofinn úr gaddavír og silki. Besta plata U2. ZOOROPA (1993) •••-fr-ár Zooropa er gjarnan lofuð fyrir nýjungagirni og víða er hér að finna athyglis- verðar tilraunir með hráefni úr dansgeiranum. „Lemon" er dæmi um velheppnaða tilraun, „Stay" er eitt besta ástarlag U2. Víða mætir manni hins vegar manni flatneskja og langdregnar lagasmíðar. Ofmetin plata. PASSENGERS - ORIGINAL SOUNDTRACK 1 (1995) Utúrdúr á ferlinum enda kemur sveitin fram undir dulnefni. Hinir fimm fræknu ferðalangar eru U2- liðar að viðbættum Brian Eno sem sjálfsagt á stærst- an þátt í plötunni, sem er hugsuð sem tónlist við kvik- myndir, raunverulegar og ímyndaðar. Tæt- ingslegt verk en eitt frábært lag: „Miss Sara- jevo" sungið af Bono og Pavarotti. POP (1997) •*•*£ U2 á flótta undan stöðn- un kasta sér í faðm dans- gyðjunnar og eru eins og segir í einum textanum: á höttunum eftir hljómi sem getur þaggað niður í heim- inum. Platan er taktföst og tæknilega tilkomumikil en nær þó ekki tökum á manni. Þegar best lætur kveður við nýjan og spennandi tón, sbr. „Mofo" og „Please" en lög- in eru mjög misjöfn og heildaryfirbragð plöt- unnar verður fyrir bragðið ópersónulegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.