Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 M MINNINGAR ANNA BJÖRNSDÓTTIR %ííí + Anna Björnsddtt- ir fæddist á Brekku, Seyluhr. í Skagafirði 23. febr- úar 1903. Hún lést á dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 13. október síðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Björns Bjarna- sonar, bónda á Brekku, f. 30.8 1854, d. 1926, og Stefaníu Ólafsdóttur, f. 14.8 1878, d. 1974. Systk- ini hennar voru: Margrét, gift Óskari Jónassyni kafara; Sigurlína, gift Jóni Jdnssyni, bónda á Hofi á Höfð- aströnd; Kristín, gift Geir Gunn- laugssyni, bónda i Eskihlíð í Reylqavík og Lundi í Kópavogi; Jdrunn, gift Pétri Jónssyni bifreið- arstjdra; Sigurlaug, gift Sveini Sveinbjörnssyni bifreiðastjóra; Anna Björnsdóttir í Hörgsholti, móðursystir mín, er látin í hárri elli. Hún bjó lengst af við góða heilsu og var kröftug kona á sinni tíð. í sumar kom ég við hjá henni á randi mínu um landið. Þá var greinilegt að af henni var dregið og að hún áttí ekki langt eftir ólifað. Nú mun hún án efa hitta fyrir systur sínar sem farnar eru á undan henni, með þeim var alla tíð kært. Mér er minnisstætt að þegar ég kynntist Sigurði Magnússyni, blaða- fulltrúa Loftleiða, forðum tókst hon- um að rekja okkur saman, Önnu í Hörgsholti og mig. Við það fékk hann strax stórum meira álit á minni persónu og varð úr ágæt vinátta okkar tveggja þaðan í frá. Siggi Magg hafði mörg orð um það og það oftar en einu sinni hversu vel gerð og falleg kona Anna sín væri, og hann átti að vita það, Snæfellingur og nágranni þeirra Önnu og Eiðs. Anna Björnsdóttir var gáfuð og vel gerð kona eins og hún átti kyn til. Mér er Anna minnisstæð frá bernskuárunum, þegar hún og henn- ar fólk komu í Skerjafjörðinn til okk- ar. Það var ævinlega hátíð að fá að hafa Hörgsholtsfólkið hjá sér, og Anna fannst mér afar ljúf og elsku- leg kona. Hún var dul og hæglát á ytra borði, en ég veit að hún var ákveðin og einörð, og hana var erfitt að sveigja ef svo bar við, en þá hlið hennar þekkti ég ekki. Sumarið 1948 mun það hafa verið sem ég fór í sveit að Hörgsholti, sendur einn, níu ára smáguttinn, með Laxfossi upp í Borgarnes þar sem Lauga móðursystir tók við mér. Síðan daginn eftir með Sigga Brynka á mjólkurbílnum vestur á Snæfellsnes. Eftir að hossast dag- part á rykugum og holóttum vegum Snæfellsness var komið að Fáskrúðarbakka og mér sagt að fara þar úr með mínar pjönkur. Þarna stóð ég einn og yfirgefinn smástrák- ur úr borginni í kvöldblíðu sumar- sins og ekki svo miktó sem hund- kvikindi í nágrenninu. Ég þekkti til og hugðist ganga af stað yfir flóann til Hörgsholts. Skyndilega heyrðust drunur frá sandbakkanum ofan við flóann. Þar var Björn frændi minn mætt- ur á jeppanum til að taka á móti mér. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Bblómaverkstæði INNA fS» Skólavörðustíg 12, á liorni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Andrés, fv. útvarps- stjdri, kvæntur Mar- gréti Vilhjálmsdóttur. Einnig átti hún tvö hálfsystkini samfeðra, Sigurbjörgu, gifta Jóni Hannessyni, bónda í Deildartungu í Reykholtsdal, og And- rés er lést ungur. Eru systkinin öll látin nema Sigurlaug sem nií er búsett í Borgar- nesi. Anna giftist 12. maí 1923 Eiði Sigurðssyni frá Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, f. 27. júní 1893, d. 28. nóvember 1963. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Hallfríður, f. 24.7. 1924, maki Karl Magnússon, átti hún eina dóttur sem lést 1986. 2) Björn Andrés, f. 13.7. 1925, maki Sigurrós Gísladóttir, eiga þau fimm börn, 18 barnabörn og eitt Hörgsholt var bær sem stóð uppi í hrauninu undir Ljósufjöllum í ein- staklega fallegri náttúru. Það var drjúglangur spölur frá þjóðveginum að bænum, ekið eftir flóanum að bænum. Það var eins gott að vera á herjeppa á þessum ferðalögum. Anna tók ljúflega við litla frænda og sá vel um þarfir hans. Hún var stjórnsöm kona, hin dæmigerða húsfreyja, og fór vel með fjárráð heimilisins. Það var enginn vafi á því hver stýrði innan bæjar og ekki datt neinum í hug að andmæla henni. Hún var skagfirsk kona, en engu að síður snæfellsk á mæli- kvarða Nóbelsskáldsins, sem skrif- aði um glæstan kökubakstur kvenna fyrir vestan. Ekki hafði ég áður séð svo margar sortir og þegar gesti bar að garði og dekkað var borð í betri stofunni. Hörgsholt var torfbær innréttað- ur panilklæðningum, fallegur bær og bar vitni um gamla húsagerð. A þessum árum voru bændur að byggja úr steinsteypu og það gerðu þau nokkrum árum síðar Anna og Eiður, nær þjóðveginum, Lækjamót nefndu þau nýbýlið. Að leiðarlokum vil ég þakka Önnu og hennar fólki fyrir allt gamalt og gott um leið og ég votta þeim samúð. Jón Birgir Pétursson. Samferðamenn tína tölunni, það er gangur lífsins. Minningarnar eru á alla vegu, sumar skýrar, aðrar heldur litlitlar og óljósar og falla í gleymskunnar dá, sem betur fer sennilega, eftirlifendur þá með minni byrði. barnabarnabarn. 3) Ingibjörg Stef- anía, f. 5.8.1927, maki Guðmundur Ingimundarson, þau eiga tvö börn og sex barnabörn. 4) Sigrún Ragn- hildur, f. 13.9. 1933, d. 14.6. 1972, maki Bragi Melax, þau eignuðust þrjú börn og sex barnabörn. 5) Sig- urður, f. 19.12. 1936, maki Jónas- ína Halldórsdóttir, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 6) Sveinn Magnús, f. 28.1. 1942. 7) Stúlka dskírð, f. 2.8.1952, d. 4.8.1952. Anna ólst upp í Skagafirði til 17 ára aldurs, þá fór hún til Sigur- bjargar, systur sinnar, í Deildar- tungu í Reykholtsdal. Hún var einn vetur á Kvennaskólanum á Blöndudsi. Árið 1923 fluttist hún ásamt eiginmanni súium að Hörgs- holti í Miklholtshreppi, þar bjuggu þau þar til þau reistu nýbýlið Lækjarmdt á sömu jörð. Þau brugðu búi árið 1960 og fluttu í Borgarnes. Anna flutti til Sigurlín- ar, systur sinnar, rétt eftir 1970 til þess að aðstoða við umönnun mdð- ur þeirra. Frá árinu 1986 var Anna búsett í Borgarnesi. Utför Önnu fer fram frá Borgar- neskirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er mér Ijúft að renna í hugan- um yfir síðustu fjóra áratugi á þeim degi sem fyrrverandi tengdamóðir, Anna Björnsdóttir, er til moldar borin. Anna var í hópi þeirra fyrr- nefndu, þeirra sem skildu eftir skýra mynd. Ekki vegna þess að hún sjálf hefði einhverja þörf fyrir slíkt, það var vegna þess hvað viðmælendur sáu í fari hennar. Hógvær og kurteis í orðum en með afar ákveðnar skoð- anir og framgöngu á sinni lífsins braut. Aðrir máttu þó án afsMpta hennar hafa annan háttinn á. Þetta verkaði þannig á mig, tengdasoninn, að tilurð mismunandi menningar- heima kom oft upp í hugann. Ungur maður sagði eitt sinn við mig, efnis- lega, á þessa leið. Foreldrar mínir og þú, sem slituð barnsskónum á stríðs- árunum, eruð af verstu kynslóð ís- landssögunnar, og fyrir okkur börn- in ykkar eru vítin til að varast þau. Ég varð satt að segja afar glaður að heyra þessi beinskeyttu orð frá Ed- inborgarstúdentinum, og í hjarta mínu svo til sammála. Við Anna vorum í nokkur ár sam- tímis svokallaðir „eldriborgarar". Stundum var rennt við að Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi til að tala við hana. Satt að segja var ég oftast kominn alllangt frá Borgar- nesi þegar þessi fallega gamla kona leið úr huga mér, hún skildi eftir í huga manns einhverja mannkyns- sögu eða þjóðfélagsfræði, og marga gullmola sem þjóðin hefur hent á tuttugustu öldinni. Anna var fædd að Brekku í Víði- mýrarsókn í Skagafirði þar sem for- eldrar hennar bjuggu í allmörg ár. Þaðan fluttust þau ekki langa bæjar- t Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, afi og langafl, ÓLAFUR HELGI AUÐUNSSON frá Dalseli, Háaleitisbraut 43, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 31. október kl. 13.30. Ingibjörg Erlendsdóttir, Hafdís Guðlaug Ólafsdóttir, Friðrik H. Ólafsson, Aðalbjörn Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn + Astkær sambýlismaður minn, ÓLAFUR GUÐLAUGSSON tæknifræðingur, frá Guðnastöðum, Fannafold 209, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 30. október kl. 13.30. Guðrún Þ. Vilhjálmsdóttir. leið, að Reykjarhóli, þar sem nú er Varmahlíð. Foreldrar hennar munu hafa verið Skagfirðingar langt í ætt- ir fram, bændakynkvíslir í allar áttir misjafnlega efnum búnar. Fjölskyld- an var stór og ekki mikill auður í garði, en úr grasi uxu börnin og urðu þéttir persónuleikar. Faðirinn, Björn Bjarnason, var tvíkvæntur, missti fyrri konu sína eftir stutta sambúð. Þau áttu einn son, Andrés. Fyrir síðara hjónaband eignaðist Björn barn, Sigurbjörgu, sem átti eftir að verða mikill örlagavaldur flestra yngri systkina sinna. Móðir Önnu, seinni kona Björns, var Stef- anía Ólafsdóttir. Börn þeirra hjóna voru sjö, sex dætur og einn sonur, sem var yngstur. Þrátt fyrir lítil efni fóru nokkur þessara níu systkina í mismunandi langt skólanám. Syn- irnir báðir luku háskólanámi. Sá eldri lauk námi sínu frá Kaupmanna- hafnarháskóla. Hann féll frá á mjög sviplegan hátt aðeins 32 ára. Fráfall Andrésar vakti óvenjulegan trega og eftirsjá, ekki síst hjá Reykvíkingum, hann var vinsæll mjðg og vel þekkt- ur. í dag, 84 árum frá fráfalli hans, er það ein ferskeytla sem heldur nafni hans á lofti, fyrri braglínurnar hljóða svo: Ferskeytlan er Frónbúans fyrstabarnaglingur, Elsta systirin, Sigurbjörg, giftist Borgfirðingi og varð húsmóðir í Deildartungu í Reykholtsdal. Á því stórbýli var þörf margra handa, og systur hennar fóru þangað til starfa í lengri eða skemmri tíma, þegar þær höfðu aldur til. Fjórar eða fimm þeirra giftust mönnum ættuðum úr Borgarfirði. Heimili þeirra síðar í Reykjavík nema Önnu. Maður henn- ar var Eiður Sigurðsson frá Stein- dórsstöðum í Reykholtsdal. Þau stofnuðu bú sitt að Hörgsholti í Miklaholtshreppi og bjuggu þar til 1960 en fluttust þá í Borgarnes. Ein systranna, Sigurlína, yfirgaf ekki sitt fæðingarhérað, bjó við rausn á Hofi á Höfðaströnd með sínum ágæta manni, og í þeirra skjóli voru síðan gömlu hjónin, Stefanía og Björn. Samkvæmt íslandsmetabók- inni setti Stefanía Ólafsdóttir íslandsmet, jafnvel meir en það telja höfundar. Hún lifði það að sýna sex ættliði í beinan kvenlegg samtímis á lífi. Þetta stóð þó ekki nema í sex daga, frá 23. til 29. janúar 1974, þá lést Stefanía og vantaði þá nokkra mánuði í að verða 100 ára. Til búskapar Önnu og Eiðs í Miklaholtshreppi þekkti ég lítið, veit þó að þau voru góðir þegnar síns byggðarlags, Eiður t.d. oddviti þar í áratugi. Nokkrum árum eftir lát hans flutti Anna til Reykjavíkur, héldu þær m.a. heimili saman all- lengi móðir hennar og systir úr Skagafirði, sem orðin var ekkja. Síð- ustu árin var hún á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Henni leið greinilega vel þar. Ung hafði hún kynnst héraðinu og fólkinu, þar var hún meðal vina. I október á sl. ári fór ég norður í land. Stoppað var hjá Önnu. Hún sál á rúminu sínu, vel til höfð og jafnvel glöð í bragði, en hún var farin að bíða, að ég held, bíða eftir því að ver- aldarsögu hennar lyki. Sjónin var svo til farin og heyrnin orðin minni. Samtal okkar var þó létt og þægi- legt. í upphafi sagði ég henni ferða- áætlun mína, hún þurfti að frétta eitthvað frá barnabörnum og fleiru. Kveðjustundin rann upp. Glaða hlýja bros gömlu konunnar birtist, og hún sagði: „Skilaðu kveðju til Skagafj'arðarins frá mér." Eins og jafnan áður minntist ég hennar er ég fór niður af Vatnsskarðinu og fram- hjá fæðingarstað hennar, Brekku, sem er á hægri hönd, en kveðju hennar hafði ég ekki enn skilað. í Varmahlíð fékk ég mér borð á róleg- um stað út við glugga, horfði yfir þetta fagra hérað. Haustsólin sendi undarlega geisla á Glóðafeyki þrátt fyrir skúraleiðinga á öðrum stöðum. Eg horfði á fjöllin og sveitina, sömu fjöll og sömu sveit sem Anna sá þeg- ar hún var barn. Þannig kom ég kveðju hennar til skila. Það var það síðasta og eina sem ég gat fyrir Önnu gert. Bragi Melax. Elsku langamma. Jæja, nú ertu líklega að kanna framandi slóðir, ný heimkynni. Vonandi búin að finna hana Sigrúnu þína og langafa, ásamt fjölda vina sem á undan eru gengnir. Við veltum þessum hlutum svo oft fyrir okkur og vorum þess báðar fullvissar, að til væri líf eftir þetta líf. Þú talaðir oft um allar þær breyt- ingar sem orðið hafa á þinni lífsleið, já, þær eru miklar, enda búin að lifa næstum heila öld og á heilli öld hefur margt gerst. Engan hef ég hitt enn, sem er, jafnánægður með lífið og þú varst. Það var svo gaman að heyra þig segja frá hversu góð ævi þín var. Bernska þín var skemmtileg og þú áttir besta eiginmann í heimi, eins og þú sagðir alltaf. Þú áttir góð og yndisleg börn og fullt af barnabörn- um og barnabarnabörnum, meira að segja líka eitt lítið langalangómmu- bam. Elsku langamma, ég vona að þú hafir það gott á nýjum stað. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig, Guð, í faðmi þínum. Ég kveð þig í bili með kveðjunni sem þú kvaddir mig með þegar ég fór frá þér eftir góðar samveru- stundir. Guð geymi þig. Þín langömmustelpa Ingibjörg. + Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, OTTÓS SVAVARS JÓHANNESSONAR, Skjólbraut 1a, Kópavogi. Björgvin B. Svavarsson, Sesselja H. Guðiónsdóttir, Elísabet Svavarsdóttir, Ólafur Guðmundsson og barnabörn. + Öllu því góða fólki sem kom að útför JÓHANNESAR FRIÐGEIRS STEINDÓRSSONAR, frá Munaðarnesi, mánudaginn 16. október í Árneskirkju, viljum við þakka. Sigurgeir V. Sigurgeirsson og ættingjar hins látna. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.