Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGRÍÐUR KRISTÍN
■ SIG URÐARDÓTTIR
+ Sigríður Kristín
Sigurðardóttir
fæddist í Hjalta-
staðahvammi í
Blönduhlið, Skaga-
firði, 31. ágúst. 1911.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Víðihlíð,
Grindavík, 22. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigurður Hannes-
son, f. 23.2. 1878, d.
<r 13.2. 1911, og kona
hans María Jónsdótt-
ir, f. 9.7. 1874, d.
11.8. 1956. Systkini
hennar voru Sigurlína, f. 25.10.
1902, d. 31.12. 1993, og Magnús
Kristinn, f. 16.2. 1904, d. 18.10.
1994. Hún ólst upp hjá Jóhönnu
Steinsdóttur og Frímanni Magn-
ússyni í Hjaltastaðahvammi og
minntist hún þeirra ætíð með
hlýhug.
Sigríður giftist Valdimari
Einarssyni frá Húsatóftum í
Grindavík, f. 8.5. 1903, d. 30.1.
1990. Dóttir þeirra 1) Margrét, f.
Elsku fóstra.
U; Nú skilur leiðir.
Langt er um liðið síðan þú tókst að
þér lítinn dreng. Minningamar
streyma um huga mér þegar ég
hugsa til uppvaxtaráranna hjá þér
og fóstra. Ég veit að þú ert hvfldinni
fegin og ég kveð þig með sðknuð í
hjarta.
Leiddirþúforðum
h'tinn dreng.
8.11. 1944, maki
hennar Jóhann Sig-
urðsson, f. 26.12.
1944. Þau eiga tvö
börn, Einar og
Heklu, og tvö barna-
börn. Fóstursonur
þeirra 2) Halldór
Kristjánsson, f. 7.7.
1936, maki Guðný
Guðjónsdóttir, f. 2.2.
1943. Börn Halldórs
og Mundu P. Enoks-
dóttur eru Kristján
Valdimar, Kári og
stúlka sem lést
skömmu eftir fæð-
ingu. Börn Halldórs og Guðnýjar
eru Guðjón, Sigríður Kristín,
Kristjana, Sigurjón, Anna og Vil-
mundur. Barnabörnin eru 20 og
barnabarnabörnin fjögur. Sigríð-
ur og Valdimar bjuggu allan sinn
búskap í Grindavík, lengst af í
Felli. Eftir lát Valdimars fluttist
hún í þjónustuíbúð í Víðihlíð.
Utför Sigríðar fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Titrarviðómur
aftregastreng.
Safnastívestri
svipþungský.
Veturinn nálgast
með veðragný.
Berst fyrir laufsegli
Ijóð til þín:
FANNEY S.
GÍSLADÓTTIR
+ Fanney S. Gísla-
dóttir var fædd á
Eskifirði 27. desem-
ber 1911. Hún lést á
Landspi'talanum í'
Landakoti miðviku-
daginn 18. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Gísli Daníelsson, f.
24.9. 1881, d. 26.9.
1969, bóndi og kona
hans Sigurbjörg
Jónsdóttir, f. 24.3.
1885 í Papey, d.
18.1. 1960. Fanney
var fimmta elst af 11
systkinum. Fanney var alin upp
frá 3ja ára aldri hjá hjónunum
Hallgrími Bóassyni og Nikólínu
Nikulásdóttur á Grímsstöðum á
Reyðarfirði. Fóstursystkini
Fanneyjar eru Garðar Jónsson,
f. 12.12. 1913; Haukur Arnfínns-
son, f. 1918, d. 1946; Ingibjörg
Það er nytsöm reynsla að virða
fyrir sér vegferð þeirra sem eldri
eru og sagt hafa skilið við jarðlífið.
Ég hafði góð kynni af Fönnu síðustu
árin sem hún lifði og þeim tíma sem
j ég var samvistum við hana var
einkar vel varið. Eftir dvelur minn-
ingin um aldraða og sjálfstæða heið-
urskonu sem ávallt kunni fótum sín-
um forráð og kvartaði ekki undan
einu eða rxeinu. Þegar ég færði henni
Familie Journalen í Túngötu 32 á
föstudögum, tók hún gjarnan á móti
mér með þessum orðum: „Nei ...
Sigvaldi." Á eftir fylgdi: „Það er
heitt kaffi á könnunni og kaka í ís-
skápnum." Og stundum: „Æ, settu
þig nú aðeins.“ Ég dáðist að æðru-
Iéysi þessarar konu sem alltaf hafði
verið sjálfri sér næg og látið hverj-
c*um degi nægja sína þjáningu. En
þótt hún væri nægjusöm og færi vel
með, þá leyfði hún sér samt þann
munað að reykja og jafnan flutu
fjórir rauðir Royal sígarettupakkar
ásamt kveikjara með í innkaupapok-
ann. Þegar ég hafði orð á því að inn-
kaupin væru í dýrari kantinum mið-
»að við magn, sagði Fanna: „Það er
' ekki skrítið, það gerir óreglan." En
Malmquist, f. 22.3.
1924 og sonur hjón-
anna Bóas Hall-
grímsson, f. 30.7.
1924.
Fanney fór ung á
sfld á Siglufjörð. Lá
leið hennar sfðan til
Danmerkur í vist
þar sem hún var í 20
ár. Fanney lærði til
smurbrauðsjómfrúr
í Danmörku. Hún
flytur alkomin heim
árið 1959. Fanney
vann lengst á Smur-
brauðstofunni Birn-
inum, einnig vann hún í mötu-
neyti Skeljungs og við sína iðn.
Síðast vann Fanney við heimilis-
hjálp. Fanney bjó lengst af á
Túngötu 32 í Reykjavík.
Fanney verður jarðsungin frá
Reyðarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
þar með var hennar óregla upptalin
því hún var í hvívetna fulltrúi þeirr-
ar gömlu góðu reglusemi sem oftar
en ekki á í vök að verjast. Fanna var
með eindæmum heilsuhraust og
varð varla misdægurt. Eitt sinn er
pestargang í bænum bar á góma,
fræddi hún mig á því að í rúmið
hefði hún ekki lagst veik síðan 1947,
og ekki orð um það meir.
Fanney var fædd á Eskifirði, en
ólst upp á Grímsstöðum á Reyðar-
firði hjá hjónunum Hallgrími Bóas-
syni og Nikolínu Nikulásdóttur. Á
uppvaxtarárum sínum gekk hún til
allrar venjulegrar vinnu, en útþráin
sagði til sín og í ágústmánuði 1939
hélt hún til Danmerkur þar sem hún
dvaldist nær óslitið þar til um 1960.
Heimkomin starfaði hún fyrstu árin
sem matráðskona hjá Shell í Skerja-
firði. Á Danmerkurárunum nam hún
þá list sem nefnist smurbrauðsdama
og sem slík starfaði hún um árabil á
smurbrauðsstofunni Birninum og
síðar á Brauðborg. Fanney var ein-
örð kona og írábær starfskraftur.
Síðustu starfsárin starfaði hún hjá
heimilishjálp Reykjavíkurborgar.
Fanney var farsæl á vegferð sinni
Kemstyfirhafið
kveðjan mín?
(Ólafur Jóhann Sigurðsson.)
Ég þakka þér fyrir allt það góða
sem þú heíúr gefið mér og mínum.
Guð geymi þig elsku fóstra.
Kveðja,
Halldór (Daddi).
Mig langar til að þakka tengda-
móður minni samfylgdina á liðnum
árum.
Ég kynntist Sigríði árið 1962 er
við Halldór hófum búskap.
Sigga í Felli var ákveðin kona og
föst fyrir og alla tíð var hún mér góð.
Hún reyndist mér sem besti vinur og
var ávallt tilbúin að hlaupa undir
bagga með okkur Dadda þegar upp
komu erfiðleikar. Ég á í hugskoti
mínu margar góðar minningar um
góðmennsku hennar og hjálpsemi og
minnist ég allra þeÚTa skemmtilegu
verslunarferða sem við fórum saman
til Reykjavíkur.
Bömunum mínum var hún yndis-
leg amma og tók hún ávallt á móti
þeim opnum örmum þegar þau komu
í heimsókn og oftar en ekki voru þau
kvödd með nýprjónuðum vettlingum
og sokkum. Amma og afi voru hald-
reipi fyrir bömin mín og eiga þau
margar skemmtilegar minningar
sem tengjast vem þeirra í Felli.
I huga mínum er Sigga sú yndis-
legasta tengdamóðir sem hægt var
að eignast.
Elsku Sigga mín, nú er komið að
kveðjustund og langar mig til að
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég
veit að það verður tekið vel á móti
þér og það verða fagnaðarfundir
með þér og Valda. Guð blessi þig.
Þín tengdadóttir,
Guðný Guðjónsdóttir.
og sátt við Guð og menn. Hún var
fastheldin á vini sína en jafnframt
vandfysin, uppgerð og tildur-
mennska var eitur í hennar beinum.
Alltaf var gott í henni hljóðið og létt
yfir henni. Hún var æðrulaus og ótt-
aðist hvorki lífið né dauðann. Eilífð-
armálin ræddum við aldrei, í hennar
augum hafði lífið sinn eðlilega og
sjálfsagða framgang. Síðustu tvö
æviárin dvaldist hún í Furugerði 1
og lét vel af. Eru starfsfólki Furu-
gerðis 1 færðar bestu þakkir fyrir
umönnun og alla aðstoð.
Fanney lést eftir skamma sjúk-
dómslegu á Landakotsspítala 18.
október. Blessuð sé minning hennar.
Sigvaldi og Lfna.
Kæra Fansa frænka.
Okkur hér á Hraunteignum lang-
ar til að kveðja þig með nokkrum
orðum. Okkur langar tii að þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert og
gefið af þér til okkar. Það var fyrir
ca. 11 árum að ég fór að venja kom-
ur mínar á Túngötuna í kjallarann
til þín. Alltaf tókst þú vel á móti
manni með kaffi og heimabökuðum
kökum úr „gúndanum". Svo meðan
setið var við kaffið sagðir þú manni
sögur austan frá Reyðarfirði og eins
frá þeim árum sem þú varst úti í
Danmörku. Margar sögurnar voru
af því þegar pabbi fæddist, þú 12 ára
að eignast lítinn bróður og lífi ykkar
er þið fóstursystkinin voruð að alast
upp á Reyðarfirði. Sögurnar frá
Danmörku voru aðallega um stríðið,
sprengingarnar, skortinn og um litla
sumarhúsið þitt þar. Það eru mikil
forréttindi að fá að kynnast svona
yndislegri konu eins og þér sem var
svona jákvæð út í lífið og tilveruna
og miðlaðir áfram til okkar. Svona
sátt og þakklát fyrir það sem þú
hafðir. Þú vildir hafa fastar skorður
á hlutunum. Þegar fyrsti snjórinn
kom á haustin þá beiðstu eftir að ég
kæmi til að taka inn snúrurnar og
ganga frá þeim fyrir veturinn. Það
var gaman að sjá hvað þú varst
ánægð og fylgdist með þegar litla
dóttir okkar kom í heiminn. Þú varst
sko búin að segja að þetta yrði
stelpa en ekki strákur. Það verður
tómlegt að hafa þig ekki, skjótast til
þín og fá sér kaffisopa. Elsku Fansa,
þúsund þakkir fyrir allt.
Bóas, Þórey (Dóra)
og Alda Særós.
Elsku amma Sigga í Felli.
Nú er lífsbarátta þín á enda og
kveðjustundin runnin upp.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma, takk fyrir allt sem
þú kenndir mér. Þú átt alltaf eftir að
vera í huga mér og fallegar minning-
ar um þig geymi ég alltaf í hjarta
mínu.
Guð geymi þig.
Anna Ágústa.
Elsku amma mín er farin. í huga
mér er vel tekið á móti henni og afi
bíður brosandi og tekur hana í fang
sér. Og þau fara leiðandi hvort ann-
að áfram og ég brosi með þeim.
Amma var elsku besta amma mín,
og margar minningar á ég um hana
og afa. Þau bjuggu á Felli í Grinda-
vík flest sín hjúskaparár og þar
dvaldi ég oft. Lýsisskeiðin kemur í
hugann en í barnsminningunni er
hún risastór og ekki það vinsælasta
áhald sem fyrirfannst en lýsið
skyldum við taka því þá yrðum við
svo stór, sterk og síður veik. Á jóla-
dag kom öll fjölskyldan saman hjá
ömmu og afa og var það yndislegur
dagur. Þær hátíðarstundir voru til-
hlökkunarefni og mikil eftirvænting
ríkti. í huga mér sé ég fyrir mér öll
fínu borðáhöldin, flott raðað í skúff-
una í skenknum, þennan skenk á ég
í dag, og er hann notaður undir öll
mín veisluáhöld. Þá er ónefnd fal-
lega skálin sem amma geymdi spilin
sín í, en hún var notuð sem skírnar-
skál er ég var skírð, hún er hjá mér
og þykir mér mjög vænt um hana,
sérstaklega þar sem ég var skírð í
höfuðið á ömmu.
Amma hafði mikil áhrif á mig með
alla sína góðmennsku og hlýju.
Elsku amma mín, þökk fyrir öll
árin með þér, góðmennsku þína og
hjartahlýju, þetta var mér mikils
virði og allar þær stundir sem ég
átti með þér.
Mig langar til að kveðja þig með
versinu sem þú og afi kennduð okk-
ur systkinunum.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín ömmustelpa,
Sigríður Kristín.
Elsku amma
Nú hefur þú lokið vist þinni í
þessum heimi. Það eru margar
minningar sem streyma um huga
okkar þegar við hugsum um þig, og
eru allar samverustundimar með
þér okkur dýrmætar. Þú kenndir
okkur margt í gegnum árin og það
munum við geyma í hjarta okkar um
ókomin ár og miðla áfram til barna
okkar.
Það var fastur punktur í tilveru
okkar að heimsækja þig og afa í
Grindavík á sunnudögum, alltaf
varstu búin að baka pönnukökur og
ýmsar kræsingar sem við nutum
góðs af, svo var oftar en ekki sest
fyrir framan sjónvarpið og horft á
Húsið á sléttunni, þá sast þú eins og
svo oft með prjónana þína og prjón-
aðir á litlar hendur og fætur en það
gerðir þú alla tíð á meðan heilsan
leyfði og hlýjaðir ansi mörgum með
vettlingunum og ullarsokkunum
þínum.
Þær eru minnistæðar ferðimar til
ykkar afa á vorin eftir að skóla lauk
en þá tókst þú á móti okkur þegar við
komum með rútunni. Það var mjög
spennandi, og mikið brallað. Það var
mikið spilað í Felli og þú kenndir
okkur systkinunum öll helstu spilin,
en það var nú rússinn sem stóð upp-
úr og var mest spilaður. Það var mik-
ill samgangur milli ykkar afa og
systkina afa, oft voru farnar göngu-
ferðir upp á Staðarhól að heimsækja
Einar, Nonna og Sullu, svo var Halli
frændi iðinn við að heimsækja ykkur
og þá voru spilin ávallt tekin fram.
Svo voru það ferðimar út í Staðar-
hverfi, á rekann, sem eru ógleyman-
legar, með afa og bræðmm hans, það
var hin mesta skemmtun og mikill
fróðleikur fyrir okkur systkinin og
þegar við komum til baka, yfirleitt
með einhvexja dýrgripi úr fjöranni
varst þú búin að dúka borð og hafa til
kaffi og kökur.
Mikla ánægju hafðir þú af gróð-
urrækt og áttir lítið gróðurhús þar
sem þú ræktaðir fallegar rósir og
blóm. Einnig hugsaðir þú vel um
garðinn umhverfis Fell enda fékkst
þú viðurkenningu fyrir snyrtilegan
og fallegan garð. Álfahóllinn þinn er
okkur minnistæður og gast þú sagt
okkur sögur um hann, en hann stóð
upp við húsið og ekki mátti neitt við
honum hrófla, stundum sat maður á
tröppunum og beið eftir því að álf-
arnir kæmu út úr hólnum.
Elsku amma okkar, með þessum
fáu orðum kveðjum við þig í hinsta
sinn og færam þér kveðjur maka
okkar og langömmubarna þinna.
Við þökkum þér fyrir allt sem þú
hefur gefið okkur, við munum aldrei
gleyma því.
Vertu, Guð faðir, faðir minn
í íf elsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svoallrisyndéghafni.
(H.Pét.)
Þín barnabörn,
Einar og Hekla.
Okkur langar að kveðja lang-
ömmu okkar með þessum Ijóðum.
Þú kenndir mér margt
ogvarstmérsvogóð
þú ert ekki dáin
þúlifirímér.
(Ingibjört)
Loksvarégkomin
aðleitaaðþér.
Enhvarvarstu,amma,
þúvarstekkihér.
Ég leitaði lengi,
en engan árangur bar,
ég ákvað að bíða
enþúvarstekkiþar
(Ingibjört og Guðný)
Bless, elsku amma okkar.
Ingibjörí og Guðný.
Ég vil minnast nokkram orðum
Sigríðar Sigurðardóttur sem lést í
Grindavík 25. okóber, áttatiu og níu
ára að aldri.
Hún giftist föðurbróður mínum,
Valdimar Einarssyni frá Húsatóft-
um fyrir 65 árum.
Þau hófu búskap sinn í Dalbæ í
Staðarhverfi í Grindavík en fluttu
1946 í Járngerðarstaðahverfi þar
sem þau reistu hús sitt, Fell.
Sigríður var fædd og uppalin í
Skagafirði og bar ætíð sterkar taug-
ar til átthaga sinna þrátt fyrir langa
fjarvera.
Föðursystkini mín, makar þeirra
og börn sýndu alla tíð mikla sam-
heldni og mikill samgangur var á
milli heimila þeirra. Þetta yljar um
hjartarætur í minningunni. Sigríður
á þar sinn sess sem traust, jákvæð,
glettin og skilningsrík manneskja.
Þegar við Margrét dóttir hennar
vorum að slíta barnsskónum í
Grindavík, tókum við upp á ýmsum
sem fullorðnir vildu gera athuga-
semdir við. Alltaf tók hún á málum
af festu og leiðbeindi okkur á réttar
brautir. Valdimar missti heilsuna
um aldur fram og stóð Sigríður
ávallt sem klettur við hans hlið.
Hún fór ekki með hávaða í gegn-
um lífið, var hlédræg og stefnuföst,
heiðarleg og tróð ekki á samferða-
fólki á neinn hátt.
Óeigingjarnt líf hennar vai' ekki
síst helgað einkadótturinni Margréti
og fjölskyldu hennar og fóstursynin-
um Halldóri og hans stóra fjöl-
skyldu. En við erum mörg sem þökk-
um henni af alhug að leiðarlokum
fyrir samfylgdina og það sem hún
gaf okkur með umhyggju sinni og al-
úð.
Blessuð sé minning hennar.
Helga Hrönn Þórhallsdóttir.