Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 56
£6 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólöf Sigvalda- dóttir frá Borg- arnesi fæddist í Stykkishólmi 11. september 1906. Hún lést á St. Jósefs- spítalanum í Hafnar- firði hinn 19. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Halldóra Jóhanns- dóttir, f. 15.9. 1877, ' d. 31.1. 1946, hús- móðir, Stykkishólmi og Sigvaldi Valent- ínusson, f. 22.6. 1885, d. 28.1. 1924, skipstjóri og hafnsögumaður, Stykkishólmi. Al- systur hennar voru, 1) Þorbjörg Sigvaldadóttir, f. 25.3. 1910, d. 22.9. 1981, gift Kristjáni Magnús- syni Seljalandi, Hörðudal. 2) Gróa María Sigvaldadóttir, f. 19.7. 1912, d. 8.2. 1985, gift Guðmundi Baldvinssyni Hamraendum, Mið- dölum. Hinn 9. júlí 1933 giftist Ólöf Ara Guðmundssyni frá Skálpast- öðum, f. 18.11. 1895, d. 21.5. 1959, vegaverkstjóra, Borgarnesi. For- eldrar hans voru Guðbjörg Ara- dóttir Ijósmóðir og Guðmundur Auðunsson, bóndi og hreppssljóri Skálpastöðum, Lundareykjadal. Börn Ólafar og Ara: 1) Óskírður drengur, f. 28.1. 1935, d. 28.1. 1935. 2) Guðbjörg, f. 3.8. 1936, rannsóknarmaður við HI. Maki Sigurður Eyjólfsson hafnarvörð- ur. Böm þeirra eru: Ari, f. 1962, kvæntur Hrönn Magnúsdóttur og eiga þau tvö börn. Þórdís, f. 1965, _ Olla amma hafði, að ég held, besta minnið í fjölskyldunni orðin 94 ára gömul. Hún hélt henni saman og var sannkallað sameiningartákn, mundi alla almælisdaga, hvað hver væri að gera og hvað væri framundan. Hún mundi öll ártöl, nöfn og atburði og var sannkölluð „móðurtölva" fjöl- skyldunnar. Verkefnið var svo sem ekki auðvelt, bömin sjö, barnabömin nítján og bamabarnabömin fimm- tán. Hún hélt dagbók á hverjum degi í hálfa öld, spilaði bridds, hafði sterk- ar skoðanir á pólitík og fylgdist vel með þjóðmálaumræðunni, komin á tíræðisaldur. Hún var alla tíð afar fé- lagslynd og gestrisin og hafði þann eiginleika góðs gestgjafa að láta alla fá sterkt á tilfinninguna að þeir væm ■» meira en velkomnir og enginn slapp út án þess að þiggja frá henni eitt- hvert góðgæti. Hún hafði mjög gott skopskyn, var fljót til svars, talaði enga tæpitungu og átti ófá gullkom- in. Síðustu árin bjó amma á Hrafn- istu í Hafnarfirði og átti þar mjög góða daga. Hún spilaði bridds við karlana á hverjum degi og vildi þá ekki láta tmfla sig, enda var það óskráð regla í fjölskyldunni að fara ekki í heimsókn á ákveðnum tímum dagsins. Það var alltaf hressandi fyr- ir sál og líkama að skreppa til ömmu, lífskraftur hennar var smitandi sem og viljastyrkurinn sem hún fór langt á. Til marks um stálminnið er mér iminnisstætt þegar ég sagði ömmu frá því í haust að ég væri á leið í fri til Mallorca. Hún hafði farið þangað nokkrum áratugum áður og rifjaði upp, án nokkurs hiks, nákvæmar dagsetningar á ferðinni, nafnið á hót- elinu og ströndinni sem hún hafði verið á. Ennfremur sagði hún mér að skoða Drekahellana og aðra merkis- staði á eynni. Eg held að hún hafi haldið þessu góða minni með því spila bridds alla virka daga. Vilja- styrkurinn var líka ótrúlegur. Eg minnist þess þegar við fórum fyrir örfáum árum að láta taka af okkur Tnynd í íslenska búningnum á ljós- myndastofu í Reykjavík.Við höfðum ekki gert okkur grein fyrir því að ljósmyndastofan væri í gömlu timb- urhúsi og stúdíóið á annarri hæð. Til að komast þangað þurfti að klífa snarbrattan og snúinn stiga. Mér leist ekki á þetta og vildi hætta við en ■'mma lét ekki bugast þrátt fyrir að "hné og mjaðmir gerðu henni erfitt gift Hilmari Sigurðs- syni og eiga þau þrjú börn. Jón, f. 1974 í sambúð með Öldu Hrönn Jóhannsdóttur. 3) Sigvaldi, f. 18.12. 1937, framkvæmda- stjóri í Borgarnesi. Maki Halldis Anna Gunnarsdóttir, sérk- ennari. Þeirra börn eru: Ari, f.1966 í sam- búð með Snæfríði Þorsteins. Óskar, f. 1971 í sambúð með Jórunni Eddu Haf- steinsdóttur. Ólöf Dögg, f. 1973. 4) Guðmundur Auð- unn, f. 2.2. 1940, skrifstofustjóri í Borgarnesi. Maki Lilja Ósk Olafs- dóttir tækniteiknari. Þeirra börn eru: Ragnheiður, f. 1963, gift Ám- unda Sigurðssyni og eiga þau þijú börn. Ólöf, f. 1965 í sambúð með Alexander Hrafnkelssyni og eiga þau tvö börn. Ari, f. 1973 í sam- búð með Helgu Jóhannesdóttur og eiga þau eitt barn. 5) Unn- steinn, f. 21.5. 1941, trésmíða- meistari í Borgarnesi. Börn hans eru Héðinn, f. 1970. Guðrún, f. 1973 í sambúð með Sturlu Sig- mundssyni. Sverrir, f. 1980. Hörð- ur, f.1986. 6) Hólmsteinn, f. 21.5. 1941, rafvirkjameistari í Reykja- vík. Sonur hans er Steinar, f. 1960 í sambúð með Dionu Margréti Hrafnsdóttur og eiga þau tvö börn. 7) Hreinn Ómar, f. 30.4. 1944, flugstjóri í Reykjavi"k. Maki Anna Sigríður Kristófersdóttir, bankastarfsmaður. Þeirra börn eru: Kristófer, f. 1969 í sambúð fyrir. Hún ætlaði sér upp og ekkert hefði stöðvað hana. Þannig var hún. Við vorum góðar vinkonur, við al- nöfnurnar, og leitaði ég gjarnan til hennar þegar ég þurfti á uppörvun og hvatningu að halda. Ungt fólk stendur oft frammi fyrir stórum ákvörðunum og er kannski ekki allt- af visst um hvað sé skynsamlegt og hvað ekki. Þá var gott að koma til ömmu. Hún var alltaf framsýn og alls ekki föst í gamla tímanum. Ur- tölur voru ekki til í henni heldur var hún framtakssöm fyrir sína hönd og ekki síður annarra. Hennar svör voru oft: ,A-uðvitað, drífðu í þessu.“ Eg hef gaman af ferðalögum og það hafði amma líka og hún hvatti mig ávallt til að njóta lífsins og upplifa sem mest. Þrátt fyrir að amma hafi ekki fengið öll þau tækifæri sem bjóðast í dag átti hún gott og innihaldsríkt líf. Hún átti tvo góða menn Ara afa og Jón afa. Ég held því að hún hafi dáið sátt við sjálfa sig og lífshlaup sitt. Amma var okkur sönn fyrirmynd sem dýrmætt var að eiga að. Hún var alltaf hress og kát og hún vildi að við værum það líka. Því skulum við geyma og heiðra minningu hennar, því hún býr í okkur öllum. Elsku Olla amma, takk fyrir allar góðu stund- imar sem við fengum að njóta með þér. Deyrfé, deyjafrændr, deyrsjálfriðsama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (ÚrHávamálum.) Ólöf Sigvaldadóttir. Komið er að kveðjustund hjá ömmu minni, Ólöfu Sigvaldadóttur. Við sem hana þekktum nutum þeirra forréttinda að fá að hafa hana hjá okkur til 94 ára aldurs. Löng ævi ömmu reyndist henni farsæl. Tvö gæfurík hjónabönd eru til marks um það ásamt þeirri stóru fjölskyldu sem hún eignaðist og var svo hreykin af. Vinahópurinn var stór enda var amma vinsæl kona og að segja má hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. En þrátt fyrir þetta voru lífsins vindar ömmu ekki alltaf hagstæðir. Hún kynntist sorg- inni ung við fráfall föður síns, sem með Erlu Helgadóttur. Snorri, f. 1971 í sambúð með Lilju Víg- lundsdóttur. Sturla, f. 1972 í sam- búð með Helgu Þorvaldsdóttur. 8) Jón Ármann, f. 8.7. 1946, verktaki í Reykjavík. Hans börn eru: Ein- ar, f. 1970, kvæntur Halldóru Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Sigríður Unnur, f. 1976, í sambúð með Ágústi Jóhannssyni. Seinni maður Ólafar var Jón Sigurðsson frá Skíðsholtum, skrif- stofumaður í Borgarnesi. f. 15.11. 1897, d. 31.1. 1992. Þau gengu í hjónaband 17.8. 1963. Foreldrar hans voru Sesselja Davíðsdóttir og Sigurður Jósefsson bóndi, Skíðsholtum í Hraunhreppi. Ólöf hlaut unglingaskólamenn- tun og lærði snemma orgelleik. Hún var tvo vetur við nám í Kvennaskóla Reykjavíkur 1924-26 og einn vetur í Hússljórnardeild Kvennaskólans 1927-28. Á þessum árum nam hún orgelleik hjá Páli ísólfssyni. Ólöf stundaði barna- kennslu og söngkennslu og var orgelleikari í Stykkishólms- og Helgafellskirkjum og síðar í Borgarkirkju á Mýrum um ára- tuga skeið. Á giftingarári sínu, 1933, fluttist hún til Borgarness. Ólöf var í stjóm Kvenfélags Borg- arness og var þar lengi formaður, hún var einnig ötul í starfi Brids- félags Borgarness og sat í stjórn þess um nokkurra ára skeið. Ólöf starfaði mikið með manni sfnum, Ara Guðmundssyni, að málefnum Hestamannafélagsins Faxa og sá m.a. um veitingar þar á kappreið- um í rúm tuttugu og fimm ár. Ólöf var heiðursfélagi í öllum þessum félögum. Hún ritaði tölu- vert af greinum í blöð og tímarit um ýmis málefni. Utför Ólafar fer fram frá Borg- arneskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. fórst með báti í aftakaveðri á Breiða- firði, og fyrsta bam hennar og Ara afa Guðmundssonar fæddist and- vana. Arið 1959 lést Ari afi fyrir ald- ur fram af slysförum og amma lifði siðari eiginmann sinn, Jón Sigurðs- son frá Skíðsholtum, sem lést árið 1992. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru frá þeim árum er hún og Jón afi bjuggu á Þórunnargötunni í Borgarnesi. Strax um átta ára aldur var borgarbaminu leyft að fara einu með rútu í heimsókn til ömmu og afa í Borgarnesi og dveljast hjá þeim í um vikutíma í senn. Þessar ferðir urðu allnokkrar og fyrir guttann ein- kenndist hver þeirra af eftirvænt- ingu og tilhlöklom, enda var ávallt tekið á móti manni á Þórunnargöt- unni af mikilli hlýju. Akveðinn virðu- legur blær var yfir heimili ömmu og afa. Yfir daginn sinntu þau hugðar- efnum sínum, amma prjónaði mikið og heklaði, en Jón afi sat inni á kon- tór við skriftir. Þrátt fyrir að þau deildu ekki alltaf sömu skoðunum, eins og t.d. á sviði stjómmála, var eftirtektarvert hversu væntumþykja og virðing þeirra hvort fyrir öðru var mikil. Mér er ofarlega í huga ferð sú sem ég fór með foreldrum mínum og fleirum úr fjölskyldunni ásamt ömmu til Þýskalands 1987. Flogið var til Lúxemborgar og þaðan ekið niður til Svartaskógar þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti. Amma þekkti vel þær slóðir sem við fórum á, því rúmum þrjátíu ámm áður höfðu hún og Ari afi farið þar um í hópi ferðalanga. Ferðarinnar naut amma í alla staði vel og er heim var komið setti hún saman greinargóða ferðasögu og gaf okkur sem með henni fórum. Arið 1993 héldu fjölskyldur ömmu og systra hennar, Gróu og Þorbjarg- ar, ættarmót að Skildi í Helgafells- sveit. I dásemdar veðri varði hópur- inn deginum, ásamt ömmu, í að skoða æskuslóðir systranna í Stykk- ishólmi. Um kvöldið var svo slegið upp grillveislu, þar sem sungið var og ræður fluttar. Ég held að fáum sem þar voru renni úr minni þegar amma, þá komin fast að níræðu, stóð upp og hélt hnökralausa en hjartnæma tölu yfir mannskapnum þar sem hún rakti m.a. bernskuár systranna. Engum duldist stolt hennar að geta leitt saman kynslóð- irnar á þeim stað sem stóð hjarta hennar næst. Síðasta ái’atug ævi sinnar dvaldi amma á Hrafnistu í Hafnarfirði í góðu atlæti. Allan þann tíma var andlegt atgervi hennar gott þrátt fyrir háan aldur og hrakandi líkam- lega heilsu. Hugur var skýr og eftir- tektarvert var hversu amma var vel með á nótunum í öllu og stálminnug. Gaman var að heimsækja hana og ræða um þjóðmálin, en í þeim efnum hafði hún ákveðnar skoðanir og lá ekki á þeim. Raunar gilti einu hvert umræðuefnið var, því í viðræðu þótti manni sem amma gæti allt eins verið á sama aldri og maður sjálfur, en ekki komin á tíræðisaldur. Svo ung var hún í anda. Samverustundirnar með ömmu og minningar tengdar þeim eru auður sem við munum búa að um ókomna tíð. Fróðleikur henn- ar, jákvæðni og glaðværð var einstök og smitaði út frá sér. Leið og styð líknsami faðir mig. Innri frið öðlast ég fyrrir þig. - Vægðu veikleika mínum. vef mig kærleika þinum. Veit mér frið! (Jón Sigurðsson frá Skíðsholtum 1.) Elsku amma. Síðustu vikurnar fyrir andlátið var sem þú hefðir skynjað að kallið væri loks komið. Nú fagnarðu endurfundum með Ara afa og Jóni afa og eflaust hefurðu einnig fundið aftur gamla briddsfé- laga og ert sest að spilum. Söknuður okkar allra er mikill en ég veit að þú hefur fundið friðinn og ert hvíldinni fegin. Vertu Guði falin. Jón Sigurðsson. Elsku amma mín. Mig langaði að kveðja þig í síðasta sinn með ástarþökkum fyrir allt. Öll mín uppvaxtarár, í leik og í starfí, átti ég ekki glaðari stundir en hjá þér í Borgamesinu. Mikið voru þetta yndislegir tímar. Minningam- ar em svo margar og svo góðar. Ég mun búa að þínum vinskap og kærleik alla ævi, amma mín. Guð blessi þig. Ari Sig. Það er svo skrítið á hverju líf manns byggist. Stanslaust býr mað- ur við ást og umhyggju ættingja, finnst að foreldrar myndi undirstöð- ur manns en frændfólk, afar og ömmur hliðar manns. Svo þegar fólk eins og amma mín, Ólöf Sigvalda- dóttir, deyr þá áttar maður sig á því að hún var ekki hliðarstyrkur í minni veröld heldur ein af sterkari undir- stöðum. Og þá skelfur mín veröld. Þegar ég kom í heiminn bjó amma í Borgarnesi en foreldrar mínir í Reykjavík. Þess vegna urðu samverustundir okkar ekki eins og þeirra sem hafa ömmu sína í næsta húsi, heldur í formi heimsókna, langra heimsókna. Nokkuð oft var farið til Ollu ömmu og Jóns afa í Borgarnesi, en það var þó nokkur ferð. A sumrin var maður stundum eftir hjá ömmu og afa, þá fékk maður að vera lengur úti á kvöldin en heima og í Borgarnesi var ýmislegt brallað. Mikið brölt er oft á ungum mönnum, gáskinn mikill og gaman að lifa. Eitt sinn vorum við frændur sakaðir um að hafa skemmt ákveðinn hlut, sem við gerðum ekki. Amma spurði okk- ur hvort þetta væri rétt, við sögðum svo ekki vera og þá tjáði hún viðkom- andi að vera ekki að saka okkur um það sem aflaga færi hjá honum sjálf- um. Þannig var amma, sagði sínar skoðanir upphátt þegar þurfti og stóð með sínum. Amma leyfði manni margt en hélt manni þó innan þeirra marka er hún taldi rétt. Ailtaf þegar maður kom inn eftir langan dag tók hún mann, þreif vel andlitið og lét mann bursta áður en farið var í hátt- inn. Ég man aldrei eftir degi þar sem amma var í rúminu. Mér fannst eins og hún væri alltaf að, færi manna seinust að sofa og var komin fyrst á fætur, til að taka til mat handa heim- ilsfólkinu. Amma hafði gengið í gegnum margt. Hún missti föður sinn ung er hann fórst á sjó, eignaðist andvana barn, missti fyrri mann sinn af slys- förum og lifði seinni eiginmann sinn. ÓLÖF SIGVALDADÓTTIR Einhvem veginn fann maður samt aldrei fyrir því að hún hefði lifað erf- iða tíma, hún var alltaf brosandi, boðin og búin til að hjálpa. Hún tal- aði sjaldan um þetta, það var helst þegar ég var mikið með henni í vetur vegna bæklings sem verið var að vinna, að hún opnaði sig lítið eitt. Sjálfsagt hefur hún falið tilfinningar sínar vel og geymt minninguna um erfiðu tímana með sjálfri sér. Þegar amma flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði hófst nýtt tímabil í okkar sambandi. Heimsóknimar urðu tíð- ari og meira var spjallað. Það var í raun ótrúlegt hvað hún vissi mikið. Gaman var að hlusta á hana segja frá því þegar hún var ung og frá þeim hlutum sem hún gerði þá. Einnig gat hún þulið upp heilu ættbálkana, og vissi jafnvel meira um jafnaldra mína en ég sjálfur. Sú hlið ömmu sem mér þótti vænst um var stelpan í henni. Ef svo bar undir þá var hún dálítili grallari og til í að taka þátt í léttu gríni. En fyrir mér var amma miklu meira en bara amma mín, hún var í raun vin- kona mín, góð vinkona. Mér fannst gott að koma til hennar og tala við hana, vera hjá henni. Með henni fannst mér ég finna frið. Blessuð sé minning ömmu minnar. Snorri Omarsson. Mig langar að minnast ömmu minnar, Ólafar Sigvaldadóttur, sem lést þann 19. október síðastliðinn. Er ég var lítill drengur komst ég fljótt upp á lagið með að fara til Ollu ömmu á Þórunnargötunni, það var í leiðinni heim úr skólanum. Fékk ég þá oft að fara í ýmsar sendiferðir í pósthúsið, Jónsbúð eða útibúið, jafnan með miða frá henni, til að framvísa á hverjum stað, um hvað ég ætti að kaupa eða gera. Þótti mér mikil upp- hefð af þessum ferðum fyrir ömmu. Þegar ég kom til baka beið mín alltaf eitthvað gott. Kakó og kleinur voru oft á boðstólum. Einnig kom hún mér mjög fljótt upp á að drekka kaffi. Einn veturinn var ég í handa- vinnu og átti að læra að prjóna. Þótti mér það lítið skemmtilegt og gekk lærdómurinn illa. Endaði með því að amma tók málið í sínar hendur, sat ég þá hjá henni oft daglangt og reyndi að prjóna. Gekk það oft held- ur illa. Mér fannst ég vera búinn að gera mikið að mér fannst en þá þurfti hún að rekja allt saman upp og stundum var afraksturinn eftir dag- inn ekki mikill. Við gátum þó klárað trefilinn að lokum. Minntist hún gjarnan á það við mig er frá leið hvort ég kynni enn að prjóna og gerðum við þá grín að þessum erfið- leikum mínum. Þegar grunnskólagöngu minni lauk, vinna og skóli tóku við, gat ég ekki jafnoft komið við hjá ömmu og ég hefði viljað. Þegar ég kom til hennar, var hún alltaf jafnhress og -kát, spurði um daginn og veginn, vissi allt um hvað væri að gerast í fjölskyldunni og hverjir væru að gera hvað. Margar góðar stundir átti ég með henni eftir að hún var komin á Hrafnistu í Hafnarfirði, við helltum upp á könnuna og hún sagði mér margt skemmtilegt frá liðinni tíð og lífinu á Hrafnistu en þar tók hún þátt í félagslífimj af lífi og sál. Óskar Sigvaldason. Ég hef ekki fyrr verið slegin svo þungum harmi eins og þegar við bróðir minn fréttum af andláti Ollu ömmu minnar. Nú er hún dáin, sem alltaf hafði verið svo lífsglöð og hress. Hún, sem hafði gengið gegn- um skin og skúrir á langri leið, hafði alltaf verið full af lífi og visku. Hún upplifði sem betur fer ekki langa sjúkralegu eins og oft vill verða um einstaklinga á efri árum lífsins. Hún kvaddi á fögrum haustdegi og ósköp verður erfitt að sætta sig við hve snögglega hún fór. Eg man eftir heimsóknunum til hennar í Borgamesið og því hvað var gaman að koma þangað. Alltaf var hægt að ganga að kræsingunum og kókinu í litlu glerflöskunni vísum hjá henni, en ömmu þótti ofsalega gam- an þegar hún gat gefið gestum sínum veitingar og gestrisni hennar var mikil. Alltaf var nóg um að vera heima hjá ömmu á Þórunnargötunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.